Þjóðviljinn - 30.08.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.08.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Miövikudagur 30. ágúst 1978 NÝR TÓNLISTARSKÓLI NÝ KENNSLUTILHÖGUN OG LÁG SKÓLAGJÖLD Fyrsta október n.k. hefur göngu sína nýr tón- listarskóli i Reykjavík. Skólinn hefur hlotið nafnið "Nýi tónlistarskólinn" og verður til húsa i Breiða- gerðisskóla — efstu hæð —, en skólastjóri Nýja tón- listarskólans verður Ragnar Björnsson. Ný kennslu- tilhögun Kennslutilhögun i skólanum /eröur meö nokkuö öörum hætti en tiðkast i tónlistarskólum hér- lendis, sem felst i þvi að i stað einkatima i hljóðfæraleik veröa allt að fjórir nemendur saman i tima og fá tvær 60 min. kennslu- stundir i viku i stað tveggja 30 min. kennslustunda. Nemend- unum er þannig ætlað að læra hver af öðrum i timunum og venjast strax við að spila fyrir áheyrendur. Þetta fyrirkomulag mun þó fyrst og fremst gilda fyrir fyrstu stig námsins. Eftir þvi sem lengra liður á námið og nemand- inn færist i efri stig skólans tekur þetta fyrirkomulag þeim breyt- ingum að færri koma saman i kennslustundirnar, en þó verður nemandinn allt námið að venja sig við áheyrendur i timunum meira eða minna. Lág skólagjöld Þetta fyrirkomulag leiðir það af sér að unnt verður að hafa skólagjöld nemenda lág, en skólagjaldið yfir allt skólaárið verður kr. 35.000,-. Forskóli fyrir börn 6-8 ára Forskóli fyrir börn 6-8 ára verður við skólann og mun námið i honum einnig verða með nokkuð nýjum hætti. Blokkflautur verða ekki notaöar við kennsluna, heldur veröur börnunum strax kennt að syngja eftir nótum og tónheyrn þeirra þannig þjálfuð i gegnum sönginn. A þessu stigi námsins verða einnig notuö kennsluform eins og hreyfingar og leikir. Skólagjöld i forskói- anum verða kr. 20.000,-. Nemendum lánuð hljóöfæri Skólinn setur sér að lána byrj- endum á strokhljóðfæri hljóðfæri endurgjaldslaust fyrstu náms- árin, eða á meðan nemendurnir eru að kynnast hljóðfærinu og sjálfum sér gagnvart þvi. Hljóðfæri sem kennt verður á fyrsta starfsár skólans verða strokhljóðfæri, pianó og orgel, en kennslu á blásturhljóðfæri og ásláttarhljóðfæri verður ekki komið við i byrjun. Aöalkennarar skólans, auk Ragnars Björnssonar, verða Árni Arinbjarnarson sem kennir á fiðlu og hefur með höndum sam- leiksþjálfun og Pétur Þorvalds- son sem mun kenna á selló, en Pétur kennir einnig tónfræði og tónheyrn. Guðrún Birna Hannes- dóttir verður aðalkennari forskól- ans. Námskeiö 1 ráði er að halda námskeið á vegum skólans fyrir söngvara og einnig svokallaða „popptónlistar- menn”, en nánar verður skýrt frá þvi siðar. Skólanefnd Nýja tónlistarskól- ans er skipuð Arna Bergmann blaðamanni, Garðari Ingvarssyni hagfræðingi, dr. Gylfa Þ. Gisla- syni prófessor og sr. Ólafi Skúla- syni dómprófasti. Umsóknarfrestur um skölavist er frá 1. til 20. sept. og verður tekiðá móti umsóknum úm skóla- vist á skrifstofu skólans i Breiða- gerðisskóla frá mánudegi til föstudags milli kl. 5 og 7, simi 35432. -----------------« Ragnar Björnsson skóiastjóri Nýja tónlistarskólans. að Hallmar Sigurðsson frá Húsavik, sem verið hefur við leikstjórnarnám erlendis um nokkurra ára skeið, komi og setji upp sýningu hjá félaginu. Ekki er enn búið að ákveða hvaða verk Hallmar setur upp, en Einar sagði, aö liklega yrði eitthvert verka hins kunna þýska leikhúsmanns Bertolts Brechts fyrir valinu. Fleiri uppsetningar eru ekki fyrirhugaðar á leikárinu, sagði Einar, en sagði jafnframt, að ekki væri þar með sagt, að leik- félagið legði niður laupana, i bigerð væri að halda utan til Danmerkur og sækja heim tvö llúsavik—leiklistarfélagið þar ræðst ekki á garöinn þar sem hann er lægstur. TVÆR UPPSETNINGAR OG UTAN- LANDSFERÐ — á dagskrá hjá Leikfélagi Húsavíktir Senn líður aö þvi, að hin ýmsu leikfélög úti um landiö fari að hefja starfsemi sína. Blaðið hefur fregnað, að sums staðar væri undirbúningur að vetrar- starfi hafinn, meðal annars hjá Leikfélagi Húsavíkur, en starf- semi þess hefur staðið með miklum blóma undanfarin ár, og ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. t viðtali sem blaðið átti við Einar Njálsson, gjaldkera I.eikfélags Húsa- vikur, greindi hann frá fyrir- hugaðri starfsemi vetrarins. Einar sagði að æfingar myndu hefjast strax seinni hluta september hjá L.H., og yrði æft nýlegt irskt leikrit undir leik- stjórn Mari'u Kristjánsdóttur. Leikrit þetta hefði enn ekki hlotið nafn á islensku, en það er i þýðingu. Það er eftir irska leikskáidið Brian Friel, sem hefði meðal annarsgert leikritið „Philadelfia, herel come”, sem hefði verið sýnt við miklar vin- sældir viðs vegar um Evrópu og Amerfku. Þetta nýja verk hans, sem nefnist á ensku „The free- dom of the city” var fyrst flutt i Abbey-leikhúsinu i Dyflinni 1973 undir stjórn Thomas MacAnna, sem er tslendingum að góðu kunnur fyrir störf sin hér á landi. Sagði Einar þetta merkan atburð, þar sem um frumflutn- ing verksins á islensku væri að ræða. Eftir áramót er fyrirhugað, áhugaleikfélög þar i landi, sem bæði hefðu heimsótt HUsvikinga áður. Það eru leikhópur i Nexö i Danmörku, sem komið hefur einu sinni til HUsavikur, og Smedjen, leikhópur sem starfar i einu úthverfa Kaupmanna- hafnar, og hefur sótt Húsavik heim tvisvar áöur. -jsj Nýlega var Grensásdeild Borgarspitalans afhent stórgjöf frá Slysasjóði félags islenskra leikara og starfsmannafélagi Sinfóniuhljómsveitar tslands. 1 gjafabréfi, sem fylgdi þessari höfðinglegu gjöf segir: „Stjórn sjóðsins hefur ákveöið að láta Grensásdeild Borgarspítalans njóta úthlutunarfjárins fyrir ár- ið 1978, að upphæð kr. 621.328. Stjórn sjóðsins óskar að úthlutunin renni óskipt til byggingar sundlaugar við Grensásdeild Borgarspitalans, og þess vænst aö framkvæmdir við það verk geti hafist hið fyrsta.” Guðbjörg Þorbjarnardóttir, formaður stjóðsstjórnar, Lárus Sveinsson, fulltrúi starfsmanna- félags Sinfóniunnar og Hannes Þ. Hafstein afhentu gjöfina. Af hálfu Frá vinstri: Lárus Sveinsson, Kalla Malmquist, Hannes Þ. Hafstein, Jóhann Gunnar Þorbergsson og Sigrún Knútsdóttír. — Mynd: Clive Hallivell. Grensásdeildar Borgarspitalans bergsson, læknir, Kalla Malm- Knútsdóttir, deildarsjúkraþjálfi, veittu þau Jóhann Gunnar Þor- quist, yfirsjúkraþjálfi og Sigrún gjöfinni viðtöku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.