Þjóðviljinn - 07.09.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.09.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. september 1978 Guðvarður Kjartans- son oddviti á Flateyri Ragnar Óskarsson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum Sveitar- stjómarmenn teknir tali: Vest- Stað- firðingar útundan í raforku- málum Norölendingar hafa fengiö Kröfluvirkjun og hund aö sunnan, Austfiröingar Lagarfljótsvirkjun og stórframkvæmdir eru hafnar á Suöurlandi. Á sama tima gerist ekkert i raforkumálum Vest- firöinga, sagöi Guövaröur Kjart- ansson oddviti á Flateyri á iands- þingi Samb. Isl. sveitarféiaga er Þjóöviljinn haföi samband viö hann þar. Guövaröur var kjörinn ihreppsnefnd ' Flateyrar i vor og er fyrsti Alþýöubandalagsmaöur- inn sem þar situr. Svo mikill er raforkuskorturinn aö ekki er hægt aö setja ný iönaðarfyrirtæki á stofn á Vest- fjöröum og ekki má hita hús meö rafmagni, sagöi Guövarður. Viö þurfum aö gera stórátak i þessum málum, m.a. aö tengja kerfi okk- ar viö aðaldreifikerfi landsins. Hins vegar álít ég æskilegt aö stjórn raforkumálanna sé á hendi heimamanna. Guðvaröur sagöist ekki vera stuöningsmaður þess aö fela Fjórðungssambandi Vestfjarða meiri völd miöaö viö skipulag þess nú. Þá þyrftu aö vera beinar listakosningar i það. Fjármál Flateyrarhrepps lentu mjög úrskeiöis á siöasta vetri sagöi Guövarður og þess vegna varð þaö samkomulag hinnar ný- kjörnu hreppsnefndar aö mynda sameiginlegan meirihluta og flokkarnir skiptust á að hafa odd- vita. Þaö kom l minn hlut aö vera oddviti fyrstu 16 mánuöina og hefur samstarfiö gengið vel hing- aö til en ekki hefur þó reynt mikiö á þaö. Allmiklu er ráðstafað af tekjum hverju sinni en gefst samt tals- vert svigrúm til framkvæmda. Eins og önnur smærri sveitar- félög sem standa frammi fyrir þvi aö reka hafnir er þaö fjárfrek- asti málaflokkurinn. Við veröum núna að fara út i dýrar fram- kvæmdir til aö loka höfninni en hún er ekki örugg eins og er og er hætt viö aö mikill hluti fram- kvæmdafjár okkar fari i hana á næstu árum. Þá ætlum við aö Ijúka byggingu sundlaugar og iþróttahúss á kjörtimabilinu og leysa húsnæöisvandamál meö þvi aö reisa hús meö litlum íbúöum sem gætu oröið stökkpallur ungs fólks I stærra húsnæöi seinna. Aö lokum var Guövaröur spurö- ur um nefndarálit um verkaskipt- ingu rikis og sveitarfélaga sem liggur fyrir þinginu og sagöist hann telja það svo yfirboröskennt og almennt orðaö að erfitt væri aö mynda sér skoöun á þvi. —GFr greiðslu- kerfi hlýtur að vera framtíðin Staögreiöslukerfi hlýtur aö vera framtiöin, sagöi Ragnar Óskarsson bæjarfulltrúi í Vest- mannaeyjum en hann situr lands- þing Samb. fsl. sveitarfélaga á Hótel Sögu. Þaö sem liggur fyrir þinginu um þetta kerfi viröist vera f farmfaraátt og helsti kost- urinn sá aö tekjurnar koma beint inn. Það hlýtur aö vera hag- kvæmt bæði fyrir sveitarfélagiö og einstaklinginn sem þarf þá ekki I sama mæli aö skipuleggja skattagreiöslur sinar og áöur. — Hvaö finnst þér um nefndar- álit um nýja starfsskiptingu rikis og sveitarfélaga? — Mér list vel á það svo langt sem þaö nær en álít aö þingiö núna sé fyrst og fremst til aö kynna þessar nýju hugmyndir. — Nú er stundum talið aö þiö Vestmannaeyingar viljiö vera sjálfstæðir. Ert þú þeirrar skoð- unar aö sveitarfélag eigi aö taka að sér fleiri verkefni en þau hafa núna? — Mér finnst eðlilegt aö sveitarfélöghafisemmesta sjálf- stjórn en þetta fer mikiö eftir því hver verkefni er aö glima viö og hversu stór þau eru. — Hvaö um raforkumálin? — Allt sem miöar aö þvi aö leiö- réta gjaldskrána þannig aö lands- byggðin borgi sama verö og höfuðborgarsvæðiö fyrir raf- magnið er okkur áhugamál og við fögnum aö það sé til umræöu. — Hvaö finnst þér um þetta landsþing? — Ég get nú ekki boriö þaö saman viö önnur þing þar sem þetta er hiö fyrsta sem ég sit en mér finnst áberandi hversu litlar umræður eru eftir framsöguræö- ur og nefndarálit. Hins vegar hafa framsöguerindin veriö góö og vil ég nefna erindi um staö- greiðslu skatta, samstarf rikis og sveitarfélaga og erindi dansks manns um sameiningu fámennra sveitarfélaga i Danmörku. —GFi Gunnar Rafn Sigur- björnsson bæjar- fulltrúi á Siglufirði Enginn bær á landinu jafn tengdur ríkis- valdinu Enginn bær á landinu er jafn tengdur rikisvaldinu og Siglu- fjöröur, sagöi Gunnar Rafn Sigurbjörnsson bæjarfulltrúi er Þjóðviljinn náöi tali af honuip á landsþingi Samb. ísl.sveitar- félaga. Stærstu atvinnutækin þar eru sameignarfyrirtæki rikis og bæjar og er rikisvaldiö stærri aö- ilinnog Sildarverksmiöjurnar eru algjörlega i höndum rikisins. — Hvernig kemur þetta út fyrir bæjarfélagiö? — Aröurinn af þessum fyrir- tækjum hefur fariö til uppbygg- ingar þessara fyrirtækja slðan 1971 þegar vinstri stjórnin tók viö völdum og uröu þá mikil umskipti á Siglufiröi. Hins vegar finnst okkur Sfidarverksmiðjur rikisins leggi fulllitiö I útgjöld til bæjar- félagsins miðaö viö umsvif og stærð þeirra. — Hvaö finnst þér um nefndar- álitiö um nýja verkaskiptingu milli rikis og bæja á þinginu hér? — Þaö er auövelt aö tala um aukiö sjálfstæöi sveitarfélaga meöan ekki er minnst á nýja tekjustofiia. Mér finnst þetta álit heldur toðiö og gert ráö fyrir of miklu samkrulli f ýmsum þáttum. Ég tel aö rikiö eigi aö kosta fram- haldsskóla aö fullu. Viö erum aö stefna aö jafnrétti til náms og sameiginleg stjórn á skólum hlýt- ur að stuöla aö þvi'. Mér finnst fáránlegt aö taka gjald af nemendum eins og gert er ráö fyrir. — Hvaö um raforkumálin? — Viö Siglfiröingar höfum þá sérstööu aö eiga sjálfir rafstöö og dreifingarkerfi á traustum grundvelli. Viö erum þvi ekki til- búnir til að afhenda þetta fyrir ekki neitt. — Hvaö er mest aökallandi i stjórn Siglufjaröar? —Það eru umhverfismálin og á ég þar fyrst og fremst viö varan- lega gatnagerö sem er risavaxiö verkefni fyrir minni og meöalstór sveitarfélög. Ég tel aö þéttbýlis- staðir eigi aö ganga fyrir þjóö- vegum I þessum efnum. Eitt af þvi sem ræöur búsetu manna er að viökomandi staöur sé aölaö- andi og varanleg gatnagerö er mjög mikilvæg 1 þeim efnum. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.