Þjóðviljinn - 07.09.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.09.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. september 1978 Tilraunarád RALA: Auknar verði rannsóknir á efnainnihaldi mjólkur í Tilraunaráði rannsóknar- stofnunar iandbúnaðarins eiga sæti 15 fulltrúar, sem tilnefndir eru af helstu stofnunum og félög- um landbúnaðarins. Tilraunaráð kemur saman tvisvar á ári. Á sumarfundi þess var rædd starfs- og Qárhagsáætlun stofnunarinnar og ný tilrauna- og rannsóknar- verkefni. Nokkrar tiliögur frá undirnefndum ráðsins voru lagð- ar fram á fundinum og þær rædd- ar. M.a. voru eftirfarandi tillögur samþykktar. 1. Framkvæmd verði rannsókn á fituprósentu og eggjahvitu- prósentu i mjólk og erfðafylgn- inni milli þessara þátta. 2. Rannsakað verði efnainni- hald islenskrar mjólkurog teknir til meðferðar eftirtaldir þættir: Heildarþurrefni, eggjahvita, syk- ur og eftir atvikum fleiri þættir. Sýnishorn til þessara rannsókna komi hálfsmánaðarlega frá ekki færri en 10 mjólkursamlögum i öllum landshlutum. Rannsóknin verði látin ná til minnst eins árs, en helst tveggja ára samfellt. Rannsakað verði sérstaklega, þegar niðurstöður mælinga fyrsta árs liggja fyrir, hver breytileiki er í samsetningu mjólkurinnar milli héraða og eftir árstimum og hver fylgni er milli einstakra efnisþátta mjólkurinnar. 3. Fjármagn verði útvegað til framhaldsrannsókna á nýtingu sláturúrgangs. Sérstaklega vill Tilraunaráð leggja áherslu á eftirfarandi þætti: a. Vinnslu á heparini úr lungna- og garnaslimi. b. Vinnslu á hormónum úr kirtlum. c. Vinnslu garna til matargerðar. d. Vinnslu sláturúrgangs i (þurr) -fóður fyrir minka og annað búfé. e. Notkun á maurasýru til að auka geymsluþol úrgangs. 4. Ahersla verði lögð á rann- sóknir á geymsluþoli grænmetis og leit að þvi hvaða þættir ráða mestu um geymsluþolið með hlið- sjón af því hvernig hægt sé að nýta á hagkvæman hátt fram- leiðslutoppa, sem myndast. 1 öðrum tillögum, sem sam- þykktar voru, var m.a. lögð áhersla á að starfsliði stofnunar- innar við jarðræktarrannsóknir verði fjölgað, bætt verði starfs- skilyrði fyrir sérfræðing i jurtasjúkdómum og gerðar tillög- ur um framtiðarhlutverk til- raunastöðvanna. Þá var samþykkt tillaga, þar sem lögð var ábersla á að hraða uppgjöri beitartilrauna. Enn- fremurkom fram,að Tilraunaráð telur óæskilegt að opinberlega skuli vera fullyrt um beitarþol ákveðinna landssvæða eða lands- ins i heild, fyrr en frekari vlsinda- legar upplýsingar liggja fyrir. (Heim.: Uppl. þjón. landb.) —mhg „Anægðastur með Svavar Gests- son”. „Hjörleifur Guttormsson mun „Gott að fá áreiðanlega skipa sinn stól með menntamálin’ sóma”. Ragnar Arnalds I Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi hringdi: Harðánægður með mína menn ráöherrastólunum Magnús Jóhannsson . frá Hafnarnesi hringdi i Landpóst og hafði þetta að segja: Nú hefur verið aflétt útflutningsbanninu, sem staðið hefur yfir frá 13. april eg má nú fara að trúast við tiðum skipa- komum hingað. Erfiö lifsbarátta hjá lundanum Þó að haustið sé á næsta leiti er ekki haustlegt um að litast, græn- ar brekkur og lóðir og lundapysj- an, sem er óvenju sein á sér úr ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Aðalfundur norrænu b ændasamtakanna Dagana 2. — 4. komu f ulltrúar frá öllum helstu bændasa mtökum á Norðurlöndum til fundar í Mariehamn á Álands- eyjum. Frá íslandi mættu lOfulltrúar. Samtals voru fundarmenn 230. Voru það bændur og starfs- menn bændasamtaka. Megin tilgangur aðal- funda NBC er að kynna þróun landbúnaðarins í hverju landi, framleiðslu-, sölu- og markaðsmál. Einnig gera samstarfs- nefndir grein fyrir þróun mála á hinum ýmsu svið- um. Innan NBC starfa sex nefndir, þarsem full- trúar af urðasölufélaga koma saman og skiptast á upplýsingum um mark- aðsmálin og kynna nýj- ungar, sem koma fram varðandi vinnslu og dreifingu landbúnaðar- vara. Umræðuhópar Fundinum var skipt niður i fimm umræðuhópa. Skilaði hver hópur áliti á þeim málum, sem_; honum voru falin. * | Einn hópurinn fjallaði um ætt- liðaskipti I landbúnaði, annar um tómstundabúskap, þriðji um sumarleyfi I sveit, fjórði um samvinnufélög bænda og sá fimmti um starfsemi NBC. Ættliðaskipti I landbúnaði er algengasta leiðin fyrir ungt fólk, sem er að hefja búskap, synir eða dætur taka við af foreldr- unum. Lögð er áhersla á að unga fólkið ráði þvi sjálft, að mestu, hvenær það tekur við bú- rekstrinum. Þennan rétt má ekki skerða með lögum. 1 Sviþjóð og Danmörku fær ungt fólk, sem hefja vill búskap, verulega fyrirgreiðslu til að kaupa jörð, bústofn og vélar. Mestur virðist áhuginn vera i Sviþjóð hjá ungu fólki að hefja búskap og þar mun stuðningur vera mestur. I Finnlandi rikir aftur á móti sú stefna, að fækka beri bændum frekar en að stuðla að endurnýjun. Lögð var áhersla á að bænda- samtökin mörkuðu ákveðna stefnu gagnvart tómstunda- búskap, en á það hefur nokkuð skort. Tekjur af ferðamönnum Bændur á Norðurlöndum hafa all verulegar tekjur af ferða- mönnum. Mestar eru þær hjá bændum á Alandseyjum. Þar eru 2500 sumarbústaðir, sem leigðir eru út og mikill hluti þeirra er i eigu bænda. Verulegt átak hefur verið gert i Noregi og Sviþjóð ti! að örfa bændur til að byggja sumarbústað. Einnig til að bæta aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum á heimilum i sveit. 1 nefndarálitinu var lögð áhersla á að taka upp viðtækara samstarf en verið hefur milli bændasamtakanna til að auð- velda bændafólki að taka þátt i hópferðum, til að kynnast stéttarbræðrum og systrum á hinum Norðurlöndunum. Næsti fundur á Islandi Miklar umræður urðu á fund- inum um öll þessi mál. Mikil- vægt er að fulltrúar bændasam- takanna beri saman bækur sin- ar, læri af reynslu hvers annars og ekki sist að skapa aukin tengsl milli bændasamtakanna, sem m.a. hafa þó leitt til auð- veldari sölu á landbúnaðaraf- urðum milli landanna. Næsti aðalfundur NBC verður haldinn á Islandi um mánaða- mótin júli-ágúst næsta sumar að Laugarvatni. Forseti var kosinn Sveinn Tryggvason, framkvæmda- stjóri Framleiðsluráðs landbún- aðarins, og aðalritari Agnar Guðnason, blaðafulltrúi bænda- samtakanna. (Heim.: Uppl.þjón. landb.) — mhg holunum, flýgur á ljós bæjarins, þegar dimma fer á kvöldin. Hún virðist fremur illa alin, mögur og rytjuleg. Geta menn sér þess til, að ætið hafi verið það langt undan, að þegar lundinn kom með það heim hafi hann verið svo uppgefinn að ránfugl hafi átt hægt með að ná þvi af honum, — eða hafi verið orðinn það svangur, að hann hafi etið það sjálfur. Þannig er lifið hjá mörgum, mönnum og málleysingjum: eilift strit. Gjöld bæjarsjóðs Vest- mannaeyja Gjöld bæjarsjóðs Vestmanna- eyja, sem nú eru gjaldfaliin og ógreidd nema 288 milj. kr. Þar af eru gjöld til bæjarsjóðs frá fyrra ári að upphæð kr. 76 milj. Þetta er stór upphæð og má teljast krafta- verk hvernig bærinn hefur getað staðið i stór framkvæmdum i allt sumar. Vonandi fer að rætast úr fyrir fólki og fyrirtækjum, svo bæjarsjóður geti fengið sitt. Mörg verkefni eru nú fram- undan og hugur i hinum nýju _ I ■ Umsjón: Magnús H. Gíslason | bæjarfulltrúum að láta sitt ekki eftir liggja, hvað sem liður aðdróttunum um þegjandahátt vinstri fulltrúa, en það er einn liðurinn i áróðri Sjálfstæðis- manna. Þeir eru nú orðnir munaðarleysingjar, tetrin, eiga ekki sæti i rikisstjórn og sviður það sárt. Nýir //Sópar" Nú er blessuð rikisstjórnin komin á laggirnar, ráðherra- stólar skipaðir og þó að sumir tali um reynsluleysi hinna nýju manna er ég persónulega harð- ánægður a.m.k. með mina menn, þótt ég harmi, að Lúðvik Jóseps- son skuli ekki vera með. Anægð- astur er ég með Svavar Gestsson og gott var að fá Ragnar Arnalds I menntamálin, þann skelegga og vel gefna mann. Hjörleifur Guttormsson mun áreiðanlega skipa sinn stól með sóma. Þó að við nafni minn, Magnús H. Magn- ússon, séum ekki á sama báti i pólitikinni vil ég láta hann njóta sannmælis, hann er vel gefinn maður og duglegur. Ég vil þvi óska honum til hamingju með stólinn. Það var bara gott hjá óla karl- inum Jó er hann sagði I útvarps- viðtali: Nýir „sópar” sópa best. Þetta mun vera nýtt innlegg i málsháttasafn okkar, að ég hygg. mj/mhg Þurrkaður harðviður Einnig fyrirliggjandi hnota, japönsk eik og oregon pine. Harðviðargólflístar fyrir parket. Sendum i póstkröfu um allt land. HÖFÐATÚN4 2 - REYKJAVÍK Sími: 22184 (3 linur) Blikkiðjara Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.