Þjóðviljinn - 07.09.1978, Blaðsíða 16
VÖDVIUINN
Fimmtudagur 7. september 1978
Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa
tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðs-
ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285,
útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
Skipholti 19, R. 1 BUOlKl
simi 29800, (5 linurp— "
Verslið í sérverslun
með litasjónvörp
oghljómtœki
Voðaverk á Flateyri
• ••Borinn Dofri hefur lokiö hlut-
verki sinu hér á Reykjavikur-
svæðinu, a.m.k. fyrst um sinn og
er kominn norður til Kröflu,”
sagði Sveinn Scheving hjá Jarö-
borunum rikisins I samtali við
Þjóðviljann i gær.
Dofri hefur borað tvær borholur
hér í Reykjavik, við Sjómanna-
skolann og viö~gatnamót Suður-
landsbrautar og Kringlumýrar-
brautar. Viö hlutverki Dofra tek-
ur borinn Jötunn en hann borar
mun dýpra en Dofri. Aætlað er aö
Jötunn bori niður fyrir 3000 metra
en jarðfræðingar telja að vatns-
gefandi jarðlög séu allt niður á
4000 metra dýpi á þessum tveim
svæðum.
— Við Kröflu á Dofri aö bora
eina holu, á svæði sem hola 9 og
hola 11 eru, svonefndar Austur-
hliðar. Jafnframt á hann aö gera
við holu 11, i henni eru tvö jarð-
hitakerfi með mismunandi hita
og þrýsting og á Dofri að loka efra
kerfinu. Jötunn er hinsvegar að
dýpka* borholurnar hér i Reykja-
vik og við vonumst til aö þær hol-
ur gefi góða raun , sagði Sveinn
að lokum.
Nægur skreiðar-
markaður, en
of lítið framleitt
Hvalvík fór frá Nígeríu í gærmorgun
AUmikiö magn af skreið hefur
verið selt til Nigeriu undanfarið.
Hvalvik fór með 39 þúsund
pakka þangaö 28. júli sl. og fór
skipið þaðan I gærmorgun eftir
að hafa losaö skreiðarfarminn.
Búist er við Hvalvikinni aftur til
landsins eftir u.þ.b. þrjár vikur
og fer hún þá aðra ferð til
Nigeriu með 34 þúsund pakka af
skreið. Þá sigldi Eldvik áleiðis
til Nigeriu 14. ágúst sl. með 15
þúsund pakka.
Hjá Samlagi skreiðarfram-
leiðenda fengust þær upplýsing-
ar, að siöasti skreiðarfarmurinn
til Nigeriu færi i októbeij34 þús.
pakkar, en alls var samiö um
sölu á 115 þúsund pökkum til
Nigeriu, eða 5175 tonnum af
skreið.
Skreiðarbirgðir I júli sl. voru
milli 5500 og 5700 tonn. Engin
skreið aö ráði hefur verið fram-
leidd á þessu ári og kenna
skreiðarframleiöendur þvi um,
að afurðalán hafi ekki verið
veitt fyrr en komið var fram i
mai. Þá er komið að vertiöar-
lokum og einnig verður flugna-
hættan mikil.
Formlegar skreiðarsamning-
ar hafa aldrei verið gerðir við
Italiu en þangað hefur verið selt
mikiö á undanförnum árum.
Skreiðarframleiðendur telja sig
hafa nóg af kaupendum, sem
vilji kaupa mikið af skreið, en
framleiðslan sé ekki nærri nógu
mikil til að anna þvi.
Verðið sem fæst fyrir
skreiðina á Nigeriumarkaöi er
frá 145 til 200 dollara á pakkann
(45 kg), og fer það eftir fiskteg-
undum. Ufsi og ýsa eru á lægra
veröinu en aðrar tegundir á þvi
hærra. Verðið til ítaliu er einnig
breytilegt eftir tegundum, en aö
öllu jöfnu hærra en á Nigeríu-
skreiöinni og er veröið á hæsta
gæöaflokki til Italiu 5700 dollar-
ar fyrir tonnið. —eös
Úrskurðaður
Voru þau saman f herbergi pilts-
ins um nóttina.
Jötunn viö borun við Sjómannaskólann i gær.
allt að 90 daga
gæsluvarðhald
Morð var framið á Flateyri i
fyrradag. 19 ára gamall piltur frá
Reykjavik kyrkti vinstúlku sina i
verbúðarherbergi. Pilturinn hafði
aöeins dvalist örfáa daga á Flat-
eyri, en stúlkan haföi komið
þangað frá tsafirði kvöldið áöur.
Lögberg-
Heimskringla í sókn
Stór-
fjölgun
áskrifenda
Vikublað Vestur-lslendinga,
Lögberg-Heimskringla sem gefið
er út i Winnipeg i Manitobafylki I
Kanada er ört vaxandi blað.
Á einu ári hefur áskrifendum
blaðsins fjölgað um 25,3% og er
þá aðeins átt við skuldlausa
áskrifendur blaðsins sem búsettir
eru vestan hafs. Þetta kom meöal
annars fram á fundi blaðstjórnar-
innar, sem haldinn var i Winnipeg
fyrir skömmu. Þá kom einnig
fram að áhugi auglýsenda hefur
farið mjög ört vaxandi á þessu
sama timabili og varð tekjuaukn-
ing blaösins vegna auglýsinga á
þessu eina ári mjög veruleg eða
77,4%. Verð auglýsinga breyttist
ekki á þessu timabili.
Ritstjóri Lögbergs-Heims-
krirtglu er Jón Ásgeirsson.
Ýmislegt er nú á döfinni i sam-
bandi við útgáfu blaðsins og má
nefna t.d. að nýlega var ráðinn
blaðamaöur á ritstjórnarskrif-
stofu blaðsins, vestur-islensk
stúlka frá Langruth, Manitoba,
Sharron Wild.
Þá veröa skrifstofur blaðsins
bráðlega fluttar i annað og betra
húsnæði.
A tslandi hefur orðið vart vax-
andi áhuga á blaöinu og hefur
áskrifendum þar farið fjölgandi.
Um hriö vöru talsveröir erfiðleik-
ar i sambandi við dreifingu blaðs-
ins til áskrifenda á Islandi en nú
hefur verið bætt verulega úr þvi.
Dreifingu blaðsins á Islandi ann-
ast Birna Magnúsdóttir, og eru
þeir sem vilja gerast áskrifendur
blaðsins beðnir að snúa sér til
hennar simi hennar er 74153 og
utanáskrift: Dúfnahólar 4,
Reykjavik.
Aöalstjórn og starfsmenn Sambands Isl. sveitarfélaga: frá v. Magnús E. Guömundsson, framkvæmda-
stjóri, Alexander Stefánsson, Sigurjón Pétursson^Sigurgeir Sigurösson, Guðmundur B. Jónsson, Jón G.
Tómasson, Helgi Bergs, ölvir Karlsson, Jóhann G. Möller, Logi Kristjánsson og Unnar Stefánsson rit-
stjóri Sveitarstjórnarmála.
Sigurjón Pétursson við stjórnarkjörið í Sambandi isl. sveitarfélaga:
U ni ekki útilokun
22 % þj óðarinnar
Alþýduflokksmaöur var kosinn í stjórnina eftir deilur
Ekki náðist samstaða um
stjórnarkjör i Samband isl.
Nokkru fyrir hádegi i fyrradag
gaf 19 ára Reykvikingur, Þór-
arinn Einarsson, Gyðufelli 12,
Reykjavik, sig fram við hrepp-
stjórann á Flateyri við Onundar-
fjörð og kvaðst hafa þá skömmu
áður orðið vinstúlku sinni, Sigur-
björgu Katrinu Ingvadóttur, 18
ára, einnig frá Reykjavik, aö
bana.
Rannsóknarlögregla rikisins
hóf þegar rannsókn þessa máls og
hefur Þórarinn viöurkennt við
yfirheyrslur hjá Rannsóknar-
iögreglunni og Sakadómi Isa-
fjaröarsýslu að hafa orðið Sigur-
björgu Katrinu að bana um-
ræddan morgun I verbúö á Flat-
eyri, eftir deilur þeirra á milli og
einhver átök. Rannsókn þessa
máls er á frumstigi og hefur
Þórarni veriö gert að sæta gæslu-
varðhaldi i þágu rannsóknar
málsins i allt að 90 daga, auk þess
sem honum er gert að sæta rann-
sókn á geðheilbrigði sinni og sak-
hæfi.
sveitarfélaga fyrr en eftir hádegi
I gær, og alls komu þrir listar
fram. t upphaflegum lista kjör-
nefndar voru 2 Alþýðubandalags-
menn en enginn Alþýðufiokks-
maður. Afganginum skiptu Sjálf-
stæðis- og Framsóknarflokkur
meðsér. Einn kjörnefndarmanna
Sigurjón Pétursson lýsti þvi yfir
að hann gæti ekki staðið að tillögu
kjörnefndar. ,,Þó ég sé ekki Al-
þýðuflokksmaður og verði aldrei,
þá get égekkiunaöþvi að um 22%
þjóðarinnar skuli útilokaðir frá
stjórnarþátttöku i sambandinu”,
sagöi Sigurjón.
A lista Suðurnesjamanna, sem
einnig var lagður fram voru ein-
göngu Sjálfstæðisflokks- og
Framsóknarmenn, en á lista
Björgvins Guðmundssonar voru 2
Alþýðubandalagsmenn og 1 Al-
þýöuflokksmaöur, Jóhann G.
Möller frá Siglufirði. Var nokkur
taugatitringur i landsþingsfull-
trúum vegna þessa og stóð striðið
fram yfir hádegiö. Þá var haldinn
sambræðslufundur með kjör-
nefnd og fulltrúum mótframboö-
anna og urðu lyktir þær að ein-
róma voru kjörnir 2 Alþýðu-
bandalagsmenn, 1 Alþýðuflokks-
maður, 2 Sjálfstæðismenn og 3
Framsóknarmenn.
Samþykkt var á þinginu að
fjölga fuiltrúum i stjórn sam-
bandsins úr 7 i 9.
Formaöur sambandsins var
kosinn Jón G. Tómasson, skrif-
stofustjóri, Reykjavikurborg, og
aðrir í stjórnina þeir Sigurjón
Pétursson, borgarf ulltrúi,
Reykjavik, Sigurgeir Sigurðsson,
bæjarstjóri, Seltjarnarnesi,
Alexander Stefánsson, oddviti
Ólafsvik, Guðmundur B. Jónsson
bæjarfulltrúi Bolungarvik, Jó-
hann G. Möller, bæjarfulltrUi
Siglufirði, HelgiM. Bergs, bæjar-
stjóri Akureyri, Logi Kristjáns-
son bæjarstjóri Neskaupstaö og
ölvir Karlsson oddviti Asahreppi.
1 varastjórn sambandsins voru
kjörnir Björgvin Guðmundsson
borgarfulltrUi Reykjavik, Adda
Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi
Reykjavik, Eirikur Alexanders-
son bæjarstjóri, Grindavik, Arni
Emilsson, sveitarst jóri,
Grundarfirði, Guömundur H.
Ingólfsson bæjarfulltrúi Isafirði,
Jóhannes Björnsson, oddviti
Ytri-Torfustaðahrepps, Freyr
Ófeigsson, bæjarfulltrUi Akur-
eyri, Sigurður Hjaltason, sveitar-
stjóri Höfn i Hornafirði og Jón
Eiriksson oddviti Skeiðahreppi.
—eös
Borarnir Jötunn og
Dofri hafa verkaskiptí
19 ára piltur
myrti stúlku