Þjóðviljinn - 14.10.1978, Page 8
I
8 StÖA*.— ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. oktdber 1978
I
Ragnar Arnalds: Menningar-
iönaðurinn veröur alþjöölegri
meö hverju árinu.
Armann Snævarr: Afnema ber
þann greinarmun, sem lög gera á
skilgetnum og óskilgetnum
börnum.
Guöný Guöbjörnsdóttir: Börnin
búa viö mótsagnakennd skilyröi i
hinu hlutgeröa, næstum ómann-
eskjulega þjóöféagi okkar.
Björn Björnsson: Atak þarf til aö
halda fjölskyldunni saman.
Gunnvör Braga: Aöeins 6 1/2 klst.
á viku fyrir barnaefni I útvarpinu.
Börnín eru framtfð okkar
-og dýrmætastí Qársjóður
Framkvæmdanefnd
barnaársinsá íslandi efndi
til ráðstefnu að Hótel Loft-
leiðum 11. október sl. til að
fjalla um framkvæmdir í
tilefni alþjóðaárs barnsins
1979. Þar voru saman-
komnir fulltrúar fjöl-
margra félagasamtaka og
stofnana. Hins vegar
vantaði fulltrúa frá
ýmsum samtökum sem
tengjast mjög málefnum
barna/ og var það gagnrýnt
á ráðstefnunni.
Þarna var t.d. enginn frá
Félagi einstæöra foreldra, Æsku-
lýösráöi Reykjavikur eöa Rit-
höfundasambandi tslands. En
fulltrúar hinna óliklegustu félaga
áttu fulltrúa á ráðstefnunni,
svo sem Lions-umdæmi 109 og
Round Table ísland (hvað sem
þaö nú er). Engin börn voru á
ráðstefnunni.
Endurskoðun laga
Menntamálaráðherra, Ragnar
Arnalds, setti ráöstefnuna. 1 ræðu
sinni sagöi hann m.a.:
„Lög um vernd barna og ung-
linga hafa nýlega veriö endur-
skoöuö af sérstakri nefnd, sem
til þess var skipuö. Það var ein
af niðurstööum nefndarinnar,
sem skilaði áliti 15. okt. 1977, að
nauösynlegt væri að endurskoöa
alla löggjöf um meðferð félags-
mála hjá sveitarfélögum og yrði
þá vernd barna og ungmenna
einn þátturinn af fleirum i slikri
heildarendurskoðun. Málið hefur
siðan verið til athugunar i félags-
og menntamálaráðuneytum og
þarf nú að tryggja hraðan fram-
gang þess. Ég hef rætt það við
félagsmálaráöherra og viö höfum
orðið sammála um að gera ráð-
stafanir næstu daga til að koma
fullum skriði á frekari vinnslu
þessa máls i samræmi viö niöur-
stöður nefndarinnar. Hollar
ábendingar yrðu væntaniegri
vinnunefnd gott vegarnesti, en
við verðum sfðan að vænta þess,
að sveitarfélög um land allt og
Alþingi fái málið til meðferðar og
afgreiðslu á næsta ári, barnaári.”
Mannréttindakröfur
„A þessari öld hafa tvær
meginkröfur átt meiri hljóm-
grunn en nokkrar aðrar i hugum
fólks. Það eru kröfurnar um jafn-
rétti manna og lýðræði:
kröfurnar um jafnan rétt manna
til efnahagslegra gæða og jafnan
rétt til stjórnunar og áhrifa.
Einnig i heimi barnsins eru þess-
ar mannréttindakröfur ofarlega á
baugi.
Hægari þroski
segir til sin
Þvi verður ekki á móti mælt, að
þróunarbraut hvers barns ræðst
enn að nokkru af efnahag for-
eldra. Vinnutimi lágtekjufólks á
Islandi er mjög langur, miklu
lengri en i flestum nálægum
löndum.
Nú er það talin visindalega
sönnuö staðreynd, aö greindar-
þróun barna velti að nokkru leyti
á örvandi samskiptum þeirra við
fólkáöðruþroskastigi. Börn sem
sjá um sig sjálf mestan hluta
sólarhringsins, eins og algengt er
hér á iandi og eru þvi mestan
hluta dagsins i hópi jafnaldra
sinna, þroskast oft hægar en börn
sem eru i stöðugu sambandi við
fullorðna, annað hvort á heimili
eða dagvistunarstofnun. Litið eitt
hægari þroski á barnsaldri segir
siðar tii sin þegar menntakerfið
fer aö velja úr þann hluta nem-
enda sem talinn er hæfastur til
bóklegs náms.
Þaö er einmitt eitt einkenni
sjávarplássa viðsvegar um land,
sjálfsbjargarsamfélaga hringinn
i kringum landið, sem halda uppi
býsna háum þjóðartekjum miðað
við margar aðrar þjóöir, ef
marka má hagfræðilega út-
reikninga að þessu leyti, að til
skamms tima gengu börn undir
skólaaldri meira eða minna sjálf-
ala og höfðu furðu litil samskipti
við hina þjóðina, fullorðna fólkið.
Sérstaklega átti þetta við um
börn lágtekjumanna.
Viðhorfsbreyting
En þetta hefur verið að
breytast. Lögin um dagvistunar-
stofnanir, sem sett voru veturinn
1972 og fólu i sér hlutdeild rikis-
sjóðs I stofnkostnaði og rekstri
dagvistunarheimila, settu mikla
skriöu af stað um land allt, svo að
nú eru ekki mörg byggðarlög með
meira en fimm hundruð ibúa, þar
sem þessi mál hafa ekki verið
tekin föstum tökum.
Þvi miður var þessum lögum
breytt til hins verra og þriðjungs
hlutdeild rikisins I rekstrar-
kostnaði á móti sveitarfélögum
og foreldrum barna var afnumin.
En þrátt fyrir þaö hefur orðiö
mikil breyting til hins betra á
þessu sviöi á örfáum árum.
Þessi breyting er stórt og
örlagarikt skref i átt til jafnréttis
barna. Og það sem meira er: það
er líka mikilsverð viðhorfs-
breyting gagnvart þessum stofn-
unum.
Fólk er smám saman að hætta
að lita á dagvistunarstofnanir
sem geymslustað barna, neyöar-
úrræði, sem útivinnandi konur
þurfa að gripa til i þvi skyni að
bjarga heimilinu fjárhagslega.”
Miðstýrður
menningariðnaður
Að lokum gerið Ragnar
menningarumhverfi barna að
umtalsefni og sagði m.a.:
„Aðkallandi er að gerð sé ræki-
leg úttekt á þvi menningarlega
umhverfi sem islensk börn búa
við og á ég þar við hvers konar
huglæga framleiöslu i bókum og
blöðum, kvikmyndum, útvarpi og
sjónvarpi, leikhúsum og leik-
föngum. Engin stefnumótun
hefur enn átt sér stað I
menningarmálum barna fremur
en i menningarmálum almennt,
og þvi er það harla tilviljana-
kennt, hvað gert er fyrir börn i
menningarmálum. Ég minni á,
að menningariðnaðurinn verður
alþjóðlegri með hverju árinu og
miöstýringar gætir I vaxandi
mæli hjá fáum risavöxnum
alþjóblegum framleiðendum,
Tækniþróun nútimans hefur rika
tilhneigingu til að gera fjöldann
aö óvirkum' neytendum sem
þiggja og þakka og láta sér nægja
að dást að hinum stóru
stjörnum.”
Engin heildarlöggjöf
Armann Snævarr forseti hæsta-
réttar flutti þvinæst erindi um
réttarstöðu barna. Hann lagði
áherslu á, að hér á landi væru
fjölmörg lög, sem vörðuöu
réttindi barna, en engin heildar-
löggjöf væri til um þau. Það kom
fram i máli Armanns, að i
rúmlega 90% tilvika kemur for-
ræði barns i hlut móður við skiln-
að foreldranna. Armann sagði aö
talaö væri um foreldraskyldur i
lögum, en inntak þess hugtaks
væri mjög fáskrúðugt skv.
lögunum. Löggjafinn teldi
varhugavert að kveða mjög á um
innri fjölskyldumálefni, þannig
að lagaskyldur foreldra gagnvart
börnum væru flestar óskráöar.
Réttur barnsins
Þá ræddi Armann Snævarr um
hugmyndir, sem uppi hafa verið
um breytingar á barnalöggjöf.
Löggjöfin tæki nú of mikið mið af
hagsmunum foreldra, miðað við
hag barnsins. Nú væri t.d. talað i
lögum um rétt foreldra til
umgengni við barn eftir skilnað,
en nær væri að tala um rétt
barnsins til umgengni við foreldr-
ana.
Armann taldi að greinarmunur
sá, sem lögin gera á skilgetnum
og óskilgetnum börnum, hafi leitt
af sér ýmsa erfiðleika og ætti að
freista þess með nýju frumvarpi,
sem legið hefur fyrir Alþingi og
nú er til endurskoðunar hjá sifja-
laganefnd, að afnema með öllu
þennan mun.
Forsjárskylda í
stað foreldravalds
1 þessu nýja frumvarpi um
barnalöggjöf eru veigamikil ný
ákvæði um framfærsluskyldu for-
eldra við börn sin. Hámarksaldur
er hækkaður og vegna menntunar
barna nær framfærsluskyldan að
verulegu leyti til 24 ára aldurs. í
frumvarpi þessu er lika horfið frá
hugtakinu „foreldravaldi”, en
forsjárskylda kemur i staðinn, og
einnig umgengnisskylda foreldra
við börn eftir skilnað I stað
umgengnisréttar. Lagt er til aö
umgengnistengsl milli óskilgetins
barns og föður þess verði lögfest.
Að lokum reifaði Armann
Snævarr nokkuð stöðu barnsins
með tilliti til almennra mann-
réttinda og hvort ekki ætti aö
stjórnarskrárbinda slik réttindi
börnum til handa, svo sem
réttindi til að taka þátt i fundum
eða mótmælagöngum, eða rétt
barna til að ganga i trúflokk eða
hafna trúflokkum.
óarðbær
þjóðfélagshópur
Guðny Guðbjörnsdóttir lektor
ræddi þvinæst um efniö Börnin og
umhverfið. Hún talaði fyrst um
stööu barnsins i þjóðfélaginu
almennt og vék slðan sérstaklega
að fjórum atriðum: Skipulagi
byggðar og húsnæðis, slysa-
vörnum, aðstöðu til tómstunda-
iðkana og dagvistarstofnunum.
Guðný sagöi m.a.:
„Allt til 15-20 ára aldurs eru
börnin oft meðhöndluð sem óarð-
bær og gagnslitill hópur þjóð-
félaginu. Börnin skipa lágan
virðingarsess, ef marka má fjár-
veitingar til mála sem þau varða.
En samfélag sem byggist á ágóða
finnur einhver ráð til að nýta sér
þennan hóp. Börnin og ung-
lingarnir eru nefnilega fyrirtaks
neytendur. Foreldrarnir friða
Frá ráðstefnu um undirbúning alþjóðaárs barnsins 1979
Frá ráðstefnu framkvæmdanefndar alþjöðaárs barnsins að Hótel Loftleiðum (Mynd: eik)