Þjóðviljinn - 02.09.1978, Qupperneq 7
Laugardagur 2. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Lækkun á örorkumati mínu er ekki mitt einkamál
heldur mál allra öryrkja ... og ég hvet alla þá
sem fengið hafa slíka afgreiðslu hjá Tryggingastofnun
rfldsins að tjá sig um það opinberlega
Stetansdúttir
Lækkun örorku-
mats vegna tekna
Hverjar eru afleiðingar, ef
örorkumat er lækkað úr 75%
niður i 65%7
Ef maður er 75% öryrki á
hann skýiausan rétt á lifeyri
frá Tryggingastofnun rikis-
ins. Lífeyririnn er nú 44.400
krónur á mánuði.en til við-
bótar kemur tekjutrygging
eða hluti af tekjutryggingu,
ef tekjur eru iágar. Þessi
réttur til lifeyris tengist á
engan hátt tekjum, hvorki
eigin tekjum né tekjum
maka.
Ef maður er hins vegar
65% öryrki hefur Trygginga-
stofnun leyfi til þess iögum
samkvæmt, að veita styrk,
sem hæst getur orðið 33.900
krónur á mánuði, og er hugs-
aður til þess að mæta kostn-
aði sem er til kominn vegna
örorkunnar. Þarna er þvi
ekki um neinn bótarétt að
ræða, og þegar styrkum-
sóknir eru teknar fyrir eru
þær metnar með tilliti til eig-
in tekna eða tekna maka.
Tekjumarkið er 2,4 miljónir
króna fyrir hjón.
Vegna svara Björns önundar-
sonar tryggingay firlæknis og
Jóns Guðgeirssonar, trygginga-
læknis hjá Tryggingastofnun
rikisins i Þjóðviljanum 30. og 31.
ágúst sl. vil ég taka fram eftir-
farandi:
1 svörum sinum tala þeir um i
sambandi við komu mina i
Tryggingastofnunina 28. ágúst,
að sýnilegt sé að festa hafi átt
atburðinn á filmu. Ég persónu-
lega kvaddi ekki sjónvarpið til
þennan dag; það gerði for-
maður Ferlinefndar fatl-
aðra i Reykjavik, Vigfús Gunn-
arsson, — að sjálfsögðu með
fullu samþykki Ferlinefndar-
innar, og um þetta atriði getur
Emil Björnsson, fréttastjóri
sjónvarpsins.vitnað. Hins vegar
er rétt að taka fram, að ég er
fulltrúi Sjálfsbjargar i Ferli-
nefndinni og var þvi ekkert ó-
eðlilegt, að nota tækifærið um
leið og ég átti erindi i Trygg-
ingastofnunina til að syna fram
áhve miklar hindranir eru við-
asthvar fyrir fólk i hjólastólum,
en verkefni Ferlinefndarinnar
er einmitt að meta og merkja
byggingar og svæði utanhúss,
sem eru aðgengileg fyrir fatl-
aða.
Það var heldur aldrei mein-
ingin að fréttamenn eða aðrir ó-
viðkomandi væru viðstaddir
viðtal mitt við Jón Guðgeirsson.
Við Þjóðviljann hafði ég sjálf
samband,aðallega vegna bréfs-
ins um lækkun örorkumatsins
og fréttin 1 sama blaði um þær
hindranir sem eru til staðar i
stofnun þessari fæddist svo við
sama tækifæri.
Ekkert gamanmál
Isvarilæknanna segir, að ,,að
sjálfsögðu” hafi ég neitað þeirri
aðstoð sem mér hafi verið boðin
til að komast upp, — en út frá
þvi gæti maður haldið að ég hafi
verið búin að ákveða fyrirfram
að neita allri aðstoð til að gera
atburðinn meira spennandi.
Þetta er hreint ekkert gaman-
mál.og alls ekki rétt, að ég hafi
neitað þeirri aðstoð sem mér
var boðin; að þvi hef ég vitni.
Fyrra tilboð þeirra um aðstoð
var að mér varboðinn hrörlegur
hjólastóll, litill mjög.og varbúið
að taka af honum ökugjarðirn-
ar. Þessu hafnaði ég, en þáði
hins vegar að fá venjulegan stól
án hjóla, svo hægt væri að sel-
flytja mig inn i lyftuna, en það
sá maðurinn minn um.
Starf við mitt hæfi
Ég sagði aldrei i Þjóðviljan-
um 29. ágúst að ég hefði fundið
starf við mitt hæfi. Mitt starfs-
svið er skrifstofuvinna, en þeg-
ar ég sótti um starf á Reykja-
lundi var ekkert skrifstofustarf
laust. Laust var hins vegar starf
á saumastofunni sem ég þáði.
Læknar Tryggingastofnunar-
innar mættu gjarnan sjá hvern-
ig ég sit við saumavélina, en
vegna hjólastólsins kemst ég
ekki vel undir saumavélarborð-
ið og verð ég því bæði að sitja
bogin og skökk. Hins vegar er
mjög góð aðstaða á Reykjalundi
fyrir fólk i hjólastólum, bæði
hvað varðar umferð um húsin,
salerni og bílastæði,og er starfs-
fólkið alveg sérstaklega elsku-
legt og alltaf tilbúið að rétta
hjálparhönd og það vegur mikið
upp á móti því þótt ég sitji i keng
og þeysi áfram i „saumavéla-
rokki”. Það má lika koma fram,
að ég byrjaði að vinna þarna 16.
mai sl., vann fram til 10. júli sl.
en þá var saumastofunni lokað
vegna sumarleyfa til 10. ágúst.
Siðan hef ég unnið fram að þess-
um degi, en af þessu má sjá að
ekki eru launin mikil sem ég hef
fengið, miðað við 69 þús. kr. á
mánuði, — en nú er gamanið bú-
ið þvi ég er búin að segja upp
vinnunni frá og með 1. okt. nk.
Er því algerlega út i hött að tala
um að félagsleg aðstaða min
'hafi breyst svo mjög til batnað-
ar, og er ekkert sem gæti rétt-
lætt það að lækka örorkumat
mitt úr 75% i 65%. Nýtt læknis-
vottorð liggur á borði læknanna
i Tryggingastofnuninni, þar
sem segir m.a. að hendur minar
eru verri en áður.og ekki hefur
visindamönnum enn tekist að
lækna sykursýki, en hana hef ég
á háu stigi og hef haft siðan 1962
til viðbótar hreyfihömluninni.
12. greinin
Læknarnir vitna titt i 12.
greinina, en ég get ekki séð að
i þeirri grein komi neitt fram
um að tekjur maka skuli reikn-
aðar með launum örorkulifeyr-
isþega. Er ekki verið að rugla
saman li'feyrisþega og bóta-
þega? Bótaþegi er sá sem er
65% öryrki eða minna og Trygg-
ingaráð setur reglur um styrki
til þeirra að fenginni umsögn
tryggingayfirlæknis. í þvi til-
felli geta verið einhverjar
tekjur hjá maka, sem taka má
tillit til, en ekki hjá lifeyrisþega.
Finnið aðrar leiðir
Mér finnst satt að segja þessi
skrif frá læknum Trygginga-
stofnunar rikisins vera hálf-
gerður sparðatiningur og ég
nenni ekki að svara þeim betur
að sinni, en eins og ég hef sagt,
þá finnst mér þessi lækkun á ör-
orkumati minu ekki vera mitt
einkamál, heldur mál allra ör-
yrkjajog helviti finnst mér það
hart að sparnaður á rikisút-
gjöldum skuli þannig bitna á
þeim sem minnst mega sin, —
það færi betur að reyna aðrar
leiðir ti! sparnaðar fyrst.
Að endingu vil ég leggja það
til, að læknar Tryggingastofn-
unarinnar, þeir Björn Önundar-
son og Jón Guðgeirsson sitji, þó
ekki væri nema einn dag, i
hjólastól og ferðist um borg og
bý til þess að þeir af eigin raun
finni fýrir öllum þeim hindrun-
um sem verða á vegi okkar sem
erum i hjólastólum. Þeir ráða
þvi sjálfir hvort þeir vilja vera
65% eða 75% öryrkjar, — ég finn
alla vega ekki rnún á þvi likam-
lega að vera metin 65% eða 75%
öryrki. Égskyldi meira að segja
leggja það á mig að húka ein-
hvers staðar á meðan eins og
staðfastur staur, ef þeir vildu
hafa afnot af „tryllitæki”
(hjólastól) minu,sem meira að
segja er útbúið með flautu, svo
þeir geta flautað fyrir horn, þvi
ekki væri æskilegt ef til árekstr-
ar kæmi, þannig, að einhver sál-
in fatlaðist svo greiða þyrfti
henni örorkubætur. Að lokum
vil ég hvetja alla þá öryrkja,
sem fengið hafa slika afgreiðslu
hjá Tryggingastofnun rikisins
sem ég, að tjá sig um það opin-
berlega.
Mosfellssveit,
31. ágúst 1978.
Eísa Stefánsdóttir,
Arnartanga 12.
Tækninýjung vid geymslu á vinnslufiski
Ég tel fullkomlega tíma-
bært aö varpa fram þess-
ari spurningu nú, hér í
aættinum, því óneitanlega
bendir margt til þess, aö
kæling á vinnslufiski fyrir
frystihús og um borð í
stærri gerö veiðiskipa í
geymi séá næsta leiti. Fyr-
ir allmörgum árum hófu
Morðmenn kælingu á sild og
öðrum smærri fiski i
geymum um borð í veiði-
skipum ýmist i sjó eða
fersku vatni sem þeir
blönduðu gjarnan með
salti. Siðan fyrst var farið
að nota þessa kælingarað-
ferð hefur stöðugt verið
unnið að fullkomnun henn-
ar. Þannig eru nú kæli-
geymarnir og búnaður
þeirra orðnir mikið full-
komnari heldur en þeir
voru í byrjun.
t stuttu máli sagt, þá fer kæl-
ingin þannig fram, að niðurkæld-
um sjó eða vatni er dælt i gegnum
geymana og þannig mynduð
hringrás. Siðan fer vatnið eða
sjórinn aftur i kælingu og hring-
rásin heldur áfram, en á leiðinni
er hreinsaður sori úr leginum og
nýjum sjó eða vatni bætt i hring-
rásina eftir þörfum. Sérfræðingar
i kælingu a fiski telja að með
þessari aðferð sé hægt að kæla
fisk sem er 8-10 stiga heitur á
celsius niður i 0 stig á celsius á 4
klst. og siðan halda honum þann-
ig-
Jóhann J.E. Kúld
fiskimá/
Er kæling á fiski í geymslum þad sem koma skal?
Fiskidjusamlag Húsavikur gerist brautryðjandi á þessu sviði á
r
Islandi
Eftir að kæiigeymar voru farn-
ir að skila þessum árangri, þá var
stór þröskuldur i vegi svo þeir
voru teknir i notkun fyrir stærri
fisk t.d. við frystihús.
Losunin úr kæligeymunum var
ýmsum erfiðleikum bundin þegar
um var að ræða venjulegan
vinnslufisk i frystihúsum. A þessu
hefurnotkun kæligeyma strandað
á þessum vettvangi. Nú virðist
hinsvegar vera fundin lausn á
þessu vandamáli. Norska fyrir-
tækið Kværner Kulde A.S., sem er
deild úr stórfyrirtækinu Kverner-
leruk og sem framleiðir kæli-
geyma, hefur lengi unnið að lausn
þessa máls i félagi við fleiri aðila,
svo sem Vekttron A.S. Melbu
Fiskindustri A.S. og Fiskeri-
direktoratet, eða norsku fiski-
málastjórnina. A s.l. þremur ár-
um hefur miklu fjármagni verið
veitt til lausnar á losun á vinnslu-
fiski úr kæligeymum. Og nú er
lausn jnálsins sögð fundin, og
framleiðsla á tækjabúnaði til þess
hafin. Fræðiritið Fiskets Gang
sem gefið er út af norsku fiski-
málastjórninni ræðir lausn þessa
máls 27. júli s.l. og spáir þvi að
hér sé bylting i kælingu á fiski, og
geymslu framundan með til-
komu hinnar nýju losunaraðferð-
ar úr kæligeymunum.
Fyrsti losunarbún-
adurinn kominn i
frystihús Fiskiðju-
samlags Húsavikur,
ásamt kæligeymi
Melbu Fiskindustri A.S. þar
sem umfangsmiklar tilraunir
hafa farið fram með losunarbún-
aöinn á s.l. þremur árum, þetta
frystihús er nú með tilraunabún-
aðinn eins og frá honum er gengið
að siðustu, og notar hann við los-
un úr kæligeymi. Reynslan sem
þarna er fengin virðist góð, þvi
fréttir frá Melbu herma, að
Melbu Fiskindustri A.S. sé nú
ákveðið i að láta smiða skuttog-
ara með kæligeymum og þessum
losunarbúnaði.
Fiskisamlag Húsavikur samdi i
vor við Kværner Kulde A.S. um
kaup á fyrsta losunarbúnaðinum
og hefur nú i sumar látið setja
upp 25 lesta kæligeymi við frysti-
húsið. Kæligeymirinn er smiðað-
ur hér eftir norskri teikningu, og
er með tvöföldum álbotni. Búnað-
urinn við losunina er hins vegar
smiðaður hjá Kværner Kulde
A.S., en færiband i Danmörku eft-
ir norskri teikningu. Að uppsetn-
ingu geymis og losunarbúnaðar
unnu i sameinir.gu norskirog isl.
vélsmiðir undir stjórn norskr
ra sérfræðinga. Ég hringdi i
Tryggva Finnsson framkvæmda-
stjóra Fiskiðjusamlags Húsavik-
ur nýlega og spurði um hvernig
gengi með kæligeymirinn og los-
unartækin. Hann sagði að reynsl-
an af þessari nýjung væri nú ekki
orðin löng hjá þeim ennþá, en
hins vegar gæti hann sagt það, að
tækin hefðu verið reynd og þau
unnið nákvæmlega eins og til væri
ætlast af verksmiðjunni. Þeir
höfðu geymt óslægðan fisk i kæli-
geyminum yfir helgi nú i sumar,
og hefði hann við vinnslu reynst
mjög gott hráefni. Taldi fram-
kvæmdastjórinn að þessi búnaður
mundi henta þeim vel á Húsavik.
Eftir þvi sem Fiskets Gang lýsir
losunarbúnaðinum þá framleiðir
loftþjappa þrýstiloft sem fer inn i
kæligeyminn og myndast við það
loftbólur i vatninu svo það likist
sápuskúmi. Loftbólurnar lyfta
fisknum upp og koma honum á
hreyfingu, en við honum tekur þá
málmband með skrúfum, sem
flytur hann upp úr geyminum
og losar hann þar á færiband sem
heldur áfram með hann i vinnsl-
una. Sagt er að kæligeymar með
þessum búnaði muni ryðja sér til
rúms á næstu árum, bæði um borð
i skuttogurum svo og i landi við
hraðírystihús. Norska fiskimála-
stjórnin telur þvi sem fram kem-
ur i greininrii i Fiskets Gang, að
kæligeymar með þessum búnaði
verði ódýrari við geymslu á
vinnslufiski þegar til lengdar læt-
ur heldur en is og kassar. 1
umsögn i F’iskets Gang um þenn-
an nýja losunarbúnað úr kæli-
geymum segir. að loftbólurnar
sem myndast i geyminum af
völdum þrýstiloftsins séu færar
um að lyfta fiskmassanum og
koma h’onum áiireyfingu þó um
stórann fisk sé að ræða eða allt að
1,10 m að lengd Mér þykir senni-
legt að ef kæligeymar og losunar-
búnaður þeirra reynast eins vel
og norska liskimálastjórnin spá-
ir, að þá muni þeir ryðja sér til
rúms um borð i stórum fiskiskip-
um og i landi til að taka á móti
afla þeirra. Hinsvegar þykir mér
liklegt að kassar og is verði jafn-
framt notað við geymslu á fiski i
kældum geymslum bæði á sjó og í
landi, og verði þá míðað við að-
stæður hverju sinni.
Hinsvegar ættu kæligeymar
með slikum losunarbúnaði að
geta létt mikið á notkun fiski-
kassa i framtiðinni, sérstaklega
ef reynslan sýnir að þannig sé
ódýrara að geyma niðurkældan
fisk. 8/8 1978.