Þjóðviljinn - 16.09.1978, Side 20
PJOQVUJINN
Laugardagur 16. september 1978
Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa
tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaös-
ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285,
útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
Skipholti 19, R. I BÚÐIIM
sfmi 29800, (5 lfnurN-^ ,
Verslið í sérverslun
með litasjónvörp
og hljómtœki
Biðstaða í
máli SGK og
ríkisvaldsins
FiskiöjuVer BÚH hefur veriö lokaö
í hálfan mánud
Tekur á ný
til starfa
á mánudag
Fiskiðjuver Bæjarútgeröar
Hafnarfjaröar hefur veriö lokaö
það sem af er þessum mánuöi
vegna f járhagsöröugleika og
starfsfólk þess á enn laun inni frá
þvi i ágústmánuöi sem þaö hefur
lánað fyrirtækinu.
Bragi V. Björnsson, sem situr i
útgerðarráöi, sagöi i samtali viö
Þjóöviljann i gær aö unnið hefði
verið aö þvi að fá fyrirgreiöslu frá
hinu opinbera og væri þaö nú svo
langt komiö að fiskiðjuverið tekur
til starfa á mánudag. Togararnir
hafa landað erlendis en á mánu-
dag verður landað i Hafnarfirði.
—GFr
Ein hrúga f einu er tekin og sléttuö, — Laufey Þóröardóttir, Guörún Reynis og Dóra Guöjónsdóttir viö
vinnu sina hjá strætó. Ljósm. Leifur.
Straudeild SVR að störfum:
Miljón á dag
lnni á Kirkjusandi þar sem
höfuöstöövar SVR eru til húsa
sitja 5-6 konur daglangt aö slétta
hundraökalla. A hverjum degi
kemur rúmlega 1 miljón króna I
hundraököllum upp úr brúsum
vagnstjóranna, og á mánudags-
morgnum eru taldar meira en 2
miljónir upp úr þeim.'Brúsarnir
eru ekki hannaöir fyrir seöla, og
siöan fargjaldiö hækkaöi i 100
krónur i mai s.l. hefur fjöldi
hundraökallanna fariö vaxandi
meö degi hverjum. Þeir eru
krumpaöir og samankuðlaöir og
þá er ekki um annað aö ræöa en
aö slétta þá og pressa áður en vél-
in tekur til viö aö telja þá.
Ljósmyndari og blaðamaöur
litu inn á Kirkjusandi i gær og
ræddu m.a. viö gjaldkera SVR
Jóhönnu Bjarnadóttur og for-
stjóra SVR, Eirik Asgeirsson. Jó-
hanna sagði að smámyntin heföi
farið siminnkandi i kössunum
undanfarið og nú kæmi aðeins inn
um hálf miljón daglega i mynt.
Hún er flokkuð i þar til gerðum
vélum og stræt(ímiðarnir skiljast
frá i e.k. samblandi af ryksugu og
skilvindu. Eirikur sagði að far-
gjaldið kostaði ekki nema 78
krónur ef það væri greitt með far-
miða, en engu að siður greiðir
hélmingur farþega beint með
peningum og þá frekar með seðl-
um en smámynt eins og kemur
fram hér að framan.
Það verður vist ekki fyrr en um
áramótin 1979-80 að ný og verð-
mætari mynt verður tekin upp,
sagði Eirikur og þangað til verð-
um við bara að halda áfram að
slétta hundraðkallana og reyna
að fá fólk til að nota fimmtiukall-
ana og aðra smámynt meira en
nú er gert. —AI
— Eins og er, er biðstaða
í þessu máli, sagði Valgeir
Gestsson formaður Sam-
bands grunnskólakennara,
er við inntum hann eftir
gangi deílu sambandsins
við ráðuneytin.
— Eðli málsins er það að þessi
staða getur ekki varað lengi,
vegna kennaranemanna. Valgeir
kvaðst vilja leggja rfka áherslu á
að það væri ekki þeirra vilji að
þessar aðgeröir bitnuöu eingöngu
á kennaranemunum. — Þetta er
ekki neinn leikaraskapur, en með
þessum aðgerðum viljum viö
sýna hve þunga áherslu við
leggjum á þetta mál.
— Ef staöan breytist ekkert á
næstu dögum munum við kalla
saman fulltrúaráðsfund og ræöa
stöðuna og hugsanlegar aðgerðir,
sagði Valgeir að lokum.
—Knb
Valgeir Gestsson formaöur Sam-
bands grunnskólakcnnara.
Hlutabréf í Flugleidum:
NYTT
HAPPDRÆTTI
Jafnframt hluta-
bréf í Air Bahama
F'lugleiöir auglýsa nú mjög sölu
á hlutabréfum og birta myndir af
flugvélum meöþremur merkjum,
F'lugfélags lslands, Loftleiöa og
Air Bahama. Hafa sumir veriö aö
velta fyrir sér hvort menn væru
t.d. orönir hluthafar I Air
Bahama meö þvi aö kaupa þessi
bréf.
Sveinn Sæmundsson blaða-
fulltrúi sagöi i samtalið viö blaðið
i gær að Flugleiðir ættu nú þessi 3
félög að fullu og væru búnir að
innkalla hlutabréf i þeim svo að
þau væru nú einungis pappirs-
blutafélög. Þeir sem keyptu þvi
hlutabréf i Flugleiðum væru jafn-
framt hluthafar i þremur fyrr-
greindum félögum.
—GFr
nú geturðu fengið þér
Ef þú færð þér lukkumiða og nuddar húðina af punktinum á miðanum
geturðu strax séð, hvort þú hefur unnið sjónvarp, úr eða sælgæti.
Freistaðu gæfunnar og fáðu þér miða.