Þjóðviljinn - 19.01.1979, Síða 6

Þjóðviljinn - 19.01.1979, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. janúar 1979 81333<M Rotin söluaðferð Tilefni skrifa þessara er ferö sem 48 manna hópur frá Vestm. fór i sept. 1978 á vegum feröa- skrifstofunnar „Samvinnuferö- ir” til Spánar. Óskaö var eftir tilboöum frá feröaskrifstofunum og bárust tvö meö 60 þús. kr. verömis- mun. Hópurinn tók dýrara til- boöinu einkum vegna hótelsins er i boði var (5 stjörnu hótel Santa Clara) og einnig vegna slæmrarreynslu af lélegum hót- elum. Hefet nti þáttur ferða- skrifstofunnar i máli þessu. Sölumaöur á vegum hennar kom til Eyja til aö selja feröirn- ar og auövitaö á Santa Clara. Er útkom voru allir i góöu skapi og hlökkuöu allir mjög til aö sjá hótel þaö er viöáttum að vera á, en mikil uröu vonbrigöi manna er þaö var augum litið og ekki minnkuðu þau er inn kom. Hót- elið hét ekki Santa Clara heldur allt öörú nafni 2ja stjörnu og liktist verbúöum i samanburði við Santa Clara og er maöur sá ibúana, hélt maöur sig vera á dvalarheimili aldraöra Breta á Spáni. Var nú skotiö á ráöstefnu og fararstjórar Samvinnuferöa á Spáni spurðir hvaö ylli. Sögöu þeir aö viö heföum aldrei átt aö vera á Santa Clara heldur ver- búöunum. Uröu menn nú æfir og heimtuöu réttlæti en fengu þaö svar aö ekkert pláss væri á Santa Clara og væri búiö aö vera fullt þar i allt sumar og yröi það fram eftir hausti. Þaö sem þeir gætu boöiö væri hálft fæöi i sárabót vegna óþæginda þeirra er viö urðum fyrir og vonbrigöa. Hópurinn samþykkti þetta en þó meö þeim fyrirvara að þetta kæmi ekki sem gráösla upp I verömismun hótelanna og samþykktu fararstjórarnir úti þaöen þvi miður var þaö munn- legt enekki skriflegt.Þarf varla aö orölengja hvaöa áhrif þetta haföi á ferö þessa. Er heim kom var reynt að fá mismuninn á veröi hótelanna greiddan. Var þaö möguleiki, en viö yröum þá aö greiöa fyrir fæöiö. Lauk þar meö samskipt- um okkar viö þessa „Samvinnu- mafiu”. Sér hver og einn hvers lags brögöum þessi Samvinnumafia beitir. Hún leyfir sér það aö selja 48manna hóprándýrt hót- el, sem hún svo ekkert pláss á inni á og sendir hópinn á miklu lélegra hótel, býöur siðan hálft fæöi á fólskum forsendum, þetta er þaö sem viö köllum ROTIN SOLUAÐFERÐ. Þetta bréf er ritaö til aövör- unar þeim er framvegis hugsa sér til hreyfings meö þessari feröamafiu, Samvinnuferðum. Viö þykjumst viss um aö viö erum ekki þau einu sem oröiö hafa fyrir baröinu á þeim og menn viti hvaöa myrkrafeni þeir geti lent i á þeim bæ. F.h. hópsins, Einar Friöþjófsson. Furðulegar lífverur Miðvikudag 10. janúar 1979 var undirritaður samningur milli tslendinga og Færeyinga um gagnkvæma hagsmuni þjóö- anna. A meöan þetta á sér staö hlaupa undarlegar lifverur I liki doktors nokkurs i stjórnmála- visindum ásamt einum ágætum þingmanni úr kjördæmi okkar Austfirðinga til handa og fóta og haga sér öðruvisi en sæmir sér viti bornum llfverum. Beinlínis meðfæddur imynd- aöur hæfileiki til þess aö sjá allt betur en aörir samborgarar — þannig að manni liggur viö að segja aö viökomandi setjist I há- sæti sjálfs skapara himins og jaröar — sýndist ætla að ráða feröinni. Þaö væri vissulega óhuggulegt ef Islenska þjóöin ætti aö stjórnast alfarið af lif- verum — samborgurum — meö sliku hugarfari— þá stuttu dvöi er vér manneskjur fáum að gista þetta jaröarlif. Sverrir Þórðarson, Pétur Pét- ursson, Gils Guömundsson, Matthias Bjarnason, Einar Agústsson, Anders Hansen, for- sætisráðherra, utanrikisráð- herra, sjávarútvegsráðherra og meirihluti islensku þjóöarinnar eiga þakkir skiliö fyrir dreng- skap og hollustu viö frændur sina Færeyinga, sem standa i haröri baráttu um lifeafkomu sina sem sjálfstæö þjóö — án mikils landgrunns og jarö- varma i iörum jaröar, svo aö eitthvaö sé nefnt af auðæfum okkar íslendinga. Þökkum Skaparanum sem öllu veldur — aö skynsemin enn einusinni fékk aö ráöa ferðinni. Vestarr Lúöviksson frá Bakkafiröi Bréf til viðskiptaráðherra Lesendadálkinum hefur bor- ist eftirfarandi bréf til við- skiptaráöherra: Háttvirti viöskiptaráöherra Svavar Gestsson. Mikið var töfrandi aö hlusta á þig i spurn- ingaþætti útvarpsins s.l. sunnu- dagskvöld. Þú hreint og beint dáleiddir hlustendur. Vona ég, háttvirti ráöherra,aöþú látir nú til þin taka á viötækum sviöum, einsog t.d. sviöi öryrkjamála i landinu. Þaöer svo sannarlega kominn ‘timi til aö sjá svo um öryrkja- mál þjóöarinnar aö öryrkjar geti lifaö viö sæmileg lifskjör og þurfi ekki aö telja hvern eyri til nauöþurfta, einsog nú er háttaö I allri óöaveröbólgunni. Þú ert örugglega sá vinsælasti maöur tilað sjá um aökjör þeirra veröi bætt. Óska ég að þú megir starfa sem lengst i rikisstjórn lands vors, okkur öllum til farsældar. Anna. Er Freeport úr sögunni? Lækning hér heima Mjög hefur dregið úr Freeport-ferðum islenskra alkóhólista, síðan Samtök áhugafólks um áfengis- vandamálið (SÁÁ) opnuðu endurhæfingaheimilið að Sogni í ölfusi. Heimilið tók til starfa 14. águst í fyrra, en sjúkrastöð samtakanna i Reykjadal i Mosfellssveit hefur verið rekin síðan í des. 1977. Á s.l. ári dvöldust um 1200 sjúklingar á þess- um stöðum, en alls nutu um 2500 manns meðferðar vegna alkóhólisma á öllu landinu á s.l. ári. Þetta kom fram á blaöamanna- fundi, sem forsvarsmenn SAA héldu i fyrradag. Aö sögn Hilm- ars Helgasonar, formanns sam- takanna, hefur sú þróun veriö mjög áberandi aö undanförnu aö alkóhólistar leiti sér lækninga fyrr en áöur var og hefur meöal- aldur sjúklinga i Reykjadal lækk- aðum 10 ár á einu ári. Jafnframt er þaö æ algengara aö konur viðurkenni sjúkleika sinn og „komi fram i dagsljósiö” — þ.e. leiti sér lækninga. Þetta stafar fyrst og fremst af þvi aö viöhorf þjóöfélagsins til alkóhólisma hafa breyst, sagöi Hilmar. Þeim SAA-mönnum bar saman um aö allt annaö væri aö vinna aö þessum málum nú en fyrir svona 3—4 árum. Farið væri aö lita á alkóhólisma sem hvern annan sjúkdóm i æ rikara mæli. A næstu mánuöum mun SAA halda uppi fræðsluherferð I 18 kaupstööum viösvegarum landiö. Veröa þá haldnir fundir I skólum, fyrir aldurshópinn 13—16 ára, og jafnframt veröa haldnir almennir fræöslu- og leiöbeiningafundir, sem veröa öllum opnir. SAA reka fræðslu- og leiö- beiningastöö fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra aö Lágmúla 9, 3.hæö, I samvinnu viö áfengis- varnadeild Reykjavikurborgar. Þar voru haldin fjölmörg nám- skeiö á s.l. ári fyrir aöstandendur alkóhólista, og verður þeirri starfsemi haldiö áfram. A blaðamannafundinum var einnig rætt nokkuö um þá staö- reynd að útigangsmenn, rónarnir svonefndu, eru nú að mestu horfnir af götum Reykjavikur. Þeir eru flestir hverjir orðnir aö nýtum þjóöfélagsþegnum. I þessu sambandi var farið mjög lofsam- legum orðum um heimiliö sem rekiö er viö Ránargötu. Þar búa nú um 20 menn, sem áður voru I strætinu, en eru nú komnir I vinnu og hættir að drekka. Bent var á þann sparnað sem fólginn væri i endurhæfingu drykkjumanna: t.d. er sagt aö „visitöluróninn” kosti þjóðfélagiö um 4 miljónir króna, en endurhæföur maöur skilar þjóöfélaginu miklu meiru en sem þvi svarar, bæöi I vinnu og sköttum. Um 30 manns vinna hjá SAA. Framkv.stj. samtakanna er Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson. Hann skýröi blaöamönnum frá hús- næðismálum samtakanna. Um miöjan mai rennur út leigu- samningur i Reykjadal, og veröa samtökin þá aö útvega sér annað húsnæöi. Til tals hefur komiö aö sjúkrastööin fái inni i Krýsuvik- urskólanum fræga, og standa nú yfir umræöur um þann mögu- leika, en talsvert fjármagn mun þurfa til aö innrétta þaö húsnæöi. Aö lokum sögðu þeir Hilmar og Vilhjálmur aö sam(,ökin heföu mikinn áhuga á að tengja starf- semi sina stórum vinnustööum og verkalýðsfélögum, og hefðu þeir oröiö varir viö mikinn áhuga á þessu hjá ýmsum verkalýösfélög- um. — Viö erum ekki bindindis- félag, sagöi Hilmar. Viö stefnum ekki aö áfengisbanni eöa neinu sliku. Stefna okkar kemur e.t.v. best fram i þessari setningu: Ef þú vilt drekka, þá er það þitt mál. Ef þú vilt hætta, þá er þaö okkar mál. ih Hin heitt elskaða Ameríku-rúta Greinargerð frá flugmönnum FÍ Hér birtist greinargerð flug- manna Flugfélags lslands til stjórnar Flugleiöa, en greinar- gerðin var kynnt blaðamönnum á fundi s.l. miðvikudag. Sem kunn- ugt er hafa Flugfélagsmenn boðað til verkfalls á öllum leiðum innan lands og til útlanda frá kl. 19 á laugardagskvöldi fram til kl. 8 á mánudagsmorgni. Beri þær aðgerðir ekki árangur munu I næstu viku verða keðjuverkföll á hinum ýmsu leiðum félagsins. Greinargerðin er svohljóðandi: A almennum fundi I Félagi islenskra atvinnuflugmanna, sem haldinn var 3. janúar 1979, var hafnað að svo stöddu hugmynd- um yðar um aö flugmenn Flug- félags Islands h.f., veröi fram- vegis starfsmenn Flugleiöa h.f. Þaö er ljóst, aö Flugleiöir h.f. hafa hreinlega gefist upp viö aö sameina starfsaldurslistann, þar eömeöbréfum er boðaö, aö einu sinni enn skuli slá á frest að ganga frá sameiginlegum starfs- aldurslista. Þar eö þessu máli hefir jafn oft verið drepiö á dreif og raun ber vitni hefir þaö sýnt sig sw ekki veröur um villst, aö hin samvirka forysta Flugleiöa h.f. ber ekki gæfu til aö leiöa máliö i höfn og er stjórn FIA sannfærö um, a.m.k. aö óbreyttri forystu Flugleiöah.f. aöþaö þjóni engum tilgangi aö gæla lengur viö þann möguleika, aö á komist sameiginlegur starfsaldurslisti. Sameiginlegur starfsaldurslisti eftir aö flugliöarnir vinna allir hjá sama vinnuveitendanum er réttlætismál. Þaö er eðlilegt og raunar sjálfsagt, aö allir flugliö- arnir, sem i raun vinna sömu störfin, fái aö sitja viö sama borö um möguleika á launahækkun, en þar eö þetta réttlætismál viröist ekki ná fram aö ganga meö sam- eiginlegan starfsaldurslista er ekki þar meö sagt, aö ekki sé unnt að fiillnægja réttlætinu aö öörum leiöum. Þess vegna setur stjórn FtA þaö fram sem kröfu, aö flug- liöar allir hjá Flugleiöum h.f. fái sömu laun án tillits til þess á hvaöa leiöum og hvaöa flugvéla- tegundum þeir fljúgi, miðaö viö aö starfsaldur sé sá sami. Sömu laun fyrir sömu vinnu Vígorö dagsins I dag aö þvi er varöar laun er: Sömu laun fyrir sömu vinnu. Þótt vigoröiö hafi fyrst og fremst tekið miö af og oröiö til fyrir baráttu kvenna fyrir launajafnrétti þá á þaðengu aö siöur viö, þegar mönnum, sem vinna störf hjá sama fyrirtækinu, er mismunað I launum, Svo sem kunnugt er, er konum i lögum tryggösömu launogkörlum fyrir samskonar vinnu, sjá nú 1. nr. 78/1976 um jafnrétti kvenna og karla. 11. gr. þessaralaga segir, aö konum skuli greidd jöfn laun og körlum fyrir jafnverömæt og sambærileg störf. Grunnreglan er sú, aö fyrir sambærileg og jafn- verömæt störf skuli greidd sömu laun án tillits til kynferöis, og þaö er þá ekki siöur ástæöa til aö greiöa sömu laun fyrir sams- konar störf, þótt eingöngu eigi karlar hlut að máli. Þessi hug- mynd um jöfn laun flugmanna er eWci ný af nálinni, þvi aö á ai- mennum félagsfundi i FIA 1974 var samþykkt tillaga um þetta efni. Tekiö skal fram, aö þá var ekki kominn sá klofningur i félag atvinnuflugmanna, sem siöar varð, þannig aö Loftleiöaflug- mennirnir voru ekki siöur tals- menn og fylgjendur tillögunnar en flugmenn Flugfélags Islands h.f. Þessi regla um jöfn laun flug- manna hjá einu og sama flug- félaginu er i fullu gildi hjá SAS. Viöar annars staöar er næsta litill munur á launum flugmanna, hvort sem þeir fljúga stórum vél- um eöa litlum,á löngum leiöum eöa stuttum. Eftir þvi' sem stjórn FIA hefir spurnir af er ljóst, aö þess veröi eigi langt aö biöa aö launajöfnunarreglan veröi viöa hin almenna relga varöandi laun flugmanna. Verter aö benda á, aö það mun vera nokkurn veginn einróma álit flugmanna, aðmun erfiöara sé að fljðga á innanlandsleiöum á Is- landi en á svokölluöum úthafs- leiðum, og breytir þar engu um stæröarmunur ‘flugvéla. Allar leidir nema Luxemburg og Ameríku Þar eö borin von viröist vera, að sameiginlegur starfsaldurs- listi fáist, þarf aö tryggja skipt- ingu flugleiöa milli Loft- leiöa-armsins og Flug- félags-armsins þannig, aö Loft- leiöaflugmennirnir sitji áfram aö Amerlkufluginu og fluginu til Luxemburgar, svo sem veriö hefir, en Flugfélags-flugmenn- irnir sitji aö innanlandsfluginu, ööru Evrópuflugi en Luxem- burgarfluginu, öllu leiguflugi, svo og öllum nýjum flugleiöum, sem upp kunna aö veröa teknar, öörum en Ameriku-leiöum Hér að framan hefir veriö bent á leiðir til aö leysa þann hnút, sem máliö varöandi starfsaldurs- listann er komiö I, þ.e. aö greiöa flugmönnum jöfnlaunán tillits til flugvélategunda og flugleiöa sem þeir fljúga. Loftleiöaflugmenn mætti einu gilda, og ætti raurtar að vera fagnaöarefni, aö allir flugmenn njóti sömu launa aö ööru leyti en þvi er varöar starfs- aldur, en hugsunin er jú sú, aö Framhald á 14. siöu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.