Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. ágúst 1978 Uss, Sjálfstæftisflok'kurinn og Alþýftuflokkurinn eru náttúrulega eitt og sama eplift Það sem skiptir höfuftmáli er að einangra og uppræta arðræningjana — afætulýðinn. Þeir eru mannlífinu hættulegri en fjallarefur í fjárhjörð Það er eins og þetta þurfi að spretta úr hrjóstrugum jarðvegi en úr honum spretta lika einatt harftgerðustu jurtirnar En meft pólitíkina er það nú þannig, aft þegar maftur er farinn að hafa unun í gogginn þá dregur úr glóðinni : iMsií - Læt ekki hræra í hausnum á mér einsog grautarpotti í Dölum á Héraði býr 76 ára gamall bóndi, Ingvar Guðjónsson. Hann er vel þekktur á Austurlandi og var um árabil einn af for- ystumönnum austfirskra bænda, m.a. varhann um 12 ára skeið f ulltrúi Norð- Mýlinga á Stöftarsam- bandsþingum bænda og 18 ár var hann formaður Búnaðarfélagsins í sinni sveit. En lífshlaup þessa aldna heiðursmanns er líka merkilegt fyrir aðrar sakir. Á unga aldri skaut sáðkorn kommún- ismans rótum í brjósti hans og í hafróti krepp- unnar tók hann þátt í að stofna kommúnistafélag í heimasveit sinni með öðrum ungum öreigum. Og þó hann hafi „um skeið snúið sér að öðru" einsog hann orðar það, hef ur hann á seinni árum hneigst æ meir að kommúnismanum sem einu lausninni á vanda- málum heimsins i dag. Ingvar er þekktur fyrir skorinorðan málflutning og Þjóðviljinn bað hann því að segja undan og of- an af pólitíkinni einsog hún var og er. — Þaö er nú pest i bænum, segir Ingvar þegar viö komum i Dali. Konan liggur, en ég er sem betur fer búinn að drepa þennan óþverra úr mér. Ég nota bara kamfóru á svona lagað, hún drepur svona pestir. Annars heitir þetta vist inflúensa sem ég hélt nú að væri liðin hjá hér. En þetta endurnýjast vist alltaf að sunnan. — Þegar vift erum gengnir til stofu spyrjum vift Ingvar hve- nær hann hafi fyrst komist i kynni vift sósialismann. — Það var á árunum 1920 — 1922, þegar ég var á Eiðum. Benedikt Blöndal kenndi þá félagsfræði við Alþýðuskðlann og hann fór grannt með okkur i flestar tegundir af sósialisma, bæði marxismann og leninism- ann og jafnvel anarkisma. Þaö urðu nú flestir til að viðurkenna mannúðarviðhorf kommúnism- ans og hjá mörgum kviknaði á neista. Blöndal var nefnilega svo eldheitur kennari og vist var hann sósialisti innst inni. Hann fór svo frá skólanum þegar mis- sætti kom upp milli hans og skólameistara. Blöndal var alveg einstakur frihyggjumaður en skólameistari aftur rignegld- ur. Ég varð svo ráðsmaður hjá Blöndal eitt ár, og þá sagði hann mér að hefði kommúnism- inn haft annað viðhorf til trúar- bragðanna, hefði hann kastað sér i fang hans. — Varstu svo ekki viðriftinn stofnun kommúnistafélags efta sellu hér nokkru siðar? — Jú jú. Þaft var um og eftir 1930. Við vorum ansi róttækir i Eiðaþinghánni þá. En formlegt skipulag mundi vart hafa kom- ist á með okkur án aðstoðar, en þá aðstoð veitti okkur Gunnar Benediktsson rithöfundur. Sam- tök af þessu tagi voru kölluð „sellur”, — en við kölluðum þetta bara Kommúnistafélag Eiðaþinghár og boðuðum fundi og samkomur undir þvi nafni. Ég var ritari félagsins uns ég fluttist úr Eiðaþinghá — 1936 — en formaður var Arnbergur Gisiason, þá ráðsmaður hjá Páli Hermannsyni alþm. á Eiðum. Þriðja hjólið i stjórninni var Guðný Sveinsdóttir húsfrú á Ey- vindará. — Hvaft voruft þift margir sem tókuð þátt I störfum Kommún- istafélags Eiftaþinghár? — Það munu hafa verið 14 eða 15 sem voru skráðir félagar, auk þess voru nokkrir hreyfingunni hlynntir. Þetta var lika i lægð kreppunnar, allt var i botnlausri kreppu og það hefði þurft hálf- gerða fávita til að verða ekki róttækir við þær aðstæður þ.e.a.s. ef menn fóru að grafast fyrir um orsakir kreppunnar — höfnuðu kenningunni um að hún væri i ætt við vindinn. — Hvernig stóft á þvi aft Gunnar Benediktsson aftstoftafti ykkur vift þessa félagsstofnun? — Hann var þá genginn frá kjóli og kalli I Saurbæ, og var á ferft hér austur á fjörðum á veg- um KFl. Stuttu eftir áramótin 1932 var haldið einskonar héraðsmót i Alþýðuskdlanum á Eiðum á vegum Búnaðarsam- bands Austurlands. Siðasta dag mótsins var haldinn einskonar pólitiskur fundur, þar rædd ým- is vandamál og afleiðingar kreppunnar. Gunnar kom i Eiða Myndir og texti: ÖS/ÖT Spjallað við Ingvar Dölum sem gistivinur skólastjóra — Jakobs Kristinssonar, — hann sat þennan fund og fékk leyfi til að taka þátt i umræðunum, og varð all-hvasst á fundinum með köflum. Við rótæklingar höfð- um farið þess á leit, að hann flytti erindi um kreppuna og kommúnismann að fundi lokn- um, sem hann varð ljúflega við að fengnu leyfi skólastjóra varðandi fundarsalinn. Við alþingiskosningarnar 1933 um vorið, var Gunnar svo i framboði fyrir Kommúnista- flokkinn i Norður-Múlasýslu og hlaut i þeim um 70 atkvæði. Að þeim ioknum var hann í kaupa- vinnu hjá bændum um sumarið, m.a. hjá Birni i Hnefilsdal, þar sem hann vann að samsetningu hestasláttuvélar og þjálfaði hesta fyrir henni, en vélin var sú fyrsta þeirrar tegundar á Jökul- dal og öllum þar framandi hlut- ur. Um haustið stofnaði Gunnar deild i KFÍ á Jökuldal og með okkur i Eiðaþinghánni. Helsti maður i deild Jökuidæla mun hafa verið Þorkoll sonur Björns i Hnefilsdal, skarpgreindur og drengur góður. Þriðja deildin á Héraði varð svo til i Hróars- tungunniog helsti forystumaður hennar Sigurður Arnason, Heiðarseli, nú Hveragerði. — Hefurftu haft samband vift Gunnar siftan? — Nei, ég hef aldrei séð Gunn- ar siðan viö stofnuðum saman Kommúnistafélagið en oft hefur mig langað að hitta hann. En ég hef lesið bækurnar hans og dá- ist að þvi hve hann fer satt með, einsog til dæmis af fundinum á Eiðum, þar er ekki orðinu hall- að og frásögnin frábær snilld. — Hvernig hefur ykkur enst kom múnisminn frá þessum tima? — Það dofnaði nú yfir þessu. Menn fóru að basla við að búa, þvi ekki var nú lifvænlegt að hirast i vinnumennsku, allra sist fyrir fjölskyldufólk. Ég fór sjálfur að Hjartastöðum i Eiða- þinghá en flæmdist fljótt þaðan, þvi innleggið mitt nægði einung- is til að borga landsskuldina og ekkert meir. Þá fór ég að Finna- staðaseli i Eiðaþinghá, einu lélegasta býli á öllu Fljótsdals- héraði. Þaöan kom ég i Dali 1936 og hér hefur mér liöiB vel. En með pólitikina er það nú þannig, að þegar maður er farinn að hafa unun I gogginn, þá dregur úr glóðinni. Svo finnst mér vera lögmál, að þetta fölni með aldr- inum. Ekki vil ég nú samt viðurkenna það á mér. Það má að visu segja, að ég hafi um skeið snúið mér að öðru, en eftir að ég hætti að búa fór ég að hafa tima til að hugsa um pólitik og ég held að það eimi vel af þeirri glóð sem kviknaði i Eiða- skóla fyrir áratugum siðan, og ég veit heldur ekki hvernig annað gæti ygrið, á meðan ég held nokkurn veginn sönsum. — Dró ekki almennt úr rót- tækni meftal alþýftu manna, þeg- ar kom fram 1 stríðið? — Þetta var svona jafnt fram- undir striðsbyrjun og þó frekar vöxtur. Svo kom Finnagaldur- inn, þá dalaði þetta og fór allt á dreif. Á Islandi varð svo hrein bylting i afkomúmöguleikum þegar leið á striðið og dró þá broddinn úr harðasta kjarnan- um. Þaðereinsogþetta þurfi að spretta úr hrjóstrugum jarðvegi en úr honum vaxa lika einatt harðgerðustu jurtirnar. SvO kom aftur dálitil sveifla þegar Sovétrikin voru að vinna sina miklu sigra i striðinu. Þá var ekki hallað á Stalin einsog siðar varð tiska. — Já, Stalin var vinsæll I strlðinu en vegur hans minnkaði heldur aft þvi loknu. Hvaft fannst þér um hann? — Þetta var alltsaman ein- hver helv.... svikamylluáróður gegn Stalin. Ég er sannfærður um, að hefði hans ekki notið við, þá hefðu Þjóðverjar unnið strið- ið. Menn fy rtust heldur ekki við > að heyra Stalin nefndan þegar sovéski herinn var að bjarga vesturveldunum undan nasism- anum. Siðan hefur bulið níöiö gegn Stalin jafnvel i hans eigin föðurlandi, eftir að þetta slys varð hérna um árið þegar Krús- jeff komst til valda. Það er þessi ekta kratiski áróður sem ég sé þarna að verki. — Varstu hlynntur samyrkju- búskap einsog rússneski kommúnisminn boftafti? —Förm sósialismans eru ekki alls staðar eins, svo þó samyrkjubú séu góð á einum stað, þarf það ekki endilega að gilda annars staðar. Stórsniðin samyrkja myndi vafalaust gefa betri möguleika á vélvæðingu og auka hagvöxt en það er bara ekki allt. Hagvaxtarmælikvarð- inn er nefnilega eitthvert háska- legasta fyrirbæriö sem þekkist i dag. Og það má lika benda á, að tæknin er alltaf að aukast i sveitunum, en hún virðist ekki færa bændum þann arð eða frjálsræði sem til var ætlast. Við

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.