Þjóðviljinn - 30.08.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.08.1978, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 30. ágúst 1978 þjöDVILJINN - SIÐA 5 I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I Spurningar tíl læknadeildar Tryggingastofnunar Við bréf læknadeildar Trygg- ingastofnunar rikisins vakna ýmsar spurningar, sem gott væri að fá svar deildarinnar eða yfirmanns hennar við á sama vettvangi: 1. Telur læknadeildin að blaða- skrif eða umfjöllun sjónvarps um aðstöðuleysi hreyfifatlaðra i Tryggingastofnun rikisins skaði stofnunina eða torveldi fram- farir i þessum efnum? 2. Hafa veriö gerðar ráðstafanir til þess að öryrkjar sem bundnir eru við hjólastól komist leiðar sinnar að og um Trygginga- stofnun rikisins? Hefur verið pöntuð ný lyfta i húsið? 3. Hvers vegna tilgreinir lækna- deildin ekki ástæður þess, að ör- orkumat hafi verið lækkað i bréfum sinum til bótaþega? 4. Hvaða reikningsaðferðum er beitt til þess að finna út að árs- tekjur Elsu Stefánsdóttur fari yfir fjórðung þess tekjumarks sem Tryggingaráð setur? 5. Getur læknadeildin vinsam- lega skýrt það hvers vegna deildin miðar við mánaðartekj- ur x 12 i stað raunverulegra árs- tekna og um leið hvers vegna tryggingayfirlæknir og læknar deildarinnar, sem telja sig bundna af 12. greininni brjóta gegn þeim reglum sem Trygg- ingaráð setur um að árstekjur megi ekki vera nema 1/4 af 2,5 miljónum króna? AI I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I Lœkkun örorkumats vegna tekna: Bréffrá tryggingayfirlœkni Bundnir af 12. grein tryggingalaga Vegna greinar sem birt- ist í blaði yðar þ. 29.8 '78 varðandi heimsókn Elsu Stefánsdóttur, til Trygg- ingastof nunar ríkisins, óskar Læknadeildin birt- ingar á eftirfarandi upp- lýsíngum. Þann 28.8. ’78 kom Elsa Stefánsdóttir ásamt eiginmanni sinum til viötals á Læknadeild Tryggingastofnunar rikisins (hún átti pantaðan tima hjá Jóni Guð- geirssyni, tryggingalækni). Tilefni komu Elsu hingað á Tryggingastofnunina var, að henni hafði verið tilkynnt um lækkun örorkumats og að sjálf- sögðu á hún og aðrir, sem þannig er ástatt fyrir rétt á að ræða við iækna stofnunarinnar um örorku- mat sitt og fá málið tekið til at- hugunar ef ástæða þykir til. Skömmu siðar voru mættir fréttamaður Sjónvarpsins og tæknimaður. Sýnilegt þótti, að festa átti á filmu atburðinn. Taldi Jón Guðgeirson, tryggingalæknir þá ekki ástæðu til að fara niður og eiga viðtal við Elsu i afgreiðslusal Tryggingastofnunarinnar að við- stöddum fréttamönnum og öðru óviðkomandi fólki, þar sem sam- tal læknis og sjúklings hlýtur á- vallt að vera trúnaðarmál og ekki ætlað óviðkomandi fólki til á- heyrnar. I þessu sambandi er rétt að taka það fram, að Elsu var þegar i upphafi boðin aðstoð við að komast inn i lyftuna og til læknisins, m.a. með þvi að fá að láni hjólastól sem var við lyftu- dyrnar i eigu eins af starfsmönn- um T.R. Tryggingayfirlæknir Björn önundarson var á fundi i upphafi þessarar heimsóknar, en kom til Elsu aö fundinum loknum og bauð henni þessa aðstoö, en að sjálfsögðu var hún ekki þegin, enda þá engin ferðasaga eða til- efni til myndatöku fyrir hendi. Fyrirsögn Þjóöviljans i gær nær yfir þvera öftustu siðu blaðs- Orkustofnun óskar að ráða starfskraft til almennra skrifstofustarfa. Eiginhandarumsókn er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist Orku- stofnun Laugaveg 116 105-Reykjavik fyrir 1. september n.k. UTBOÐ Oliufélögin óska eftir tilboðum i byggingu bensinstöðvar á ísafirði. Útboðsgagna má vitja á teiknistofu Ingi- mundar Sveinssonar, Ingólfsstræti 5, Reykjavik, eða Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen sf. Fjarðarstræti 11, Isafirði gegn 20.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð skulu hafa borist 13. september. f.h. Oliufélaganna, Ingimundur Sveinsson Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Tónlistaskólinn i Reykjavik verður settur miðvikudaginn 20. september kl. 4. e.h. Umsóknarfrestur er til 8. sept. og eru umsóknareyðublöð afhent hjá Hljóðfæra- verslun Poul Bernburg, Rauðarárstig 16, og Tónverkamiðstöðinni, Laufásvegi 40. Upplýsingar um nám og inntökuskilyrði eru gefnar á skrifstofu skólans. Inntökupróf verða sem hér segir: Pianónemendur, miðvikudaginn 13. sept. kl. 2 e.h. Nemendur á strengjahljóðfæri kl. 4 og blásturshljóðfæri kl. 5 sama dag. 1 Tónmenntakennaradeild, fimmtudaginn 14. sept. kl. 2 e.h. Skólastjóri ins en þó kynnt á þeirri fyrstu, svo að ekkert fari fram hjá lesendum blaðsins um mikilvægi fréttarinn- ar en þar segir i fyrirsögn: ,,10% lækkun örorkumats”. Tilefni alls þessa er að örorku- mat Elsu var breytt úr 75% ör- orku i 65% eins og fram kom i stórfrétt blaðs yðar. 1 12. gr. laga um almannatryggingar segir svo m.a.: „Rétt til örorkulifeyris eiga þeir, sem eru öryrkjar til lang- frama á svo háu stigi að þeir eru ekki færir um að vinna sér inn 1/4 þess sem andlega og likamlega heilir menn eru vanir að vinna sér inn i þvi sama héraði og við störf sem hæfa likamskröftum þeirra og verkkunnáttu og sanngjarnt er að ætlast til af þeim með hliðsjón af uppeldi og undanfarandi starfi”. Eins og öllum er kunnugt eru húsakynni Tryggingastofnunar rikisins þvi miður ekki hönnuð fyrir þarfir öryrkja i hjólastólum eða hreyfihamlaða að verulegu marki, enda húsiö ekki teiknað fyrir stofnunina, né i hennar eigu þegar starfsemi hófst þar árið 1954. Nú upplýsir Elsa einnig i frétt- inni, að hún hafi fengið starf við sitt hæfi utan heimilis eöa á Reykjalundi, að visu aðeins hálft starf með launum i samræmi við það, Eins og fram kemur i tilvitn- aðri lagagrein eru tryggingayfir- læknir og læknar deildarinnar bundnir við þessa lagagrein við sina matsgerð á örorku þeirra er eftir leita. 75% örorka gefur rétt til örorkulifeyris kr. 44.400,- á mánuði, en 65% örorka allt að 75% þeirrar upphæðar ef tekjur bótaþega og maka fara ekki yfir 2,4millj. eöa kr. 33.900,- á mánuði eða 40% lifeyris ef tekjur fara ekki yfir um 3 millj. króna á ári eða kr. 17.760,-. Björn önundarson tryggingayfirlæknir Jón GuðgeiVsson tryggingalæknir SERTILBOÐ eðan birgðir endast BUÐIN I / ■« a horm Skipholts og Nóatúns simi 29800 (5 linur) Verð aðeins 89.980

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.