Þjóðviljinn - 29.11.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.11.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJOÐVILJjNN Miftvikudagur 29. nóvember 1978 DJOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Rekstrarstjóri: tJlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson BlaAamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- uróardóttir, Guójón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. lþrótta- fréttamaöur: Ingólfur Hannesson Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur, Blaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar, Oskar Albertsson. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Augiýsingar: RUnar Skarphéöinsson, Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuðrUn Guövarðardóttir, Jón Asgeir Sigurðsson. Afgreiösla: Guðmundur Steinsson. Kristin Pétursdóttir. Sfmavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: SigrUn Bárðardóttir. HUsmóöir: Jóna Sigurðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Dtkeyrsla: Sölvi MagnUsson, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: SlöumUla 6. Reykjavlk, sfmi 81333 Prentun: Blaöaprent h.f. Vonbrigði í Sjálfstœðisflokki • Málgögn Sjálfstæðisflokksins hafa þessa daga mjög hátt um það sem þau kalla aumingjaskap Alþýðuf lokks- ins. Flokkurinn er ávítaður f ýmsum tóntegundum fyrir það áð haf a tekið þátt i samkomulagi stjórnarf lokkanna um ráðstafanir gegn verðbólguvanda fyrsta desember. Um þetta segir Morgunblaðið í leiðara á sunnudaginn að á það hefði reynt „hvort Alþýðuf lokkurinn hefði þrek og styrk til að kúga Alþýðubandalagið og ölaf Jóhannesson eða hvort aumingjaskapur krata væri slíkur að þeir létu kúga sig" Síðan hafi sá „harmleikur" gerst, að Alþýðu- f lokkurinn hafi látið „kúga sig" eins og það er orðað og séþetta einkar lærdómsríkt fyrir kjósendur hans frá síð- asta sumri. • Allur er þessi málatilbúnaður undarlegur: hvernig ætlast Morgunblaðið til þess að einn af þrem stjórnar- f lokkum geti knúið fram sinn vilja I málum sem ágrein- ingur er um? Slík krafa er gerð í anda mjög sérstæðs skilnings á lýðræði. Og vitanlega er hér annað á ferðum. Morgunblaðið talar um harmleik af þeirri einföldu á- stæðu, að Sjálfstæðisf lokkurinn hefur beinlínis ætlast til þess að þingmenn Alþýðuflokks notuðu tækifærið til að rjúfa stjórnarsamstarfið og yrði það undanfari að stjórnarmyndun með Sjálfstæðisf lokknum, eins og Þór- arinn Þórarinsson bendir á í Tímanum í gær. Þegar þessar vonir bregðast verður uppi grátur og gnístran tanna. • Vangaveltur í þessa veru meðal Sjálfstæðismanna eru að visu ekki óeðlilegar. Alþýðuflokkurinn er reyndar nokkuð geðklofinn í afstöðu sinni til helstu verkefna ís- lenskra stjórnmála. Margir foringjar hans hugsa mjög svipað um efnahagsmál og obbinn af oddvitum Sjálf- stæðisf lokksins. En um leið veit Alþýðuf lokkurinn, að ef hann heldur ekki jarðsambandi við verkalýðshreyfing- una, þá eru forsendur tilveru hans endanlega brostnar. Það er síðarnefnd staðreynd sem mestu ræður um þá samstöðu sem nú hefur náðst innan ríkisstjórnarinnar. Til velunnarra blaðsins • Þessa daga er verið að taka lokasprettinn í árlegu Happdrætti Þjóðviljans,dregið verður í því fyrsta des- ember. • útbreiðsla Þjóðviljans hefur vaxið jafnt og þétt und- anfarin ár og ýmislegt batnað í rekstri hans. En sú já- kvæða þróun breytir því ekki, að blað eins og Þjóðviljinn, blað verklýðshreyfingar, þjóðfrelsisbaráttu, málgagn sósíaliskra viðhorfa, er dæmt til f járhagslegra örðug- leika, það hef ur af eðlilegum ástæðum aðra stöðu en þau blöð sem geta reitt sig á stuðning og velvild peninga- manna í þjóðfélaginu. Því verður það ítrekað eina ferð enn, að blaðið getur ekki starfað án þess að hundruð og þúsundir vina og velunnarra blaðsins leggi því lið með sínum framlögum. Við minnum ykkur öll á að gera sem fyrst skil í því Happdrætti sem nú er í gangi — án ykkar góða stuðnings fær þetta blað ekki lifað, þaðan af síður dafnað. verið hlíft? 1 þeirri miklu umræöu um mannréttindi sem fariö hefur um heiminn hefur fáum veriö hlift: þótt fordómar og afsak- anatilhneigingar einstakra aöila komi þar viö sögu, þá veröur samanlögö útkoma sú, aö valdhafar i vestri, suöri og austri hafa allir fengiö sinn skammt af ákærum. Kina er eitt þeirra landa sem fremur sjald- an hefur boriö á góma, og þá hefur jafnan veriö skirskotaö til þess, aö þaöan væri fáar áreiö- anlegar upplýsingar aö hafa. Mest hafa sovésk blöö skrifaö um fangabúöir I Kina, geöþótta- handtökur og fleira. Oftar en ekki hafa þau kvartaö mjög yfir þvi, aö vestræn blöö hamist mjög gegn Sovétrikjunum út af mannréttindamálum, en þegi þunnu hljóöi yfir ósköpum i Kina. Sovéskur fréttaskýrandi oröar þetta á eftirfarandi hátt I nýlegu fréttabréfi frá APN: „Hvaö Kina varöar, þá er þessu öfugt fariö. I eina tiö lögöu vestrænir fjölmiölar sig mjög fram um aö lýsa hryöju- verkum „haröstjórnarinnar” i Kina, þar sem „hundruö miljón- ir manna væru sviptar frum- réttindum og frelsi.” í dag reyna þessir sömu fjölmiölar Imeö óverulegum undantekning- um, aö skapa þaö áiit, aö ( grimmilegir glæpir, þar á t meöal aö miljónir manna voru Idrepnar eöa lokaöar inni i gaddavirsgiröingum meöan á „menningarbyltingunni” stóö á , siöara hluta sjöunda áratugsins, Itilheyri liöinni tiö. Vestrænir fréttamenn, sem aösetur hafa i Peking, viröast , fylgja fyrirmælum um aö loka Iaugunum fyrir þvi, sem er aö gerast umhverfis þá, og þeir sem ekki hlýöa þeim eru tafar- , laust sendir heim. Og þeir njóta ekki einu sinni stuönings starfs- bræöra sinna. I þessu tilviki er um aö ræöa samsæri þagnar- innar.” Þaö er nokkuö til I þvi, aö vestræn blöö haga seglum eftir pólitiskum vindum i mannrétt- indamálum I rikari mæli en menn almennt gera sér grein fyrir. Þaö er rétt, aö meöan Kinverjar voru taldir fjand- menn Bandarikjanna og vinir Rússa þá var allt fundiö þeim til foráttu, en eftir aö veöur breytt- ust hefur Kina haft mjög góöan byr I háborgaralegum fjölmiöl- um. Dauðadœmdir til sýnis Hinn sovéski fréttaskýrandi sem fyrr var nefndur er hins- vegar ekkert aö klipa af lýsingu sinni á brotum á mannréttind- um I Kina. Hann segir m.a.: „Þaö er fátt, sem hefur breyst i landinu frá tima „menningar- byltingarinnar”, sem fyrir Kin- verja almennt táknaöi fjölda- kúgun. Likt og áöur reyna þús- undir Kinverja aö synda til Hong Kong og taka þá áhættu aö ljúka æfinni i hákarlsgini. Nauösyn þess aö komast frá Kina vegur þyngra en sú ban- væna áhætta. Skrár meö nöfn- um hundraöa manna, sem tekn- ir hafa veriö af lifi, birtast enn i klnverskum borgum. Og likt og áöur er ekiö meö þá, sem dæmdir hafa veriö til dauöa, um göturnar almenningi til sýnis. Raunverulegri tölu fórnar- lamba þessa fjöldaofbeldis er leynt fyrir almenningi. Leynileg fyrirmæli, sem gefin voru út á timum Maós eru enn I gildi. Samkvæmt frásögn „24 heures” I Sviss fela fyrirmælin i sér möguleika á fáhreyöum misgeröum, og gera yfirvöldun- um kleift aö handtaka, fangelsa, pynda og taka fólk af lifi eftir geöþótta sinum. Sönnun fyrir sekt er ekki nauösynleg, grun- semdir einar nægja. Þjóöernislegir minnihluta- hópar, en til þeirra teljast alls 50 miljónir manna I Kina, eru sér- staklega hart leiknir. Þeir eru reknir burt frá gamalgrónum heimkynnum sinum og samlag- aöir kinverjum meö valdboöi. Menning þeirra er upprætt og þeim sjálfum útrýmt. Heilu þorpin standa mannauö eftir i kjölfar reglulegra „hreinsunar- aögeröa” sérstakra dauöa- sveita.” Tvöfelldni allsstaðar Svo mörg eru þau orö. Hitt er svo öllu lakara, aö sú tvöfeldni sem Sovétmenn eru aö saka vestræn blöö um i þessum mál- um einkennir málsmeöferö þeirra sjálfra. Þegar sambúö Sovétrikjanna og Kina var góö heföi allt tal um fangabúöir og aftökur hjá Maó falliö undir landráö i Sovétrikjunum. En fáum mun detta I hug, aö mann- réttindavandamál hafi þá fyrst skotiö uppkollinumi Kina þegar upp úr vinskap slitnaöi milli Kina og Sovétrikja Khrúsjofs. Skýrsla Amnesty Hvaö sem þvi liöur: á þessa hluti er hér minnst m.a. vegna þess, aö alþjóöasamtökin Amnesty International hafa nú gefiö út fyrstu skýrslu sina um Kina. Skýrslan er byggö á margra ára söfnun gagna. Þar er borin fram ýtarleg gagnrýni á kinverskt réttarkerfi. Þar segir m.a. aö löggjöf sú sem geri ráö fyrir fangelsun manna af pólitiskum orsökum sé mjög óskýr og gefi möguleika á viö- tækum geöþóttahandtökum. Þar eru gagnrýnd atkvæöi kin- versku stjórnarskrárinnar sem gera ráö fyrir þvi aö menn séu sviptir þegnlegum rétti á grund- velli „stéttarlegs uppruna” eins saman. Meöferö mála er mjög gagnrýnd: sakborningar hafi i mörgum tilvikum enga mögu- leika á aö verja sig og ýmsum þeirra sem handteknir eru fyrir pólitiskar sakir er refsaö meö nauöungarvinnu án dómsrann- sóknar, segir I skýrslunni. Til- færöur er vitnisburöur um illa meöferö á föngum og ónógt fæöi. Þá er þaö sérstaklega gagnrýnt aö enn I fyrra hafi menn veriö teknir af lifi fyrir pólitiskar sakir i Kina. Amnesty International lætur þess getiö, aö kinversk yfirvöld hafi ekki fengist til aö gera nein- ar athugasemdir viö heimildir samtakanna. Samt hafi Tsjiang Húa, forseti Hæsta réttar, i sl. mánuöi viöurkennt, aö „enn væru margir menn fangelsaöir meö rangindum I landinu.” Það sem mestu skiptir Allir sem meö hafa fylgst vita, aö ýmisleg slagsiöa veröur á umræöu um mannréttindi: menn hlifa hvergi þeim stjórn- um sem þeir sjálfir hafa andúö á, en draga úr syndum vina sinna. Hjá þessu er erfitt aö komast. En þegar allt kemur til alls er þaö einn sannleiki sem mestu skiptir: og þaö er sann- leikurinn um sjálfa hina pólitisku fanga, eöa samvisku- fanga og hlutskipti þeirra. Þann sannleika reyna samtök eins og , Amnesty International aö leiöa I ljós á sem skilmerkilegastan hátt og eiga skilinn stuöning allra sæmilegra manna i þeirri viöleitni sinni. — áb. StftW I'' * * wfkv. r i ijK, , t úe/"íi •Mtwsga, *»,„ %4liU|ii, i -itA- i iuiAn-inm-,. vmíjju.nu •S«W***«w**. '******' ' % tj'íWÍ.'Y'á#X 'ÁP ■A <«H'W i flVMttllío & ,1 ! > 11 Mynd úr skýrslu Amnesty: hún er af tilkynningu um pólitiskan dauðadóm I Gáungdonghéraði. —áb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.