Þjóðviljinn - 12.11.1978, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. nóvember 1978
VASAPENINGAR
mynd
um
börnin
félaginu
fyrstu mynd Truf fauts/ 400 högg/ sem sýnd var í Hafnarfirói á sinum tíma og
t þá ,,Ungur f lóttamaöur". Jean-Pierre Léaud í hlutverki Antoine Doinel.
fngibjörg
Haraldsdóttir
skrifar um
kvikmyndir
t frlmínútum horfa strákarnir gegnum kiki á konu sem er aö baöa sig.
Árið 1959 varð Francois
Truffaut heimsfrægur
fyrir kvikmynd sína „400
högg" (Les quatre cent
coups) sem hlaut aðalverð-
launin á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes. Myndin
var talin marka timamót í
sögu kvikmynda um börn.
f henni sagði frá ungum
dreng, Antoine Doinel,
sem elst upp í fátækt við
erfiðar aðstæður, lendir á
hæli fyrir vandræðadrengi.
Truffaut skrifaði handrit
sjálfur, og byggði það að
einhverju leyti á sínum
eigin endurminningum.
Sögupersónan Antoine Doinel
hefur slöan komiö fyrir í a.m.k.
þremur öörum kvikmyndum
Truffauts, og jafnan leikin af
sama leikaranum, Jean-Pierre
Léaud. Allar hafa þessar kvik-
myndir veriö mjög persónulegar,
hlýjar og manneskjulegar. Þetta
eru einmitt þeir eiginleikar sem
einkenna Truffaut.
En þaö er talsvert stór munur á
kvikmyndunum „400 högg” og
„Vasapeningar”. A milli þeirra
eru 17 ár. Reiöin og sársaukinn
sem bjó aö baki fyrri myndinni
hefur dofnaö, i staöinn er litiö til
baka, horft á bernskuna frá
sjónarhorni fulloröna mannsins,
og viö þaö fá atburöirnir á sig
mildari blæ.
Fjölhæfur leikstjóri
Fjölhæfni Truffauts kemur ef
til vill best fram ef viö hugum aö
þvi, aö meö nokkurra mánaöa
millibili komu frá hans hendi
tvær kvikmyndir áriö 1976. Hin
fyrri var „Adéle H.” og hin siöari
„Vasapeningar” (Argent de
Poche). Ólikari myndir er vart
hægt aö hugsa sér. „Adéle H.”
var synd hér á frönsku kvik-
myndavikunni i fyrra. Hún fjall-
aöi um dóttur rithöfundarins
Victors Hugo og vonlausa ást
hennar á snoppufrföum liösfor-
ingja. Sýnt var hvernig draumur-
inn um ástina hrekur unga og
hæfileikarika konu frá einni
niöurlægingunni til annarrar,
þartil hún missir vitiö.
1 „Vasapeningum” er eiginlega
ekki sögö nein saga, heldur er þar
brugöiö upp svipmyndum úr lifi
barna I smábæ einum I Frakk-
landi. 'Þessar svipmyndir eru
raunar margar litlar sögur sem
mynda eina heild, einsog maöur
sé aö rifja upp bernskuminningar
sinar. Samt lætur Truffaut at-
buröina gerast i nútimanum. Aö
þaö skuli vera hægt bendir ó-
neitanlega til þess aö ekki hafi
oröiö mikil framför i skólamálum
iFrakklandisiöan „400högg” var
gerö. Aö visu sjáum viö kenn-
arana ekki misþyrma börnum
likamlega, einsog þar kom fyrir,
en kennsluaöferöirnar viröast aö
miklu leyti vera þær sömu: páfa-
gaukslærdómur osfrv.
Að taka börn alvarlega
Þaö sem gefur þessari mynd
fyrst og fremst gildi finnst mér
vera sú afstaöa til barna sem
þarna kemur fram. Börn eru tek-
in alvarlega, þaö er tekiö mark á
þeim. Þau eru sýnd sem mann-
eskjur, aö visu oft I skoplegu
ljósi, en aldrei af litilsviröingu.
Erfitt er aö benda á eitt atriöi
öörum betra I myndinni. Þau
þyrpast mörg fram i hugann:
gluggaævintýri litla barnsins, þar
sem lifsháskinn liggur i loftinu og
enginn býst viö ööru en barniö
deyi þegar þaö kemur niöur á
jöröina eftir hátt fall, en i staöinn
ris litli drengurinn upp skælbros-
andi og segir: „Gregory sagöi
búmm”. Eöa bióferöin óborgan-
lega, þegar kjarkurinn brást ung-
um manni og hann þroöi ekki aö
kyssa stelpu, svo aö vinur hans
varö aö sinna tveimur.
Sagan af Julien, vanrækta
drengnum sem enginn gefur
gaum fyrren lögreglan er komin I
spiliö, er ofin inn 1 myndina á
snilldarlegan hátt, og á sinn þátt i
aö gefa þessari skemmtilegu
kvikmynd alvarlegan grunntón.
Þeirri sögu lýkur meö þvi aö
kennari heldur „fulloröins-
fræöslu” yfir heilum bekk af
strákur og og talar viö þá um þaö
misrétti sem óhamingusöm börn
veröa aö þola af hálfu samfélags-
ins. Óhamingjusamur fulloröinn
maöur getur gert eitthvaö til aö
draga úr óhamingju sinni, sem
barn getur ekkert gert.þaö er háö
hinum fulloröna og þjóöfélagiö
tekur ekkert mark á börnum
vegna þess aö þau hafa ekki at-
kvæöisrétt.
Á erindi til fleiri
Þetta er einmitt boöskapur
myndarinnar. Markmiö hennar
er aö vekja umhugsun um börnin
I samfélaginu. Mér finnst þessi
mynd eiga erindi til miklu fleiri
en þess takmarkaöa hóps sem
sækir mánudagsmyndir Háskóla-
biós. Til dæmis efast ég ekki um
aö margir krakkar og unglingar,
frá 10 ára og uppúr, myndu hafa
faman af henni. Þaö er ekki á
hverjum degi sem þau fá tækifæri
til aö sjá mynd þar sem h.u.b. all-
ir leikararnir eru börn og ung-
lingar. En til þess aö þau gætu
notiö hennar almennilega þyrfti
auövitaö aö fylgja henni Islenskur
texti. I Háskólabió er hún hins-
vegar sýnd meö dönskum texta.
Þegar Háskólabió tók upp þá
ágætu nýbreytni aö sýna „mánu-
dagsmyndir” mun ætlunin hafa
veriö aö sýna þar eingöngu
myndir sem væru aö einhverju
leyti sérstakar og ekki væri von
til aö fylltu salinn oft og lengi.
Svonefndar „listrænar” myndir.
Einsog málin standa I bióum
borgarinnar nú, er þó engu likara
en upp hafi veriö tekin sú stefna
aö telja allar myndir „listrænar”
sem ekki eru bandarlskar. Stund-
um finnst manni einsog þetta
muni leiöa til þess aö draga úr aö-
sókn aö þeim fáu myndum sem
hingaö berast og framleiddar eru
annarsstaöar en I Bretlandi eöa
Bandarikjunum.
Sérfræðingur á
svæflnga-
og gjörgæsludeild
Staða sérfræðings i svæfingum á
Svæfinga- og gjörgæsludeild Borgar-
spitalans er laus til umsóknar. Laun
samkvæmt kjarasamningum Lækna-
félags Reykjavikur og Reykjavikur-
borgar. Upplýsingar veitir yfirlæknir
deildarinnar.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störfjskulu sendar stjórn
sjúkrastofnana Reykjavikurborgar fyrir
10. desember n.k.
Reykjavik, 10. nóvember 1978
Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar
I Starfsfólk
* óskast
Óskum að ráða fólk til
margskonar starfa í nýja
stórverslun í Kópavogi.
Heilsdagsstörf, hálfsdagsstörf og breyti-
legur vinnutimi.
Upplýsingar á skrifstofu Kron Laugavegi
91 kl. 10-12 næstu daga. Ekki i sima.
Kaupfélag Reykjavíkur
og nágrennis