Þjóðviljinn - 19.01.1979, Side 3

Þjóðviljinn - 19.01.1979, Side 3
Föstudagur 19. janúar 1979 ÞJ6ÐV1LJINN — SIÐA 3 I 1 I i f L 1 < J NÝBYGGINGAGJALDIÐ YTTI VIÐ ÞEIM: 40 levstu út byggmgar- leyfl í Reykjavík 5 milljónir komu í kassann hjá byggingafulltrúa á föstudag Nýbyggingagjaldið, sem tók gildi nú 15. janúar virð- ist hafa ýtt rækilega við ýmsum þeim sem áttu út- hlutað lóðum í Reykjavík, en höfðu ekki hafið framkvæmdir. Þannig leystu 40 aðilar út byggingarleyf i sín á föstu- daginn og greiddu í leyfis- gjöld um fimm miljónir króna. Mikið var einnig um afgreiðslu leyfa alla síð- ustu viku. bjóövilinn átti stutt viötal viö Magnús Skúlason formann bygginganefndar Reykjavikur og sagöi hann aö þetta nýja gjald virtist hafa haft ágæt áhrif aö þessu leyti, þvi þaö væri allt of al- gengt aö lóöum væri úthlutaö en siöan geröist ekkert árum saman. Þetta væri sérstaklega áberandi I verslunar- og iönaöarhverfum. „Ég vona bara aö þaö veröi fram- hald á þessari framtakssemi”. Þaö er auövitaö ljóst, aö þótt þaö sé góöra gjalda vert aö standa þannig skil á gjöldum sin- um til samfélagsins, þá er ástæö- an fyrir þessum skyndilega asa, hjá þeim sem sumir hafa haft lóö- ir á þriöja ár, „sparnaöur” sem felst i þvi aö sleppa viö ný- byggingagjaldiö. Skatturinn sem þurft heföi aö greiöa af þessum byggingum sem leyfi fengu i siö- ustu viku heföi numiö um 200 mil- jónum. Þar af leiöir aö hér er veriö aö leggja af staö meö fram- kvæmdir i byggingariönaöi upp á 10 miljaröa. Riki sami dugnaöur- inn áfram hjá framkvæmda- mönnum mundi þaö stuöla aö at- vinnuöryggi i borginni og kannske hillir undir langþráö lok framkvæmda i ýmsum verslunar- og iönaöarhverfum borgarinnar. sgt Alltað 111.400 kr.frá- dráttur v/lífsábyrgðar Slæm villa varö i prentun leiöbeininga viö útfyllingu skatt- framtals, sem birtist i blaöinu 13. jan. sl. Stendur þar i kaflanum um frádrátt, töluliö 4., aö hámarksfrádráttur vegna iögjalds af liftryggingu sékr. 11.400.Þarnaáaöstanda kr. 111.400. Auk ráöherra vinna nú 12 manns i viöskiptaráðuneytinu. Hér eru 3 ritarar aö störfum, þær Kristin Guömundsdóttir og nöfnurnar Ragnheiöur Ragnarsdóttir og Torfadóttir (Ljósm.: eik) Heimsókn í viðskiptaráðuneytið: 40 ára starf Blaöamönnum var boðið i viö- skiptaráöuneytiö á fimmtudag kl. 2 og var þaö liður f kynningu stjórnarráösins i tilefni af 75 ára afmæli þess. Svo hittist á aö nú I febrúar eru einmitt 40 ár frá stofnun þess. Þaö var stofnaö á timum þjóöstjórnar Hermanns Jónassonar sem svo var kölluö þó aö sósialistar væru utan hennar. Þórhallur Ásgeirsson ráöuneytis- stjóri, sem setiö hefur i ráöuneyt- inu I 31 ár, sagöi aö störf þess væru ákafiega fjölbreytt og skemmtileg en heföu þó breyst veruiega siöan hann tók til starfa. Aöalverkefni viöskiptaráöu- neytis á striösárunum var öflun vara til landsins, en eftir striöiö voru skömmtunar- og gjaldeyris- mál umfangsmest. Framkvæmd Marshallaöstoöarinnar svoköll- uöu heyröi undir viöskiptaráöu- neytiö á árunum 1948 — 1953 en svo hittist á aö sama dag og til- kynnt var um endalok hennar hófust í fyrsta skipti samninga- viöræöur um viöskipti viö Sovét- rikin en siöan þá hafa viöskipta- samningar viö austanjárntjalds- lönd tekiö mikinn tlma I störfum viðskiptaráöuneytis, einkum viö Sovétrikin, Tékkóslóvakiu og Pól- land. Eftir 1960 var innflutningur gef- inn frjáls á mörgum vörutegund- um og breyttust þá mjög störf viöskiptaráðuneytisins. Fyrir og um 1970 var afstaöa og samningar viö Efnahagsbanda- lag Evrópu og Frlverslunar- bandalagiö mjög til umfjöllunar en nú eru meginverkefni viö- skiptaráöuneytis annars vegar viöskipti viö útlönd og hins vegar verölagsmál. Undir viöskiptaráöuneyti heyra verslun og viöskipti, þar á meöal útflutningur og innflutningur, undirbúningur og framkvæmd viðskiptasamninga viö önnur lönd, skipti Islands viö alþjóöleg efnahags- og viðskiptasamtök og fjármálastofnanir þ.á m. EFTA, OECD, EBE, GATT, Alþjóöa- bankann og Alþjóöagjaideyris- sjóöinn, gjaldeyrismál, Seöla- banki og aörir bankar og spari- sjóöir nema Búnaöarbanki og Iðnaöarbanki, gjaldmiöiil og myntslátta, veröskráning og verölag, hlutafélög, samvinnu- félög og önnur félög um verslun og annan atvinnurekstur, versl- unarskrár og firmu og vöru- sýningar erlendis. 1 ráðuneytinu starfa 12 manns auk ráöherra og hefur ekki fjölg- aö starfsmönnum svo heitiö geti s.l. 10 — 15 ár. Þaö er til húsa I Arnarhvoli, 3ju hæö. Auk ráöu- neytisstjóra og Magnúsar Torfa Ölafssonar blaöafulltrúa gafst blaöamönnum færi á aö ræöa viö Svavar Gestsson viöskiptaráö- herra. —GFr Viö erum hræddir um að tilboð þetta standi stutt og þvf miður verður það ekki endurte vegna þess að það eru aðeins til lága verði. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar. Auöbrekku 44-46, Kópavogi, simi 42600. Auayangasofö urusarBorxtöi Trefja- plast- bátar A Akranesi er nú aö hefjast framleiösla á bátum úr trefja- plasti. Veröa þetta 7 — 8 tonna dekkbátar. Þaö er Jóhann Ar- sælsson, skipasmiöur, sem hefur þetta meö höndum. Aö sögn Jóhanns er ætlunin aö smiöa bæöi fram- og afturbyggða báta. Þess er vænst, aö takast megi aö afgreiöa fyrsta bátinn fyrir voriö. Jóhann Arsælsson teiknar sjálfur skrokk bátanna. Bátar úr trefjaplasti eru mun ó- dýrari en trébátar og kann aö þvi að koma, aö þeir leysi af hólmi timburbátana. —mhg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.