Þjóðviljinn - 07.09.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.09.1978, Blaðsíða 7
Kimmtudagur 7. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Skólakerfid er ekki fjarlægur hlutur. Þaö er inni á gafli hjá hverri fjölskyldu. Þad er meiri örlagavaldur i lífi fólks en flest annað. Þess vegna er það beinn hluti af lifsbaráttunni að láta sig þessi mál varða. Hra f n Sæmundsson prentari Skrímslíð Eitt bros getur dimmu i dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur sniiist við atorð eitt. Aðgát skal höfð i nærveru sálar. Þessar ljóðlinur úr Einræðum Starkaðar eru gerðar að upphafsorðum þessarar greinar sem fjallar um eitt ómann- eskjulegasta fyrirbærið i sam- félaginu okkar. Hér er átt við islenska skóla- kerfið sem virðist vera á góðri leið með að ganga af félagslegu réttlæti og mannréttindum dauðum. Það er ekki gert að óhugsuðu máli að leikmaður skrifar grein um skólamál i Þjóðviljann. Með hverju ári sem liður er fólk að gera sér meiri grein fyrir þvi að skóla- og fræðslumál eru að komast i slikan hnút að ekki verður við unað lengur. Það er þess vegna knýjandi nauðsyn að opin umræða hefjist um þetta málefni og þess vegna eru þess- ir punktar settir á blað ef það mætti stuðla að því að lesendur færu að ræða málin. Þau mál sem varða framtið hverrar barnafjölskyldu og einnig stöðu þeirra iúllorðnu eins og siðar verður drepið á i greininni. En að skrifa grein um skóla- mál i Þjóðviljann er eins og að nefna snöru i' hengds manns húsi. Það vita allir sem eitthvað þekkja til að innan Alþýöu- bandalagsins og meðal stuðningsfólks þess eru fáar stéttir eins fjölmennar og kennarar og skólamenn. Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur flokkurinn nánast óljósa stefnu i þessum málaflokki. Auðvitað er kafli i stefnuskrá um skólamál eins og allt annað, en hann sker sig ekki úr og gerir ekki ráð fyrir verulegum kerfis- breytingum sem tengist raun- veruleikanum eins og hannerá liðandi stundu. Þetta hefur mörgum þótt undarlegt. I fyrra tók bandalagið þó á sig rögg og blés til ráöstefmf um skólamál. Niðurstaða þessarar samkundu varð sú að gerð voru drög að einskonar kerfisfúgu sem blönduðum skólakór Alþýðubandalagsins er ætlað að kyrja. Fyrir þá sem einhver áþreifanleg kynni hafa af skóla- kerfinu frá þeirri hlið sem að almenningi snýr eru niður- stöður þessarar skólamálaráð- stefnu með ólíkindum. Þær virðast liggja f órafjarlægð frá þeim veruleika liðandi stundar sem margir sem þessar linur lesa þekkja áreiðanlega af eigin reynslu. Til þessaö reyna að rökstyðja þessa fullyrðingu er rétt að drepa á hina raunverulegu stöðu og möguleika uppvaxandi kynslóðar i' skólakerfinu og þannvandasemviðerað glima. Það má skipta unglingum og börnum á grunnskólastigi i tvo höfuðflokkaeftir þvi mati sem á þau er lagt. Annarsvegareruþeir sem eru „gáfaðir”. Hins vegar þeir sem eru„heimskir”. Þeir nemendur semeru „gáfaðir” hafa viss for- réttindi. Þessum forréttindum má likja við það þegar lömbum er ekki slátrað að hausti fyrsta sumars. Þessir nemendur eru settir á. Það eruþó engir grænir hagar sem biða þeirra. Stórhluti þess- ara nemenda liggur undir stöð- ugum hótunum um aftöku hve- nær sem er. Þetta unga fólk fær þá tilfinningu að þjóðfélagið og skólakerfið syni þvi meiri og minni fjandskap eins og það væri illgresi sem helst þyrfti að uppræta. Hinir nemendurnir sem eru „heimskir” eru strax settir i sláturhúsið. Þessi hópur fær nær enga möguleika til þess að þroskast og sýna framfarir siðar. Gáfnafar þeirra er metið á kerfisbundinn hátt. „Lögboðið gáfnafar” á Islandi er skilgreint i greindarvisitölu sem miðuð er við meltingu námsefnis i skóla- kerfinu. Sá sem getur áreynslu- litiðetiðog melt þetta námsefni hrátt eða soðið er „gáfaður”. Allir hinir sem hafa einhver önnur sjónarmið eða andlega möguleika eru „heimskir”. En hvort sem nemandi er „gáfaður” eða „heimskur” eru ekki bjartar framtiðarhorftir fyrir hann. Ef nemandinn er heppinn og lifir af skólakerfið án þess að lenda á geðveikrahæli eða upptökuheimili stendur hann að lokum i dyrum einhvers skóla og horfir út 1 járngráan veru- leikann. Með sömu þróun eru horfur þeirra nemenda.sem ljúka ein- hverju námi,þær i náinni framtið,að þeir verði að lifa af atvinnuleysisbótum eða opin- beru framfæri. Þessi staðreynd er þó ekki eingöngu skólakerfinu að kenna. Þett a s taf ar einnig af þvi að sáralitil tengsl eru á milli skólakerfisins og atvinnulifsins. Nánast það eina sem möguleiki er að læra i núverandi skóla- kerfi er einhverskonar undir- búningur undir störf i þjónustu- greinum. Ef teknir eru til dæmis tveir af fjölmennustu framhalds- skólum landsins þá eru þetta staðreyndirnar sem blasa við. t Hásköla tslands hafa til skamms tima ekki verið neinar deildir sem eru i beinum tengsl- um við þrjá aðalatvinnuvegi landsins. Sjávarútvegur, land- búnaður og iönaður hafa litið fengið inni i kennsluprógrammi skólans. Þetta er út af fyrir sig furðulegt og raunar alislenskt fyrirbæri. Hitt er ekki siður furðulegt að i iðnskólum landsins er engin kennsla i neinni grein sem litur að framleiðslu iðnaðarvara til útflutnings. Þar eru eingöngu kenndar iðngreinar sem hafa það markmið að setja fleiri og fleiri einstaklinga i þjónustu- störf og verklega uppbyggingu innanlands. Þetta fyrirkomulag þekkist hvergi i veröldinni nema á tslandi. Þrátt fyrir miklar auðlindir landsins hlýtur það að eiga sér einhver takmörkhvað stór hluti landsmanna getur unnið óarð- $ bær störf. Skólakerfið virðist þó ekki vilja viðurkenna þessi tak- mörk. Þessar einföldu staðreyndir snúa raunar fremur aö efnahags- legri framtið einstaklinga og þjóðarinnar. Hitt ætti þó að vera þyngra á metunum að einstaklingurinn sé búinn undir það i skólakerfinu aðganga heilbrigður út i lifiðað námi loknu. Þessu er ekki þannig varið. Það barn sem ekki gat sofið vegna tilhlökkunar fyrir fyrsta skóladag hefur verið að deyja smám saman i skólakerfinu siðan. A hverju ári hefur ein- hver hluti barnsins dáið. For- vitnin hefur stöðugt minnkað. Það er ekki lengur leikur að læra. Nú er námið að stórum hluta orðið böl. Þetta stafar sennilega af þvi að skólakerfið er komið úr tengslum við það mannlif sem lifað er utan skólaveggjanna. Þetta mannlif hefur ekki verið til neinnar fyrirmyndar núna á siðustu árum. En við vanda þess verður að glima og það batnar aldrei ef skólakerfi landsins er ‘ ekki i tengslum við það. Auðvitað þroskast einstak- lingar innan skólakerfisins, jafnvel þó þeir nái ekki umtals- verðum árangri i námi. Annað .striðir á móti lögmálum náttúrunnar. En þjóðfélagið sem skipulögö stofnun hefur ósköp litið við þennan einstak- ling að tala. Sá li'fsstill sem skapast hefur undanfarin ár i yfirspenntu neysluþjóðfélagi hefur ekki gert ráö fyrir þvi að veita æskufólki raunverulega lifsgleði sem ætti að vera þvi eiginleg. Lifsgleðin hefur breyst i tilgangslausa sókn eftir vafasömum hlutum. Unga fólkið I skólakerfinu hefur sjaldan fengið að takast á við heillandi verkefni. Það hefur ekki oft fengiö tækifæri til þess að ljúka vinnudegi þreytt og ánægt. Ofan á þetta allt gerir þjóð- félagið nú miskunnarlausar og ósanngjarnar körfur. Stór hlutá eldri kynslóðar sem undanfarin ár hefur verið sljór i neyslu- kapphlaupinu eins og skynlaus skepna, ofsækir nú þá æskusem mótast hefur algjörlega i þessu þjóðfélagslega æði. Þegar þetta unga fólk, sem komið er gegnum skólakerfið eða er ennþá i þvi, safnast i ráðaleysi sinu saman á hallærisplönum landsins, er ekki aðeins að lögreglunni sé sigað á það heldur einnig flest- um fjölmiðlunum. Orsakanna hefur aldrei verið leitað i neinni alv öru. Það sem blasir við i sambandi við framtið æskunnar er það að stórum hluta hennar er kastað útá götuna algerlega vegalausu að skyldunámi loknu. Hinn hlutinn fær þau tækifæri að berjast um allt of fá störf i þjónustugreinum þar sem ekki ræður einu sinni hæfni heldur sambönd og klikur i þjóð- félaginu. t sumum þjónustu- greinunum mun einnig ný tækni taka við nær öllu starfi manns- handarinnar á allra næstu árum. Það er þess vegna ekki sérlega glæst framtið sem æskufólklandsins horfir fram á. Hér að framan hefur verið reynt að vekja máls á þjóð- félagsóréttlæti sem uppvaxandi kynslóð býr við. En það er annar hópur sem einnig á um sárt að binda hvað varðar skóla- og fræðslumál. Þetta er hin týnda kynslóð. Það fólk sem vegna aldurs sins til- heyrir hvorki nútið eða fortið i fræðslukertinu. Hlutskipti þessa fólks er ægilegra en menn gera sér almennt grein fyrir. Það litla sem gert hefur verið isambandi við fullorðinsfræðslu leit i upphafi útfyrir að vera já- kvætt. Þegar farið er að skoða þaðnánar kemuriljósaðsvoer ekki. Enginn fullorðinsfræösla beinist að þvi að koma fólki i félagsleg tengsl og út i atvinnu- lifið og þjóðfélagið. Þarna er ekki siður um mannréttinda- mál að ræða en efnahagslegan ávinning fyrir einstaklinginn. Konur eru hér i ennþá meiri vanda en karlmenn. Þærkonur sem af einhverjum ástæöum hafa ekki hlotið skólalærdóm — en eru á besta starfsaldri, eru lokaðar úti frá f lestum störfum I þjóðfélaginu. Sú kvenréttindabarátta sem miklar vonir vorubundnar við á kvennaári hefur algjörlega staðnað. Sá litli hópur sem enn reynir að halda baráttunni áfram hefur valið auðveldari leið en að horfast i augu viö islenskan veruleika sem er allt annar en sú barátta sem rekin er erlendis við allt tsinur þjóð- félagsskilyrði. Að færa hinni týndu kynslóð hér á Islandi mannréttindi sem eru raunveruleg en ekki aðeins texti á blaði, er brýnasta verk- efni baráttunnar i dag. Stærsta átakiö sem gert hefur verið i fullorðinsfræðslu er stofnun öldungadeildarinnar. Ekki verður talað illa um þessa starfsemi. Hinsvegar verður að spyrja hvaða tilgangi hún þjónar og hverjum hún þjónar. Fullorðið fólk sem fer i öldungadeildina þarf að hafa ýmislegt til brunns að bera sem ekki er almenningseign; það verður að hafa mikinn afgangs- tima, góðar aðstæður og „lög- boðið gáfnafar”. Ef þetta allt er fyrir hendi og svo mikill vilja- styrkur að auki, þá endar þessi námsbraut með stúdentsprófi. Aftur stendur fullorðið fólk við upphaf einhvers. Nú getur það fyrst farið að læra eitthvað. Og þarna er komið að einhverjum furðulegasta þætti i skóla- kerfinu. Þaðvirðisthafasafnast saman i aldanna rás einhver skóla- og prófkomplex og minnimáttar- kennd sem nú brýst út hjá Islendingum á tuttugustu öldinni. Þessi ósköp koma fram i þvi að próf séu mælikvarði á allt. Sá sem ekki getur til að mynda með „lögboðnu gáfna- fari” komist i gegnum stúdents- próf skal útilokaður frá framhaldsnámi og starfi i landinu. örfáar hliðargötur hafa verið lagðar en þær eru ekki fyrir neitt venjulegt fólk heldur. Þetta prófæði er að verða slik martröð að ekki er hægt að búa við það lengur. Það er búið að loka flestum leiðum fyrir fólk til að læra og starfa nema það hafi i höndunum pappíra, sem á stendur að það hafi komist i gegnum bóklegt prófstig sem mjög margirskólamennteljaað heyri fortiðinni til. Hvergi er lengur spurtum hæfni mannsins til aðleysa verkefni af höndum. Það er prófið sem blifur. Hér ef ekki lengur eingöngu um það að ræða að þjóðfélagið geti hugsanlega þróast áfram. Það má jafnvel deila um það hvað æskilegt sé að þjóðfélag þróist mikið. Aukinn hagvöxtur er ekki einhlitur til að skapa einstaklingnum hamingju. Hér er um það að ræða að þjóðfélagsbyggingin verði þannig að ein þjóð búi I landinu. Að ekki sé stefnt að meirihluta- hópum og minnihlutahópum. Þróunin með þvi skólakerfi sem við búum nú við stefnir hraðbyri i þá átt og það er lifsnauðsyn að þessari þróun verði snúið við. Hér hefur verið gerð tilraun til þess að reifa afar umfangs- mikiðmálialltofstuttum texta. Ef þeir sem lesa þessar sundur- lausu punkta þekkja ekki sina hagi i einhverju sem hér stend- ur hafa þessi skrif mistekist. Skólakerfið er ekki fjarlægur hlutur. Það er inni á gafli hjá hverri fjölskyldu. Og það er meiri örlagavaldur i lifi fólks en flest annað. Þess vegna er það beinn hluti af lifsbaráttunni að láta sig þessi mál varða. Margir þegja vegna þess að óttinn við sérfræðingavaldið heftir siast inn I almenning^ Þessa ótta gætir einnig hjá Alþýðubandalaginu. Ef til vill er nú lag til að afhöfða það skri'msli sem skólakerfið I nú- verandi mynd sinni er. Það ger- ist hinsvegar ekki öðruvisi en til komi mikill utanaðkomandi þrýstingur. Sýnir ættstóra hunda t fréttatQkynningu frá Hunda- ræktarfélagi islands segir, að féiagið hafi að undanförnu unnið að skráningu Jireinræktaðra hunda inn á ættbók, sem verði tilbúin fljótlega. Þá hyggst félagið gangast fyrir sýningu hreinræktaðra hunda 22. október n.k.. Sýningin verður haldin i iþróttahúsinu Asgarði, Garðabæ, enda eru margir af fallegustu hundum landsins nú búsettir i Garöabæ. A sýningunni verða aðeins sýndir hreinræktaðir hundar og verða þeir að hafa ættbókar- númer i viöurkenndri ættbók erlendis eða i gömlu islensku ætt- bókinni (ölafsvalla) eöa, ef hvor- ugt er fyrir hendi, að fá ættbfScar- númer i hinni nýju ættbók Hunda- ræktarfélags tslands. Til þess verða að liggja fyrir trúveröugar upplýsingar um minnst 3 ættliði hundsins. Allar upplýsingar þar um gefur ritari Hundaræktar- félagsins, Guðrún Sveinsdóttir. Engjavegi79, Selfossi, s.: 99-1627. A sýningunni verður heims- þekktur alþjóðlegur dómari, Miss Jean Lanning. Jean, sem er bresk, er okkur að góðu kunn, segir i tilkynningunni, þvi hún var dómari á sýningunni i Hveragerði 1973. Verðabestu hundar hverrar tegundar verðlaunaðir. Þaö skal tekið fram, að hlýðniskröfur eru aðeins þær, að hundurinn geti gengið við hæl, auk almennra umgengnisreglna. Heilbrigðis- vottorðs verður krafist. Æfinga- og leiðbeiningatimar verða fyrir sýninguna. Þátttökugjald er 1500 kr. fyrir hvern hund. Framkvæmdanefnd sýningar- innar skipa: Matthias G. Péturs- son formaður, s: 4-34-90, Guðrún Guðjohnsen, s: 4-49-84, Þór Þor- bjarnarson, s: 4-44-53, og Mogens Thaagaard, enhannhefur gengist fyrir námskeiðahaldi undanfarna mánuði fyrir hunda og eigendur þeirra. Er hundéigendum, sem áhuga hafa á að taka þátt I sýn- ingu þessari, vinsamlegast bent á að hafa samband við einhvern ofanritaðra fyrir 1. okt. n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.