Þjóðviljinn - 13.01.1979, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 13.01.1979, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN iLaugardagur 13. janúar 1979. Af ölviniu og sigurvúnu Víkinga að fornu og nýju Það hefur áreiðanlega ekki farið framhjá neinum að Víkingar haf a verið dæmdir úr leik í Evrópubikarkeppni í handknattleik, vegna óláta í sænska bænum Ystad. Handknattleiksmennirnir hafa verið bornir þeim þungu sökum að hafa spjallað staðinn eftir leikinn, með því að brjóta rúðu og færa jólatré úr stað, en hafi ofan í kaupið verið „glaðreif ir." Ljóst er að slík hervirki eru ekki látin óátal- in á tuttugustu öldinni. Egill Skallagrímsson hefur stundum verið kallurfyrsti íslenski víkingurinn og stofnandi Víkings. Hann var uppi á öndverðri gullöld íslendinga. Segja má að leikreglur hafi verið með nokkuð öðrum hætti um hans daga en í dag, einkum þegar Víkingar mættu til leiks í löndunum, sem liggja að Atlantshafi (austanverðu) og Eystrasalti. Þá þótti það Víkingum til stórvansa, ef þeir létu ekki dálítið að sér kveða í þeim stöðum sænskum, sem þeir sóttu heim. Sjálfur knattleikurinn var í þvi fólginn að kasta reifabörnum og hvítvoðungum á milli sin á spjótsoddum, eftir að allur karlpeningur staðarins hafði verið strádrepinn. Rúsínan í pylsuendanum var svo að nauðga því sem eftir lifði af veikara kyninu og brenna svo allt til kaldra kola, eftir að það sem fémætt gat talist hafði verið hirt. Þá var nú svolítið bragð af heimsóknum Víkinga til annarra landa, ekki síst Svíþjóðar. Fræg eru handknattleiksafrek þeirra feðga Egils og föður hans Skallagríms bæði á Hvítárvöllum sem og á heimavelli. Á einu Hvítárvallamótinu fór lið Egils, sem þá var sex ára og í drengjaf lokki Víkings, halloka í fyrri hálfleik, en ellefu ára snáði Grímur Heggsson frá Heggstöðum var besti maður í liði andstæðinga Egils. í síðari hálfleik tókst síðan Agli — eins og alkunna er — að ,,jafna" með því að hlaupa aftan að Grími og ganga frá honum með því að reka skeggöxi í höf uðið á honum svo stóð í heila. Frægari er þó leikurinn á heimavellinum á Borg, sem endaði með því að Skallagrímur drap táninginn Þórð Granason og hefði drepið Egil, sem þá var orðinn tólf ára, líka,ef gömul kona, Brák, hefði ekki gengið í milli.Svo reiður varð Skallagrimur Brák fyrir að aftra þvúað hann f engi að drepa son sinn, að hann elti hana niður í Borgarnes og, eins og segir orðrétt í Egils sögu, „Þá hljóp hún út af bjarginu á sund. Skaliagrímur kastaði eptir henni steini miklum ok setti milli herðar henni ok kom hvártki upp síðan". Semsagt þrumuskot. Viðþettafór svo Egillífýluog settist ekki að matborðinu fyrr en hann var búinn að drepa þannmann, sem bæði var kærstur Skallagrími föður hans og búsýslustjóri að Borg. Svona voru nú æfingarnar í Víkingi í þá daga. Nú hlaut að reka að því að Víkingur færi í handknattleiksför til Svíþjóðar. Fyrsta förin var farin til Lundar, sem um aldaraðir hefur verið aðsetur skólakrakka, og var Egill Skallagrímsson að sjálfsögðu fyrirliði. Eftir þann leik létu liðsmenn Víkings sér ekki nægja að flytja jólatré úr stað og brjóta rúðu, heldur drápu í Lundi hvert mannsbarn, eða eins og segir í Eglu orðrétt: „Ræntu þeir kaupstaðinn ok brenndu, áður en þeir skilðusk við". Aldrei hef ég heyrt að nokkur hreyfði því nokkru sinni, að dapma Víking frá keppni eftir þennan leik í Svíþjóð, enda fráleitt, þar sem spjöllin voru framin eftir að leikurinn var af- staðinn, alveg eins og um daginn, eftir Evrópubikarkeppnina í Ystad í Sviþjóð. Vondir menn hafa reynt að halda því fram að Víkingar hafi verið i „ölvímu", þegar þeir brutu rúðuna og færðu jólatréð úr stað á dög- unum, en Víkingar standa á þvi fastar en fót- unum að þeir hafi verið í „sigurvímu". Þessar tvær vímur eru að því leyti ólíkar, að sú fyrri er talin óæskileg, en hin síðari sjálf- sögð, skemmtileg og mannleg, eftir unnin afrek. Eitt er víst: Ekki þarf annað en að fletta blöðum sögunnar til að sannfærast um það, að mun stærri og meiri afrek hafa verið unnin í „sigurvímu" en „ölvimu". í „ölvímu" eru ef til vill þau afrek unnin stærst að skíta í buxurnar, en í „sigurvímu" gereyða menn bæjum, borgum og þjóðlöndum og drepa allt kvikt í leiðinni. Mörg eru dæmi sigurvímunnar úr mannkynssögunni — ölvímunnar raunar líka. Ég ætla að láta það eftir mér að færa hér i letur eitt dulítið og skemmtilegt dæmi, raunar frá vorum dögum. Þegar búið var að gersigra Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni mæltu þeir Churchill og Roosevelt sér mót við Staiín í Yalta á Krímskaga. Þetta var 3. febrúar 1945. Þarna sátu sigurvegararnir að sumbli í átta daga og voru því bæði í ölvímu og sigurvímu. [ sigurvímunni,og í tilefni þess að þeir voru búnir að sigra í stríðinu, komu þeir sér saman um að gereyða Dresden, sem ekki haf ð annað gildi en það að vera talin öðrum borgum fegurri og hýsti þar að auki mikinn fjölda flóttafólks, aðallega konur og börn; var raunar yfirlýst óvarin borg. Að undirlagi mannvinanna Churchills og Roosevelts voru þarna, á einu dægri eða svo, myrtar 135.000 varnarlausar sálir. — Eitthundrað þrjátiu og fimm þúsund — Ef sigurvegararnir á Yalta-ráðstefnunni hefðu nú í ölvímu tekið uppá því að færa jóla- tré úr stað eða brjóta rúðu, má telja víst að þeir hefðu verið dæmdir úr leik. En engan hef ég heyrt orða það að dæma ætti þá fyrir eftirleikinn í Dresden, enda var hann f raminn í sigurvímu. Af öllu því sem að f raman er skráð, veit ég að Víkingarnir verða sýknaðir, ef það sannast að þeir haf i verið í sigurvímu í Ystad í Svíþjóð á dögunum; en guð hjálpi þeim, haf i þeir verið i ölvímu. Vonandi rætist ekki spádómur spákellingar- innar á Framnesveginum, en allir muna víst hvað hún sagði: Víkingarnir verða flæmdir víst úr keppni, og sannast hér að allir eru alltaf dæmdir eftir því hver víman er. Flosi. Nýjung í notkun í Hampiðjunni: Heyrnarhlífar með inn- byggðu móttökutæki t HampiOjunni er nú verið að taka i notkun nýja tegund heyrnarhlifa. Hlifar þessar eru meO innbyggöu móttökutæki, þannig aO starfsfólkiö getur hlustaö á útvarp og jafnframt er hægt aö kalla fóik i slma o.s.frv. Þessar hreyrnarhllfar eru nýjar á markaöinum og hafa ekki veriö notaöar hér á landi áöur. Daviö S. Helgason, deildar- stjóri i Hampiöjunni, sagöi bjóöviljanum i gær aö þeir væru nýbúnir aö fá fyrsta skammtinn af þessum hlifum, 40 talsins. „Reynslan á eftir aö skera úr um hvort þetta veröur vinsælt, en ég er ekki i nokkrum vafa um aö svo veröur,” sagöi Daviö. Veriö er aö vinna aö þvi aö setja upp loftnet, til aö hægt sé aö nota þessar heyrnarhlíar I verksmiöjusölun- um. Meö þessum tækjum geta menn F rönskunámskeið á vegum Alliance Francaies Innritun fyrir byrjendur og aðra fer fram i franska bókasafninu Laufásvegi 12 mánudaginn 15. janúar kl. 18. Allir kenn- arar eru franskir. Stjórnin hlustaö á útvarpiö eöa músik af segulbandstæki. Þá er hægt aö kalla I starfsmenn og er þaö aö sjálfsögöu öryggisatriöi, t.d. ef rafmagnslaust veröur eöa elds- voöi kemur upp. Daviö sagöi aö þessi nýju tæki hafi veriö rannsökuö af heyrnar- deild Heilsuverndarstöövarinnar, sem hafi mælt meö notkun þeirra. í gær kom starfsmaöur Heyrnar- deildarinnar I Hampiöjuna til aö mæla út fyrir uppsetningu loftneta, en reiknaö er meö aö taka heyrnartækin i notkun i byrjun næstu viku. Einhver vandræöi munu hafa veriö viö ákvöröun á tolli á þessi tæki, þar sem þau eru alveg ný á markaöinum. Upphaflega voru likur á aö greiöa þyrfti toll af þessum heyrnarhlifum eins og af heyrnartækjum, sem stungiö er i samband viö útvarp eöa plötu- spilara. En úr þvi mun hafa ræst, þannig aö tollurinn var ákveöinn 7% eins og af venjulegum heyrnarhlifum. —eös. Viö vinnuna I Hampiöjunni. Nú getur starfsfólkiö slegiö tvær flugur I einu höggi, — hlustaöá útvarp og verndaö heyrnina. (Ljósm. eik)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.