Þjóðviljinn - 30.08.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.08.1978, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 30. ágúst 1978 ,ÞJQÐVILJINN — SIÐA 7 Ég hef ekki gáfur né reikningshaus til að botna i svona kúvendingu á kúvendingu ofan. En vonandi er ég bara svona vitlaus en Alþýðubandalagið svona sniðugt. Siyuröur Guðjónsson rithöf undur Samkvæmni Alþýðubandalagsins Skyldi Benedikt Gröndal, Ólafi Jóhannessyni og Geir Hallgrimssyni hafa veriö upp- álagt af útlendum marskálkum að gera allt sem i þeirra valdi stendur til að koma i veg fyrir að Lúðvik Jósepsson myndaði rikisstjórn á tslandi og yrði for- sætisráðherra? Slik er fiskisagan. Þjóðviljinn hefur undanfarið boðað les- endum þá kenningu að Nató hafi átt siðasta orðið i tilraunum Lúðviks til stjórnarmyndunar. Einstakir blaðamenn hafa stungið þessu að okkur. Og leiðarar gefa hið sama i skyn. Kannski er þetta rétt. Kannski er þetta rangt. Hvergi hafa þó komið fram áreiðan- legar upplýsingar um að þetta séuannað en getsakir. Hægri blöð úti i heimi, álika þröngsýn og vitlaus og Morgunblaðið, hafa hrætt fólk á þvi að komm- arnir væru búnir að stela tslandi. 1 Tyrklandi trúa menn þessu eins og opinberun Kóransins, en á íslandi gleypa Alþýðubandalagið og Þjóðvilj- inn Natófrekju-hugmyndina eins og heilagt spakmæli úr doð- rant eftir Karl Marx. Siðan er hamrað á þessu sem staðreynd dag eftir dag og liklega hér eftir fram á næstu öld. En er einhver fótur fyrir. þessu? Alls enginn með vissu! Þetta er týpiskt dæmi um það hvernig uggur og orðrómur er gerður að virkileika i pólitiskum áróðri þegar óvissa og ringul- reið rikir. Mér finnst það ekki auka veg Þjóðviljans, sem ekki má mikið missa úr þvi sem komið er, að djöflast á þessu án frekari sannana. Fyrst væri notalegt að fá örugga vitneskju um hvort Nató hafi gefið Islenskum stjórnspekingum sitt undir hvorn og skikkað þá til að setja Lúðvik i skammar- krókinn. Staðfesti aftur á móti traustar heimildir að þetta standi allt eins og prentsverta Þjóðviljans er sannarlega ástæða til að gera hálfu meira veður af málinu á lognkyrrum blaðsiðum þessa málgagns sós- 'ialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Er ekki eitthvað bogið við þetta allt saman? Það var ekki svo litið uppi á þeim tippið Alþýðubandalagsmönnum er ihaldið féll i Reykjavik i borgar- stjórnarkosningunum. Það skil ég vel. Ég var þá staddur I Vinarborg og lét segja mér tiðindin þrisvar. Og trúði þó ekki i alvöru fyrren i flugvélinni frá Kaupmannahöfn er ég las þetta i Þjóðviljanum. En nú er ég eiginlega farinn að efast um að ihaldið hafi fallið i Reykjavik. Glæsilegasta borgarstjórnar-' kosningaloforðið var ekki efnt nema sem hálfkák til að plata kjósendur fyrir alþingis-. kosningar. Það tjóir ekki að neita þessu. Sá sami yrði að gleyma jafnharðan öllu sem hann les og heyrir. Nú virðist sagan ætla að endurtaka sig i landsmálunum. Búið er að fall- ast t.d. á gengisfellingu, svo og svo mikla skerðingu á leið- réttingu kjara þeirra lág- launuðu og friðhelgi hersins á Miðnesheiði. Flest helstu kosningaloforð Alþýðubanda- lagsins eru forngripir orðnir sem kyndugt verður að skoða á Landsbókasafninu I fram- tiðinni. Flettið Þjóðviljanum frá þvi á útmánuðum og til þessa dags. Þar sjáið þið að þetta er rétt. Ég kaus Alþýðubandalagið i þeirri góðu von að það meinti boðskap sinn. En nú stend ég alveg á gati. Auðvitað vita allir að kosningabarátta er svona og svona og engum dettur I hug að taka mark á nema broti af þeim heitstrengingum er þá fjúka. En ég vil samt gera dálitið strang- ari kröfur til Alþýðubanda- lagsins en annarra flokka um hreinlega pólitik. Flokkur sem telur okkur trú um að hann ber j- ist fyrir þjóðfrelsi og sósial- isma, nýju og manneskjulegra þjóðfélagi, ætti að neita sér um ómerkilegustu lummur þeirra makindaflokka er hugsa aðeins með munni og maga. Okkur felmtri slegnum kjós- endum, sem nú höfum séð at- kvæði okkar gert að happ- drættismiðum i lotterli valda- sjúkra ráðamanna, er sagt að i samsteypustjórn verði allir flokkar að slá svo og svo mikið af hugsjónum sinum og mark- miðum. Það kann rétt að vera.' En hve langt má ganga? Hve mikla fyrirlitningu má sýna almennum kjósendum? Svo mikla að allir stefnupólar flokk- anna fyrir kosningar verði gagnskauta eftir þá sýndar- skoðanakönnun, sem þó er ekki marktæk til hálfs á við kannanir Dagblaðsins. Ég hélt hvað sem öllu liður að annað lögmál en frumstæðasta kosningasmölun og valdaklikubarátta gilti I flokki sem stefnir aö breytingu á grundvallarskipan þjóðfélags- ins. Þetta er kannski barnaleg, — máski borgaraleg! — róman- tik i mér og idealismi. En þá hlýtur það að vera rómantik að vera sósialiskur i alvöru en gera sig ekki lukkulegan með smá- vægilegar skóbætur i „vinstri stjórn” sem lýtur götóttu og slitnu lögmáli kapitalismans. Mér sýnist að Alþýðubanda- lagið hafi boðið andstæðingum sinum litla fingur en þeir hrifsað báðar hendur. Finna menn t.d. enga mótsögn i þvi að segja, að Nató hafi komið i veg fyrir stjórnarmyndun Lúöviks Jósepssonar sem er I forsæti Alþýöubandalagsins i viðræðum um stjórn sem allir vita að ekki mun hrófla við þessu sama Nató? Væri þetta ekki dónaleg uppákássusemi i garð Islend- inga? Og lægi það ekki beinast við að stjaka óþyrmilega við þessu óþolandi hrekkjusvini og Natófrekjudós? Þetta hélt ég að væri einföld samlagning. En Þjóðviljinn heldur áfram að deila dæmið. Guð má vita hver útkoman verður. Ég hef ekki gáfur né reiknishaus til að botna i svona kúvendingu á kúvendingu ofan. En vonandi er ég bara svona vitlaus en Alþýðubandalagið svona sniðugt. Sigurður Guðjónsson Sumarferð Alþýðu- bandalagsins 3. september Fjölskyldu- ferð 1 Þjórsárdal Nú fara að verða siðustu forvöð að ná I miða sumar- ferðar Alþýðubandalagsins I Reykjavik, sem farin verður n.k. sunnudag, 3. september. Sækja þarf miðana fyrirfram á Grettis- götu 3 (simi 17500), en skrif- stofan er opin frá kl. 9 til 17. Ferðinni er heitið í Þjórs- árdal, og verður dvalist I dalnum og nánasta umhverfi hans allan daginn. Þetta er þvitiivalið tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að fara i góð- um félagsskap á söguslóðir og fræðast um þær, þvi að venju verður fjöldi þjóö- kunnra fræðaþuia og ferða- garpa i förinni. Fólk er hvatt til þess aö klæða sig vel og taka með sér nesti, en gosdrykkir verða seldir á leiðinni. Fargjald fyrir fullorðna er 3.500 krónur, fyrir börn 2.000 og fyrir aldraða og öryrkja, sem aðeins hafa bætur Tryggingarstofnunar til að lifa af, kr. 2.500. f sumarferðum Alþýðu- bandalagsins sameinast fróðleikur og skemmtan, og eins og fararstjórinn, Björn Th. Björnsson, listfræðingur sagði i viðtali við Þjóðviljann 24. ágúst s.l., eru ferðirnar e.k. sumarháskóli i þjóðar- sögu okkar. í Þjórsárdal er af nógu að taka, ekki sist þegar timinn er rúmur og mun þvi væntanlega gefast gott tækifæri til þess að kynnast náttúru og sögu dalsins. t þjóðveldisbænum tekur Hörður Agústsson listmálari við leið- sögninni og lýsir bænum og tilurðhans. — Ljósm.: G. Fr. Ferðaáætlun Matast verður undir Vatnsási við Sandá. Þar verður hópnum skipt upp i nokkra smærri, sem farasitt i hvora áttina, en þótt leiðir verði nokkuð ólikar koma samt allir á sömu staöi. Farið verður meö einn hópinn inn að sundlauginni nýju fyrir innan Reykholt og gefst þar tækifæri til að svamla um stund, en laug- in er sérstaklega skemmtileg og vel við hæfi barna. Þaðan verð- ur farið yfir gamla vaðið á Fossá og norður að Lamba- réttarnefi, en þeir sem ekki vilja fara I sund verða ferjaðir yfir áhinn bakkann i berjaland eða á göngustaði. Annar hópur heldur austur og upp Sámsstaðamúlann, hjá Bjarnalóni og ofan að Tröll- konuhlaupi, en þaðan um Hrossatungur og ofan að G já og Rauöá. Enn einn hópur fer um H jálp I Þjóðveldisbæinn upp með Skeljafelliog að Stöng, upp I Gjá og réttsælis upp Hrossatungur ogofan Haf, en að lokum hittast allir aftur hjá Vatnsási. 1 þjóðveldisbænum tekur Hörður Agústsson, listmálari við leiðsögninni og lýsir bænum, sem byggður var I tilefni 11 alda byggðar á Islandi. Göngu- garpar fá tækifæri til að spreyta sig á göngu inn að Háafossi eða ofan að Þjófafossi, og þeir sem það kjósa geta haldiö kyrru fyr- ir og hugað að berjum. Leiðsögumenn Björn Th. Björnsson fararstjóri Óskar Halldórsson. Sverrir Hólmarsson, Þór Vigfússon, Sveinn Skorri Höskuldsson, Vigdís Finnbogadóttir, Björn Þorsteinsson, Hrafn Hallgrimsson, Silja Aðalsteinsdóttir, Þorleifur Einarsson Ragna Freyja Karlsdóttir, Ólafur R. Einarsson, Pétur Sumarliðason Gunnar Karlsson, GIsli Pétursson, Þorsteinn Vilhjálmsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.