Þjóðviljinn - 30.08.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.08.1978, Blaðsíða 16
WÐVIUINN Miðvikudagur 30. ágúst 1978 Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægtað ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðs- ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. Skipholti 19, R. 1 BUOIM slmi 29800, (5 linurN-^r , Verslið í sérverslun rneð litasjónvörp og hljómtæki Bandalag háskólamanna um „þak” á yerölagsbætur: Kostar aðeíns 100 míljónir i frétt frá Bandaiagi háskóla- manna í gær er varað við oftrú á þvi, að aðgerðir I launa- og skattamálum leysi efnahags- vandann. Einnig er bent á, að með þvi að setja þak á verðlags- bætur, og greiða fasta krónutölu i verðbætur fyrir ofan þakið ráðist launahlutföll af verðbólguhrað- anum en ekki af ákvörðunum við samningsborðið. Telur BHM hinn frjálsa samningsrétt þá vera orð- inn litils virði. Rætt hefur verið um að setja þak á verðlagsbætur á laun, sem væru einhvers staðar á bilinu 200-250 þúsund á mánuði. Sé mið- aðvið 240 þús. kr. samningsbund- in mánaðarlaun mundi þessi ráð- stöfun spara rikinu u.þ.b. 100 milj. króna á þessu ári miðað viö að samningar rikisstarfsmanna hefðu verið settir I gildi 1. sept- ember, og mundi þessi skeröing svo til eingöngu ná til rikisstarfs- manna innan BHM. Ef nahagsvandi þjóðarinnar verður varla leystur með þessum 100 milj. og furðulegt má teijast, ef þeir stjórnmálamenn, sem mest hafa talað um frjálsan samningsrétt og að ekki skuli gengið á gerða kjarasamninga, eru nú reiðubúnir að selja þetta „princip” fyrir 100 miljónir. Eins og fyrr segir mundi þessi skerð- ingná svo til eingöngu til félags- manna BHM og skýtur þvi nokk- uð skökku við að þeir flokkar, sem nú reyna stjórnarmyndun virðast nú vera að reyna að ná samkomulagi við ASl og BSRB um að laun félagsmanna BHM verði skert. 11,29% hækkun á framfærsluvísitölu 4.05% verð- bótahækkun ef bráðabirgðalögin verða ekki numin úr gildi í gær voru birtir útreikn- ingar á visitölu fram- færslukostnaöar í ágúst- byrjun, veröbótavisitölu í samræmi viö hana og verð- bótaauka. Samkvæmt út- reikningum kauplags- nefndar reyndist fram- færslukostnaður i ágúst- byrjun vera 1162 stig eöa 118 stigum hærri en í mai- byrjun 1978. Hækkun vísi- Skýrsla um fjárhagsstöðu Reykjavíkur: tölunnar frá maíbyrjun til ágústloka er nánar tiltekið 117,86 stig eöa 11.29%. Verðbótavisitalan og verðbóta- aukinn er reiknaður 153.82 stig og er þar um að ræða 11.53 stiga hækkun miðað við á visitölu sem tók gildi 1. júni sl. Hækkun þessi er S.lOstig. Samkvæmt ákvæðum þeirra bráðabirgðalaga sem enn gilda ættu verðbæturnar að helm- ingast þegar þær koma til útborg- unar 1. september og verðbóta- hækkun launa þvi að verða 4.05%. 1 kjarasamningum eru og á- kvæði um 3% áfangahækkun launa 1. september. Takist að mynda vinstri stjórn fyrir 1. sept- ember má gera ráð fyrir að niðurfærsla verðlags og niðurfell- ing bráðabirgðalaganna breyti öllum útreikningi á launum.-ekh. PÓSTMENN: UTISKAKMOT MJOLNIS Guömundur Sigurjónsson tefldi fyrir Dagblaðiðog varð I fyrsta sæti á útiskákmótinu, en Helgi Ólafsson sem tefldi fyrir Þjóðviljann varð I öðru sæti. Margt manna fylgdist með á Lækjartorgi. Ljósm. eik. Guðmundur vann Helgi Ólafsson varð í öðru sœti Fjöldi fólks fylgdist með úti- skákmóti Skákfélagsins Mjölnis á Lækjartorgi I gær. Þar tefldu 36 fyrirtæki fram skákmönnum í keppni og varð Guðmundur Sigurjónsson sigursælastur með átta vinninga, en hann tefldi fyrir Dagblaðið. Helgi Ólafsson, sem vann sams konar skákmót í fyrra, varð i öðru sæti með 7 vinninga nú sem þá fyrir Þjóð- viljann. Guðmundur hlaut 100 þúsund krónur í verðlaun en Helgi 75 þúsund krónur. I þriðja sæti varð ungur skákmaöur, Bene- dikt Jónasson, og keppti hann fyrirBM-Vallá. Hannhlaut6 1/2 vinning ásamt Ingvari As- mundssyni. Deildu þeir með sér verðlaunum að upphæð kr. 90 þúsund. Ingvar tefldi fyrir Visi. I sjötta og sjöt.nda sæti urðu Guðmundur Agústsson, Skák- prentih.f., og Bragi Kristjáns- son, Búnaðarbankinn, og ög- mundur Kristjánsson með 6 vinninga. t áttunda sæti varð Jóhann örn Sigurjónsson með 5 1/2 vinning. Hann tefldi fvrir Morgunblaðið. —ekh Krefjast leidréttíngar til samrœmis við kjör símamanna Ekki gerð opinber í bili Skýrsla ólafs Nilssonar um úttekt á fjárrciðum Reykja- víkurborgar verður ekki gerð opinber i bili, eftir þvl sem Sigurjón Pélursson, borgar- ráðsmaður tjáði Þjóðviljanum i gær. ' Skýrslan er þvi áfram trúnaðarmál og sagði Sigur- jón, að hún hefði aðeins verið boðsend borgarráðsmönnum og varamönnum þeirra ásamt 2-3 embættismönnum. Hann gat enga skýringu gefið á frétt i Visi i gær, sem að hans dómi bar greinilega með sér, að blaðið hefur haft skýrsluna undir höndum. Ákveðið var að fresta um- ræðum um skýrsluna þar sem Ölafur Nilsson og Birgir tsleif- ur Gunnarsson eru nú fjar- staddir i sumarleyfum. Á fjölmennum félags- fundi, sem Póstmannafé- lag Islands hélt í gær, var samþykkt tillaga þar sem þess er kraf ist aö stjórn fé- lagsins nái fram leiðrétt- ingu á kjörum póstmanna til samræmis við nýgeröa kjarasamninga Félags ís- lenskra símamanna, þann- ig aö póstmönnum veröi aldrei greidd lægri iaun fyrir póststörf en aöilum FiS. , 1 samþykkt Póstmannafélags- ins segir, aö verði fjármálaráð- herra ekki við þessum kröfum muni félagið gripa til allra til- tækra ráða til að knýja fram við- unandi lausn. Póstmenn muni ekki lengi una þvi að vinna póst- störf á lægri launum en sima- menn. t greinargerð með tillögunni kemur fram, að talsimaverðir hafi verið hækkaðir i launaflokki rétt fyrir siðustu kosningar og færðir i 7. launaflokk. Talsima- verðir stóðu áður jafnfætis bréf- berum, sem nú eru ráðnir i 4. launaflokk. Jafnframt var tekið upp heitið talsimavörður II, sem gefur 8. flokk og er skilgreint sem ,,þeir sem vinna jafnframt tal- simaafgreiðslu verulega við inn- heimtu talstöðva eða fjarritaaf- greiðslu eða vandasamari póst- störfEnnfremur var heiti tal- simavarða i Hafnarfirði (heima- bæ fjármálaráðherra),sem vinna litillega við innheimtustörf, en fyrir þau störf fá óskólagengnir póstafgreiðslumenn greitt sam- kvæmt 6. launaflokki, breytt i skrifstofumenn og þeim greidd laun eftir 9. flokki. Þetta þýðir i raun, að búið er að semja við ann- að stéttarfélag um póststörf sem eru tveim til þremur launaflokk- um fyrir ofan samninga póst- manna. Slikt geta póstmenn ekki sætt sig við, sem vonlegt er. Póstmenn segjast hafa marg- rætt þessa hluti við stjórnvöld, sem hafi lofað að fara ofan i þessi mál. Árangur hafi hins vegar enginn orðið og nú sé þolinmæði póstmanna þrotin. Þvi krefjist þeir þess nú, að póstmönnum verði eigi greidd lægri laun fyrir póststörf en meðlimum Simafé- lagsins. —eös ÁLÞÝÐU BANDALAGIÐ: Aukafundur flokks- ráös er í dag Aukafundur flokksráðs Alþýðubandalagsins hefst kl. 17 I dag, miðvikudaginn 30. ágúst, á Hótel Esju. Dagskrárefni flokksráðs- fundarins er aðeins eitt: Samningarnir um myndun rikis- stjórnar. Aætlaðer að fundinum Ijúki I kvöld. Flokksráð Alþýðu- bandalagsins er æðsta stofnun flokksins milli landsfunda. -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.