Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 17. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 í þeim verk- efnum sem blasa við í fisk- vinnslunni, liggja megin. möguleikar okkar til að stofna til rafeindaiðnaðar Notkun rafeindatækja í frystihúsum getur aukið verðmæti aflans um 2-3 miljarða á ári Það þarf ekki nema dálítið sinnuleysi, jafnvel hik, til að við missum af þvi tækifæri sem nú bfður okkar Páll Theódórsson meft umferftarteljara sem smlftaftur var I Raunvls- indastofnun Háskólans. Þessi umferftarteljari er mun fullkomnari en eldri gerftir, þvi hann tekur aflestur meft vissu millibili og flytur töluna yfir I minniseiningu, sem svo er unnift úr af tölvu. getur leyst af hendi ólikustu verkefni, stjórnað fjölhæfri tölvu, öllu rafkerfi bifreiöar, vinnsluröð i þvottavélum, ráðið útsaumi saumavélar þannig að velja megi milli mikils fjölda af mynstrum. í saumavél, sem kom nýlega á markaðipn, er ör- tölva og er talið að hún hafi leyst af hólmi um 300 smáhluti. Loks ber að nefna það, að ekki hafa einungis komið æ fjölhæf- ari rafeindarásir fram á markaðinn, heldur hefur verð hvers smára farið ört lækkandi. Ariö 1960 kostaði einn smári t.d. um 1000 krónur, miðað við nú- verandi verðlag, en i sumum hinna nýju rása er verð smár- ans komið niður i 10 aura. Hinar gifurlegu framfarir, sem orðið hafa i rafeindatækn- inni síöustu ár valda þvi aö mik- ill hluti þeirra rafeindatækja, sem notuð eru um þessar mundir, eru i vissum skilningi oröin úrelt, þvi þegar þau verða endurhönnuð með þeim mögu- leikum sem tæknin býður nú þegar upp á, þá verða þau töluvert frábrugðin þvi sem nú er. Við þetta bætist svo þaö að örtölvan er allöflug tölva I einni samrás og getur unnift aft flóknum verkefnum, sem áftur þurfti stórar og dýrar tölvur til efta flóknar sérhannaftar rásir. A þessari mynd sjáum vift örtölvu- kubb. Verkefni sin leysir örtölvan í samræmi við þá forskrift, sem situr i minni hennar, og getur sama örtölvan leyst hin ólik- legustu verkefni. fjölmargir nýir möguleikar hafa veriö að opnast i rafeinda- tækjum, og er örtölvustýrða saumavélin ágætt dæmi um slika nýja notkun. Þetta gerir það að verkum að komandi ár munu bjóða upp á óvenju rika möguleika til að koma af staö rafeindaiðnaði hér á landi. — I hvaða greinum átt þú helst von á að við getum keppt viö stórþjóðirnar i rafeindaiðn- aði? — Ég held að skipta megi tækifærunum i þrjá flokka, eins og reyndar var gert i mjög fróö- legri skýrslu um rafeindaiönað á fslandi sem kom út árið 1975 og var unnin á vegum Iðnþró- unarsjóðs. f fyrsta lagi þar sem umtalsveröur heimamarkaður er til að standa undir þróunar- kostnaði og þar sem gott tæki- færi gefst til að reyna tækin. f öðru lagi framleiðsla á sérhæfð- um tækjum, sem kunna að verða hönnuð hér á landi, tæki sem framleidd eru i litlu magni. Og loks getur orðið um að ræöa samsetningarframleiðslu fyrir erlent fyrirtæki eða í náinni samvinnu við erlenda aðila. Það er einkum varðandi fyrstu tegundina sem forsendur hafa breyst verulega hin siðustu ár, þvi bæöi hefur hönnunar- vinnan minnkað verulega og samsetningarvinnan er lika orðin mun minni en áður, en þekking og hugvit, sem að baki tækjanna liggur, er þvi orðinn einn meginþátturinn, og hér held ég að stærstu möguleikarn- ir fyrir islenskan rafeidnaiðnaö liggi, og að meginmöguleikarnir séu i sjávarútvegi, þvi þar er fjöldi framleiðslutækja (skip, bátar og frystihús) verulegur, jafnvel á heimsmælikvarða, og - er þessi atvinnugrein mjög opin fyrir öllum tækninýjungum, sem geta aukið afköst eða minnkað tilkostnaö við öflun eöa vinnslu fisksins. 1 nýjum skuttogara eru senni- rafeindatæki fyrir 100-150 miljónir króna og i 200- 300 tonna bát fyrir um helming þessarar upphæöar. t fisk- vinnslunni eru rafeindatæki enn ekki notuð i nærri jafnrikum mæli, en þar biða margvisleg verkefni lausnar, sem nú er orð- ið mögulegt að leysa. Færð hafa verið rök fyrir þvi að auka megi verðmæti aflans um 2-3 milj- arða króna á ári með bættri nýt- ingu hráefnis, sem ná má með þvi að beita rafeindatækjum i frystihúsunum. Fyrsta skrefið hefur reyndar þegar verið stigið i þessum efnum með stæröar- flokkunarvél, sem Halldór Ax- elsson hefur hannað i Vest- mannaeyjum og nú er fram- leidd af vélsmiðjunni Völundi i Eyjum. Ég held að i þeim verk- efnum, sem blasa við i fisk- vinnslunni, liggi meginmögu- leikar okkar til að stofna til raf- eindaiðnaðar hér á landi. — En hvað vilt þú þá segja um hina tvo möguleikana sér- hæfð tæki, sem framleidd eru i takmörkuðu magni, og um sam- setningú. tækja i samvinnu við erlenda aðila? — Einnig hvað þetta snertir held ég að um umtalsverða möguleika sé að ræða, enda þótt það verði ekki i jafnrikum mæli. Þegar hafa verið hönnuð slik tæki við Raunvisindastofnun Háskólans, tæki sem ég tel að feli i sér vænlega framleiðslu- möguleika. Undir stjórn dr. Rögnvaldar Olafssonar hafa verið hönnuð tæki til að mæla t.d. hitastig eða þrýsting og skrá niðurstöðuna sem tölustafi i minniseiningu, sem greinir niðurstöðurnar þar til aö þær eru fluttar á sjálfvirk- an hátt yfir i tölvu til úrvinnslu. Hliðstæð tæki geta talið fjölda atburöa eins og t.d. fjölda bila eöa snúninga vindmælis á ákveöinni timaeiningu. Tæki af þessari gerö hafa verið i notkun hér á landi i hálft annað ár og reyst mjög vel. A Norrænu eld- fjallastöðinni hefur verið hannaður mjög áhugaveröur hallamælir, sem getur hjálpað til að sjá fyrir eldsumbrot eða jarðskjálfta, og ég tel að i þessu tæki felist einnig mjög áhuga- verðir framleiöslu-og sölumögu- leikar. Ýmislegt fleira mætti nefna af bessu tagi. Um samsetningu tækja hér á landi held ég aö geti yel orðið aö ræða þegar fram liða stundir, en þó tel ég að algjör forsenda fyrir þvi aö slikur iðnaöur risi hér, sé að fyrir hendi verði nokkur raf- eindaiðnaður. Takist að fá slik- an iðnað inn i landið held ég aö hann geti stutt töluvert annan rafeindaiðnað. — En hvað þá um þann möguleika, sem þú telur væn- legastan, frystihúsin, er farið að vinna eitthvaö að slikum verk- efnum hér á landi? — Já, nokkuð. Ég hef þegar nefnt stæröarflokkunarvél Hall- dórs Axelssonar i Vestmanna- eyjum. Auk þess vinnur Halldór nú að þvi að breyta tveimur eldri vogum i frystihúsi i Vest- mannaeyjum þannig að þær sendi niðurstöðu vigtunarinnar sem rafmerki til tölvu. Þessar vogir vigta fiskinn fyrir og eftir flökun og roöflettingu og getur tölvan siðan reiknaö út hve vel hráefniö nýtist hverju sinni og gefið viðvörun ef vélarnar skila ekki nógu góöri nýtingu. Auk þess er þetta byrjunin á enn við- tækari notkun á tölvum til að bæta rekstur frystihúsanna. A tsafirði hefur verið hönnuö og smiöuð rafeindavog hjá Pólnum h/f. Við Eðlisfræðistofu Raunvisindastofnunar er nú einnig fariö að vinna að þessu verkefni frystihúsa á nokkuð breiðum grundvelli. Þvi má segja að verkið sé hafið, en hvort unnið sé nægilega skipu- lega aö þvi eða af nægilegum krafti, skal ég ekki segja. Þeg- ar fyrstu lotu þessa starfs er lokið og þeir aðilar, sem aö þessu vinna, og þeir sem reka frystihúsin, hafa litið betur á verkefnið sem heild, held ég að unnt verði að meta möguleik- ana og árangurinn á raunhæfan hátt og þá þarf að endurmeta stööuna og skipuleggja fram- haldið i samræmi við það. — En hvað hefur þú fyrir þér i þvi aö þetta séu ekki draumórar einir þar sem svo til enginn raf- eindaiðnaður er fyrir hendi, nærri engin reynsla til að byggja á hvað framleiðslu og sölu snertir? — Það er alveg rétt aö reynslugrundvöllurinn er ekki sterkur, en þó samt nokkur. Hvað hönnun tækjanna snertir þá hafa verið hönnuð hér á landi margvisleg flókin rafeindatæki, smiðuð og siðan notuð i allrikum mæli. Hér má minna á braut- ryðjendastarf, sem unnið var hjá Iðntækni h/f fyrir nokkrum árum með hönnun og fram- leiðslu gjaldmæla fyrir leigubif- reiðir. Þessi hugmynd kviknaði mjög snemma hjá þeim. Þegar árið 1973 lágu fyrir frumdrög að slikum mæli og ég held að þeir hafi þar verið langt á undan öðr- um fyrirtækjum i heiminum að hanna slikan mæli. Iðntækni leysti þetta verkefni mjög vel eins og best sést á þvi að islenskir leigubilstjórar taka þá fram yfir erlenda mæla. Að ráð- ast i fyrirtæki sem þetta hér á landi er mjög erfitt og átti þetta vafalitiö þátt i þvi að hönnun og frumsmiði mælanna tók tölu- vert lengri tima en orðið hefði hjá stóru fyrirtæki erlendis. Fyrirtækið missti þvi af útflutn- ingsmöguleikum, sem voru mjög góðir, ef þeir hefðu getað lokið hönnuninni ári fyrr. Ég tel að þetta dæmi sýni að við getum hannað og framleitt flókin raf- eindatæki hér á laridi. Það, aö Iðntækni lenti siðar i rekstrar- örðugleikum og varð loks að hætta rekstri, er önnur saga. Það var rafeindavinnustofa örykjabandalagsins, sem tók að sér framleiðslu gjaldmælanna og leysti það verkefni mjög vel af hendi, og tel ég mikilsvert að hér á landi skuli vera til fram- leiðsluverkstæði I rafeindaiön- aði á borð við það sem nú fyrir- finnst hjá öryrkjabandalaginu. Ég held að þau tæki, sem kunna að verða framleidd hér á landi á komandi árum, veröi vart erfið- ari i hönnun eða framleiöslu en gjaldmælarnir, þannig að þetta dæmi sanni að verkefni innan rafeindaiönaðar séu vel viðráö- anleg. — Hefur þú þá sterka trú á þvi aö rafeindaiðnaður i umtals- veröum mæli muni risa á Is- landi á komandi árum? — Ég treysti mér vart til aö svara þessari spurningu ját- andi. Ég er hinsvegar sannfærö- ur um að möguleikarnir séu mjög góðir, en það getur samt verið að við missum af þvi tæki- færi, sem við eígum nú i þessum efnum að minu mati. Hafa ber i huga aö enginn rafeindaiðnaður er til hér á landi sem um munar. Af þessum sökum er hér enginn aöili, sem hefur reynslu og fjár- hagslegtbolmagn til að ráöast á verkefniö á þann hátt að góö von sé um árangur. Eigi að leysa þessi verkefni með innlendri tækniþekkingu, sem er vissu- lega fyrir hendi, og framleiöa tækin af islenskum höndum, þarf að finna leið til að takast á við verkefnið á traustan hátt. Hér vil ég minna á að viðast hvar kemur rikisvaldið mjög sterkt sem stuðningsaðili við rafeindaiönað. Nýlega var t.d. samþykkt á ttaliu fjögurra ára áætlun um eflingu rafeindaiðn- aöar þar i landi. Rétt er að minna á að þar er fyrir hendi töluvert öflugur rafeindaiðnaö- ur. Samkvæmt þessari áætlun er ráðgert aö styrkja rafeinda- iðnaöinn með árlegum framlög- um i formi hagstæðra lána og beinna styrkja, og hin árlega upphæð svarar til þess að hér á landi væri varið 180 miljónum króna árlega i fjögur ár. Nú ber reyndar að hafa i huga að þessi iöngrein er mjög mikilvæg fyrir italskt efnahagslif, en á móti mætti benda á að ef sú stefna yrði tekin hér á landi að stofna til rafeindaiönaðar hér, þar sem svo til þarf að byrja frá grunni, þá væri kannski ekki fráleitt að byrja eitthvað i likingu við það sem gert er á Italiu. Ég tel þvi að algjör forsenda þess að tak- ast megi að byggja upp rafeindaiðnað hér á landi sé að skipulega sé unnið að lausn verkefnanna og að stutt verði verulega við þessa viðleitni fyrstu árin, þvi eitt tapað ár get- ur þýtt glatað tækifæri, og þvi má ekki tapa taflinu á tima. Ég vil minna á að aukning verð- mæta, sem fá má úr núverandi sjávarafla, getur fært okkur um 3 miljarða króna á ári, svo 180 miljónir krória styrkur, meðan verið er að komast yfir byrjun- arerfiðleikana, þarf ekki að vera vafasöm fjárfesting. Þeg- ar þess er auk þess gætt að þessi upphæð svarar til um helmings af kaupverði 300 tonna fiskibáts, þá væri það verðugt umhugsun- arefni fyrir þá, sem mest áhrif hafa á f járfestingu i þessu landi, hvaða forgang slik verkefni eiga að hafa. Sú staðreynd virðist nú blasa við okkur að eitt veigamesta verkefnið i atvinnumálum þjóð- arinnar á komandi árum verði að bæta verulega rekstur frysti- húsa i sjávarútvegi. Varla er annars að vænta en að erlend fyrirtæki muni geta boðið okkur upp á margvisleg rafeindastýrð tæki, sem geta aukið hag- kvæmni i rekstri húsanna er fram liöa stundir, og liklegt er þá aö hinn islenski markaður, og sú reynsla sem ávinnst i notkun tækjanna hér á landi, murii þá eiga drjúgan þátt i upp- byggingu hinna erlendu fyrir- tækja og þau muni siöan selja framleiðslu sina til frystihúsa i öðrum löndum. I þessu máli held ég að viö verðum okkar eigin gæfu eða ógæfu smiðir. Við getum leyst þessi verkefni sjálfir, en þaö þarf hinsvegar ekki nema dálit- ið sinnuleysi, jafnvel hik, til að við missum af þvi tækifæri, sem nú biöur okkar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.