Þjóðviljinn - 17.09.1978, Side 11

Þjóðviljinn - 17.09.1978, Side 11
Sunnudagur 17. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 SÍÐARI HLUTI Texti: Jón Ásgeir Sigurðsson — En hvað með við- fangsefnið? Nú er kynlífs- fræðsla skyldufag í skól- unum, en hvað með td. at- vinnuleysi — heyrast ekki hróp og köll frá hægri um að þarna sé verið að „inn- ræta"? Thomas: Vestur-Berlinarborg greiöir niöur ieiksýningar fyrir skólabörn i gegnum stofnun sem heitir Theater der Schulen (Skólaleikhús). A vegum þeirrar stofnunar starfar nefnd leikhús- sérfræöinga og stjórnmála- manna, sem kynnir sér og leggur mat á leikrit sem talin eru börn- um boöleg. Leikrit eru flokkuö i þrjá gæöaflokka: ófullnægjandi, við hæfi, og framúrskarandi. Bæði barnaleikhúsin Grips og Rote Grötze hafa alltaf fengið gæöastimpilinn framúrskarandi á sin leikrit. Þessi leikhús hafa einnig fengiö ýmiskonar menningarverðlaun. Grips hefur nær árlega fengiö Grimmsbræðraverðlaunin, og Rote Griitzehefur fengiö þau þeg- ar Gripsfékk þau ekki. Þýska al- þýðusambandið (Deutscher Gewerkschaftsbund) veitir á ári hverju menningarverðlaun, og eittáriðfékk Gripsþessi verðlaun sem eru DM 15.0000 (ca' 2.3 miljónir isl. króna). Leiklistarhátið (Theatertreff- en) fer árlega fram i Vestur- Berlin. Valdar eru 10 bestu leik- ritauppsetningar i Vestur-Þýska- landi og þær sýndar i nokkrum leikhúsum i borginni. Grips-leik- rit var valið til sýningar á Theatertreffen árið 1976, og það var i fyrsta skipti sem barnaleik- rit var sýnt á þessari leiklistarhá- tið. Á hinn bóginn höfum við orðið fyrir hörðum árásum af hálfu hægriflokksins, kristilegra demó- krata. Órökstuddar ásakanir og svivirðingar hafa birst I Spring- erblööunum og öðrum hægri- blöðum. Egon: Við hjá Rote Grútze liggjum undir ásökunum lika, en þær eru annars eðlis. Afstaða ka- þólsku kirkjunnar til kynlifs er þekkt, og viðbrögð hennar þvi skiljanleg. Nýverið hafa hinsveg- ar hægrimenn innan vébanda kristilegra demókrata staðið i þvi að stofna foreldrafélög, sem eiga að ritskoða ma. leiklist af þvi tagi sem við iðkum i Rote Griltze. Thomas: Rógsherferðin hafði staðið i þrjú ár þegar okkur var loks nóg boðið. Við kvöddum þetta fólk og báðum það að sýna okkur með dæmum hvar það kæmi fram sem þau i skrifum sin- um kölluöu kommúnistaáróður og innrætingu. Þetta fólk var greini- lega ósköp illa upplýst um þessi barnaleikhús og gat ails ekki bent á neinn stað i texta leikritanna sem sannað gæti mál þess. Þegar þessir sjálfskipuöu ridd- arar létu samt ekki af iðjú sinni, gripum við til þess ráðs að höfða mál á hendur þeim. Við töpuðum málaferlunum, vegna þess að dómurinn hljóðaði svo að skoðana- og tjáningafrelsi rikti, þetta fólk heföi einungis tjáð skoðanir sinar og þyrfti þvi ekki að færa sönnur á þær með heim- ildum eða staðreyndum. Þótt málaferlin kostuðu okkur nokkur þúsund mörk, þá þurftum viö ekki að leggja neitt út, vegna Þeir Thomas og Egon þekkja mörg börn sem hafa orðið fastagestir á sýningum hjá þeim. Börnin hafa ánægju af aö taka þátt i sýningunum, og þau skemmta sér vel. Thomasi sem er vinstra megin á myndinni farast svo orð I lok viðtalsins: „Það er virkilega gaman aö taka börn aivarlega, og það fer enginn með fýlusvip út úr húsi hjá okkur.” „Við tökum bömin alvarlega” þess að velvildarmenn okkar efndu til samskota sem nægðu fyrir kostnaðinum. Egon: Tekjur okkar býggjast að langmestu leyti á sölu aðgöngumiða. Okkur er oft boöið að sýna á ýmsum stöðum i Vestur-Þýskalandi. Það hefur borið við að undanförnu að á þeim stöðum sem okkur hefur verið boðið til, hefur hafist upp rógs- herferð á vegum þessara svoköll- uðu foreldrafélaga. 1 nokkrum til- fellum hefur þeim tekist að koma i veg fyrir að til sýningar kæmi. Þetta er i raun og veru ekkert annað en Berufsverbot. Thomas: Mig langar til að segja litilsháttar frá þvi hvernig við leikum. Það er mesti mis- skilningur að venjuleg leikara- menntun nægi til aö leika fyrir börn. Og það er út i hött að leikari setji sig i stellingar og reyni að látast vera barn gagnvart börn- unum. Hann verður að koma fram við börnin eins og hann er: fullorðinn. Hinsvegar getur hann fullkomlega eðlilega hegðað sér eins og barn á sviðinu. Þú með þitt alskegg og gleraugu Jón, gætir td. gengið inn á sviðið og sagt við börnin: Ég ætla núna að leika mér eins og barn, finnst ykkur það ekki i lagi? Þá eru börnin með á nótunum. Þau láta þig hinsvegar ekki komast upp meö látalæti, eins og að þykjast vera smábarn og segja va, va. Þessi misskilda afstaða i leik fyrir börn er algeng i venjuíegu leikhúsi. Þar vill jafnvel brenna við að leikarar liti niöur á koll- egana hjá barnaleikhúsum og Leikhúsin Grips Theater og Rote Grútze i Vestur-Ber- lin eru einstök i sinni röð. Þau hafa eingöngu sýningar fyrir börn. öll vinnubrögð og flutning- ur leikrita i þessum barna- leikhúsum eru frábrugðin þeim sem tiðkast i venjuleg- um leikhúsum. Nýlega voru staddir hér á landi leikararnir Egon Hof- mann sem starfar hjá Rote Grtltze, og Thomas Ahrens sem starfar hjá Grips Theater. Þeir féllust fúslega á að lýsa fyrir lesendum Þjóðviljans hvernig þessi barnaleikhús urðu til og hvernig þar er unnið. Fyrri hluti viðtalsins birt- ist sl. sunnudag, og lauk hon- um á þvi að þeir félagar lýstu þvi hvernig leikrit verður til hjá þessum leik- húsum. Reynt er að láta við- fangsefnið og textann gefa sem sannsögulegasta mynd af einhverju raunverulegu ástandi, t.d. atvinnuleysi, mengun eða húsnæöisleysi segi sem svo „þeir leika bara fyrir krakka”. Sannleikurinn er þvert á móti sá, að leikur fyrir börn krefst sérlega mikillar nákvæmni og samviskusemi. Þeir sem hafa leikaramenntun þurfa undantekningalaust á sér- þjálfun að halda til að geta leikiö fyrir börn. Við hjá Grips höfum öll hlotið leikaramenntun og haft reynslu af vinnu i venjulegum leikhúsum. En við höfum öll þurft aö sér- þjálfa okkur td. hvað snertir nákvæmni i sviðsframkomu og likamsþol og -þjálni. Astæðan er sú að börn hafa mjög skarpa at- hyglisgáfu og eru vakandi fyrir hverju smáatriði i hegöun leikar- ans. — Hvernig fer slik þjálfun fram? Thomas: Fyrir sýningar á morgnana gerum við ýmsar likams- og raddæfingar, og einnig einbeitingaræfingar til að vera fyllilega vakandi i leiknum. Við gerum hópæfingar til að efla samspilið, en rétt er aö taka fram að það eru ekki neinar „simi- pútma-rami”-æfingar, likt og sumir leiklistarskólar og leik- hópar ástunda. Þær eru hættu- legar. Æfingar okkar leggja áherslu á það að sýna. Ef maður ætlar að leika einhverja persónu, verður maður aö þekkja hana og öll hennar sérkenni. Maður á aldrei aö leika persónu á niðrandi hátt, heldur alltaf af fullum skilningi og samúð. Leikarinn á að gera áhorfendum fyllilega ljóst að hann er að sýna eitthvaö á sviðinu, hann er ekki þessi persóna, hann sýnirhana. Við gerum greinarníun á natúralisma og raunsæisstefnu. Natúralismi i anda aristótelisks leikhúss byggist á þvi, að leikarinn lifir sig inn i hlutverkiö, hann reynir aö veraþessi persóna sem hann setur á svið. Ahorf- endurnir eiga lika aö lifa sig inn i leikinn, taka andköf af hrifningu, og i lok leikritsins varpa allir öndinni léttar eftir aö hafa upp- lifað þessháttar tilveru. I anda raunsæisstefnunnar reynum við hinsvegar að setja persónuna á sviö, að sýna hana á heiðarlegan og nákvæman hátt. Þetta þýöir ekki að maöur geti ekki spunniö i hlutverkinu, þaö er sjálfsagt ef það á sér stað innan þeirrar persónu sem veriö er aö sýna. Við stefnum að þvi að áhorfandinn taki persónuna trúanlega, beri hana saman við sjálfan sig og spyrji sig hvað hann heföi gert. Við höfðum til skynsemi og dómgreindar áhorfandans. Þaö þýðir ekki aö leikurinn sé allur þurrlegur og vitsmunalegur, hann getur verið eins skemmti- legur og fyndinn og efnið leyfir. Natúralismi reynir að vera spegilmynd af lifi fólks. Það er leitast viö að lýsa einhverri at- burðarás án nokkurra skýringa, áhorfandinn verður einskis visari um orsakir eða samhengi. Raun- sæisstefnan vill greina atburða- rásina i sundur og sýna áhorfand- anum hana á þann hátt að honum verði ljósar orsakir og samhengi hlutanna. Egon: Hjá okkur i Rote Grlltzc er leikmátinn nokkuð frábrugð- inn. Við leggjum megináherslu á hlýlegan og manneskjulegan leik, þetta hljómar kannski sem slag- orð, en ótvirætt hefur það komið fram i umræðum eftir sýningar að þannig upplifir áhorfandinn leikhús hjá okkur. Ég hef minnst á að efni Darilb er spricht man nichtátti upptök i persónulegum áhuga leikaranna sjálfra. Þeir bjuggu lika saman og leikritið átti sér þvi-langan að- draganda. Aður en ég byrjaöi hjá Rote Griítze hafði ég einmitt heillast af þessari opinskáu og trúveiðugu framkomu þeirra á sviöinu. Með þátttöku i þessu leikhúsi, hef ég orðið að gera mér grein fyrir æsku minni og uppeldi. Þeg- ar maður er orðinn meðvitaður um uppvöxtinn, er mikið auðveld- ara að leika hömlulaust. Thomas:Þessu er ég sammála. Það er einmitt galli á mörgum leikhópum i Vestur-Þýskalandi, aö þéir virðast hafa dottið ofan á þá hugmynd ,,að leika fyrir börn”, og halda svo að allt komi af sjálfu sér. En til þess að geta leikið fyrir börn, þarf maður að hafa gert sér grein fyrir þvi hvernig maður var sjálfur sem barn i uppvexti. Það er hægt að bjóða fullorönu fólki upp á töluvert slakan leik, án þess að það hreyfi mótmælum. Gagnvart börnum verður maður annaðhvort að beita svæfingaraö- ferð með einhverju spennandi ævintýri, eða maöur leikur með raunsæisaðferðinni, og þá má aldrei slakna á leiknum af þvi að þá missir maður tökin i eitt skipti fyrir öll. Þegar við vorum að gera til- raunir með leikritið um meng- unarmál, var þar atriði þar sem Framhald á 2:2. siöu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.