Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. september 1978 Ný stefna 1 lyfj amálum Lyf jaiðnaðurinn sætir jafnvel enn hærra en í rannsóknir og tilraunir séu mjög A siöustu árum hafa fá lyf kom- mikilli gagnrýni fyrir háa Evrópu, en þessi lönd hái?r. lð á markaömn sem beita má Lyf jaiðnaðurinn sætir mikilli gagnrýni fyrir háa verðlagningu á lyfjum. Með vörumerkjum, og einkaleyfum tekst þessum iðnaði að varðveita vöru sina. Framleiðslukostn- aður lyfja er aðeins lítill hluti af söluverði þess, þar sem meirihluti f jármagns- ins fer i rannsóknir og aug- lýsingar. Þeir aðilar sem gagnrýna þetta mest eru yfirvöld þróunarlanda og margar stofnanir innan S.Þ. með WHO í broddi fylkingar. í þróunarlönd- unum er verð á lyfjum jafnvel enn Evrópu, en kaupa lyfin inn i minna mæli. Verðmismunur þessi er óréttlætanlegur, þar sem rannsóknir þær sem fara fram innan lyfjaiðn- aðarins miðast ekki við þróunarlöndin. Arið 1973 keyptu Bretar C-vita- min af bandariskum lyfjafram- leiðendum fyrir 2.4 dollara kiló- grammið á meðan Indverjar þurftu að borga tiu dollara fyrir sama magn. Lyfjaframleiðendur reyna að afsaka hið háa verð með hærri flutningskostnaði til þessara landa, svo og að kostnaður við rannsóknir og tilraunir séu mjög háar. Talsmaður Hoffmann-La Roche lyfjaverksmiðjunnar i Sviss segir að þriðjungur útsölu- verðsins renni til rannsókna. Hoffmann-La Rochekeðjan er fjórði stærsti lyfjaframleiðandi heims. Sá stærsti er Hoechst i Vestur-Þýskalandi. Svar ibúa þróunarlandanna við skýringum lyfjaframleiðenda er að þeir borgi fyrir rannsóknir sem þeir sjálfir njóta ekki góðs af. Forseti WHO, Halfdan Mahler bendir á að þær 300 miljónir doll- ara sem árlega fara i rannsóknir á hitabeltissjúkdómum séu miklu minni upphæð en notuð er til rannsókna á aðeins einum sjúk- dómi i Bandarikjunum, krabba- meini. A siöustu árum hafa fá lyf kom- ið á markaðinn sem beita má gegn hitabeltissjúkdómum. I þvi sambandi má geta þess að u.þ.b. 250 miljónir manna þjást af fila- veiki (elephantiasis) en samt hefur ekkert nýtt lyf komið á markaðinn gegn þessum sjúk- dómi siðustu þrjátiu árin. Vitneskja manna um hitabeltis- sjúkdóma er ákaflega fátækleg, þrátt fyrir að lyfjaframleiðendur sæki mikinn hluta af gróða sinum til þróunarlandanna. Kannanir sem gerðar hafa verið i Indlandi hafa leitt i ljós að lyfjaframleiö- endur voru þeir sem græddu mest á viðskiptum við Indverja árið 1970. Auk þess sem ibúar þróunar- landanna benda á að fjármagnið fari i rannsóknir fyrst og fremst róagetraun DREGIÐ 25. AGUST GRIKKLANDSFERÐ GEFST.......FYRIR TVO Sértu áskrifandi að Vísi gefst þér kostur á Grikklandsferð í haust, eða ef þú vilt heldur, næsta sumar. Þeim sem þér líkar best, býður þú með þér, því Vísir borgar fyrir tvo. GJALDEYRIRINN GEFST EINNIG.....FYRIR TVO Auk þess að borga báða farseðlana, borgar Vísir gjaldeyrinn líka fyrir tvo. GERIST ÞÚ ÁSKRIFANDI Gerist þú áskrifandi að Vísi færð þú þó aðalávinninginn heim á degi hverjum. Þvi fáirþú Vísi heim daglega getur þú fylgst með þróun atburða innanlands jafnt sem utan. Tekið þátt í umræðum um dægurmál, listir og stjórnmál svo eitthvað sé nefnt og átt þannig þinn þátt í hraðri atburðarrás nú-dagsins. SÍMINN ER 8 66 11. íÆÐIN SÉR ÚTSÝN UM Útsýn sér síðan um að þið njótið alls þess em kostur er. Skoðið forna menningararfleifð irikkja undir leiðsögn reyndra fararstjóra, sleikið ólskinið (hjálparlaust) og á kvöldin njótið þið kemmtan við hæfi. vlsm , GERIST ÞU ASKRIFANDI... gagni Vesturlöndum, draga þeir stórlega i efa að svo mikið fé fari til rannsókna sem látið er. Alla- vega hafa engar skýrslur komið fram sem sannað geta það. Vitað er að 80% lyfjaneyslu mannkyns- ins fer fram innan veggja rika heimsins, þ.e.a.s. Vesturlanda. 1 pappirum sem WHO sendi frá sér fyrr á þessu ári i sambandi við WHO-ráðstefnu sem haldin verður i september, er þvi haldið fram að árleg lyfjaframleiðsla heimsins nemi fimmtiu miljörð- um dollara. Þar af koma 10% frá þróuðu löndunum, en árlega kaupa ibúar þeirra landa lyf fyrir einn og hálfan miljarð dollara meira en þeir flytja út. Stærstu framleiðendurnir eru i Vestur-Þýskalandi, Bandarikjun- um, Japan og Sviss. Stærstu út- flytjendurnir eru i Vestur-Þýska- landi, Bandarikjunum, Sviss, Bretlandi og Frakklandi, en Japanir neyta flestra sinna lyfja sjálfir. Stóru framleiðendurnir stækka stöðugt og hafa lyfjaiðnað þró- unarlandanna i höndum sér. Indverjar eru lengst komnir hvað varðar framleiðslu og sjálf- stæði i þeim málum. Þrátt fyrir það voru 70% þjóðarframleiðsl- unnar 1973 i eigu erlendra fyrir- tækja. Það sem eftir er var fram- leitt i 116 stórum og 2500 smærri fyrirtækjum. Indverjar hafa einnig veitt aðstoð i öðrum þró- unarlöndum við að koma á fót þjóðlegum lyfjaiðnaði. Önnur þau lönd þriðja heimsins þar sem lyfjaframleiðsla er mikil eru Mexikó og Brasilia, en i þvi siðarnefnda er 80% framleiðsl- unnar i höndum fjölþjóðlegra auðhringa. Árásirnar á lyfjaiðnaðinn eru einnig árásir á verndun sérstakra vörumerkja. Þróunarlöndin hafa óskað eftir lista yfir nokkur hundruð lyf sem nauðsynleg eru og siðan að kaupa þessi lyf saman i félagi. Ibúar þessara landa hafa veist gegn hinum margvislegu vörumerkjum yfir næstum alveg eins lyf og samsett úr svo til sömu efnum. I Afghanistan er læknum óleyfi- legt að skrifa lyfseðla upp á dýr lyt en á Indlandi stefna þeir i sömu átt en fara sér bara hægar. Þessar ráðstafanir gegn dýrum vörumerkjum eru ekki aðeins gerþar i þróunarlöndum. I New York hafa menn reynt að stemma stigu við dýrum lyfjum á likan hátt og gert var I Afghanistan nema læknar ráðlegðu annað i sérstökum tilvikum. Lög þessi áttu að taka gildi 1. april siðast- liðinn, en var frestað vegna kröft- ugra mótmæla lyfjaframleið- enda. Astæða þessarar lagagerð- ar var vitanlega sú að spara fé til heilbrigðismála. Lyfjaframleiðendur halda þvi fram að lyf sem samansett eru úr svo til sömu efnum hafi samt sem áður mismunandi áhrif og geti þvi ekki alltaf átt við i sömu til- vikum. Þvi sé varhugavert að trúa þvi að öll lyf séu jafngóð. Þegar rikisstjórnir sumra landa hafa reynt að gera ein- hverjar ráðstafanir i lyfjamálum hafa lyfjaframleiðendur brugðist harkalega við. Arið 1973 gerði heilbrigðismálaráðherra Pakist- ans tilraunir með að framieiða lyf með aðeins einu og sama vöru- merki. Pfizer, sem er bandarisk lyfjaverksmiðja og sú sjöunda i heiminum að stærð hóf auglýs- ingaherferð sem sýndi tvær eins lyfjaflöskur. Textinn undir mynd- inni hljómaði eitthvað á þessa leið: Flöskurnar lita kannski eins út en Pfizer þekkir mismuninn. önnur svarar ekki kröfum Pfizer og Pfizer tekur enga áhættu. Þvi eru allar afurðir Pfizer undir ströngu eftirliti þar til þú færð hana i þinar hendur. Þess vegna veistu að læknirinn veit hvað þér Framhald á bls. 22.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.