Þjóðviljinn - 07.09.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.09.1978, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. september 1978 OJOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjóri: Kjartan Clafsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Aug- lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiösla, aug- lýsingar: Síöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Innflutningsdæmið Á forsiðu Þjóðviljans i dag eru leiddar getur að þvi, að innkaupsverð erlendis á ársinnflutningi íslendinga kunni að vera um eða yfir 30 miljörðum gjaldeyriskróna dýrari en nemur eðlilegu markaðs- verði til útflutnings i innkaupslöndunum. í gær var sannað i grein hér i blaðinu að vara, sem keypt er 20 þúsund krónum dýrar i útlöndum en þyrfti að vera, kostar þá neytandann hér heima 72 þúsund krónum meira, en ella væri. Þetta eru hrikalegar tölur. Þær þýða það, að áhrifamiklum aðilum i keðju efnahagslifsins, inn- flytjendum, er ekki treystandi fyrir hlutverki sinu. Þeir virðast ekki telja sig vera i venjulegum þjóð- félagstengslum við aðra þegna né við sitt eigið rikisvald. Þetta hefur það i för með sér að veiga- miklir hlutar efnahagslifsins sitja skakkir á sinum grunni. Það gefur tilefni til endurskoðunar á viðskiptalifinu i heild, en ekki aðeins þvi, heldur og öllu tekjuöflunarkerfi hins opinbera. Efnahags- dæmi rikisstjórnarinnar um að setja samningana i gildi, er eftilvill ekki svo stórvaxið i samanburði við efnahagsdæmi heildsalanna. Gegn spillingu Enginn stjórnmálamaður vill láta það til sin spyrjast að hann sé ekki á móti spillingu. Og sumir hafa baráttuna gegn spillingunni að höfuð inntaki þeirrar áróðurs imyndar af sjálfum sér sem þeir ástunda að þrengja inn á háttvirta kjósendur. Svo er um ýmsa þá mætu menn sem nú skipa þinglið Alþýðuflokksins. Eftir þvi hefur verið tekið að ýmsir háværir baráttumenn gegn spillingunni hafa fengið sérstak- lega greiðan aðgang að siðdegisblöðunum tveimur. Spillingarmálin eru alltaf góð söluvara i dag- blöðunum, ef þau eru rétt tilreidd fyrir lesendur, og sumir þeir siðvæðingarmenn sem nú setjast á þing, hafa komist það sem eins konar fulltrúar siðdegis- blaðamennskunnar, að þvi er almannarómur hermir. Að þessu er vikið hér vegna þess að nú hefur verið stungið á einu stærsta spillingarkýli islensks þjóð- félags. Það gerði verðlagsstjóri þegar hann upplýsti fyrir hálfum mánuði, að islenskir innflytjendur keyptu vörur erlendis á 21-27% hærra verði en almennt gerist i innkaupum heildsala til Norður- landa. Daginn eftir þessa uppljóstrun tóku bæði siðdegisblöðin rösklega við sér. Dagblaðið talaði um lögverndaðan stuld margra islenskra innflytj- enda úr vösum islenskra neytenda, Visir viður- kenndi óhagkvæm innkaup og óeðlilega há umboðs- laun. ,,Það er vonandi að verðlagsmálin og þó sér- staklega vöruinnkaupin erlendis frá verði könnuð sem allra fyrst”, sagði Visir. Dagblaðið var saina sinnis: „Hið opinbera þarf að fylgja könnuninni eftir með þvi að skyggnast nánar i myrkviði inn- flutningsverslunarinnar ”. Hins vegar vantar viðbrögð þeirra ritglöðu baráttumanna gegn spillingunni sem nú búast til setu á þingbekkjum. Atfylgi þeirra gegn spillingu i versluninni væri kærkomið. „Heimildin felld niður” —segir fjármálaráöherra „Við munum bcita okkur fyrir, að heimild til þcss vcrði felld úr lögum sagöi Tómas Árnason fjármálaráö herra um bilafriðindi ráðherra I viðtali við DBI gær. Ráðhcrrar fyrri rikisstjóma hafa fært sér mjög i nyt heimild I lögum til aö fá eftirgcfin aðflutningsgjöld, þegar ráðhcrrar kaupa sér nýja bila á þriggja ára frcsti. Ennfremur hafa ráðherrar fengið frá rikinu lán vcgna þessara bilakaupa á mjög lágum vöxtum. Talið er, að gróöi af sllkum bilakaup um hafí numiö milljónum á bil. Ráðherrar Alhyðuflokksins til- kynntu við myndun núverandi stjórn- ar, að þeir mundu afsala sér þessum rétti. Ráðherrar Alþýöubandalagsins hafa geflð í skyn, að þeir mundu gera slikt hið sama. Og nú er svar við spurningunni komið frá ráðherrum Framsóknarflokksins. — HH 1» Halldór E. Sigurðsson fékk sér splunkunýjan og dýran bíl fyrlr lltlð skömmu iður en hann lét af ráöherra- Hómi. — DB-mvnd Höróur. I i ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I i I I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ - I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I Ráftherrafriðindi til bilakaupa eru úr sögunni mel) Halldóri E., Gunnari Thoroddsen og Matthiasi A. Mathiesen. Þjóðviljinn vakti máls á þvi i sumar að a.m.k. þrir ráðherrar fráfarandi rikisstjórnar ætluöu að nýta sér ráöherrafriöindi sln út I ystu æsar, kaupa sér toll- frjálsar lúxuskerrur meö sér- stökum lánskjörum og selja ný- legar bifreiöir á almennum markaöi. Úr þessu varö tölu- veröur hávaöi og Halldór E. Sigurösson svaraöi blaöinu litil- lega, en sneri sér svo aö þvi aö þæfa rikisúlpumál Eiös Guöna- sonar. Ráöherranum fyrrverandi sást hinsvegar yfir þaö aö fleiri gagnrýnendur ráöherrafríöinda höföu notiö rikisúlpuforréttinda Rikisútvarpsins. Vegna fram- göngu sjónvarpsmanna á sinum tima i úlpumálum vildu hljóö- varpsmenn ekki vera minni menn og létu skrifa hjá sér her- mannaúlpur i Vinnufatabúðinni. Enda töldu þeir sig ekki i minni hættu en sjónvarpsmenn fyrir veðri og vindum I svaöilförum og á gosvöktum. Dramatisk örlög Þar sem þetta úlpumál viröist nú útrætt aö mestu milli Halldórs E. og Eiös, meö vafa- sömum ávinningi fyrir þá báöa, og þess varla aö vænta aö þaö verði tekiö upp á ný, getnr klippari ekki stillt sig umaöupp- lýsa um dramatisk örlög sinnar rikisúlpu. Hún varö úti, eöa réttara sagt týndist, i Kefla- vikurgöngu herstöðvaandstæð- inga áriö 1976. Var hún þá nokk- uö slitin af notkun fyrir rikið og i eigin þágu. Finnandi er vinsam- lega beöinnaö skila henni til rikisútvarpsins tafarlaust til þess aöfirra klippara frá þvi aö verasakaöan um aö nýta rlkis- eignir i eigin þágu. ' En þvi má bæta viö aö lokum aö æ siöan Eiöur Guönason gaf útvarpsmönnum fordæmi i úlpukaupum hefur klippara verið heldur hlýtt til hans þrátt fyrir ágreining i pólitiskum efn- um, þvi þaö var hlýtt I rikisúlp- unni, bæði i og utan vinnu. Kærkomin yfirlýsing Ráöherrar núverandi rikis- stjórnar hafa allir lýst því yfir aö þeir hyggist ekki færa sér i nyt lögheimiluð ráöherra- friöindi til bilakaupa. Má þakka þaö skeleggum skrifum blaö- anna að frumkvæöi Þjóöviljans aö slik yfirlýsing liggur fyrir strax i upphafi stjórnarsam* starfs. Fólk kann vel að meta árangur og röggsemi þó aö i litlu sé, ogmættu þeir ráöherrar leiða hugann að þvi framvegis. Ráöherrarnirhafa ákveöiö aö beita sér fyrir þvi aö heimild til aö fá eftirgefin aöflutningsgjöld á bifreiöum á þriggja ára fresti veröi felld niöur, auk þess sem hættveröi aö lána ráöherrum til bilakaupa á mjög lágum vöxtum. Nú er eftir aö koma i ljós hvort þessi ákvöröun nýju r£?ð- herranna hefur áhrif á banka- stjóra og komissara Fram- kvæmdastofnunar sem einnig njóta óeölilegra friöinda I sam- bandi viö bilakaup. Hafi þeir ekki frumkvæöi aö sliku sjálfir mættu bankaráö og stjórn Framkvæmdastofnunar Ihuga máliö. Á bláum skyrtum Þaö þykir alltaf forvitnilegt þegar ráöherrar taka upp nýja hætti, eins og t.d. aö afsala sér ráöherrafriöindum. Þaö vakti þvi athygli þegar ráöherrarnir Svavar Gestsson, Kjartan Jóhannsson og Tómas Arnason mættu til viöræðna viö fulltrúa ASÍ og BSRB aö þeir voru allir i samskonar bláum skyrtum. Var að þvi spurt hvort hér væri um aö ræöa einkennisbúning nýju stjórnarinnar, og hvenær von væri á ölafi Jóhannessyni á blárri skyrtu? Spurningin er hvort tekin hafi verið ákvöröun um þaö i rikisstjórninni aö taka upp kinverska háttu i klæða- buröi, eða hvort hér er um þaö að ræöa aö ráöherrarnir vilji sýna samstöðu og samúö meö ihaldsmönnum, sem þeir hafa' nú einangraö i pólitikinni, meö þvi aö klæöast flokkslit Sjálf- stæöisflokksins. ' —ekh. Ráöherrarnir hafa ekki valiö sér „bleika náttkjóla” aö einkennisbúningi, en flokkslitur Sjálfstæöis- flokksins er vinsæll meöal þeirra. Síðasti markaðurinn r 1 • myndinni er t.d. alveg laust viö kl. 9 i fyrramáliö og opinn meðan a pessu sumri fúa, og þarfnast ekki annars en birgöir endast — sem gæti jafnvel lagfæringa og kyndingar. oröiö fram á laugardag. Markaöurinn veröur opnaöur ih A morgun efna Torfusamtökin til blóma- og grænmetismarkaöar á Bernh öftstorfunni, I fjóröa og siöasta sinn á þessu sumri. Laufey Jakobsdóttir hjá Torfu- samtökunum tjáöi blaöinu aö þessir markaöir heföu tekist ljómandi vel, enda heföu veriö þarna á boöstólum grænmeti, ávextir og blóm, og reynt aö hafa veröiö nokkuölægra en iverslun- um. Aöalatriöiö er þó kannski aö hleypa lifi I Torfuna og gefa fólki kost á aö skoöa þar húsakynni. Sagöi Laufey aö margir héldu aö Bernhöftstorfan væri ekki annaö en fúaspýtur, en sú væri alls ejcki raunin. Húsiö sem sést hér á~ A sólkveöjuhátiöinni héldu Torfusamtökin blóma- og grænmetls- markaö viö mikiar vinsældir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.