Þjóðviljinn - 17.09.1978, Síða 10

Þjóðviljinn - 17.09.1978, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. september 1978 Kvikmyndaskóli vélum getur notandinn stillt hvorutveggja sjálfur. Stundum er hægt aö taka kvikmyndir á fleiri en einum hraða. Ef hægt er að taka hrað- ar en 18 más, t.d. 36 más, sem siðan eru sýndar á 18 más, hæg- ist myndin niður um helming (siow motion). Sé aftur á móti hægt að taka hægar en 18 más, verður myndin þvi hraðari i sýningu og fæst þá Chaplin áferð. Filmunni er vanalega komiö af stað með þvi að ýta á ,gikk” sem staðsettur er efst á ,,skammbyssu”-handfangi und- ir vélinni. Þetta er gert til þess að hægt sé að halda á vélinni i annarri hendi en styðja hana með hinni. eða ef stöðugleikinn er nógur að stjórna öðrum kostum vélarinnar svo sem að- drætti á linsu (zoom). Best er þó að nota þrifót ti’ þess að halda vélinni kyrri og er þá hægt að nota framlengingu (barka) til þess að koma henni af stað. I báðum vélunum þarf að vinda upp notaða filmu til geymslu fyrir framköllun eða til næstu sýningar. 1 Super 8mm snældunni vefst filman upp á „kjarna” inni i snældukassan- um jafnóðum og vefst niður af henni. i stærri vélum er átekin filma vafin upp á nýja spólu. Dagsljósspólur eru með lokuð- um hliðum svo ekki komist ljós inn á filmuna. spólunum. Þeir gera notandan- um kleift að nota stærri spólur (lengri samfelldan sýningar- tima) án þess að auka umfang vélarinnar. „Hleðslan” á snældunni i tökuvélinni dugir til fjögurra minútna töku/sýningar, en spól- ur sýningarvélarinnar taka filmu til tuttugu minútna sýn- ingar og jafnvel iengri. Filman kemur úr framköllun á 50 feta spólu sem hægt er að setja beint i sýningarvélina, en það er hægur vandi að lima (splæsa) nokkrar filmur saman. Flestar sýningarvélar eru * sjálfþræðandi, jafnvel alla leið á upptökuspólu. Þetta auðveldar mjög sýningu og litil hætta er á skemmdum á filmu vegna rangrar þræðingar, þó auðvelt sé að læra hana. 1 vélinni eru tannhjól (sprocket) sem færa filmuna 'i vélinni með þvi að ganga inn i götin á jaðri hennar. Þetta minnkar álagið á klóna. Slaufur (lausar lykkjur) verða að vera beggja vegna sleðans (klóarinnar) og tannhjólanna, sem snúast stöðugt, svo klóin rifi ekki út úr götunum. Séu slaufurnar ekki fyrir hendi get- ur filman „runnið” framhjá. Leið filmunar i gegnum sýningarvél með hljóði og sjálf- virkri þræðingu. TT: Tannhjól (sprocket). BK: Sleðinn. TH: Stýriskifur. FD: Fjaðrandi að- haldsskífur. T: Tónhöfuð. C: Capstan. G: Gúmmiþrýstirúlla. L: Lampinn. OB: Linsan. Töl- urnar frá 1 til 5 benda á þá staði sem eru hættuiegir slæmum limingum (splæsingum) á film- unni. Þetta eru sömu staðirnir sem ryk og önnur óhreinindi setjast að. Niðurlag Blennan i sýningarvél, hér sýnd með þremur blöðum. Strikaði spaðinn hindrar að ljósið komist i gegn á meðan filman er á hreyfingu. Vanalegast knýr lftill raf- mótor filmuna (áfram) i gegn- um vélina. Hann gengur fyrir (þurrum) rafhlöðum. Hraðinn er nákvæmlega stilltur 18 más. Þaö sem sýningarvélin þarfn- ast umfram tökuvélina er ljós- gjafi. Hann er lágvolta-lampi sem varpar samansöfnuöu ljósi á gatiö i sleðanum. Ljósið safn- ast saman vegna innbyggðs spegils i lampanum. Speglunin er fengin meö dichroic-húö á lampanum, sem endurkastar ljósinu en hleypir hitanum i gegn. Orka lampans kemur frá straumbreyti i vélinni. t sumum vélum er sambyggöur straum- breytir og mótor sem gerir vél- ina minni um sig og léttari. Á flestum sýningarvélum eru hreyfanlegir armar sem halda Kvikmyndatökuvélin saman- stendur af ljósþéttum skrokk með linsu á endanum. Linsan varpar smækkaðri mynd á film- una. Filmunni er haldið i réttri fjarlægð frá linsunni af sleða með gati. Rafdrifinn mótor keyrir klóna i götin á jaðri film- unnar sem dregur hana niður að ljósopinu. Lokarinn lokar ljós- opinu á meðan filman er á ferð en opnar fyrir það þegar hún er kyrr. Þetta gerist átján sinnum á sekúndu. Filmumælir segir til um filmunotkun eða hvað mikiö er eftir af óátekinni filmu. Myndleitarinn sýnir hvað verið er að kvikmynda. Ljósmælir mælir ljósið miðað við hraða filmunnar og stillir ljósopið eftir birtu verkefnisins. Sýningarvélin hefur svipaðan búnað sem færir filmuna i gegn- um sleða, sem er á milli ljós- gjafans og linsunnar. Linsan stækkar myndina og varpar henni á tjaldið. - Þetta fyrsta verkefni er mjög auðvelt, en ætti aö ná fram smá brosi áhorfenda. Teiknarinn Roger Fowles hefur teiknað þessa myndaröð til að útskýra verkefnið. Það byggist á hreyf- ingu leikarans innan mynd- rammans fremur en að hreyfa vélina með leikaranum. Til aö ná sem bestum árangri þarf að nota þrifót. Ef hann er ekki fyrii hendi, verður að halda tökuvél- fnni eins stööugri og unnt er eða láta hana/þig hvfla á einhverju föstu s.s. borði. Þetta mynd- skeiö (myndskeið: frá þvi stutt er á „gikkinn” og þar til honum er sleppt) mun ef til vill ekki verða eins kyrrt og ef þaö væri tekið með vélina á þrifæti. pegar búið er að setja filmu i vélina, koma vélinni fyrir og stólnum er best að æfa atriðið nokkrum sinnum m.a. með þvi að horfa i vélina. Atriði eða atvik i mynd getur verið byggt upp af mörgum myndskeiðum. Hér er um að ræða tvö til þrjú myndskeið sem renna saman i eitt án þess að áhorfandinn geri sér grein fyrir þvi. Láttu „leikarann” ganga hægt inn i myndina, en samt eins eðlilega og honum er unnt. Við sjáum hvernig maður kem- ur inn i herbergi, litur i kringum sig eftir sæti, sér stólinn, flýtir sér að honum og sest. Segðu leikaranum að leika þannig atriði. t þessu atriði sem er frekar „kómist” (hlægilegt) hefur mikið að segja að leikarinn skipti um gönguhraða þegar hann sér stólinn. Það byggir upp atriðið að lokapunkti þess sem er sá að leikarinn hverfur. Að láta leikarann hverfa er gert með þvi að stöðva vélina á meðan hann gengur út úr rammanum og taka siðan áfram án þess að hreyfa vélina. Það er á þessu stigi sem mynd- skeiðin eiga að renna saman án þess að áhorfandinn geri sér grein fyrir þvi. Hér væri þvi best að nota stöðugan þrifót, annars ætti stóllinn það til að hoppa til á myndlfetinum. Seinni hápunktur atriðsins (myndskeiðsins) gæti siðan orð- ið sá, að leikarinn kikti inn á myndflötin frá óliklegum stað eins og sýnt er á teikningunum. Það þarf einnig að æfa. Það sem varast þarf er: — að römmunin sé rétt, þ.e. að stilla vélinni upp þannig að ekki vanti höfuðið á leikarann þegar hann gengur inn á myndflötinn. — að timasetja rétt, t.d. að taka nóg af auðum stólnum i byrjun, jafnvel þó það sé ekki sérstak- lega áhugavert atriði. Ef þetta væri sérstakt myndskeiö sem ætti að klippast inn i lengri atburðarás, mætti það vera stutt, en hér er verið að undir- búa áhorfandann undir það sem koma skal, taka þvi þrjár til fimm sekúndur eða lengur. Það má alltaf klippa framan af þvi seinna. Svo er það bakgrunnurinn. Best væri að hafa hann eins lát- lausan og unnt er. Ef tekið er inni i stofu má hann vera auður veggur. Ef þú vilt aftur á móti ná fram fáránleikanum i atrið- inu, mælir ekkert á móti þvi að staðsetja stólinn á fáránlegum stað, t.d. á bilastæði, á götu- horni eða uppi i sveit. Eins og áður er sagt er þetta mjög auðvelt verkefni og „trikkið” (stop trick) mjög algengt. En það sem lærist er: — að hugsa i myndskeiðum, þó segja megi að þetta sé eitt myndskeið. — að ramma rétt inn og sjá atriðið i gegnum vélina áður en það er tekið. — að timasetja og vera viss um að áhorfandinn hafi góðan tima til að átta sig á þvi sem þú ert að segja. — að muna að bakgrunnur er hluti myndarinnar, hann getur bætt úr eða dregið úr áhrifun- um. Þar sem þetta er mjög stutt verkefni og þú notar eflaust ekki nema hluta af filmunni, mundi þig eflaust langa til að auka við „söguna”. Þá er að nota imynd- unaraflið og gera tilraunir en vertu ekki of metorðagjarn. Einkunarorð þessa verkefnis er: Gerðu eitthvað auðvelt, en gerðu það vel. erlendar bækur Wartime. Milovan Djilas. Translated by Michael B. Petrovich. Secker & Warburg 1977. Djiias var rekinn úr Kommún- istaflokknum 1954. Hann hafði verið varaforseti Júgóslaviu og einn þriggja helstu ráðgjafa Ti- tós. Siðan þetta gerðist hefur hann setið alls niu ár i fangelsum eða verið bannaö að hverfa úr landi. Hann hefur sett saman merkilegar bækur um stjórnar- farið i landi sinu og rit um komm- únismann, auk smásagna, tveggja skáldsagna og þriggja binda æviminninga, en þessi bók er sú siðasta þeirra. Djilas er rit- fær og skýr i framsetningu. 1 þessari bók rekur hann sögu bar- áttunnar i Júgóslaviu, átökin inn- an flokksins og viðskipti sfn við Tito og Stalin o.fl. o.fl. Djilas tekst mjög vel að lýsa skæruhernaðinum i hinu fjöllótta landi, grimdinni og heiptinni, af- tökum og morðum og togstreitu innan skæruliðahópanna. Fjöldi manna kemur við sögu og höfundi tekst að draga upp skýra mynd margra þeirra, svo að eftirminni- legt verður. Hann lýsir ýmsum aðgerðum, sem kostuðu hundruð oe búsundir mannslifa og rekur forsendurnar fyrir ákvörðunum sinum, án þess að þvi er virðist að hann dragi nokkuð undan eða reyni að gera hlut sinn betri held- ur en efni stóðu til. 1 bókarlok fjallar hann um byltingar reistar á hugsjónum, hugsjónum frelsis, bræðralags og réttlætis. Hann tal- ar um að hugsjónirnar verði ærið oft skálkaskjól eigingirni og græðgi. Hann segist hafa skynjað þessi sannindi i striðslok, en þar lýkur bókinni, en hann segir einn- ig að hefði. hann haft þá skoöun i upphafi baráttunnar, þá hefði hann ekki getað tekið þátt i bar- áttunni gegn þeim öflum afmenn- ingar sem réðu Evrópu i fjögur ár. Minningar Djilasar eru heim- ild um mann sem er sjálfum sér trúr. Er hægt að krefjast meira? The Hunted Elmore Leonard. Warburg 1978. Secker and Höfundurinn er kunnur fyrir kvikmyndahandrit sin og skáld- sögur (reyfara). 1 þessari sögu segir frá Ross nokkrum, sem fer huldu höfði I tsrael undir nafninu Ed Rosen. Astæðan, hann hafði verið þýðingarmikið vitni I máli nokkru, sem snerti mjög hags- muni Bandarikjanna og mátti þvi búast við hefndum, ef upp kæmist um dvalarstað hans. Vegna vitnaleiðslunnar hlaut hann sex mánaða greiðslur, sem ekki voru skornar við nögl. Hann naut þvi lifsins i tsrael, umgekkst frá- skildar bandarískar konur, sem voru þar á ferð, og lét timann iöa. Svo geröist það, þar sem hann er I heimsókn til einnar slikrar á hóteli nokkru, þá kviknar i hótel- inu. Mynd er tekin af gestunum fyrir utan hðtelið brunanóttina, og hún er birt i bandariskum blöðum. Þar með komast fjand- menn Ross að þvi hvar hann held- ur sig, og þrir morðingjar eru sendir til þess að stytta honum aldur. Ross er þó ekki alveg vinalaus. Davis nokkur, varðmaður i bandariska sendiráðinu i tsrael, slæst i för með Ross. Davis þessi baröist áður i Vietnam og er ágæt skytta. Nú hefst eltingaleikurinn, þeir félagar hafa yfir nægu fé að ráða og múta sig áfram, en að lokum finna morðingjarnir þá, og þá gagnaði þeim ekki féð. Samtöl eru harösoðin og lifs- hræringar allar mjög svo upp- settar og i stil við það sem á að vera töff. Sagan endar svo með þvi að annar vinanna hirðir féð.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.