Þjóðviljinn - 30.08.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.08.1978, Blaðsíða 9
8 StÐA — ÞJÓDVILJINN MiAvikudagur 30. ágúst 1978 Fjárfestingar ísbjarnarstórveldisins hafa verið gífurlegar llornsteinn ísbjarnarins. FrystihúsiAá Seltjarnarnesi. FasteignamatiA er um 280 iniljónir. Frystihúsiö ísbjörninn er eitt af nokkrum frystihús- um á Stór-Reykjavík- ursvæðinu sem hefur á- kveöiö að stööva starfsem- ína 1. september n.k. vegna rekstraröröugleika og þá munu hátt á annað hundraö manns missa at- vinnu sina. isbjörninn h.f. er stofnaö áriö 1944 og er þaö í eigu einnar fjölskyldu, Ingvars Vilhjálmssonar og sona hans/ Jóns og Vilhjálms. Ingvar er forstjóri fyrir- tækisins en bræöurnir eru framkvæmdastjórar og Jón með prókúruumboöiö. Hlutafé fyrirtækisins er nú skráö hjá Firmaskrá 22 miljónir og var það á árinu 1977 hækkað i þessa tölu úr 11 miljónum, sem það hafði verið frá 1971. t eftirfarandi grein er gróf úttekt á fjárfestingum eigenda ís- bjarnarins á siðustu árum og skráðum eignum þeirra, sem tókst að afla upplýsinga um. Til- gangurinn er sá að sýna fram á, að þrátt fyrir stöðugt tal um rekstrarvanda fyrirtækja i sjávarútvegi, þá eru atvinnurek- endur i þessari grein, sem hafa stundað fjárfestingar upp á mil- jarða á undanförnum 5 árum, auk mikilla umsvifa eigendanna. Þjóðviljinn hefur ekki vitneskju um hvort þessar upplýsingar sem hér koma fram, þ.e. upptalning á umsvifum og eignum, eru tæm- andi. Umsvif og eignir gætu þess vegna verið mun mtiri. Frystihúsið á * Seltjarnarnesi Frystihúsið á Seltjarnarnesi er hornsteinninn undir fjármála- veldi eigenda Isbjarnarins. Þar risu fyrstú fasteignirnar eftir að fyrirtækið var stofnað undir lok siðari heimstyrjaldarinnar, þá sem eitt af fyrstu frystihúsunum, sem byggð voru hér á landi. Byggingarnar á Seltjarnarnesinu eru tæpir 37 þúsund rúmmetrar. Verðmæti lóðarinnar er 73.5 mil- jónir og fasteignaverðmæti bygginga er um 209 miljónir. Þetta frystihús hefur malað eigendunum mikið gull, á þvi reisa þeir miljarða fjárfestingar- nar, sem nú segir af, en áður skal minnst á eignina á Seyðisfirði. Hafsild á Seyðisfirði Um tveggja áratuga skeið hefur starfað gróið og viröulegt fyrirtæki á Seyðisfirði sem ber nafnið Hafsild hf. Hafsiid var stofnað á sildarárunum, þegar silfri hafsins var mokað upp i hundruö þúsundum tonna. Þegar sildin hvarf dofnaði yfir fyrirtæk- inu eins og nærri má geta, en til- koma loðnuveiðanna bjargaði þvi rétt fyrir 1970. Fyrir tveimur til þremur árum keyptu eigendur Is- bjarnarins fyrirtækið. Ekki er. vitað um kaupverð en fasteigna- mat eignanna er 173 miljónir. Fólkinu sagt upp 1. sept. þegar gróðinn minnkar Hæpið er að fyrirtækið hafi verið selt undir fasteignamatinu, eftir að verksmiðjan gat farið að mala gull aftur, nú úr loðnu. Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjan hf Enginn ibúi Reykjavikur hefur farið varhluta af starfsemi þessa fyrirtækis þar sem strompur þess við Klett spýr peningalyktinni i vit ibúa höfuðborgarinnar. Sildar- og fiskimjölsverksmiöj- an h.f. starfar i tvennu lagi, ef svo má að orði komast. Annars vegar rekur fyrirtækið fiskimjölsverk- smiðju úti á Granda og hins vegar fiskimjölsverksmiðju við Klett. A siðast liðnu ári fjárfesti fyrr- nefnda verksmiðjan fyrir a.m.k. um 100 miljónir. Ingvar Vil- hjálmsson er i aðalstjórn fyrir- tækisins, en Jón er i varastjórn. Isbjörninn á a.m.k. 30% i fyrir- tækinu. Skoðum nánar eignir þessa fyrirtækis. Fiskimjölsverksmiðjan á Kletti er 9179 fermetrar að stærð. Verð- mæti mannvirkja er skráð 205 miljónir. Verðmæti lóðar 122.1 miljón. Fiskimjölsverksmiðjan á Granda er 5635 fermetrar. Verð- mæti mannvirkja eru tæpar 247 miljónir, en lóðin er metin á rúm- ar 108 miljónir. Eignir Sildar- og fiskimjölsverksmiðjunnar er þvi, hvað þessar tvær verksmiðjur varðar, rúmar 680 miljónir. Eignarhlutur tsbjarnarfjölskyld- unnar er ekki undir 220 miljónum. Stolt ísbjarnarins A undanförnum 3-5 árum hefur risið stórhýsi á Norðurgrandan- um við Reykjavikurhöfn. Það eru aðalstöðvar tsbjarnarins. Skrif- stofur, fiskverkun, fiskmóttaka og vörugeymslur. Aðstaðan gæti ekki verið betri þar sem húsiö stendur á hafnargarði og fiskur- inn tekinn beint inn i það úr skipi. Bæjarútgerð Reykjavikur getur ekki státað að slikri fullkomnun né nokkuð annað fiskverkunar- eða frystihús á öllu Reykjavikur- svæðinu. Þessar aðalstöðvar tsbjarnar- ins eru 7.292.7 fermetrar að stærð. Húsið er metið á 646.5 miljónir og lóðin á 16 miljónir. Togararnir A árinu 1976 samþykkti Fisk- veiðasjóður smfði tveggja togara i Noregi, og lánaði til hennar 2/3 af kaupverðinu. Kaupandinn var tsbjörninn hf. Á þessum tima gilti sú regla aö þeir sem vildu láta smiða skip erlendis, gátu fengið erlend lán til þess. Fiskveiðasjóður lánaði þá 66.66% en rikisábyrgðarsjóður veitti ábyrgð upp á 13.33% þannig að opinber aðstoð nam 85% af kaupverði skipanna. Eins og áður segir fékk ts- björninn h.f. sitt ián úr Fiskveiða- sjóði, en rikisábyrgöina þurfti fyrirtækið ekki. Engin rikisá- byrgð kom til, vegna þess að um hana var aldrei sótt. Annar þessara togara heitir As- geir, 442 tonn. Matsverðmæti 902 miljónir. Togarinn kom til lands- ins á árinu 1977. Hinn togarinn kom til landsins á þessu ári. Hann heitir Asbjörn, 440 tonn. Matsverð 900 miljónir. 1800 miljón króna fjárfesting á einu bretti. Norglobal Norglobal er risastórt verk- smiðjuskip norskt að uppruna. Það var leigt hingað til lands, fyrst fyrir 5 árum á loðnuvertið. Þeir sem stóðu fyrir þvi voru m .a. eigendur tsbjarnarins. Fyrir nokkrum mánuðum var stofnað nýtt hlutafélag með norskum, breskum og islenskum eigendum. Hlutafélagið keypti Norglobal fyrir 14 miljónir bandarikjadoll- ara, þ.e. rúma 3.5 miljarða is- lenskra króna. Hlutafé er 100 þús- und dollarar. Islensku eigendurn- ir, eru eigendur tsbjarnarins. Þeir eiga 10%. Persónuleg umsvif Hér að framan hefur verið sagt frá hinum fyrirtækjalegu umsvif- um eigenda tsbjarnarins , sem Þjóðviljinn hefur getað aflað sér upplýsinga um. Þá segir af per- sónulegum umsvifum fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Vilhjálmur Ingvarsson á nýtt einbýlishús að Sæbraut 11 Lóðin sem húsið stendur á er 769 fer- metrar. Fasteignamat hússins er 22.414 miljónir. Bifreiðaeign met- in á 12 miljónir. Jón Ingvarsson á nýtt einbýlis- hús að Skildinganesi 38. Lóðin er metin á 5.5 milj.. Húsið er 351 fermeter að stærð. Fasteignamat hússins er 23.4 miljónir. Bifreiða- eign er metin á 13 miljónir. Jón Ingvarsson á jörðina Gufu- á i Borgarhreppi i Mýrasýslu. Ræktað land er 5,8 hektarar, en fasteignamatið er tæp 1700 þús- und. Ekki hefur tekist að afla upplýsinga á hvað Jón keypti jörðina. Jón og nokkrir aðrir athafnamenn i Reykjavlk buðu hins vegar nýlega 20 miljónir i jörðina Stóru-Skóga i Stafholts- tungnahreppi i Mýrasýslu. Fast- eignamatið á þeirri jörð er hins vegar margfalt minna. Tilboði „athafnamannanna” i jörðina var ekki tekið þar sem nokkrir læknar buðu 40 miljónir. Þá má geta þess að Jón Ingvarsson á dýrindis sumarbústað við Hreöa- vatn, fluttan inn frá Noregi. Af þessari samantekt sést að eignir tsbjarnarins eru engin smáupphæð á islenskan mæli- kvarða. Þær sem hér eru nefndar eru metnar að fasteignamati röskir 3 miljaröar. —Þig Asamt norskum og breskum aðilum hefur tsbjörninn keypt Norglobal fyrir rúma 3.5 miljarða Isl. króna, Hlutur tsbjarnarins i hlutafélaginu sem skipið keypti er 10%. MiAvikudagur 30. ágúst 1978 ÞJÓDVILJINN — StÐA 9 I HöfuAstöAvarnar, stolt fyrirtækisins. Eign sem metin er á sjöunda hundrað miljónir. Einbýlishús Jóns Ingvarssonar i Skildinganesi. Eign sem metin er á tæpar 28 miljónir. , Sildar- og fiskimjölsverksmiAjan Kletti. tsbjörninn á a.m.k. 30% i fyrirtækinu. Fasteignamat verksmiAjunnar er tæpar 330 miljónir. Vilhjálmur Ingvarsson á þetta glæsilega hús viö Sæbraut. FasteignamatiA er rúmar 22 miljónir. BÓKVITIÐ OG BRJÓSTVITIÐ Nýja húsið á horni Sólvallagötu og BræAraborgarstigs: Glori, gíori, halelúja! ÖRLYGUR HÁLFDANARSON bókaútgefandi: i i Gamla húsiðá Sólvallagötu- og Bræðraborgarstigshorninu: Hefur flust á annað tilverustig. AAagnús Skúlason arki- tekt heldur áfram sinni varfærnislegu úttekt á andlegri heilsu minni. Síð- asta vottorðið birtist í Þjóðviljanum 26. ágúst. Þar gátu lesendur blaðsins séð fcað svart á hvítu í stríðsfyrirsagnaletri, að „örlygi er ekki rótt". Sannleikurinn er sá, aö mér þótti afskaplega vænt um þessa sjúkdómsgreiningu Magnúsar, sem og hina fyrri, um vanstill- ingu mina. Astæðan er sú, að ég varsjálfur farinn að efast um sál- arskarniö, en lagði þó ekki leið mina til læknis, gekk með göflum (þeim er enn stóðu uppi) og barð- ist við þessa innri spennu og mis- gengi eins og jarðfræðingar segja stundum, en gjaldeyrisfræðingar sjaldan eöa aldrei. Snögg og á- kveðin sjúkdómsgreining Magn- úsar opnaði aftur mina andlega stifluðu borholu. Nú fær sálarguf- an eðlilegt útstreymi,að minu mati, þótt e.t.v. standi ég þar i snarvitlausri trú og nú fyrst megi fara að óttast alvarlega um and- legt ástand mitt. Sé svo, þá get ég huggað mig við það, að Magnús mun gera sitt besta. Hvað er stíll? Það gladdi mitt hégómlega hjarta að sjá það á prenti að sjálf- ur Magnús öfundar mig af stiln- um en hryggði mig jafnframt aö hann skyldi ekki kunna að meta lesninguna i Sjafnaryndi. Ég met það mikils að hann reyndi. Vona þó að hann hafi sem teiknimennt- aður maður getað unað við mynd- irnar i bókinni. Honum kann þvi að koma það á óvart að ég álit Stefán Jökulsson hafa unnið sér- stakt afrek i þýðingu bókarinnar. Honum hafi tekist að lyfta við- kvæmu efni á fagurfræðilegt stig og fáir muni eftir leika. Það væri litil kurteisi af mér að fjalla ekki um stilbrögð Magnús- ar við teikniborðið eftir þaö sem á undan er gengið. Verð samt aö viðurkenna að ekki öfunda ég hann af þvi sem ég hefi séð til hans hér i Vesturbænum, en i Austurbænum gegnir allt öðru máli. Mér er fortaliö aö hann hafi teiknað Þjóðviljahúsið viö Siðu- múla og mér er ljúft og skylt að viöurkenna að það hús finnst mér vel af hendi leyst, sérstaklega hið innra og höfundi sinum til mikils sóma. Það er mikil spurning hvort Magnús hafi ekki haslað sér baráttuvöll vitlausu megin Lækj- arins. Brjóstvitið og bókvitið Magnús hefur eins og alþjóð veit próf i arkitektur, enda segir hann i grein sinni: „Hins vegar tel ég það enga goðgá, eftir langt nám og starfsreynslu að tekiA sé mark á mér, er ég fjalla unr á- stand húsa, útlit þeirra og hvern- >g þau falla aö umhverfi slnu”. Magnús er mér vitanlega próf- laus i sálarfræðum þótt hann leyfi sér að leggja mat á andlegt á- stand manna og sannar hann þar að próf eru ekki algildur pappir upp á eilifðina. Ég er lika próf- laus maður i húsagerðarlist, en ég er fæddur og upp alinn i hús- um, hefi bariö hús augum allt frá þvi ég man eftir mér (og bariö þau jafnvel um koll, þó ekki með augunum einum saman), og held þvi fram, að þegar komi að þvi atriði ,,að fjalla um ástand húsa, útiit þeirra og hvernig þau falli að umhverfi sinu”, þá leyfist mér aö telja það enga goögá þótt tekið sé mark á mér á þvi sviði. Viðbyggingin orðin forngripur Það liggur á milli linanna hjá Magnúsi að viöbyggingin viö hús- ið þar sem hann býr við Bakka- stiginn eigi fullan rétt á sér sök- um aldurs. Hún sé hvorki meira eöa minna en 26 ára gömul. Þarna sannaðist til viðbótar við allt annað, að timaskyn mitt er stórbrenglað. t minum augum var viðbyggingin tæpast komin af barnsaldri. Þetta eru mjög mikilsveröar upplýsingar og róa yfirborð minna rugluöu sálar- vatna. Nú get ég huggað mig viö það aö „kaunið” viö Vesturgöt- una fer senn aö komast i forn- gripaflokk og aö um næstu alda- mót veröi væntanlegt hús aö Vesturgötu 40 komið á svipaðan aldur og viðbyggingin á nú að baki, og sigur þá i áttina að verða forngripur. Já, guði sé lof. Endurprentun með ívafi Undir lok sinnar siðustu grein- ar dregur Magnús saman helstu atriði málsins og segir þar: „Staöreyndir málsins eru þær, að örlygur Hálfdanarson hefur lát- ið rifa fallegt, litið skemmt og prýðilega nothæft hús, sem sómdi sér vel viö Vesturgötuna. Hús. sem þurfti aö visu að endurbæta nokkuö, enda komið yfir áttrætt. Þessa húss er sárt saknað, bæði af fyrrverandi ibúum þess og ibú- um hverfisins. Almenningsálitið er á móti sllku niöurrifi. Allt þetta veit örlygur Háifdanarson nú og honum er ekki rótt.*' Mig langar til þess aö gera ör- litla breytingu á þessari saman- tekt, vikja viö nokkrum orðum, til þess að sýna enn einu sinni hve margt við Magnús eigum sam- eiginlegt: Staðreyndir málsins eru þær, að Magnús Skúlason hefur „lát- iö” flytja burt fallegt, litið skemmt og prýðilega nothæft hús, sem sómdi sér vel viö Sólvalla- götuna og Bræðraborgarstiginn. Hús, sem þurfti að visu að endur- bæta nokkuö, enda komið yfir átt- rætt (?). Þessa húss er sárt sakn- að, bæði af fyrrverandi ibúurh þess og ibúum hverfisins. Al- menningsálitiö er á móti slikum brottflutningi. Allt þetta veit Magnús Skúlason og honum er ekki rótt. Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.