Þjóðviljinn - 30.08.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.08.1978, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN [Miftvikudagur 30. ágúst 1978 Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Austurlands: 23 svæðum í fjórðungnum bætt á náttúruminjaskrá Náttúruverndarsamtök Austurlands héldu aðal- fund sinn á Fáskrúðsfirði um helgina 19.-20. ágúst og stóðu þar fyrir fjölþættri dagskrá í félagsheimilinu Skrúð i tengslum við fund- inn. Þar var komið fyrir sýningu á veggspjöldum um náttúruvernd og störf samtakanna. A kvöldvöku sem sóit var af um 50 manns flutti Sigurður Blöndal skógræktarstjóri fræðsluerindi með litskyggnum um gróður- vernd og áhrif friðunar. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur hélt erindi um myndun og mótun Is- lands með hliðsjón af landreks- kenningunni og Hjörleifur Gutt- ormsson sýndi litskyggnur, m.a. af svæðum i grennd Vatnajökuls. A sérstökum umræðufundi flutti Jakob Jakobsson fiskifræð- ORÐSENDING frá Öskjuhlíðarskóla Kennarafundur verður kl. 9 f.h. föstu- daginn 1. sept. Nemendur mæti i skólann sama dag kl. 13.30. Kennsla hefst i öllum bekkjum miðvikudaginn 6. sept. Skólastjóri Frá fjölbrautardeildum ' Armúlaskóla og Laugarlækjarskóla Kennarafundur verður haldinn föstudag- inn 1. september kl. 14. Nemendur mæti miðvikudaginn6. september sem hér seg- ir: Nemendur 1. námsárs og i fornámi kl. 13 Nemendur 2. námsárs kl. 14 Nemendur 3. og 4. námsárs kl. 15 Ef nemendur geta ekki mætt er áriðandi að þeir hafi samband við viðkomandi skóla. Fræðslustjóri. Frá GrunnskóLum Reykjavíkur Grunnskólar Reykjavikur hefja starf 1. september. Fyrstu dögunum verður varið til starfsfunda kennara, en nemendur (1.- 9. bekkjar) eiga að koma i skólana mið- vikudaginn 6. september (nánar auglýst siðar). Árdegis föstudaginn 1. september verða haldnir sameiginlegir fræðslu- og um- ræðufundir fyrir kennara grunnskólanna i umsjón námsstjóra viðkomandi greina sem hér segir: 1. Fundur um islenskukennslu haldinn i Melaskóla. 2. Fundur um stæröfræðikennslu haldinn i Hagaskóla. 3. Fundur um dönsku- og enskukennslu haldinn i Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla tslands. 4. Fundur um mynd- og handmenntakennslu haldinn i Laugalækjarskóla. 5. Fundur um tónmenntakennslu haldinn i Hvassaleitis- skóla. Fundirnir hefjast allir kl. 9 og lýkur kl. 12, en kl. 14 sama dag hefst kennarafundur i öllum grunnskólum borgarinnar. Ennfremur verður haldinn sérstakur fræðslufundur fyrir þá kennara sem nú hafa ráðist til starfa i Grunnskólum Reykjavikur i fyrsta sinn. Fundur þessi verður haldinn i Hvassaleitisskóla fimmtudaginn 31. ágúst og hefst hann kl. 9 árdegis. Fræðslustjóri. ingur afar fróðlegt erindi um nýt- ingu og verndun fiskistofna og var það m.a. sótt af allmörgum útgerðarmönnum og sjómönnum. Jakob gerði m.a. grein fyrir þvi, að þörungagróður og átuskilyrði á islenska hafsvæðinu hefðu farið batnandi á undanförnum árum eftir hrörnun á köldu árunum upp úr 1965 og væri nú langt frá þvi að „beitarþol” fiskimiða við landið væri fullnýtt vegna ofveiði ým- issa fiskistofna. Einnig gagnrýndi hann hversu litið væri hugsað um hagkvæmni við veiðar á heildina litið og meðferð afla. Umræður um sjávarútvegs- og fiskverndar- mál hérlendis snerust mestan part um aukaatriði og verndarað- gerðir gagnvart þorskstofninum væru kák eitt. Aðspurður taldi hann, að stjórnun á löndun þorsk- afla svipaö og tiðkast varðandi loðnu gæti verið til bóta og eins að hverfa frá þvi ráði að skipta þorskaflanum milli skipa: 1 skýrslu stjórnar NAUST kom ' fram, að eitt aðalverkefni sam- takanna á liðnu starfsári var öfl- un upplýsinga og tillögur til Nátt- úruverndarráðs um náttúruminj- ar á Austurlandi og tók ráðið vel undir þær við endurútgáfu nátt- úruminjaskrár sl. vor, er 23 svæðum i fjórðungnum var bætt á skrána, sumum viðlendum. Jakob Jakobsson: „Beitarþol” fiskimiðanna er ekki fullnýtt vegna ofveiði ýmissa fiskistofna. 1 stjórn NAUST voru kjörin: Formaður Hjörleifur Guttorms- son Neskaupstað, Anna Þor- steinsdóttir Heydölum, Ari Guð- jónsson Djúpavogi, Egill Guð- laugsson Fáskrúðsfirði og Sigrið- ur Kristinsdóttir Eskifirði. I varastjórn eru: Benedikt Þor- steinsson Höfn, Jón Einarsson Neskaupstað og Magniís Hjálmarsson Egilsstöðum. 1 tengslum við aðalfundinn var farin skoðunarferð frá Egilsstöð- um um Skriðdal, Breiðdal og Stöðvarfjörð til Fáskrúðsfjarðar undir leiðsögn Kristjáns Sæ- mundssonar jarðfræðings. Veður var óhagstætt, en ferðin þó ánægjuleg, m.a. var gengið inn i Hjálpleysu og skoöað hið fjöl- þætta steinasafn Petru Sveins- dóttur á Stöðvarfirði. r Alyktanir aðalfundar NAUST 1978 Um mengun frá fiskimjölsverksmiöjum Aðalfundur NAUST 1978 vekur athygli á þeirri miklu mengun lofts og lagar sem nú er frá flest- um fiskmjölsverksmiðjum hér- lendis, m.a. á Austfjörðum. Eru óþrif þéssi þeim mun tilfinn- anlegri sem rekstrartimi verk- smiðjanna hefur lengst verulega, en jafnframt ætti að vera auð- veldara að kosta til mengunar- varna svo sem sjálfsagt þykir i grannlöndum okkar. Fundurinn skorar á ráðamenn fiskimjölsverksmiðja að beita sér fyrir úrbótum I samráði við heil- brigðisyfirvöld og hvetur stjórn- völd til að tryggja eðlilega fyrir- greiðslu og tafarlausar úrbætur i þessum málum. Um röskun á fuglalifi vegna úrgangs Aðalfundur NAUST 1978 bendir á þá miklu röskun á fuglalifi, sem hlýst af ófullnægjandi frágangi á sorpi og lifrænum úrgangsefnum við vinnslustöðvar sjávarútvegs og landbúnaðar og við losun frá skipum og bátum. Afleiðing þessa er fjölgun ým- issa fuglategunda, sem sumir nefna vargfugla, en viðhlitandi ráð til að fækka þessum fuglum er að draga sem verða má úr fóðrun þeirra. Hvetur fundurinn til sam- ræmdra aðgerða á þessu sviði og minnir á að sumpart er hér um að ræða verðmæti sem nærtækara væri að hagnýta en kasta á glæ. Um gróðurvernd og útivistarsvæði við þéttbýli Aðalfundur NAUST 1978 vekur athygli á gildi gróðurverndunar i nágrenni þéttbýlis til að skapa hlýlegt umhverfi og aðstöðu til Hjörleifur Guttormsson, formaft- ur NAUST. útivistar. Hvetur fundurinn sveit- arstjórnir til aðgerða á þessu sviði og að móta stefnu um rúm- góð útivistarsvæði i aðalskipu- lagi. Jafnframt sem viðast i grennd þéttbýlis að gera landnýt- ingarskipulag með samvinnu hlutaðeigandi sveitarfélaga. Um lagaákvæði varðandi lönd undir sumarbústaði Aðalfundur NAUST 1978 vekur athygli sveitarstjórna á Austur- landi á 21. gr. laga um náttúru- vernd, þar sem kveðið er á um það að óheimilt sé að réisa sum- arbústaði án leyfis sveitarstjórna og sveitarstjórnum sé skylt að leita umsagnar náttúruverndar- nefndar viðkomandi héraðs, áður en leyfi er veitt. Aðalfundurinn bendir á að viða um land hefur þessum ákvæðum laga alls ekki verið framfylgt,og skorar fundurinn á sveitarstjórn- ir, að fylgjast betur með þessum málum en gert hefur verið. UTBOÐ Framkvæmdanefnd leiguibúða, ísafirði, óskar eftir tilboðum i byggingu 3 raðhúsa i Hnifsdal. Útboðsgagna má vitja á teiknistofu Ingi- mundar Sveinssonar, Ingólfsstræti 5, Reykjavik, eða bæjarskrifstofuna á ísa- firði gegn 20.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð skulu hafa borist 11. september. Framkvæmdanefnd leiguibúða, tsafirði. Eins til tveggja herbergja ibúð óskast til leigu strax, helst nálægt Menntaskólanum við Sund. Erum tvö með eins og hálfs árs gamalt barn. Einhver fyrirframgreiðsla. Upplýsingar i sima 16872. Undirbúníngsfélag Saltverksmiðju á Reykjanesi hf. Stöðvarstjóri með vélstjóra- eða véltæknifræðings- menntun óskast við tilraunárekstur á Reykjanesi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um starfsferil, sendist Undirbúningsfélagi Saltverksmiðju á Reykjanesi h/f, Pósthólf 222, 230 Keflavik, fyrir 10. september n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.