Þjóðviljinn - 13.01.1979, Síða 12

Þjóðviljinn - 13.01.1979, Síða 12
'12' SIÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 13. janúar 1979 sunnudag Efni m.a.s Memúrrúr á bak við „bœinn rauða” Þremenningarnir frá Neskaupssad „Sjálfstæðiskraf- an þarfnast ekki rökstuðnings við” Helgarviðtalið er við Pétur Reinert sjávarútvegsráðherra Fœreyja Ný gerð Landnámu Björn Þorsteinsson prófessor skrifar um Kortasögu íslands eftir Harald Sigurðsson. I minningu Halldórs Stef- ánssonar: Greinar eftir ( Halldór Laxness, Ólaf Jóhann Sigurðsson og Magnús Kjartansson Auk þess í Sunnudagsblaði: • Úr almanakinu — Jón Ásgeir Sigurðsson skrifar • Fingrarím fjallar um bítlaæðið • Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar um kúbanskar kvikmyndir • Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra svarar Ólafl Jónssyni vitaverði Um helgina Græna lyftan 1 Hlégarði Leikfélag Morfellssveitar frumsýndi á fimmtudaginn var gamanleikinn Grænu lyftuna eftir Avery Hopwood. Leikstjóri er Kristin Anna Þórarinsdóttir. önnur sýning var i gærkvöldi, og þriöja sýning er i dag kl. 5 i Hlégarði. Sigurður Þórir sýnir á Akranesi Sigurður Þórir Sigurðsson opn- ar i dag sýningu á grafikmyndum I Bókhlöðunni á Akranesi. Sigurður hefur ekki áður sýnt á Akranesi, en þetta er 7. einkasýn- ing hans. Aður hefur hann sýnt i Reykjavik, Kaupmannahöfn og Þórshöfn i Færeyjum. Hann hefur einnig tekið þátt i mörgum sam- sýningum hér heima og erlendis. Myndirnar eru allar unnar i grafik, ogi þeim er lögð áhersla á aö draga fram andstæður þjóðfé- lagsins. Sýningin veröur opnuð kl. 2 i dag. Hún verður opin frá 2-10 laugardag og sunnudag, en virka daga frá 5-10. Henni lýkur sunnu- daginn 21. jan. Myndirnar eru til sölu. Sirkus í Suðurgötunni Guðbergur Auðunsson, listmál- ari, opnar i dag, iaugardag. óvenjulega sýningu I Galleri Suðurgata 7. Sýningin er óvenju- leg að þvf leyti, að Guðbergur sýnir þarna myndverk, sem gerð eru með ljósmyndum af venjuieg- um og dvenjulegum hiutum ár daglega lifinu, sem mynda skemmtilegar og listrænar heild- ir, án þess að mannshöndin hafi komið þar nærri. Guðbergur nefnir sýninguna Sirkus. En meðþví á hann við hið fjölbreytilega umhverfi, sem hann byggir myndir sinar á. Um- hverfi hversdagsleikans, sem má lita á sem einhverskonar Sirkus — fjölleikahús, ef vel er að gáð. Þetta er fjórða einkasýning Guðbergs, en hann hefur áður sýnt m.a. að Kjarvalsstöðum. A sýningunni sýnir Guðbergur 30 myndir, sem allar eru til sölu fyrir „viöráðanlegt verð” eins og listamaðurinn komst að orði i samtali við blaðamenn. 1 sýningarskrá ritar ölafur Haukur Simonarson formálsorð m.a. um þann eiginleika Guð- bergs að geta séö skemmtilega hluti útúr hversdaglegum um- AMlHIMjM m hverfishlutum — sér og öðrum til ánægju. Sirkusinn verður opinn fyrir al- menning, daglega kl. 2-10 um helgar og 4-10 hversdagslega. Þetta er fyrsta sýningin i Galleri Suöurgata 7 á þessu ári. Breyttur sýningar- tími hjá Fjala- kettinum Um þessa helgi sýnir Fjalakötturinn, kvikmynda- klúbbur framhaldsskólanna, hina frægu grisku mynd FERÐALEIKHÚSIÐ. Þar eð myndin er mjög löng — sýningin tekur tæpa fjóra tima — verða aðeins tvær sýningar á morgun, sunnu- dag: kl. 4 og kl. 8. Laugar- dagssýningin verður hins- vegar kl. 5 I dag, einsog venjulega. Fólk er eindregið hvatt til aö láta ekki lengd myndar- innar á sig fá, þvi hér er um merkt listaverk að ræða. ih Grafík í Norræna húsinu í bókasafni og anddyri Norræna hússins stend- ur nú yfir sýning á 20 grafikmyndum eftir verðlaunahafa i nor- rænni samkeppni sem stofnunin Kunst i skolen i Danmörku gekkst fyrir á liðnu hausti. Verðlaunahafarnir eru tiu, allir frá Danmörku: Jörgen Brynjolf, Erik Hagens, I.P. Groth Jensen, Anne Marie Mejlholm, Berta Moltke, Vera Myhre, Leif Kvist- gaard Olsen, Poul Skov Sörens- sen, Ole Sporring og Tage Stein- toft. Félagið Islendk grafik sér um sýninguna hér á landi, en hún er farandsýning. Sýningin er opin á venjulegum opnunartima bóka- safnsins 14-19 á virkum dögum, en 14-17 á sunnudögum. Henni lýkur 21. jan. Svava Nlelsdóttir og Bjarki Bjarnason f Grænu lyftunni. ih

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.