Þjóðviljinn - 30.08.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.08.1978, Blaðsíða 1
MÐVIUINN Miðvikudagur 30. ágúst 1978 — 186. tbl. 43. árg. Stjórnarmyndunarviðræður: Skoðanamunur um starfslýsingu t gærdag og gærkvöldi voru fundir i aöalnefnd og undirnefnd f stjórnarmyndunarviöræðunum. — Fyrir fundunum lógu drög aö starfslýsingu rikisstjórnar Al- þýöuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks, sem ólafur Jóhannesson hafði unnið i fyrra- kvöld upp úr viðamiklum plöggum, sem samkomulag hafði náðst um i undirnefndunum tveimur um efnahagsmál og önnur mál. 1 ljós kom að um veigamikil atriði i viðræðunum er enn skoðanamunur milli flokkanna. Ólafur Jóhannesson mun hafa beitt skærunum ótæpilega og varðandi dómsmál og land- búnaðarmál er verulegur meiningarmunur milli Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks. Einnig er eftir að hnýta ýmsa hnúta varðandi „samkomulag” við forystu launþegahreyfingar- innar. Afstaða miðstjórnar ASl til hugmynda viðræðuflokkanna um lausn kjarahnútsins mun að sjálf- sögðu hafa haft mjög jákvæð áhrif á möguleika til þess að i þeim efnum fáist niðurstaða. Lúðvik Jósepsson, form, Al- þýðubandalagsinsjiefur boðað til aukafundar flokksráðs kl. 17 i dag að Hótel Esju. Þar verða samn- ingarnir um stjórnarmyndun ræddir. t gær héldu nokkur AI- þýðubandalagsfélíýg fundi þar sem kosið var i flokksráð. Listi yfir flokksráðsmenn Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik er á siðu 14. —ekh. Sjá ennfremur siðu 14 Skipting ráðuneyta Bitbein Fram- sóknar og Alþýðu- flokks Ekkert er enn ákveðið um skiptingu ráðuneyta milli flokk- anna þriggja sem nú ræða stjórnarmyndun. Ýmsar hug- myndir hafa þó verið ræddar óformlega og miðað við að ráð- herrum fjölgi um einnfc- og þeir verðinlu, þrir frá hverjum flokki. Framsóknarflokkurinn leggur fyrir sitt leyti mesta áherslu á dómsmála-landbúnaðar-forsætis- og jafnvel utanrikisráðuneytiö. Alþýðuflokkurinn leggur einnig þunga áherslu á dómsmálin, og utanrikisráðuneytið, en hefur * einnig óskir um félags-heil- brigðis- og tryggingamálaráöu- neytin. Rætt hefur verið um að i hlut Alþýðubandalagsins komi iðnaðar- orku- viðskipta- mennta- inála- og fjármálaráðuneytin. Þessi mál hafa þó enga afgreiöslu hlotið eins og áður sagði og gæti margt stokkast upp áður en yfir lýkur. —ekh. • Samningarnir í gildi frá 1. september med ákyednu þaki • Framlenging til 1. des. 1979 • Visitölukerfid veröi endurskoðað Miðstjórn Alþýðusam- bands Islands tók á fundi sinum í gær jákvæða af- stöðu til „tilboðs" forystu- manna þeirra flokka sem standa að myndun vinstri stjórnar. ,/Tilboð" þetta var kynnt viðræðunefnd ASÍ á fundi með forystu- mönnunum i fyrradag. Myndin er tekin við upphaf miðstjórnarfundar ASt i gær. A stóru myndinni frá vinstri: Snorri Jónsson, Asmundur Stefánsson, Einar ögmundsson, Guðmundur Hallvarðsson, Guðriður Eliasdóttir, Þórunn Valdimarsdóttir og Hermann Guðmundsson. Minni myndin, frá vinstri: Guðmundur Hallvarðsson Guðrfður Ellasdóttir, Þórunn Valdimarsdóttir, Hermann Guðmundsson, Benedikt Daviðsson, Guðjón Jónsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Eðvarð Sigurðsson, jón Snorri Þorleifsson og Karl Steinar Guðnason. Ljósm. —eik. Miðstjórn ASÍ tók vel í hugmyndir viðræðuflokkanna Beitir sér fyrir samþykkt þeirra Að sögn Snorra Jónssonar varaforseta ASl fjölluöu hug- myndir forystumannanna um það hvort ASl væri reiðubúið að fallast á að „sólstöðusamning- arnir” frá þvi i júni 1977 yrðu framlengdir um eitt ár, þ.e. frá 1. desember 1978 til 1. desember 1979 án grunnkaupshækkunar, en með visitölubótum samkvæmt samningum. I staðinn skyldu febrúarlögin og bráðabirgðalögin afnumin, sem þýöir að setja samningana aftur i gildi. Jafnframt var Alþýöusam- bandinu boðið að skipa mann i nefnd sem ætti að fjalla um endurskoðun á visitölukerfinu. Miðstjórn ASl tók afstöðu til þessa tilboðs á fundi sinun i gær og vai\sú afstaöa jákvæð, eins og fram kemur i ályktun mið- stjórnarinnar, en hún hljóðar svo: A fundi miðstjórnar Alþýðu- sambands Islands i dag, 29.8. 1978 voru ræddar þær hugmyndir, sem forystumenn þeirra flokka sem standa að stjórnarmynd- unarviðræðum reifuðu við við- ræðunefnd ASl i gær. öskaö var eftir afstööu þeirra til eftirfar- andi atriða. 1. Samningarnir sem gerðir voru á s.l. ári taki gildi frá 1. Framhald á 14. siðu VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN FRÁ ÁRAMÓTUM Öhagstæður um 11,5 miljarða kr. Vöruskiptajöfnuður landsmanna var hagstæöur um 2.9 miljarða króna i júlimánuði, enda var útskipunarbanni aflétt seint I mánuð- inum nema i Vestmannaeyjum. Vöruskiptajöfnuður frá áramótum til júliloka reyndist hins vegar óhagstæður um 11.605 miljarða króna, cn var á sama tima I fyrra óhagstæður um 7.1 miljarð króna. Meðalgengi miðað við sama timabil hefur hækkað um 36.6% frá þvi i fyrra. Hvor verður dómsmála- ráðherra? Vil- mundur eða Ólafur Eins og segirá öðrum staö hér á siðunni er Vilmundur Gylfason eitt af ráðherra- efnum Alþýðuflokksins. að þvi að talið er. Gerir þing- flokkurinn mjög ákveðna kröfu fyrir hans hönd um að dómsmálaráðuneytið falli Alþýðuflokknum i skaut. Ef úr yrði heyrði það til undan- tekningar aö ólöglærður maður settist i sæti dóms- málaráðherra, enda hcfur það nánast verið talin ófrá- vikjanleg regla að maður með lögfræðim enntun gegndi þvi einbætti. Framsóknarmenn gera að sinu leyti jafnákveðna kröfu til þess að Ólafur Jóhannes- son gegni áfram embætti dómsmálaráðherra og þykir það furðu djarft hjá krötum tð krefjast þess að Ólafur standi upp fyrir Vilmundi. Eftir er að sjá hvort um er að ræða römmustu alvöru hjá Alþýðuflokknum eða ein- ungis leik i taflmennsku um ráðherVastóla. Hart lagt að Lúdvík Samkvæmt þeim upplýsingum sem Þjóðviijinn aflaði sér i gær eru ráðhcrraefni Alþvðuflokksins i vinstristjórn, ef af henni veröur, Benedikt Gröndal, Kjartan Jó- hannssonog Vilmundur Gylfason. Ráðherraefni Framsóknarflokks- ins eru Óiafur Jóhannesson, Steingrimur Hermannsson, Tómas Arnason og Jón Helgason. Hinir tveir fyrrnefndu mega teljast nokkuð öruggir um stól- ana, en skipting ráðuneyta milli flokka getur ráöið miklu um hvor þeirra Tómasar eða Jóns fær ráð- herrastól. 1 þessu dæmi er gert ráð fyrir að Benedikt Gröndal verði utanrikisráðherra, en það er þó engan veginn öruggt þvi Framsókn þykist einnig eiga til- kall til embættisins og Einar Agústsson kæmi þá inn i myndina þótt staða hans sé ekki sterk. Hjá Alþýöubandalaginu viröist valið á ráðherraefnum ætla aö veröa flóknara. Hart er nú iagt að Lúðvik Jósepssyni aö taka sæti i stjórninniþrátt fyrirfyrri yfirlýs- ingar, og meðal þeirra mörgu flokksmannasem þareiga hlut aö máli eru áhrifamiklir Alþýöu- bandalagsmenn I forystu verka- lýðshreyfingarinnar. Það má hins vegar teija næsta öruggt að Ragnar Arnalds veröi ráðherra- efni flokksins og að Geir Gunnarsson þyki sjálfkjörinn i embætti fjármálaráðherra falli það i hlut Alþýðubandalagsins. Taki hvorki Lúðvik og Geir sæti 1 stjórn á vegum flokksins gætu margir komiö til greina sem ráð- herraefni. —ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.