Þjóðviljinn - 30.12.1978, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. desember 1978.
AF LÖNGUM GAUR í LÍTILLI GRÝTU
Þaö má ganga út frá því sem vísu hér a' ís-
landi og víst einnig í hinum siðmenntaða
heimi, að þegar listrænt skammrif er á boð-
stólum, þá fylgir jafnan böggull, stundum
kallaður krítikk eða gagg-rýni.
Gagg-rýnendur eru oft vitibornir menn, sem
ekki hafa borið gæfu til listrænna afreka,
þrátt fyrir mikla þekkingu á öllu því, sem að
list lýtur.
Hlutverk þeirra er raunar öðru fremur það
að losa fólk við að mynda sér skoðun á því sem
það sér eða heyrir svo að mannskapurinn
þurfi ekki að vera að ergja sig yfir því hvað
honum f innst, heldur geti umbúðalaust fengið
að vita hvað honum á að finnast.
Að undanförnu hefur pressan verið í því að
afgreiða sjónvarpsleikrit Hrafns Gunnlaugs-
sonar (byggt á ieikriti Halldórs Laxness,
Silfurtúnglinu) og ætti nú alþjóð, af öllum
þeim fræðum, að fara að geta gert sér það
Ijóst hvað henni finnst að sér eigi að finnast
um verkið.
Annað mál er svo það að auðvitað á þjóðin
kröfu á því að fá sérfræðilega og dæmigerða
gaggrýni ekki bara á Silfurtúnglið,heldur allt
sem birtist á skjánum, en einhverra hluta
vegna hef ur ekki enn komið nein slik gaggrýni
um sjónvarpsleikrit ársins.Atján barna föður í
álfheimum. Hér verður úr því bætt, svo fólk
fái nú í eitt skipti f yrir öll að vita hvað því á að
finnast um það verk.
Langur gaur í lítilli grýtu
Sjónvarpsleikritið
Atján barna faðir í álfheimum.
Gaggrýni.
Ekki er vafi á því að mesta vandamál
þeirra, sem búa verk til flutnings í sjónvarpi
og leikstýra þeim, er að f inna f lytjendur sem
passa í hlutverkin. Ef um söngleiki er að ræða,
þá ríður á að f lytjendur haldi lagi, þ.e.a.s. þeir
sem eiga að syngja. Þá er ekki síður brýn
nauðsyn á þvi að leikendur haf i trúverðugt út-
lit, þannig að greppitrýni séu ekki sett í hlut-
verk fegurðardísa, né fegurðardisir í um-
skiptinga. Það er löngu Ijóst að snoppufriðir
viðvaningar fara betur á skerminum, heldur
en mjög óf ríðar leikkonur og illa vaxnar, en á
þeim er talsvert framboð um þessar mundir
(þeim fyrrnefndu). Þá er það Ijóst að góðum
leikurum er mikill háski búinn í sjónvarpi, þar
sem þeir eru vanir vídd sviðsins, en sú vídd
hæfir ekki þrengslum skermsins. Þannig
verða bestu leikarar íslensku þjóðarinnar oft
einsog langir gaurar í lítilli grýtu, þegar þeir
koma á sjónvarpsskerminn þar sem viðvan-
ingarnir verða aftur á móti — eins og hæf ir —
venjulegar sleifar og þvörur.
I þessari leikgerð Átján barna föður í álf-
heimum virðist rétta leiðin tvímælalaust hafa
verið valin. Auðvitað má endalaust deilda um
það hvað rétt sé og hvað rangt, en hvað sagði
ekki Brecht: „á meðan hið ranga er ekki haft
að leiðarljósi virðist hið rétta oft í augsýn." A
þetta ekki hvað síst við um sjónvarpsgerð
þjóðsagna. Þótt hér haf i ekki varið farin vörð-
uð leið er hvergi vikið af troðnum slóðum
þjóðsögunnar og menningararf ur aldanna vel
geymdur í handraðanum.
Segja má að með sjónvarpsleikritinu Átján
barna faðir í álfheimum hafi tæknilegt blað
verið brotið. Tæknin er látin lúta lögmálum
verksins í hvívetna. Það er tildæmis alger ný-
lunda að þar sem flatneskja textans rís hæst,
þar er hljóðupptakan slævð að því marki að
orðaskipti heyrast ekki og geta allir vel við
unað.
Það verður að teljast misráðið af leikstjóra
að láta viðvaninginn Hall Jónsson fara með
hlutverk umskiptingsins, jafn mikið framboð
og er af reyndum leikurum, sem hefðu, þó
ekki væri nema útlitsins vegna, passað í það
hlutverk.
Árbjörg Hreggviðsdóttir var aftur á móti í
essinu sínu sem álfkonan og gaman að sjá
hana aftur á skjánum eftir nokkurt hlé. Ár-
björg hefur sem kunnugt er að undanförnu átt
við umtalsvert hárlos að stríða,en með tækni-
brögðum mun hafa verið hægt að hefta það
meðan á upptöku stóð. Það stóð Árbjörgu
sannarlega ekki fyrir þrifum að hún er leik-
kona,og það er satt að segja undravert hve vel
henni tókst að leyna heltinni, nema í álfa-
meyjadansinum. Árbjörg kemst áreiðanlega á
toppinn áður en yfir lýkur.
Höfundur sjónvarpshandrits tók þann kost-
inn að breyta þjóðsögunni nokkuð til sjón-
varpsf lutnings, og er umtalsverðasta breyt-
ingin ef til vill sú að hann leggur húsfreyju í
munn hin fleygu orð „Hef ég aldrei séð svo
langan gaur í svo lítilli grýtu", en það segir
hún við umskiptinginn þegar hún er að dilla
honum í næturatriðinu. Þessi breyting mun ef-
laust stórauka á sölumöguleika á verkinu í
Skandinavíu.
Aðrir leikendur stóðu sig með prýði. Óneit-
anlega hefði verið gaman að sjá Onnu Borg,
Arndísi eða Gunnþórunni í hlutverki hús-
f reyju, en því varð ekki viðkomið þar sem þær
eruallar látnar. Halla Pétursdóttir leysti enda
hlutverk húsfreyju vel af hólmi/þrátt fyrir
exemið, sem ekki var til lýta, nema þegar hún
skipti skapi og þá hjá þeim, sem sáu „Átján
barna föður" í lit.
Mörgum þótti endirinn f ull-átakanlegur eða
eins og Þorbjörg æra (Æra — Tobba) sagði
eftir útsendinguna:
i sjónvarpinu er eitt sem að ég af leitt tel,
alveg sama hvussu lengi við það sit,
það er eins og ekkert geti endað vel
þóallir fáiaðhorfaá þaðílit.
Flosi.
81333»
HalliogLaddi
margfaldaðir
með þremur
Eldhúsmella hringdi:
Eg er ferlega óhress meö
barnatima sjónvarpsins einsog
fleiri. Þó fannst mér keyra um
þverbak á jóladag. Þá var
blessuAum börnunum boöiö
uppá Halla og Ladda i þrenns-
konar gervi: þeir voru jóla-
sveinar, þeir voru Glámur og
Skrámur, og þeir voru Halli og
Laddi. Eru engir aörir til I þessu
landi sem nenna aö skemmta
börnum? Eöa hafa þeir bræöur
einkarétt? Þaö væri kannski sök
sér ef þeir væru örlftiö
skemmtilegri, greyin. Og svo er
náttúrulega ekki viö þá aö sak-
ast, sjálfa. Hinsvegar viröist
þaö vera rikjandi stefna hjá
þeim sem stjórna þessum
barnatimum aö nota þá fyrir
allskyns duldar auglýsingar.
Þaö er t.d. alltaf veriö aö aug-
lýsa hljómplötur I Stundinni
okkar.
En vonandi lagast þetta nú
þegar jólavertföin er afstaöin —
og vonandi veröur nýi stjórn-
andinn betri en fyrirrennarar
hennar. Mér finnst bara aö á
barnaárinu ættu menn aö velta
þessu fyrir sér I fullri alvöru og
gera eitthvaö f málinu. Þaö er
hreinasta skömm hvaö börnun-
um er boöiö uppá.
Auglýsing
í Þjóðviljanum ber ávöxt
Viöbyggingin er ansi góð
E,K. hringdi — hún haföi veitt
athygli teikningu af nýtiskulegri
viöbyggingu viö Hótel Borg og
fylgdi meö spurning til lesenda
um þaö, hvernig þeim litist á
blikuna.
E.K. sagöi stutt og laggott:
mér finnst þetta bara fjandi
gott. Ég held ekki þaö heföi ver-
iö neitt betra aö reisa einskonar
stælingu á Hótel Borg sjálfu,
þaö hús var reist um 1930 og i
anda þess tfma, sem er óþarft
aö eltast viö núna.
Mér finnst þiö á blaöinu ganga
ansi langt I að vera á móti öllum
eöa svotil öllum nýbyggingum I
eldri borgarhlutum.
Að kaupa sér góða samvisku
Mitt I auglýsingahávaöa jólanna
þegar kaupmenn reyna á allan
máta aö selja mér og fjölskyldu
minni allt milli himins og jaröar
meö aöstoö útvarps, sjónvarps og
auglýsingablaöa, kemur
HÖNDIN, fréttabréf kirkjunnar,
innúr dyrunum.
Þetta er svosem fallega hugsaö
af þeim. Þeir vilja slá þrjár
flugur I einu höggi: 1) þeir reyna
aö safna peningum handa hungr-
uöu fólki I þriöja heiminum, 2)
þeir reyna aö selja mér góöa jóla-
samvisku og 3) þeir reyna aö
hjálpa kaupmönnum viö aö selja
mér leikföng, lfkamsræktar-
apparöt.feröir til framandi landa
(þar sem ég get séö fólk svelta)
og marga aðra spennandi og nyt-
sama hluti.
Númer 1 og 3 slást af kæti um
athygli mina upp og niöur blaö-
siöurnar — samtals fylla þau 16
siöur, og kirkjan gerir alls enga
tilraun til aö koma sinni skoöun á
| málinu aö — ég er frjáls aö velja.
Útgefendur blaösins viröast
ekkert skipta sér af þvf hvort ég
vel heldur svöngu börnin meö rif-
beinin sem hægt er aö telja, börn-
in sem líta út einsog gamalmenni,
hungruöu mæöurnar meö deyj-
andi smábörn i fanginu, eöa úr,
hrærivélar,falleg húsgögn — eöa
kannski stereógræjur handa
kjarnafjölskyldunni. A.m.k. er
ekki geröur neinn greinarmunur
á þessu á myndasiðunum, og þaö
eru jú þær sem yngstu börnin á
heimilinu skoða, vegna þess aö
textinn er þeim lokuö bók.
Hvort vil ég gefa brauö til
þriöja heimsins eöa kaupa mér
fallegar siöbuxur? Svona setur
kirkjan dæmiö upp. Eöa kannski
ætti ég aö skilja þetta svo, aö
þegar ég hef keypt leikföng osfrv.
geti ég sett veröbólgna fslenska
smápeninga f pappirssparibauk-
inn sem fylgir blaöinu. Þegar ég
svo afhendi hann sóknarprest-
inum get ég litiö svo á aö ég hafi
keypt mér eitt stykki góöa sam-
visku.
Kirkjurnar, þ.á.m. islenska
þjóökirkjan, hafa varaö foreldra
viö þvf aö kaupa Félaga Jesúm
handa börnum sinum vegna þess
aö bókin geti haft skaðleg áhrif á
óþroskaða hugi þeirra. Ég vara
þjóðina viö þvi aö láta þessi
ósmekklegu rit,sem kirkjan treö-
ur upp á okkur öll í nafni göfugs
málstaöar, hafa áhrif á sig. Ég er
þeirrar skoðunar aö þau séu
meira en skaöleg, þvi aö meö litil-
lækkun sinni á hinum fátæku og
soltnu þurrka þau út eitt þaö
besta sem okkur mannfólkinu er
gefiö: hæfileikann til aö reiöast
óréttlætinu.
1 lokin vil ég bera fram jóla- og
nýársósk: ég vildi aö viö tækjum
vandamál þriöja heimsins alvar-
lega, alvarlegar en kirkjan gerir,
og aö á nýja árinu störfuöum viö
aö þvi aö auka aöstoö ríkisins viö
þróunarlöndin.
Annette Bauder Jensen,
kennari á Akureyri.