Þjóðviljinn - 14.10.1978, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 14.10.1978, Qupperneq 5
 Laugardagur 14. október 1978 ! ÞJÚÐVILJINN — StÐAfS I' Umsjón: 1 Guðrún Ögmundsdótti] æjjp*! jk Hallgerður Gísladóttir M Kristín Ásgeirsdóttir K K Kristín Jónsdóttir ^ólrún Gísladóttir Hvers konar sambýli? A jafnréttissiöunni i dag og næsta laugardag segja 6 ein- staklingar, þrir karlmenn og þrjár konur frá afstööu sinni og reynslu af ýmsum sambýlis- formum. Þessir einstaklingar eru valdir af handahófi en eiga það þó allir sameiginlegt að vera yfirlýstir vinstri menn. Jafnréttissiðunni var fyrirfram ekki kunnugt um skoðanir þeirra á Jjessum málum, en það sem fyrir okkur vakti var fyrst og fremst að opna umræðu um mismunandi sambýlisform. Þær skoðanir sem fram koma bjá viðmælendum okkar eru þeirra en túlka ekki málstað umsjónarmanna siðunnar. Fyrri hluti Pabbi, mamma börn og bíll? Húsbyggingar siðari ára miða ailar við þarfir kjarnafjöl- skyldunnar, pabbi, mamma, börn og bill, þrjú herbergi og eldhús. Engin samvinna, engin sameign; eru ekki aðrir möguleikar? Erfitt að venja sig á heimilisstörf kona 26 ára, eitt barn, maki í námi. Vinnur úti allan daginn. uGott sambýli skiptir geysilega mikiu máli. Við vitum það að vinnan er böl fyrir afskaplega marga. Sumir segja að lffið byrji kl. 5 þegar vinnunni lýkur. Þess vegna er mikilvægt að sambýli sé gefandi og þægilegt. Mér finnst hins vegar að kjarna- ■ fjölskyldan, sem algengust er i dag, pabbi mamma, börn og bill bjóði upp á einangrun og deilur og geri fólki lifið allt of erfitt. Ef ég ætti að lýsa þvi sam- býlisformi sem mér finnst æski- legast þá væri það einhvern veginn á þessa leið: Ég vildi búa i kommúnu með vinum mín- um,( jafnvel ættingjum) á öllum aldri. Þar hefði hver sina íbúð en samvinna væri mikil, skipst á um að passa börnin, þegar þyrfti, ddað saman, sameigin- legt þvottahús o.fl. sem sagt mikil samvinna og hagra*ing en þó þannig að hægt sé að draga sig i hlé eða fara i fýlu ef maður þarf. Þetta yrði eins konar stórfjölskylda, en það yrði valiö i hana fólk sem vel á saman. Fólk þyrfti ekki endilega aö vera á sömu pólitísku linunni - það er ágæt tilbreyting að rifast um pólitik - þaö þyrfti bara að koma i vegfyrir alla misnotkun, með þvl aö ákveöa verkaskipt- ingu. Þannig vil ég hafa sambýli. Hitt er svo annaö mál að það er erfittaö framkvæma þetta eins og stendur. Fyrst þarf að safna fólki saman og siðan að finna 30 ára karlmaður. Á eitt hjónaband að baki og er 3ja barna faðir. Býr nú með konu sem á tvö börn fyrir: „Hvert er æskilegasta sam- býlisformið? Þeirri spurningu er allt eins hægt að svara ineð annarri: hver er æskilegasta islenskan? A þessu máli eru ýmsar hliðar og það sem einn telur æskilegt þarf ekki að vera æskilegt fyrir annan. Menn hafa flestir parað sig saman og búið þannig frá örófi alda hvort heidur sem það er innan stór- fjölskyldu eða tveir einir. t þessu tilviki á ég við hina kyn- ferðislegu parasambúð sem er algerlega aðskilin frá þvi hvernig heimilinu er háttað, þ.e.a.s. hvort það er eitt eða fleiri pör sem búa saman. Þessir sambýlishættir eru eldri en auðvaldsskipulagið og fastmótaðri en menn vilja vera láta. Staða konunnar nú á siðustu 10-20 árum hefur breyst með aukinni launavinnu kvenna. Þetta skapar launafólki vandamál sem einungis ein lausn er til á. Báðir aðilar verða að vinna heimilisstörfin en það hentugt húsnæði. Það mætti hugsa sér raðhús, jafnvel fleiri en eitt hús i sömu götunni. Þá labbaði maður bara út i næsta hús í kvöldmat. Hugsið ykkur að losna kannski við að elda I heila viku. Raunveruleikinn sem viö mér blasir i dag er allur annar þó að égsé að mörgu leyti mjög hepp- inn. Fjölskyldan hleypur oft undir bagga með barnapössun og við losnum oft við að elda vegna nábýlis við fjölskylduna en gallarnir eru margir. Það að eiga litið barn er frelsissvipting og mikil breyting frá fyrra lifi. Lifið verður klukka. Barnið þarf sína reglu. Það þarf aö fá sinn mat á rétt- um tlma, það verður að koma þvi I pössun og sækja það á rétt- um tima — ef pössun fæst. Þaö er nú ekki litið á vinnandi fólk lagt að hafa eilifar áhyggjur út af þvl hvort það fái pössun og hvenær, jafnvel þó að það til heyri forréttindahópum eins og við. Barnaheimilineru allt of fá eins og allir vita og dagmömm- ur eru heldur ekki á hverju strái. Við borgum 43 þús. kr. á mánuði i barnagæslu. Það tók fjóradaga að finna dagmömmu og kostaði heilmikiö vinnutap. Svo er það algjört happdrætti hversu góð dagmamman er. Eru konurnar (þetta eru allt konur) að þessu af áhuga eða bara vegna peninganna. En ég var að tala um kjarna- fjölskylduna. A minu heimili er hnlfjöfn verkaskipting en það tók sko timana tvo að koma henni á. Það var Iöng barátta en i dag sé ég árangur erfiöisins. er mjög erfitt fyrir karlmenn að venjast þessum breyttu aðstæðum. Við höfum ekki alist upp við heimilisstörf og ég á sjálfur m.'a.s. erfitt með að reyna að breyta þessu. Ég er sakbitinn yfir þvi hvað ég hef litið reynt og ég held að þetta sé siðferðislegt spursmál, en samt sem áður þá held ég að ég venjist heimilisstörfum aldrei. Isambýli (kollektivi) dreifast heimilisstörfin hins vegar á fleiri og fólk er ekki eins bundið yfir börnum. Það er enginn eðlismunur á sambúð tveggja para sem búa saman við sömu götu og hafa mjög náin sam- skipti, eða þeim pörum sem búa i sama húsi og kalla sig komm- únu. Það er hins vegar mjög erfitt að koma auga á það sem skiptir máli. Heimilishald hlýtur að vera ódýrara i sam- býli og þ.a.l. er fjárhagslegur ávinningur af þvi. En það sem á skortir er það aö fölk I sambýli er ekki tilbúið til að taka til- finningalega og fjárhagslega ábyrgð hvort á öðru eins og eiginmaður er tilbúinn til að gera gagnvart eiginkonu sinni og börnum. Þess vegna álit ég, að engar likur séu á þvi, að parasambandið sé að rofna og ég held að fyrir þvi megi færa bæði félagsleg og liffræðileg En það sem er erfiðast að sætta sig við er bindingin . Þetta að ráða ekki sinum tima, að komast aldrei út án þess að gera ótal ráðstafanir. Eg held að þetta fari illa með mörg hjóna- bönd. Hinsvegar hef égoftgrip- ið til þess ráðs að taka barniö með og stinga þvi inn i svefn- herbergi hjá vinum minum og það sama hafa fleirigert. Þetta hefur gefistvel.Hvernig væri að koma upp aukinni þjónustu við barnafólk til dæmis með vöggu- stofum á stööum þar sem fólk kemur saman, til dæmis I bióum? Sumum finnst þetta kannski voðalegt kaldlyndi og kæruleysi að fara svona með börnin. En hvort er meira kaldlyndi að al- ast upp i góöum anda á heim- ilunum þó að barnið sofi úti endrum og sinnum eða að for- eldrarnir séu alltaf að rifast og barma sér yfir að komast aldrei út, ef það fer þá ekki svo aö ann- að þeirra fer út. Haldið þið ekki að saumaklúbburinn sé mörg- um konum mikilvægur? Það er kannski eina kvöldið sem þær komast út. Nei það þurfa miklu fleiri að taka sig saman og mynda stærra sambýli til aö auðvelda fólki lifið og hressa upp á tilver- una. Hitt er svo annaö mál að mörg sambýli hafa mistekist vegna þess að ekki var valið nógu vel I þau. Það sem skiptir máli I öllum mannlegum sam- skiptum er að velja vel það fólk sem maður vill umgangast dag- lega - þá hlýtur llfið að verða á- nægjulegra.” rök. En ef litið er á sambýli para, þá tel ég að það sé hvprki iákvætt né neikvætt framtak. Þvert á móti er það oft sýndar- mennska. Það hefur margoft sýnt sig að þegar fólk sem býr i sambýli fær meiri fjárráð, þá reynir það að kaupa sér Ibúð og flytur. En það er i rauninni mjög eðlilegt þvl hér á landi hefur fólk ekki ráð á þvi að leigja alla sina tið, og sambúðarform para eru alltaf fyrst og fremst háð éfnahags- ástandi á hverjum tima, t.d. stórfjölskyldan i bændasam- félaginu. I auðvaldssamfélaginu er fjár- hagslegur ávinningur af sam- býli en ég hef þá trú að þannig þurfi það ekki að vera i sósialismanum. Þar mun ríkja annar mælikvarði. Þá'stendur spurningin ekki lengur um nýtni eða fjárhagslegan ábata, heldur munufélagsleg og tilfinningaleg sjónarmið ráða ferðinni. Þá verður hægt að rjúfa hina félagslegu einangrun sem nú rikir á margan annan hátt en með ákveðinni tegund af sambýli. Sömuleiðis held ég að ógjörn- ingur sé að spá hvern skilping menn munu leggja i orðið sambýli, þegar launavinna hefur verið afnumin”. 26 ára kona fráskilin með eitt barn: nHIutverk heimilisins á aö vera að veita öryggi, ástúð og féiags- legan þroska. Þetta getur kjarnafjölskyldan að hluta til, en hennar helsti ókostur er hvað hún er einangruð og fámenn. Mér finnst að fólk eigi að geta valið um það hvort það vilji búa I sllkri fjölskyldu eða velja sér annað form. Sjálf er ég hlyntust kommúnuformi en I dag snýst allt um kjarnafjölskylduna. t fljótu bragði virðist mér sam- býli sex fullorðinna vera mjög heppilegt form. Það mætti vera kjarnafjölskylda og einstak- lingar, eða fleiri fjölskyldur saman. En það yrði að vera þannig að fóik gæti lifað sinu prlvat lifi. Slðan yrði samvinna á ýmsum sviðum s.s. matseld, þvottar, barnapössun o.fl. Ég hef búið I sambýli með 10 einstaklingum. Það gekk mjög vel og ég hef hug á að búa aftur i sliku sambýli. Hinu er ekki að neita, að það komu upp ýmis vandamál, einkum börnin. Það var aldrei rætt innan hópsins, hvort börnin ættu aðeins að vera á ábyrgð foreldr- anna, eða hvort allir ættu að sinna þeim i sameiningu. Börnin hreinlega gleymdust. Foreldrunum fannst óréttlátt að þurfa að sinna öllum skyldum jafnt og aðrir, en þurfa lika að sjá ein um börnin. Annað vandamál var að utan- aðkomandi fólk viðurkenndi ekki þetta sambýli sem heimili. Gestagangurinn var yfirgengi- legur, fólk kom jafnt á nóttu sem degi, en smám saman breyttist þetta. Mér finnst svona sambýli æskilegast, en fólk þarf að vita hvað það er að gera, og afreynslutelég að allir eigi skil- yrðislaust að taka ábyrgð á börnunum og sinna daglegum þörfum þeirra, en foreldrarnir eiga að ráða öllum stærri ákvörðunum. Heilnilishaldið hjá okkur var þannig að þar rikti ákveðin verkaskipting. Tveir voru saman i eldhúsinu, aðrir sáu um tiltekt, þvotta og það sem var sameiginlegt. Við höfðum matarsjóö og reynslan varö sú, aö fæðið var helmingi ódýrara hjá okkur en annarsstaðar. Auðvitað komu upp allskonar vandamál. Við höfðum húsfundi þar sem menn gátu komið gagn- rýni á framfæri, en það var reyndar helst út af pólitik sem deilur spruttu. Menn verða aö hafa svipaðar lifsskoðanir i fjöl- mennu sambýli og það þarf að vanda val sambýlisfólksins. Við þekktumst öll vel áður, og þess vegna gekk þetta vel. Ef ég ber saman kommúnu og kjarnafjöl- skyldur, þá hefur kommúnan ótvirætt þann kost, aö þar er hægt að sneiða hjá ýmsum vandamálum kjarnafjöl- skyldunnar t.d. þvi að börn séu barin og slagsmálum hjóna svo eitthvað sé nefnt. Slikt þrifst ekki i kommúnu. Það myndi alltaf einhver gripa inn I. Ar.nar kostur kommúnu er, að þar er meira lif, fleira fólk, og þar verður endurnýjun. Hitt er svo annað mál, að skemmtileg kommúna getur orðið til þess, að fólk sitji altaf heima og hætti að sækja útávið. Kostur kjarna- fjölskyldunnar er hinsvegar sá að innan hennar er meira öryggi sérstaklega hvað varðar eigið húsnæði. Það eru ekki margar kommúnur hér á. landi miðað við það sem gerist erlendis. Ég býst við að það stafi af skorti á heppilegu húsnæði, og svo vegna fordóma. Menn vilja ekki leigja slikum hópum. Við urðum áþreifanlega vör við fordóma, fólk hélt að þarna viðgengist ei- lift svall. Eins og stendur búum við tvær saman meö barnið. Ég er alin upp i stórfjölskyldu þar sem alltaf var fullt af fólki og þess vegna eru þetta mikil viðbrigði fyrir mig. Þó að við skiptumst á um aö passa og ég sé hreint ekki bundin heima öll kvöld, þá er félagsþörf minni ekki fullnægt við þessar aðstæður. Þess vegna vil ég búa i sambýli við fleira fólk.” Kjamafjölskyldan einangruð og fámenn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.