Þjóðviljinn - 09.12.1978, Side 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. desember 1978
Laugardagur 9. desember 1978 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 11
Heimsókn að Lönguhlíð 3
—
í lokseptembersl. voru íbúðir aldraðra að Löngu-
hlíð 3 i Reykjavík teknar í notkun. Þá var I fyrsta
skipti þörfin ein látin ráða við úthlutun íbúðanna,
þeir sem verst voru settir um húsnæði og
ef nahag voru látnir ganga fyrir við úthlutun. Húsið
að Lönguhlíð 3 hefur vakið athygli, bæði fyrir gott
útlitog ekki síður vegna blómaskálans við húsgafl-
inn, þar sem koma á blómaskáli og setustofa, „borð
og stólar, blóm og fólk" eins og húsvörðurinn
Friðrik Ingþórsson orðaði það. Okkur hér á Þjóð-
viljanum leik forvitni á því að skoða húsið,rabba við
íbúa þess og f ara þau viðtöl hér á eftir.
Ánægjulegt að
aðstoða gamla fólkið
„Þaö sem af er, hefur mér Ilkaö
þetta starf vel. Eilitlir erfiöleikar
voru I byrjun, vegna þess aö ég
flutti hingaö inn svo aö segja um
leiö og Ibúarnir i lok september
sl. og þekkti þvi húsiö ekki nógu
vel, en varö aö vera tilbúinn aö
aöstoöa gamla fólkiö viö aö kynn-
ast húsinu. En þaö lagaöist fljótt
og allt hefur gengiö eins og i
sögu”.
Þaö er Friörik Ingþórsson hús-
vöröur sem segir þetta er viö
höföum sest niöur til aö rabba
saman og hann var spuröur um
húsvaröarstarfiö.
Mest tilbreyting
Friörik er fyrrum klæöskeri og
hefur unniö viö þaö starf langa
starfsævi, en hvers vegna tók
hann sér húsvaröarstarfiö á
hendur?
„Einkum tvennt réö þar mestu
um’‘segir Friörik.,,1 fyrsta lagi
langaöi mig til aö breyta um starf
og i ööru lagi voru fæturnir aö
byrja aö gefa sig eftir áralangar
stööur viö aö sniöa fatnaö. Eg er
oröinn sextugur, þannig aö þaö er
ekki óeölilegt þótt slikar stööur
daginn út og daginn inn segi til
sin. Þó hygg ég aö löngunin til aö
breyta um starf hafi meiru ráöiö
hér um.”
Aðstoð við gamla fólkið
t hverju er starf húsvaröar hér
einkum fólgiö?
„Mest er um hvers konar aö-
stoö viö ibúana aö ræöa. Þá tek
ég einnig viö húsaleigunni, sé
rætt við
Friðrik Ingþórs-
son húsvörð
að Lönguhlíð 3
um aö gert sé viö þaö sem aflaga
fér, ég reyni aö gera sjálfur viö
þaö sem ég get, annars verö ég aö
fá fagmenn. Þar sem svo stuttur
tími er liöinn frá þvi gamla fólkiö
flutti inn, hef ég aöstoöaö þaö viö
ýmis tæki hér, svo og aö kynnast
húsinu. Þaö er afar ánægjulegt
starf aö vinna fyrir þetta fóik.
Þakklætiö er svo mikiö og elsku-
legheitin sem þaö auösýnir manni
fyrir hvert smá handarviövik '*
—Hugsar fólk algerlega um sig
sjáift hérna?
„Aö mestu leyti. Hér er aö visu
mötuneyti, þar sem fólkiö fær há-
degismat 5 daga vikunnar og kost-
ar maturinn 2700 kr. á viku. Aö
ööru leyti sér fólkiö um sig sjálft.
I hverri Ibúö er eldhús meö öllum
tækjum og þar eldar fólk kvöld-
matoghitar sér kaffisopa ogann-
aö þvl um likt. í framtlöinni á svo
aö koma hér ýmis þjónusta viö
ibúana, svo sem heilsugæslustöö,
föndurstofa, snyrtistofa þar sem
um veröur aö ræöa hárgreiöslu,
klippingu og fótsnyrtingu. Hús-
næöi fyrir þetta allt er tilbúiö og
reiknaö er meö aö allt þetta veröi
tekiö I notkun eftir næstu áramót.
Þá eru hér tvær setustofur og
sjónvarp I annari nú, ogsvo verö-
ur blómastofan tekin I notkun
fljótlega, en þar veröa borö og
stólar, blóm og fólk”.
Ánægðir ibúar
tbúarnir koma hingaö allir svo
til á sama tima án þess aö þekkj-
ast neitt og hafa ekki áöur búiö
viö svona aöstæöur, hvernig likar
fólki dvölin?
„Ég hef ekki oröiö var viö ann-
aö, en aö fólki liki hér ákaflega
vel. Flest ef ekki allt, sem hér
býr, kom úr heldur lélegu hús-
næöi og haföi ekki vanist lúxus
um dagana og þvl llkar vel hér.
Þá er fólk einnig fariö aö kynnast
núoröiö og skemmtilegur bragur
aö komast á þetta allt hjá okkur”
—Hvaö er húsaleigan há?
„Hún er 27.200 kr. á mánuöi og
innifaliö er I þvl veröi er llka ljós
og hiti”.
—Veistu hvaö meöalaldur fbú-
anna er hár?
„Einhver sagöi um daginn aö
hann væri 80 ár, sem mun láta
nærri aö sé rétt”.
—Hvaö eru Ibúarnir margir?
„Þeir eru 30. Þörfin fyrir svona
húsnæöi viröist mikil, þar sem 230
manns sótti um þessar 30 Ibúöir.
önnur Ibúöarhús fyrir aldraöa
hér 1 Reykjavik eru mun stærri en
þetta, Ibúar á milli 70 og 80. Ég
hygg aö minna húsnæöi eins og
hér sé heppilegra. Hér veröur allt
nánara, fólk þekkist betur inn-
byröis og allir vita hvernig öllum
liöur."
Fyrir framan hann er stóll meö
útsaumuöu áklæöi eftir Friörik
Líta eftir sínum
Þvl er stundum haldiö fram
Friörik, aöungtfólk nú til dags sé
heldur afskiptaiaust um aldraöa
ættingja, helduröu aö þetta sé
rétt?
„Samkvæmt minni reynslu hér,
er þetta ekki rétt. Þaö er mikiö
um aö ættingjar komi I heimsókn
til ibúanna hér. Eins er mikiö um
aö gamla fólkiö fari til barna
sinna eöa barna barna um helgar
og dveljist þar. Einnig verö ég þó
nokkiö var viö þaö, aö ungt fólk
komi I heimsókn til afa eöa ömmu
og því hygg ég aö sé oröum aukiö
aö unga fólkiö sýni þvi gamla ekki
ræktarsemi”.
Margvlsleg áhugamál
Ef viö snúum okkur aö þér
sjáifum, ertu upptekinn alveg frá
morgni til kvölds?
„Þannig hefur þaö veriö I haust,
en nú hygg ég aö fari aö hægjast
um og ég vona aö ég fái dálitinn
tima til aö sinna áhugamálum
minum."
— Hver eru þin áhugamál?
„Ég á eiginlega þrjú áhugamál,
sem erfitt er aö gera upp á milli. I
fyrsta lagi hef ég mikla ánægju af
útsaumi og hef gert mikiö af þvi
aö sauma út um dagana. Ég
vandist á þaö eitt sinn er ég varö
aö liggja rúmfastur eftir slys. Þá
hef ég einnig yndi af þvi aö binda
inn bækur og hef gert nokkuö af
þvi og loks skal nefna ættfræöi og
hún er nú raunar áhugamál
númer eitt um þessar mundir.“
— Ertu aö rekja ættir þinar?
„Já, ég hef unniö aö því I nokk-
ur ár aö rekja ættir mínar
noröanlands, en ég er Húnvetn-
ingur. Nú þá hef ég ráöist i aö
gefa út niöjatal langafa mins,
Gunnlaugs Björnssonar. Bókaút-
gáfan Leiftur gefur bókina út og
ég var einmitt aö fá i hendurnar
3ju próförk af henni, þegar þú
komst. Þetta er 14 arka bók.”
— Svo langafi þinn hefur
eignast marga afkomendur?
„Þaö má segja þaö, já, þeir
munu vera um tvö þúsund. Ég
hef haft mikla ánægju af þessu
starfi. Ég hef kynnst mörgu
frændfólki minu viö samantekt
þessarar bókar og eins hef ég leitt
frændur saman. Ég get sagt þér
sem dæmi aö i húsi einu I Hafnar-
firöi, bjuggu tvær fjölskyldur.
Börn þessara fjölskyldna höföu
alist upp saman og voru vinir. Ég
komst aö þvf aö þau voru þre-
menningar. Þau höföu ekki hug-
mynd um þennan skyldleika.*’
— Af þvi aö þú nefndir bók-
band, hefuröu gert mikiö af þvi aö
binda inn bækur?
„Nokkuö hef ég gert af þvi. Ég ~
hef bundiö inn á milli fjögur og
fimmhundruö bækur sem ég á”.
— Hvernig hefur þér unnist
timi til ails þessa meö brauöstrit-
inu?
„Þaö er ekki svo erfitt ef menn
nýta tómstundirnar vel. Ég horfi
litiö á sjónvarp, aöeins fréttir og
svo dýralifsþætti, varla annaö."
—S.dór
Þetta sófaáklæöi saumaöi Friörik út, svo og dúkinn á myndinni til hægri
Halidóra Eyjólfsdóttir, 77 ára gömul og hefur aldrei fariö I leikhús og
ætlar ekki aö heimsækja slika stofnun.
„Jú, hún var mikil og lengur en
I minu ungdæmi. Ég var yngst 5
systkina, 3 þeirra dóu úr ófeiti.
Efnaskortur væri þaö víst kallaö
nú til dags. Ég og elsti bróöir
minn liföum, en ég leiö mikinn
skortogber þessmerki eins og þú
sérö. Fæturnir á mér eru svona
vegna þess aö ég fékk beinkröm i
æsku, sem er sjúkdómur vegna
næringarskorts. En þaö voru
fleiri en viö, sem liföum
skort austur þar i þá daga. Sem
betur fer er samhjálpin oröin svo
mikil hér hjá okkur aö svona lag-
aö kemur ekki fyrir lengur.
En veistu þaö, ég er ekki á móti
þeim riku. Sjáöu til, þegar fólk
liöur svona skort eins og viö gerö-
um, þá þýöir ekki aö leita til
þeirra fátæku, þeir eru ekki af-
lögufærir. Þá veröur maöur aö
leita til þeirra riku um hjálp.
Þegar ég var ung var munurinn á
rikum og fátækum mun meiri en
nú er, nú eru fáir fátækir og engir
ósjálfbjarga."
Tíndum síli i fjöru
Og Halldóra heldur áfram:
„Og þótt skorturinn hafi veriö
mikill i Meöallandinu var hægt aö
fara niöur I fjöru og tina upp sili
og fisk sem rekiö haföi á fjörur.
Þetta var matbjörg. Veistu þaö,
aö ég þoli ekki tvennt: aö fariö sé
illa meö flikur og mat. Núoröiö
hendir fólk heilum flikum. Þaö
heföi ekki gert þaö i minu ung-
dæmi, þegar stöguö var bót viö
bót og fötín svo ónýt aö ævinlega
næddi í gegn. Og hvernig fariö er
meö matinn. Úrvalsmat sem
gengur af er hent. Þetta er
smán.”
Sýslað sitt af hverju
Viö hvaöhefuröu unniö siöan þú
komst til Reykjavlkur og hvernig
likaöi þér aö flytjast hingaö eftir
58 ár fyrir austan?
„Ég lét mér lika þaö vel, vegna
þess aö ég varö aö fara til
Reykjavikur. Maöurinn var orö-
inn blindur, jöröin var aö blása
upp og börnin farin, þaö var ekki
um annaö aö ræöa.
Fyrst vann ég á Farsóttarhús-
inu, hjá Mariu Maack, en þegar
hún hætti, hætti ég lika. siöan hef
ég sislaö viösittafhverju. Vann i
Hampiöjunni um tima, en siöustu
árin stundaöi ég dauövona fólk
sem lá i heimahúsum. Þaö dó aö
meöaltali einn á ári af þeim
sem ég annaöist um. Ég spuröi
lækni hvort þetta væri óeölilega
hátt hlutfall. Hann sagöi svo ekki
vera, miöaö viö ástand sjúkling-
anna þegar ég tók viö þeim."
Nóbelsverðlaun út á
mont
— Hvaö geriröu hér þér til
dægrastyttingar?
„Bara þaö sem mig langar til
hverju sinni. Þaö kemur fyrir aö
ég bregö prjóni, svo les ég mikiö.
Ég er aö lesa Kiljan núna, þaö er
mikiö verk. Ég þarf aö lesa kafl-
ana tvisvar. Annars held ég aö
hannhafi fengiö Nðbelsverölaun
út á montiö.”
— Helduröu uppá Kiljan sem
rithöfund?
„Æ, ég veit þaö ekki, ég hef aö-
eins gluggaö I bækurnar hans."
(Undirritaöur hefur þaö eftir
öörum leiöum aö Halldóra hafi
lesiö allar bækur Halldórs Lax-
ness.)
„Sjáöu, hérna á ég litasjón-
varp, meö svona stilli, svo ég
þarf ekki aö hreyfa mig úr stóln-
um. Þaö er munur, finnst þér
ekki,” og Halldóra brosir viö.
Aldrei I leikhús.
— Feröu f leikhús eöa á aöra
mannfagnaöi og skemmtanir?
„Nei, ég hef aldrei komiö I leik-
hús, aldreiá æfinni, ogég get sagt
þér þaö, aö ég ætía i gröfina án
þess aö koma I leikhús."
— Af hverju ertu svona mikiö á
móti ieikliúsum?
„Ég er ekkert á móti þeim, ég
ætla bara aldrei i leikhús, mig
langar ekki til þess og þá fer ég
ekki."
— Ennúáttu sjónvarp, horfiröu
á ieikrit i þvi?
„Já, já, og hef gaman af. Ég
horfi mikiö á sjónvarpiö."
— Hvernig likar þér aö vera
komin hingaö aö Lönguhliö 3 i
f jölbýli?
„Vel, ég get vanist öllu. Húsiö
og öll aöstaöa hér er til fyrir-
myndar, alvegdýrölegogég vona
bara aö fólkiö kunni aö meta þaö
sem fyrir þaö er gert.”
„Þú ert frá Þjóöviljanum?
Veistu aö ég hef kosiö Framsókn-.
arflokkinn i 50 ár, þar til I vor.”
— Kaustu þá ekki I vor?
„Þaö kemur ekki málinu viö,
þaö er mitt einkamál.”
Eftir stutta þögn segir Halldóra
allt ieinueftir aöhafa horft á mig
um stund:
„Finnst þér ég vera hrjúf?"
Ég vildi vera kurteis og sagöi
nei.
hef aldrei komið 1 leikhús
„Þaö er nú heldur litiö, sem ég
lief aö segja, en gjöröu samt svo
velogkomdu inn fyrir og fáöu þér
sæti”, sagöi Halldóra Eyjólfs-
dóttír, 77 ára gömul, ættuö úr
Skaftafeilssýslu, en hún býr aö
Löngultliö 3
Hungur i æsku
—Attiröu lengi heima I Skafta-
fellssýslu?
„I 58 ár. Ég er fædd aö Hólmi i
Landbroti 30. nóv. 1901 og kom
ekki tíl Reykjavikur fyrr en 1959
og þá tilneydd.”
— Hversvegna tilneydd?
„Maöurinn minn var oröinn
blindur og þurfti aö komast á
blindraheimiliö, og svo voru
börnin öll flutt i burtu.”
—Áttiröu alltaf heima I Land-
brotinu?
„Nei, mjög stutt. Ég var ekki
nema 3ja ára þegar foreldrar
minir fluttu i Meöallandiö og
þar átti ég heima upp frá þvi. Ég
bjó aö Syöri Steinsmýri I 36 ár og
eignaöist 8 börn, sem öll komust
til manns."
— Var ekki fátækt mikil fyrir
austan i þinu ungdæmi?
A svona stað
er gott að vera
sögðu þeir Páll Þorbjörnsson
/
og Agúst Brynjólfsson
Tveir heiöursmenn sátu og
röbbuöu saman i setustofúnni aö
Lönguhliö 3 þegar blaöamaöur
Þjóðviljans gékk þar um ganga.
Þetta voruþeir Páll Þorbjörnsson
fyrrum sjómaöur ættaöur úr N -
Isaf jaröarsýslu og Agúst
Brynjólfsson, fyrrum járnsmiö-
ur, Vesturbæingur, eins og hann
oröaöi þaö sjálfur.
Þeir sögöust báöir hafa flutt i
húsiö þegar þaö var opnaö I lok
september sl. Þeir voru sammála
umaöatlætiogaöbúnaöurá þess-
um staö væri til sérstakrar fyrir-
myndar.
Agúst: Ég hætti aö geta stundaö
vinnu 1974 vegna lasleika og áöur
en ég kom i þetta hús leigöi ég
mér herbergi út I bæ. Ég ætla ekki
aö lfkja þvi saman hvaö manni
liöur miklu betur hér.
Páll: Þaö var liöagigt sem geröi
mig óvinnufæran og þaö er eins
meö mig og Agúst, aö ég leigði
mér herbergiskytru út i bæ og ég
tek undir þaö sem hann sagöi um
liöan manns hér.
Hvaö gera þeir svo til aö drepa
timann eins og þaö er kallaö?
Þeir kváöust fara oft i göngu-
feröir, lesabækur oghorfa á sjón-
varpAgúst sagöist hafa ánægju af
skák, en þvi miöur væri enginn
sem tefldi skák aö Lönguhliö 3.
Konurnar tefla ekki og þær eru I
miklum meirihluta, 24 á móti 6
körlum.
Aöspuröir um hvort þeir elduöu
sér mat sjálfir aö kvöldinu, sögö-
ust þeir stundum gera þaö, eitt-
hvert snarl, annars væri hádegis-
maturinn svo mikill og góöur aö
svo litiö snarl aö kvöldinu dugar.
— Eftir aö þú fórst aö búa eigin
búi, voruö þiö fátæk?
„Já, viö vorum alltaf fátæk, þö
man ég ekki til þess aö viö liðum
hungur. Sili og fiskur á fjöru
bjargaöi þvf, nú, og svo voru þaö
strandpeningarnir, þeir komu sér
oft vel.
— Strandpeningar?
„Já, þegar skip strandaöi,
fengu menn vinnu viö aö bjarga
verðmætum úr skipunum. Þetta
vorukallaöirstrandpeningar. Svo
veiddum viö silung, og reki gaf
svo litiö I aöra hönd. Þetta bless-
aöist einhvern veginn.
og ætla í
gröfina án þess
að koma þar,
sagði
Halldóra
Eyjólfsdóttir
„Víst er ég hr júf og get skvett
útundan mér, ég veit það vel, en
lifiöhefur markaö mann og mót-
aö aö þaö hefur ekki alltaf veriö
dans á rósum
(Halldóra er lágvaxin kona,
meö vinnulúnar hnýttar hendur
en handtak hennar var hlýtt þeg-
ar hún kvaddi mig. Þaö er rétt,
tilsvör hennar eru oft hrjúf, ég
vissi þaö áöur en viö fórum aö
ræöa saman. Maöur sem þekkir
hana sagöi mér aö yfirboröiö væri
hrjúft, en — gullhjarta sem undir
slær — eins og hann orðaöi þaö).
S.dór
Páll Þorbjörnsson t.h. og Agúst Eyjólfsson
Þeir voru sammála um aö þaö
væri manni sjálfum aö kenna, ef
manni liöi ekki velaö Lönguhliö 3.
Hér getur hver og einn veriö útaf
fyrir sig ef hann v ill og eins leitaö
eftir félagsskapef svo ber undir .
Aö lokum var þvi skotiö aö
blaöamanni aö ef nýju rikis-
stjórninni tækist eins vel upp og
þeim er stjórna aö Lönguhlið 3, þá
væri ekki ástæöa til aö kviöa
framtiöinni. S. dór