Þjóðviljinn - 30.08.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.08.1978, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 30. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Einkennílegur blómi Ljóð skálda frá upphafi 7. áratugarins i kvöld klukkan-tuttugu og fimm mínútur yfir niu er á dagskrá hljóðvarpsins útvarpsþáttur með því ein- kennilega nafni //Ein- kennilegur blómi"/ og ann- ast þær Silja Aðalsteins- dóttir og Björg Árnadóttir þáttinn. Heiti þáttarins er sótt i grein eftir Jóhannes úr Kötlum, sem hann birti árið 1960, en þar fagnar Jóhannes því unga fólki sem skeiðar fram á ritvöllinn fullt af baráttuhug og löngun til að skrifa ljóð handa öllu fólki. Einn, sem þarna var fremstur i Þorsteinn frá Hamri utvarp flokki. Ari Jósefsson, sagðist i viðtali 1958 litið hafa með „listina fyrir listina” að gera, það væri móðgun við fólk að bjóða þvi blóm þegar það fær kartöflur. Auðvitað er þetta ekki sam- stæður hópur að öllu leyti. og kannski óvarlegt að tala um stefnu i þessu sambandi, en það er alveg vist, að tim þetta leyti, um 1960, vildu þó nokkur skáld vera skoðunar, ’yrkja opin, hress og róttæk ljóð, þótt einkennin raðist misjafnlega á skáldin. Nokkur þessara skálda ætla Silja og Björg að kynna i sex þátt- um næstu vikurnar. Silja kynnir, en Björg les ljóðin og tónlistina við þættina hefur Jónatan Garð- arsson valið sérstaklega i stil við skáldskapinn. Fyrsti þáttur, sem fluttur verð- ur i kvöld kl. 21.25 eins og fyrr sagði, fjallar um Þorstein skáld frá Hamri, og nefnist ,,í svörtum kufli”. Þátturinn er tuttugu minútna langur. —jsj. Sjálfsævisaga leikhúsmanns Staníslavskís, sem hefur haft mikil áhrif á nútimaleikhús, starf og stil Vakin skal athygli á þvf, að fyr- ir skömmu hóf Kári Halldór Þórs- son, leikari og leikstjóri lestur sjálfsævisögu Konstantins Stani- slavskis, sem uppi var 1863-1938. Stanislavski var einn af merk- ustu leikstjórum, sem uppi hafa verið nú á seinni timum, og vann sér það meðal annars til ágætis, að þróa nýtt kerfi fyrir leikarann KÆRLEIKSHEIMILIÐ .Hvutti vill ekki halda rófunni kjurri.” Konstantin Stanfslavskf, leikari og leikstjóri við Listaleikhúsið i Moskvu. til að starfa eftir, svo hann gæti náð hinni „algeru innlifun” i hlut- verk sitt. Með kerfi sinu reyndi Stanislavski að brjóta mður klisj- ur, og merkingarlaust atferli, sem tiðkaðist gjarnan á leiksviö- um þess tima. Hinn nýi leikstill, sem þróaðist upp úr kenningum Stanislavskis, og starfi hans sem leikari og leikstjóri við Listaleik- húsið i Moskvu átti eftir að hafa þýðingarmikil áhrif á leikhús víðsvegar i heiminum. Nú á timum er Stanislavski- kerfið kennt i leiklistarskólum út um allan heim, og má telja með nokkurri vissu, að hin nýja tækni, sem hann færði leikhúsinu hafi hrifið margan islenskan leikhús- gestinn. •Ekki væri þvi úr vegi fyrir þá, sem áhuga hafa á leikhúsinu og leikhúsferðum að setjast niður við útvarpstæki sin og hlýða á Halldór lesa sjálfsævisögu þessa merka leikhúsmanns, en i sög- unni gerir hann grein fyrir hug- myndum sinum, starfsaðferðum og starfi á skemmtilegan og greinargóðan hátt. 1 kvöld verður lesinn þriðji lest- ur, og hefst hann kiukkan tiu, en lýkur hálftima siðar, kl. 22.30. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 8.30 Af ýmsu tagi: Tónleikar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: Kristin Sveinbjörnsdóttir lýkur lestri sögunnar af „Aróru og litla bláa biln- um” i þýðingu Stefáns Sig- urðssonar (17). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. 9.45 Verslun og viðskipti Ingvi Hrafn Jónsson stjórn- ar þættinum. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Kirkjutónlist: Páll Isólfsson leikur tónlist eftir Bach á orgelið i Allrasálna- kirkju i Lundunum. 10.45 Um talkennslu fyrir full- orðna Gisli Helgason tekur saman þáttinn. 11.00 Morguntónleikar: John Ogdon leikur á pianó „24 prelúdiur” op. 11 eftir Alexander Skrjabin/ Loewenguth-kvartettinn leikur Strengjakvartett i e-moll op. 121 eftir Gabriel Fauré. 12.00 Dagskrá, Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 15.00 M iðde gi ssa g an : „Brasiliufararnir” eftir Jó- hann Magnús Bjarnason Ævar R. Kvaran les (15). 15.30 Miödegistónleikar: Hljómsveit Tónlistarháskól- ans i Paris leikur „Boðið upp i dans” eftir Weber: Albert Wolff stj./Rikis- hljómsveitin i Berlin leikur Ballettsvi'tu op. 130 eftir Max Reger: Otmar Suitner stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Krakkar út kátir hoppa Unnur Stefánsdóttir sér um barnatima fyrir yngstu hlustendurna. 17.40 Barnalög 17.50 Talkennsla fyrir full- orðna Endurtekinn þáttur frá því um morguninn. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Einsöngur i útvarpssal: Eiður Agúst Gunnarsson syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Sigfús Ein- arsson, Emil Thoroddsen, Markús Kristjánsson, Jón Leifs og Pál ísólfsson. ólaf- ur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.00 A níunda timanum Guð- mundur Ami Stefánsson og Hjálmar Arnason sjá um þátt með blönduðu efni fyrir ungt fólk. 20.40 tþróttir Hermann Gunn- arsson segir frá. 21.00 Konsert fyrir selló og hljómsveit eftir Vagn Holmboe Erling Blöndal Bengtsson og Sinfóniu- hljómsveit danska útvarps- ins leika: Janos Ferencik stjórnar. (Hljóðritun frá danska útvarpinu). 21.25 „Einkennilegur blómi” Silja Aðalsteinsdóttir f jallar um fyrstu bækur nokkurra ljóðskálda sem fram komu um 1960. Fyrsti þáttur: „I svörtum kufli” eftir Þor- stein frá Hamri. Lesari: Björg Arnadóttir. 21.45 Strengjakvartett nr. 2 eftir John Speight Rut Ingólfsdóttir og Helga Hauksdóttir leika á fiölur. Sesselja Halldórsdóttir á lágfiðlu og Pétur Þorvalds- son á selló. 22.00 Kvöldsagan: „Lif i list- um” eftir Konstantin Stanislvski Kári Halldór les (3). 22.30 Veðurfregir. Fréttir. 22.50 Svört tónlist Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Præg tónskáld. (L) Breskur myndaflokkur. 3. þáttur. Wolfgang Amadeus Mozart. (1756-1791). Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 21.00 Dýrin min stór og smá. (L) Breskur myndaftokkur. 5. þáttur. Uti að aka. Efni fjórða þáttar: James kynn- ist keppinaut sinum um ást- ir Helenar og fer ekki alltof vel á með þeim. Bróðir Siegfrieds Farnons hagar sér ekki eins og best verður á kosið, og i refsingarskyni gerir Siegfried hann að svinahirði. leinni vitjuninni kemst Jamés i kynni við öt- ulan heimahriiggará og drekkur óspart. Liggur við að honum verði hált á þvi, Tristan fréttir, að Helen Alderson sé i tónlistarfélagi staðarins. Þar hittir James hana og býöur henni út. Þýðandi óskar Ingimars- son. 21.50 Huldumerkin frá flug- turninum. (L) Bresk heim- ildamynd um flugslys, sem talin erustafaaf þvi að boð- sendingar eftir orkulinum hafa verið með sömu tiðni og flugvitar hafa notað. Meðal annars er talið aö þetta sé orsök flugslyssins við Basel 1973, er 108 manns fórust. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.15 Dagskrárlok. PÉTUR OG VÉLMENNIÐ — II. HLUTI EFTIR KJARTAN ARNÓRSSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.