Þjóðviljinn - 17.09.1978, Síða 2

Þjóðviljinn - 17.09.1978, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. september 1978 Páll Theodorsson, Einstakt tækifæri bíður okkar á sviði rafeindaiðnaðar íœzM I skýrslu frá Iðnþróunarsjóði (1975) um rafeindaiðnað á íslandi er meðal annars bent á eftirbarandi mögu- leika: Bæði á íslandi og erlendis er markaður fyrir sér- hönnuð tæki, sem eru framleidd i fremur litlu magni. Þetta er sú framleiðsla og sá markaður sem islenskur iðnaður hlýtur að beinast að með forgangi. Sumir þessara hluta gætu fengið einkaleyfisvernd og jafnvel þróast yfir i fjöldaframleiðslu. Orvinnsla tölvu á upplýsingum frá vatnshæöarmœli sem Eaunvisindastofnunin hefur þróaö og smföaö. Rannsóknarráö Rikisins efndi tilopins ársfundar i Háskólabiói 19. mai s.l. og voru þar haldin fimm erindi um rannsóknar- starfsemi á Islandi auk þess sem fimm ára áætlun um rann- sóknir i þágu atvinnuveganna var kynnt þar. Páll Theodórs- son, forstööumaöur Eölisfræöi- stofu Raunvisindastofnunar Há- skólans flutti þar erindi um þróun og smiöi rafeindatækja á Islandi. Páll lýsti þar breyttum forsendum i rafeindaiönaði og meöal annars lýsti hann þeirri skoöun sinni aö viö ættum aö byggja upp umtalsverðan raf- eindaiönað hér á landi á kom- andi árum. „Fram til þessa höfum viö flutt inn nær öll þau rafeinda- tæki sem hér hafa veriö notuö og nemur áriegt innflutningsverö- mæti tækjanna 3-5 miljörðum króna. Vegna hinnar miklu vinnu sem framundan er við endurhönnun eldri tækja og hönnun nýrra býöur rafeinda- tækin upp á einstakt tækifæri um þessar mundir til aö hefja töluveröan rafeindaiönaö hér á landi. Viö getum og viö eigum aö taka virkan þátt i hönnun og smiöi ýmissa þeirra rafeinda- tækja sem hér verða notuð á komandi árum og ef vel tekst til getur töluverður útflutningur slikra tækja fylgt i kjölfariö.” „I fáum oröum má lýsa þróun rafeindatækninnar frá 1962 á þann veg aö með hverju ári mátti koma um tvöfalt fleiri bút- um en áriö áöur i eina samrás. Áriö 1963 voru um 10 bútar i dæmigeröri samrás, fimm ár- um siöar voru þeir komnir upp i 300 búta, 1972 mátti koma þar fyrir 5000 bútum og um þessar mundir eru um 150 þúsund bútar i flóknustu rásunum. Samhiiöa þessu hefur verö venjulegra samrása lækkaö jafnt og þétt, eins og sjá má á myndinni. Samrás sem kostaði árið 1963 um 2500 krónur miðaö viö nú- verandi verölag kostar nú aö- eins um 200 krónur.” ,,Að lokum skal litið á verö hvers smára i hinum flóknustu samrásum. Linuritið á þessari mynd lýsir þróuninni. Hér verö ég að benda sérstaklega á hverskonar mælikvaröi er á hinum lóörétta ás, þvi veröiö ti- faldast fyrir hvert strik. Arið 1960 kostaöi venjulegur smári nærri 1000 krónur, 1965 var verðiö falliö niöur i um 50 krónur og 1970 er það komiö niö- ur i 10 krónur. Og takið nú vel eftir, 1972-73 tekur verðið að falla enn örar, og um þessar mundir er verö hvers smára stundum ekki nema um 10 aur- ar. Var nærri 1000 krónur 1960, en er nú komið niöur i tiu aura.” Flestir tengja vafalitið raf- eindaiönaö við tækni, sem fyrst og fremst getur þrifist i háþró- uðum iönþjóöfélögum, en i er- indi sinu færöi Páll rök aö þvi, að þessu væri engan veginn svo varið, heldur ættum við Islend- ingar nú allgóða möguleika til nýrrar iönaðarframleiðslu. Þjóöviljinn telur aö hér sé á ferðinni mál sem sé fullrar at- hygli vert og snéri sér þvi til Páls og ræddi við hann um möguleika rafeindaiðnaðar á tslandi. — Nú mun vart vera hægt aö tala um rafeindaiönaö enn hér á landi, hvers vegna telur J)ú að nú sé vænlegra að efna til raf- eindaiönaöar á Islandi en fyrir 10 eða 20 árum? — Ég tel reyndar að lika þá hafi verið fyrir hendi vissir möguleikar fyrir rafeindaiðnað hér á landi en þessir möguleikar séu samt miklu betri nú vegna þeirra framfara, sem orðið hafa i rafeindatækninni siöustu 10-20 ár, einkum þó hin allra siðustu ár. Framfarirnar eru þess eölis að þvi mætti helst likja við, aö heföum farið frá árabátnum til skuttogarans á hálfum öðrum áratug, án þess þó aö skuttogar- inn kostaöi meira en um þaö bil 10 sinnum hærri upphæð en árabáturinn. Þaö gefur auga leiö að slikar framfarir mundu gjörbreyta öllum forsendum til útgerðar. Arið 1960 vorum viö aö paufast við aö taka fram einn og einn smára (transistor) og lóða hann á bretti. Þá voru frá nokkrum smárum á hverju bretti upp i 20-30. Fyrst þurfti reyndar aö teikna rásina og jafnan var það ekki minni vinna. Um þessar mundir fáum viö eina samrás, sem tekur pláss á viö nokkra smára, en samrásin getur veriö með allt aö 20 þúsund smára, jafnvel enn fleiri i einstaka tiivikum. Allir þessir smárar og aörir bútar rásarinnar er felldir inn i örlitla sneiö, sem ekki er nema nokkrir millimetrar á hvorn veg, og hún er svo smáger að það þarf sterka smásjá til að greina ein- staka smára. Þannig losnum viö nú ekki einungis viö að teikna hina flóknu rás heldur einnig viö aö tengja allan þennan aragrúa af rafeindabútum saman. Vasa- tölvurnar, sem kosta um þessar mundir 10-20 þúsund krónur, eru gott dæmi um möguleika þess- arar tækni. Hinar nýju rásir gjörbreyta að sjálfsögðu öllum forsendum i rafeindaiönaöi. Þessar rásir hafa veriö aö koma á markað- inn siöustu fimm ár, þaö er aö segja rásir þar sem tekist hefur aö þjappa smárum og öðrum bútum svo mikið saman að þar komast fyrir þúsundir, jafnvel tugþúsundir búta. Eitt öflugasta tólið, sem þróaö hefur verið i rafeindatækninni á siöustu ár- um, eru örtölvurnar. örtölvurn- ar eru samrásir náskyldar þeim rásum, sem vasatölvurnar byggjast á og geta þær stjórnað mjög flóknum kerfum i sam- ræmi viö forrit, sem lesið hefur verið inn i minniskubb örtölv- unnar. Ein og sama örtölvan

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.