Þjóðviljinn - 17.09.1978, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 17.09.1978, Qupperneq 15
Sunnudagur 17. september 1978 ’ ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Viðskipta- bannið á Ródesíu aðeins sjónarspil 1 síöustu viku þverneitaöi Harold Wilson aö hafa vitaö nokkuð um brot oliufélaganna á viöskipta- banninu. Aö tilstuölan bresku rikisstjórnarinnar féllust Sameinuöu þjóöirnar á viöskiptabann gegn ólöglegri stjórn lan Smiths. Breskt stjórnmálahneyksli Nýlega hefur komist upp iim eittversta hneykslismál í utanríkismálum Breta síðustu árin. I Ijós hefur komið að ölllum þeim ríkisstjórnum, sem við völd hafa setið í Bretlandi siðan 1967 a.m.k. var full- kunnugt um að refsi- aðgerðirnar gegn Ródesiu voru ekki annað en skrípa- leikur. Höfuöpaurinn i þessu máli er oliufélagið BP, sem lýtur eftirliti breskra yfirvalda, en það. stóð fyrir þvi að þau ákvæði i refsiað- gerðum Sameinuðu bjóðanna sem snerust um oliusölu, voru sniðgengin. Bannið viö sölu á hrá- oliu var einmitt meginatriðið i þvi viðskiptabanni, sem átti að beygja uppreisnarstjórn hvitra manna i Ródesiu til hlýðni. Hneykslið er þegar orðið mjög umfangsmikið. Óháð rann- sóknarnefnd hefur nú sent breska utanrikisráðherranum 600 bls. skýrslu um máliö. Auk þess hefur stjórn BP látið gera 102 siðna skýrslu, sem leiðir i ljós að þær fjórar stjórnir Verkamanna- og íhaldsflokksins, sem viö völd hafa setið s.l. tólf ár, hafi fyllilega vitað um það sem fram fór. Georg Thomson, sem nú heitir Thomson lávarður af Monifieth, vakti mikinn úlfaþyt þann 6. september er hann ljóstraði þvi upp, að Harold Wilson og öðrum ráðherrum hans hefi verið kunnugt um brot á viðskipta- banninu þegar í desembermánuði 1967. Georg Thomson var ráð- herra f málum Breska Sam- veldisins á árunum 1968-69. Uppljóstranir þessar koma einnig illa við kaunin á núverandi forystumönnum Verkamanna- flokksins, svo sem James Callaghan forsætisráöherra, Denis Healey fjármálaráðherra, Roy Jenkins formanni nefndar Efnahagsbandalagsins og ekki sist Harold Wilson, sem neitaði þvi blákalt i siðustu viku að hafa vitað nokkurn skapaðan blut um brot British Petroleum og Shells á viðskiptabanninu viö Ródesiu. Þessi tvö oliufélög eru meöal sjö stærstu oliufélaga á Vestur- löndum, svokallaðra „Sjö systra”, og eru auk þess hin einu sem ekki eru I eigu Bandarikja- manna. Shell er i eigu Hol- lendinga og Breta og nam velta þess i fyrra fjörtiu milljörðum dollara (isl.kr.) 12.240.000.000.000.00)., en velta British Petroleum nam tuttugu og einum miljarði dollara (isl.kr.6.426.000.000.000.00). Shell er annað stærsta fyrirtæki i heimi. A siðasta ári nam gróði þess 2,3 miljörðum dollara (isl.kr. 703.000.000.000.00), sem er næstum jafn mikið og hjá þvi stærsta, ESSO/EXXON. Það sem i ljós hefur komið um brot breskra ráðamanna og fyrir- tækja á viðskiptabanninu viö Ródesiu er ekki aðeins stjórn- málahneyksli. Hér er greinilega um glæpsamlegt athæfi að ræða. Þvi hafa þær kröfur verið gerðar til breskra stjórnvalda aö hafnar verði rannsóknir sem leiði i ljós, hverjir séu viðriðnir málið og ,,hve mörg höfuð þurfi að fljúga” eins og breska dagblaðið The Guardian komst að orði. Þetta dagblað krafðist þess i forystu- grein sinni 7. september að þingiö setti á fót dómstól samkvæmt lögum frá 1921. Lög þessi gilda um mál sem varða almennt van- traust á stjórnvöldum og er þvi' örsjaldan gripið til þeirrar laga- setningar. Upplýsingar þær sem þegar eru komnar fram i dagsijósið munu hafa mikil áhrif á rikisstjórnir i Bretlandi mörg næstu ár og það álit og traust sem þær njóta er- lendis. Þann 11. nóvember 1965 lýsti Ian Smith og flokkur hans yfir sjálfstæði bresku ný- lendunnar Ródesiu undir hvitri stjórn, og hunsaði þá jafnframt kröfur Breta um meirihluta- stjórn, þ.e. stjórn svartra ibúa landsins. Þetta var fyrsta upp- reisnin gegn bresku krúnunni siðan Bandarikin lýstu yfir sjálf- stæði sinu árið 1776. Að tilstuðlan bresku rikis- stjórnarinnar, samþykktu Sam- einuöu Þjóðirnar einni viku seinna að mæla með refsi- aögerðum gegn Ródesiu til að kæfa uppreisnina gegn bresku krúnunni. öryggisráö Sameinuðu Þjóöanna samþykkti aðgerð- irnar. Eftir árangurslausar við ræður milli Harold Wilsons og Ian Smiths á herskipinu Tiger féllst öryggisráðiö á beiðni breskra yfirvalda um aö koma á við- skiptabanni gegn ólöglegri stjórn Ian Smiths hinn 16. desember 1966. Tillagan var einróma sam- þykkt, aöeins Frakkar og Sovét- menn sátu hjá við atkvæða- greiðslu. Aðgerðirnar, þ.e.a.s. viöskipta- banniö var nú skuldbindandi fyrir allar þjóðir sem aðild áttu aö Sameinuöu Þjóöunum. Það þýddi að brot á viðskiptabanninu voru Þrátt fyrir refsiaðgerðir Samein- uðu Þjóðanna gegn minnihluta- stjórn hvitra manna i Ródesiu, seldu BP og Shell olfu til landsins. með vitund breskra ráðamanna. Hér aðofan sést lan Smith á reið- hjóli, enda þótt næg olia fengist i landinu. glæpsamleg og skyldu koma fyrir rétt i viðkomandi löndum. Við- skiptabanninu fylgdu einnig stjórnmálalegar refsiaögerðir. Með timanum skutu mörg mál upp kollinum, sem Bretar kalla sanctions-bustingþ.e.a.s. brot á viöskiptabanninu. Aðallega voru það Frakkar og Japanir sem voru iðnir við að selja bila og aðrar vörur til Ródesiu. En leynivopnið til að ráða niðurlögum hvitu minnihlutastjórnarinnar var ein vara:hráolia. Ef Ródesia fengi ekki oliu yrði Ian Smith neyddur til að loka búöinni áður en langt um liði. Harold Wilson fyrr- verandi forsætisráðherra haföi sagt frá upphafi, að ekki bæri að gripá til ofbeldis, þar sem i Róde- siu væru kith and kiníættmenni og vinir). Nóg væri aö setja viö- skiptabann og sagði hann aö ekki myndu liða mánuöir heldur aðeins vikur þangað til uppreisn Ian Smiths félli saman, eins og spilaborg. Þvi væri ekki ástæða til að senda breskar hersveitir á vettvang, til aö brjóta upp- reisnina á bak aftur. Til gamans má geta þess aö aöeins tveimur árum eftir að Wilson mælti þessi orð, sendi hann breskar fallhlifa- hersveitir til eyjunnar Anguilla i Vestur-Indium, til að kæfa niður uppreisn á eyjunni gegn augljósri vaiúamisnotkun at hálfu bresku nýlendustjórnarinnar, en þar var ekki um aö ræða „kith and kin”, heldur bara einhverja þel- dökka Vestur-Indiubua. Til þess að umheimurinn sæi að breskum yfirvöldum væri alvara, hófu Bretar einar þær stærstu flotaaðgerðir sem geröar hafa verið eftir lok seinni heims- styrjaldar, en það var hafnbanniö i Beira sem er önnur stærsta hafnarborg portúgölsku nýlend- unnar Mósambik. Þaðan liggja ekki aðeins járnbrautarlinur til Salisbury, höfuðborgar Ródesiu, heldur lika oliuleiðslur til þriðiu stærstu borgar Ródesiu, Umtali. í Umtali var oliuhreinsunarstöö, sem sá Ródesiumönnum fyrir allri þeirri oliu sem þeir þörfn- uðust. Bæði stjórn Portúgals, sem Salazar veitti þá forystu, og yfir- völd i Suður-Afriku höfðu lýst þvi yfir að þau myndu hunsa bannið. A timabilinu 1966-1975 átti floti hennar hátignar að sjá til þess aö ekki kæmist minnsti dropi af oliu i hendur Ródeslumanna. Mörgum hundruðum miljóna sterlings- punda var eytt i þessar aögerðir flotans, en alls tóku 76 herskip þátt i þeim, þ.á m. flugvéla- móðurskipið Ark Royal. Auk þeirra voru notuö 28 hjálparskip og alls 24.000 hermenn áttu á þessum áratug að sjá til þess aö Ródesiumenn fengju ekki neina oliu.Núerþaðdeginum ljósara að þetta var eingöngu sjónarspil t desember 1967, á þeirri stund sem Harold Wilson og ráðherrar hans fengu vitneskju um athæfi oliufélaganna að sögn Thomson lávarðar, var höfundur þessarar greinar staddur i Beira. Skip- stjóri á portúgölsku freigátunni Vasco da Gama fór með hann i skoðunarferð um skipið, þar sem það lá i höfn i Beira. Eftir að hafa skoðað freigátuna og annað portúgalskt herskip, sem bundið var við hliðina á henni gengu þeir upp i brúna um borð i Vasco da Gama og benti skipstjórinn yfir sjóndeildarhring Indlandshafs og sagöi hæðnislega: „Þarna úti liggur breski flotinn og hefur gætur á okkur. Við liggjum bara i höfn. Skip sem flytja vörur til Ródesiu sigla ekki lengur hingað, þau sigla til Lourenco Márquez”. Hann haföi nú ekki alveg á réttu að standa. Þegar greinar- höfundur gerði tilraun til að taka ljósmyndir af hundruðum járn- brautarvagna i frihöfn Beira, kom lögreglan á vettvang og Mandtók hann. Eftir stutta yfir- heyrslu var hann látinn laus og lét lögreglan sér nægja að gera filmuna upptæka. Þessi reynsla hans er gott dæmi um grimuleik þann sem fram fer i öllum suður- hluta Afriku. Portúgalir tóku við vörum i Beira, sem sendar voru svo til Ródesiu, en olian var fyrst send til höfðuborgarinnar Lourenco Márquez (sem nú heitir Maputo) og þaðan með járnbrautar- vögnum til Ródesiu. Um tíma átti franska oliufélagið Total þátt i þessum viðskiptum til aö beina athyglinni frá brotum Shell og BP. Á meðan á þessu stóð full- vissuðu breskar rikisstjórnir þingiö og umheiminn um að nú væri viðskiptabannið farið aö hafa áhrif, svo nú væri aöeins skammur timi þangað til stjórn Ian Smiths gæfist upp. Þessi geysilegu svik og svindl geröu ókleift, að endir yrði bundinn á ólöglega stjórn hvitra manna i Ródesiu. Þess i staö þróuðust málin á þann veg, að þjóöernissinnar i Ródesiu sáu ekki fram á aðra lausn en vopnaða baráttu. Hingað til hafa mörg þúsund manna látið lifiö og ekkert bendir til þess að friöur sé i nánu. Seinna i þessum mánuði munu Bretar halda fund með nefnd Sameinuðu Þjóðanna sem sér um viöskiptabannið. Þar eiga Bretar að skýra frá hvernig framkvæmd viöskiptabannsins gengur, og er hætt við að þeir verði heldur niöurlútir vegna þessara siöustu atburða. (Halldór Sigurösson) Er sjonvarpið bilað? Skjárinn SpnvarpSMprfestó Begsta6asír<fiíi 38 sinv 2-1940

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.