Þjóðviljinn - 02.09.1978, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 02.09.1978, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN I-augardagur 2. september 1978 Kaffisamsæti Kaffisamsæti féiagskvenna Styrktarfélags lamaöra og fatlaöra er á morgun. Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður með kaffisölu i Sigtúni við Suðurlandsbraut á morgun, sunnudag, kl. 2 e.h. Veislukaffi verður á borðum og mjög góð skemmtiatriði, m.a. Tóti trúður (Ketill Larsen) og Jónas Þór orgelleikari. Agóði rennur til æfingastöðvarinnar við Háaleitisbraut og sumar- starfsemi barna. Félagskonur vænta þess að fólk fjölmenni og styrki gott málefni. AF YFIR OG UNDIRBORG UÐUM HOBBÍUM Það sætir nokkurri f urðu að íslenskir stjórn málamenn skuli ekki vera áf jáðari í að fara með fjármál rikisins en raun ber vitni. Manni finnst hálfpartinn að það gæti verið meira en lítið áhugavert fyrir ungan.réttsýnan framgjarnan, gáfaðan og tölfróðan mann að taka við ríkissjóði núnaog útdeila úr honum til þeirra, sem öðrum fremur hafa til þess unnið, að ekki sé nú minnst á þá nautn sem hlýtur að vera því samfara að tröllríða ,,breiðu bökun- um", sem eru — að því er manni skilst — aðal- lega barnakennarar opinberar skrifstofu- blækur og venjulegir daglaunamenn. Láta mannskapinn nú einu sinni,, gjalda keisar- anum það sem keisarans er", að guði ógleym- dum. Nú er búið að boða þjóðinni svo rækilega með hvaða hætti fyrirhugað er að afla ríkis- sjóði aukinna tekna, að óþarfi er að vera að orðlengja það eða bæta hér nokkru við. Hitt er svo annað að ekki virðist hafa verið nægilega útlistað fyrir landsmönnum, hvernig hugsan- legterað verja hinum auknutekjum ríkissjóðs, koma peningunum í lóg. Vonandi sýnir hinn nýi fjármálaráðherra skilning á því hvar skórinn kreppir að stofnunum og einstakling- um og veitir úrlausnir á báða bóga svo sem ör- lætið leyfir. Sá sem fylgist að jafnaði með f jölmiðlum er ekki lengi að komast að því hvar óréttlætið er hróplegast í f járveitingum hins opinbera, en ef marka má sjónvarp, útvarp og blöðin, þá er ekki lengur hægt að una því, að fólk fái enga umbun fyrir allt það vafstur, fyrirhöfn og tímasóun, sem fer í hvers kyns tómstundaiðju. Varla kveikir maður á sjónvarpi eða útvarpi að ekki sé þar viðtal við knattspyrnumann, handknattleiksmann körfuboltamann, lyftingamann, sleggjukastara, glímukappa eða einhvern annan afreksmann í tómstunda- iðju, og eru allir á einu máli um það að tóm- stundaiðja sé það tímafrek og kosti það mikla ástundun, að ekki komi annað til mála en að hið opinbera hlaupi myndarlega undir bagga. Fyrir nokkru var ég svo heppinn að missa ekki af lærdómsríkum sjónvarpsþætti, þar sem tveir framámenn í knattspyrnu reifuðu peningaþörf knattspyrnumanna í klukku- tíma viðtalsþætti við íþróttafréttaritara sjón- varpsins. Þar var sannarlega brugðið upp ó- fagurri mynd, og á ég þar hvorki við Bjarna Felixson, hvað þá forsvarsmann Vals, eða Skagamanna. Ljóst var af þessu tali að ,,strákarnir" þurfa að leika sér með knöttinn 60 tíma á viku ef vel á að vera, en ríkissjóður hefur sýnt vissa og óskiljanlega tregðu á því að bæta þeim að f ullu þetta gíf urlega vinnutap og ,,eru þó sumir af strákunum að byggja og koma sér fyrir í þjóðfélaginu". En það eru ekki bara knattspyrnumenn, sem þurfa að búa við þetta skilningsleysi stjórnvalda á fjárþörf til tómstundaiðju, heldur og allir aðrir sem hana stunda. Menn, og í mörgum tilfellum líka konur, sem ver ja tugum klukkustunda íóiíkustu störf, svo sem ' borðtennis, golf,bíla og bátarall, andspyrnu við sendiráð, sandspyrnu bæði á bilum og bif hjólum, eða menn sem fórna öllu, laumi, því enn eru við lýði lögin, sem Ketill flatnefur setti i Grágás, að banna boxið. Af öllum íþróttamönnum, sem búa við ó- skiljanlegt skilningsleysi hins opinbera á f jár- þörf til tómstundaiðju, hygg ég að þeir sem stunda biljard (borðknattleik) séu einna verst settir. Ég þekki marga, sem þurfa, til þess að ná árangri í iþróttinni,að hanga á biljardinum frá klukkan tiu á morgnana f ram undir miðnætti, eða milli áttatíu og hundrað vinnustundir á viku. Auk þess kostar 1.600 krónur á klukku- stund að leigja borð eða um 150.000 krónur á viku. Öllum þessum íþróttamönnum hefur hið opinbera sýnt algert skilningsleysi og víst vissara f yrir þá sem ætla sér að ná verulegum árangri i bil jard að f ara ekki úti það að byggja á æf ingatímabilinu, sem er hjá mörgum allan ársins hring. Ef opinber umsvif dragast saman á næstunni er Ijóst að fleiri munu hneigjast til starfa við tómstundaiðju. Hinu opinbera ber að meta þau störf að verðleikum og koma til móts við fórnfúsa tómstundariðju menn með ríkulegum fjár- framlögum af almannafé. Allir þekkja vísuna, sem skrifstofublókin hjá bænum varpaði fram við borgarráð: Æ mig vantar eitthvert starf eitthvað sem er snobb i, eiginlega eitt ég þarf: yfirborgað hobbí. Hann var gerður að félagsmálafulltrúc borgarinnar. Flosi. jafnvel stöðu og heimilishamingju til að geta helgað sig flugvélamódellsmiði, og svona mætti lengi telja, allt þetta fólk leggur ó- trúlega hart að sér til að ná árangri, en mætir endalausu skilningsleysi hins opinbera á f jár- þörfinni, sem er tómstundastörfum samfara. Þá gætir hróplegs ósamræmis í stuðningi hins opinbera á ýmsum sviðum. í landslögum er mælt svo fyrir að styrkja beri útgerð og f i?k - veiðar, en laxveiðimenn fá ekki krónu úr rík* issjóði fyrir sin störf. Verða meira að segja að borga fyrir að fá að vinna við laxveiði. Sjónleikir eru styrktir af almanna fé, en hnefaleikar ekki. Box verða menn að stunda í Björg Arnacióttir, Kristin Magnús og Karl Guömundsson i hlutverkum sinum i einum einþáttunganna. Ferðaleikhúsið sýnir í Edinborg Næstkomandi sunnudag mun Ferðaleikhúsið leggja af stað i leikför til Skotlands og taka þátt i Edinborgarlistahátiðinni, sem er heimsþekkt listahátið, sem haldin er ár hvert. Þetta er i fyrsta sinn sem Islendingar taka þátt i listahátið þessari. Leiksýningarnar verða fimm og sýndir verða 3 einþátt- ungar eftir Odd Björnsson, sem einnig er leikstjóri að þessari uppfærslu. Þetta er þriðja verkefni Ferða- leikhússins á þessu ári, hin fyrri voru sýningarferð til Bandarikj- anna og ,,Light nights”- sýn- ingarnar á Hótei Loftleiðum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.