Þjóðviljinn - 30.12.1978, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 30. desember 1978.
Verkamannafélagid Dagsbrún
Jólatrésskemmtun
fyrir börn félagsmanna verður haldin i
Lindarbæ miðvikudaginn3. janúar 1979 og
hefst kl. 3.
Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu
félagsins að Lindargötu 9 simi 25633 og
við innganginn.
Nefndin
VEISTU...
. . . .að árgjald flestra liknar- og styrktar-
félaga er sama og verð eins til þriggjai
sigarettupakka? Ævifélagsgjald er al-
mennt tifalt ársgjald.
Ekki hafa allir tima eða sérþekkingu til að
aðstoða og likna. Við höfum hins vegar
flest andvirði nokkurra vindlingapakka til
að létta störf þess fólks sem helgað hefur
sig liknarmálum.
leigumiíilun
Ókeypis ráðgjöf fyrir alla leigjendur.
Meðlimir fá fyrirgreiðslu leigumiðlunar
Leigjendasamtakanna, sem opin er alla
virka daga kl. 1—5 e.h. Árgjald kr. 5000.-
Leigjendasam tökin
Bókhlööustíg 7, Rvk sími 27609
ráögjöf
Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
4
önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468
Yfiríit, keppnisárið 1978
Helstu úrslit ársins
Er þátturinn hóf göngu sina
fyrir rúmum 16 mánuöum,
ákváöu umsjónarmenn hans aö
taka upp ýmsar venjur, er ekki
höföu tiökast i bridgeþáttum um
lengri eöa skemmri tima. Eitt
atriöi i þvi var upprifjun helstu
atburöa liöins árs einmitt I siö-
asta þætti ársins. Og þær helstu
eru:
íslandsmeistarar I sveita-
keppni varö sveit Hjalta Elias-
sonar, annaö áriö i röö. Meö
honum eru: Asmundur.Pálsson,
Einar Þorfinnsson, Guölaugur
R. Jóhannsson og örn Arnþórs-
son.
í 2. sæti varö sveit Guömund-
ar LArmannssonar, en meö hon-
um oru: Sævar Þorbjörnsson,
Sigi röur Sverrisson, Skúli
Einarsson, Guömundur Páll
Arnarson og Egill Guöjohnsen.
1 3. sæti varö svo sveit Sigur-
jóns Tryggvasonar. Meö honum
voru: Gestur Jónsson, Gisli
Steingrimsson, Sigfús Arnason,
Agúst Helgason og Hannes R.
Jónsson.
Islandsmeistarar i tvimenn-
ing uröu þeir Skúli Einarsson og
Siguröur Sverrisson frá Asun-
um.
Er þaö fyrsti Islands-
meistaratitillinn sem par utan
BR vinnur.
1 2. sæti, aöeins stigi frá sigri,
uröu Einar Þorfinnsson og Sig-
tryggur Sigurösson.
1 3. sæti uröu svo Jakob R.
Möller og Jón Hjaltason Óöals-
bóndi.
Bikarmeistarar i sveita-
keppni varö sveit Þórarins Sig-
þórssonar, en meö honum voru
Óli Már Guömundsson, Höröur
Arnþórsson og Stefán Guöjohn-
sen.
Þeir unnu sveit Guömundar
Páls Arnarsonar (sú sama og
lenti i 2. sæti I Islm.) örugglega.
Nýbakaöir Reykjavikur-
meistarar i tvimenning eru þeir
Asmundur Pálsson og Hjalti
Eliasson.
1 2. sæti voru Jón Baldursson
og Sverrir Armannsson. 1 3. sæti
voru svo Höröur Blöndal og Páll
Bergsson.
Reykjavikurmeistari i sveita-
keppni 1978 varö sveit Stefáns
Guöjohnsens. Meö honum voru:
Jóhann Jónsson, Höröur Arn-
þórsson og Þórarinn Sigþórs-
son.
1 2. sæti varö sveit Jóns As-
björnssonar; ásamt honum
voru Simon Simonarson, Helgi
Jónsson, Helgi Sigurösson, Jón
G. Jónsson og Ólafur H. Ólafs-
son.
Og i 3. sæti varö svo sveit
Sigurjóns Tryggvasonar. Meö
honum voru Gestur Jónsson,
Gisli Steingrimsson, Sigfús
Árnason, Agúst Helgason og
Hannes R. Jónsson.
Islandsmót i einmenning var
ekki haldið á árinu, en nv.meist-
ari er Jóhann Jónsson.
Bikarkeppni I tvimenning var
haldin á árinu, en úrslit enn á
huldu. Stafar það af einhverjum
mistökum i úrvinnslu gagna, en
spil eru tölvureiknuð (útkom-
an).
Skúli Einarsson
Þetta eru helstu úrslit ársins
sem er ab kveöja. Sé augunum
rennt yfir þau, vekur árangur
ungu mannanna mesta athygli
mina. Sérstaklega árangur
Skúla Einarssonar sem er meö
afbrigðum glæsilegur.
Makkersskapur hans og Sigurö-
ar, sem er öllu vanari refur I
greininni, varð ekki langlifur,
en að sönnu árangursrikari en
hjá flestum öörum. Tvimæla-
laust er Skúli Einarson maöur
ársins I bridge á Islandi 1978.
Landslið 1978
í landsliöum 1978 kepptu
eftirtaldir: Karlaliö á Noröur-
landsmeistaramótinu i Reykja-
vik: Guömundur Pétursson,
Karl Sigurhjartarson, Guðlaug-
ur R. jóhannsson,örn Arnþórs-
son, Jón Asbjörnsson og Simon
Simonarson.
1 kvennaliði á sama móti:
Halla Bergþórsdóttir, Kristjana
Steingrimsdóttir, Guðriður
Guömundsdóttir, Kristin
Þórðardóttir, Esther Jakobs-
dóttir og Ragna ólafsd.
1 liði yngri manna: Skúli
Einarsson, Sigurður Sverrisson,
Haukur Ingason, Þorlákur
Jónsson, Egill Guðjohnsen og
Guömundur Páll Arnarson.
1 liöi yngri manna á Evrópu-
móti i Skotlandi: Skúli Einars-
son, Siguröur Sverrisson,
Guðmundur Hermannsson og
Sævar Þorbjörnsson.
Um árangur allra þessara
liöa þarf ekki aö fjölyrða. Hann
var lélegur. Einna bestur var
hann þó hjá kvennaliöinu, og
stóöu þær sig meb mestu prýöi,
(mynd: Bjarnleifur)
þvi kvennalið á Norðurlöndum
þykja meö hinum bestu I heimi.
Ekki er hægt aö skilja svo viö
upprifjun móta á s.l. ári, aö ekki
sé minnst á þátttöku okkar I
Olympiumótinu i New Orleans I
tvimenning. Þangaö fóru 2 pör
auk fylgdarmanns (einhver
veröur að leiðbeina þessum pilt-
um...). Jakob R. Möller og
Jón Baldursson stóöu sig meö
mestu ágætum og náöu 59. sæti
af um 200. Óli Már Guðmunds-
son og Þórarinn Sigþórsson
voru litlu neöar, eöa I 84. sæti.
Er þetta vel viðunandi, en til
samanburöar má geta þess, aö
1974, á Kanari, náði besta isl.
parið 67. sæti og næsta par 95.
sæti. Þá kepptu 6 Isl. pör.__
Fyrirliðar landsliöa 1978
voru: Jón Hjaltason fyrir karla-
liði.
Vilhjálmur Sigurðsson fyrir
kvennaliöi.
Sverrir Armannsson fyrir liði
yngri manna á báöum mótun-
um.
Og hérmeð lýkur yfirliti árs-
ins 1978. Þátturinn óskar öllu
bridgeáhugafólki um land allt
árs og friöar.
Islandsmeistarar i Bridge, Siguröur (t.h) og Skúli.
bækur
Astraea.
The Imperial Theme in the
Sixteenth Century. Francis A.
Yates. Penguin Books 1978.
'•'rancis A. Yates sér margt I
jóru ljósi en almennt gerist, hún
hefur sett saman nokkrar bækur
sem eiga þaö sammerkt aö þar er
tekiö á viöfangsefnunum á fersk-*
ari hátt og frumlegri, en venju^
legt er. Bók hennar um Giord-
ano Bruno og The Artof
Memory vöktu verðskuldaöa
athygli. 1 þessari bók fjallar hún
um sextándu aldar efni, sem fáir
hafa rætt, hugmyndina um
endurkomu Astraeu, sem flúöi
mannheima þegar járnöldin rann
upp og sérhyggja og eigingirni
náöu völdum yfir hugum mann-
anna. Astraea var sú siöasta
hinna ódauölegu guöa, sem
byggöi mannheima, gyðja rétt-
lætis og heiöarleika. Ovidius lýsir
i Myndbreytingum hinum fjórum
öldum, fyrst var gullöldin, öld
Satdrnusar, þá var eilift vor og
menn liföu án erfiöis, réttlátir og
glaðir, siöan rann upp silfuröld
Júpiters, þá hófust árstiðaskipt-
in og erfiðiö, bronsöldin tók siöan
viö og loks járnöldin þegar Astra-
ea eöa Virgo hvarf af jöröinni og
tók sér stööu i festingunni.
Sextánda öldin var öld gagn-
gerra breytinga og I skáldskap
aldarinnar má sjá ýmis merki um
von betri tima. Von Virgiliusar úr
Haröljóöunum um aö virgo komi
aftur og þá renni aftur upp gull-
öld, öld Saturnusar, ,,Iam redit et
virgo, redeunt Saturnia regna”,
þessi von liföi alla tiö og hún verö-
ur áberandi I skáldskap 16. aldar.
Ariosto spáir þvi i Orlando furioso
aö meö valdatöku Karls keisara 5.
muni kristiö réttlæti hefjast til
vegs og gyöja réttlætisins muni
aftur hverfa til jarðarinnar. Ljóö«
linurnar úr Orlando furioso voru
ekkert einsdæmi um von manna
um riki réttlætisins. Meðal
enskra skálda kvaö við sama tón
viö valdatöku Elisabetar I.
Kristnir þjóöhöföingjar, sem
stjórnuöu inspireraöir af Heilög-
um anda myndu endurreisa rétt-
lætiö I heiminum og stofna til þús-
und ára rfkisins.
Francis A. Yates rekur fjöl-
mörg dæmi um þessar vonir
skáldanna og þær gildu ástæöur
sem þeir reistu vonir sinar á,
valdatöku ungs kristins keisara,
sem réöi rlkjum svo vitt, aö sólin
settist aldrei i rikjum hans og var
auk þess afkomandi voldugustu
ætta álfunnar. The Faerie Queene
Spencers tjáöi samskonar vonir
um riki Elisabetar I. A Frakk-
landi var svipað uppi á teningn-
um. Konungur Frakklands taldist
af mörgum sá sanni kristni
þjóöhöföingi og bar I titli sinum,
rex christianissimus, hákristinn
konungur, enda var ekki sparað
aö vitna til þess af frönskum
skáldum.
Yates er mjög lagið aö skynja
og skilja þær forsendur sem mót-
uöuhugarheim fyrri tima og þess-
vegna tekst henni aö koma þess-
um timum og anda þeirra til
skila meö miklum ágætum og á
þeirra eigin forsendum.