Þjóðviljinn - 07.09.1978, Page 6

Þjóðviljinn - 07.09.1978, Page 6
'6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN '■ Fimmtudagur 7. september 1978 „Hviids Vinstue eöa Hvítur er helst allra veitingahúsa hér viö torgið, og þar lifir hinn ga mli andi ómengaður. Inni í hálfrokknum og dularfullum rangölunum er hljótt, menn sitja þögulir yfir glasi sinu I þröngum básunum, drekka hægt, láta hugann llða inn i mjúkar veraldir áfengisins, þar er aldrei músik, aldrei rjóma- kökur eða þess háttar, drykkjumanninum er þar búin algjör friðhelgi. Sagan segir aö Jónas Hallgrlmsson hafi oft setið þar einn saman, og hér hafi hann drukkið siðsta fullið sitt kvöldið sem hann slasaði sig.” Svo segir Björn Th. Björnsson i bók sinni A Islendingaslóðum i Kaupmannahöfn og torgið sem hann nefnir er Kóngsins Nýja- torg. Flestir íslendingar, sem lagt hafa leið sina til Kaupmanna- hafnar og unna sögu sinni, vita um þessa ævafornu krá sem stofnsett var árið 1723, og á sér litrika sögu. Fyrir 5 árum var haldið hátiðlegt 250 ára afmæli hennar og gefiö út veglegt af- mælisrit i þvi tiieíni.Þar var aö Utlu eða engu getið þeirra fjöl- mörgu landa sem kneifað hafa ölið í skuggasælum rangölum hennar. Einum Islendingi var þó boðið að sitja afmæhsdrykkjuna og mun hann manna best hafa unnið tU þess, þálifandi íslend- inga. Þaö var Sverrir Kristjáns- son sagnfræðingur. NU I sumar safnaðist dálítill hópur Islendinga á Hviids Vinstue og afhenti kráarhaldaranum mynd af fjórum islenskum Hafnarstúdentum sem allir sátu á Hvitum sina daga. Myndin er gerð af örlygi Sigurðssyni Ust- 4 a wmm ÁRW PAtÁÁf**. ■ýifSW «9 örlygur Sigurðsson opnar málverkasýningu á Kjarvalsstöðum á næstunni og hefur málað risastórt auglysingaskílti til ab koma fyrir utan dyra og eru á þvi félagarnir I Hviids Vinstue. Hér sést hann sitja við mynd sina en á henni eru f.v. Jónas, Jóhann, Arni og Sverrir (ijósinyndari (Leifur) Menninganiðburöur í Hviids Yinstue í Kaupmannahöfn Hópurinn sem var við afhendingu myndarinnar fyrir utan Hviids Vinstue. F.v. Aöalgeir Kristjánsson sagnfræðingur, Einar Laxness forseti Sögufélagsins, Kristján Arnason menntaskólakennari, Elsa Jóna Theódórsdóttir, Birna Jónsdóttir, Birna Guörún Gunnars- dóttir, Pétur Pétursson þulur, Kjartan Olafsson alþingismaður, Olöf Bjarnadóttir og Agnar Kl. Jónsson ambassador. Myndina tók Oskar Gisiason. Kráareigandi tekur á móti mynd öriygs. málar aogsitja á henni saman að drykkju þeir Jónas Hallgrimsson skáld, Jóhann Sigurjónsson skáld, Arni Pálsson prófessor og Sverrir Kristjánsson. Neðst á myndinni standa þessar ljóðllnur Ur Bikarnum eftir Jóhann Sigur- jónsson: „Gleði sem löngu er Uðin lifnar i sálu minni” Agnar Kl. Jónsson sendiherra afhenti mynd örlygs en frum- kvæði að gerð hennar átti Pétur Pétursson Utvarpsþulur sem nU stundar íslensk fræði i borginni við sundið. Pétur skrapp heim um daginn og gerði stuttan stans en þó nógu langan til þess að blaða- maður Þjóðviljans næði taU af honum til að spyrja um tiltækið. „Við Sverrir Kristjánsson vorum gamlir vinir”, sagði Pétur, „og ég vissi að Hviids Vinstue var kjörstaður hans eins og fleiri góöra Islendinga i höfn. Eg legg leið mina oft inn á Hvit til að fá mér ölglas og eitt sinn var ég að velta fyrir mér hvað hægt væri al^gera til aö minna á sam- band Islendinga og Islenskrar þjóöfrelsisbaráttu við þennan stað. Þá fékk ég þá hugdettu aö láta gera mynd af fjórmenning- unum og hengja upp i kránni. Mer fannst þetta hálfgert frumhlaup hjá mér að standa fyrir þessu og hafði þvi samband við Aðalgeir , Kristjánsson sagnfræöing en hann varð strax mjög áhuga-* samur og þegar ég minntist á þessa hugmynd við örlyg ' Sigurösson listmálara varö hann enn *áhugasamari og fór strax að Utvega myndir til að teikna eftir. Þegar mynd hans var tilbUinn ,fór ég til Kaupmannahafnar og lét innramma hana og gengum við siðan á fund forstjóra Hviids Vinstue og útskýrðum erindi okk- ar. Hann varð dálitiö hissa fyi-st en þegar við sögðum honum frá tengslum þessara manna við staðinn varð hann upptendraður. Valdi hann myndinni hinn besta stað þar sem hún sést Vel. Var hún afhent við hátiðlega athöfn og okkur veitt vel á eftir. Ef ekki hefur verið drukkið i gegnum okkur þá stund, hefur aldrei ver- ið drukkið i gegnum okkur” sagði Pétur aö lokum. t Hviids Vinstue sá Jónas Hallgrimsson sinn siðasta sól- skinsblett i heiði 18. mai 1845 og I byrjun þessarar aldar lagði þang- aö komu sinar Jóhann Sigurjóns- son, yfirfullur af andstæðum og tvistringi, eins og Gunnar Gunnarsson orðaöi það. Einu sinni sendi faðir Jóhanns, stór- bóndinn á Laxamýri, honum hest alla leið til Kaupmannahafnar og reið Jóhann honum á Kóngsins Nýjatorg, batt hann viö lugtar- staur og fór inn á Hvit. Jóhann Sigurjónsson og Árni Pálsson drukku saman á Hviids Vinstue og seinna drakk Sverrir Kristjánsson meö Arna á sama stað. Ein af þeim sögum sem Sverrir sagði um Árna gæti vel hafa gerst á hinni fornu ölkrá.HUn var svona: Einu sinni kom Arni prófessor til Kaupmannahafnar og hitti Djurhuus frá Færeyjum, sem hafði lagst i skáldskap og óreglu, en þeir voru skólafélagar frá gamalli tið. Urðu fagnaðarfundir en brátt setti trega að Djurhuus. „Mikill munur er á kjörum okk- ar”, sagði hann. „ég er fátækt skáld og auðnuleysingi en þú ert orðinn viðfrægur prófessor við Háskóla Islands”. Þá svaraði Árni. „Græd ikke Djurhuus. Skönt jeg altid har haft hovedet i de höjere sociale sfærer har jeg dog altid sÉet meö begge födderne i sumpen.” Og nú geta íslenskir ferðalang- ar í Kaupmannahöfn hvilt sig frá ys og þys Hafnarstræta og horfið á vit islenskrar þjóöfrelsisbar- áttu, skáldmenna og snillinga i svölum hvelfingum Hviids Vmstue um leið og þeir hverfa inn i „mjúkar veraldir áfengisins”. Er þeir liða inn i' hugsjónir sinaiL. viö þau ágætu skilyrði sem Hvitur býður, geta þeir haft yfir Bikarinn eftir Jóhann Sigurjóns- son: Einn sit ég yfir drykkju aftaninn vetrarlangan, ilmar af guilnu glasi gamalla blóma angan. Gleði, sem iöngu er liöin, lifnar i sáiu minni, sorg, sem var gleymd og grafin, grætur i annaö sinni. Bak viö mig býöur dauðinn, ber hann i hendi styrkri hyldjúpan næturhimin helltan fullan af myrkri. GFr. Einkaritaraskólinn þjálfar nemendur — karla jafnt sem konur — i á) verslunarensku b) skrifstofutækni c) bókfærslu d) vélrit- un e) notkun skrifstofuvéla f) notkun reiknivéla g) meö- ferö tollskjala h) Islensku. Mimir Brautarholti 4 Simi 10004 og 11109 (kl. 1-7 e.h.) Fundur verður haldinn FIMMTUDAGINN 7. september i Vél- stjórahúsinu kl. 20.30. Dagskrá: Fyrirhuguð kvöldvaka. önnur mál. Ariðandi að allir komi. Herstöðvaandstæðingar Suðurnesjum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.