Þjóðviljinn - 19.01.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.01.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN • Föstudagur 19. janúar 1979 vo* Umsjón: Magnús H. Gíslason Fjórðungsmót á Vindheimamelum í sumar Akveöiö hefur nú veriö aö fjóröungsmót norölenskra hesta- manna veröi haldiö á Vindheima- melum næsta sumar, dagana 30. júní og 1. júli. Slöast var fjórö- ungamót haldiö á Noröurlandi sumariö 1976 og samsumars ann- aö á Suöurlandi. Sumarið 1975 var fjóröungsmót á Vesturlandi og 1977 á Austurlandi. A ársþingi Landssambands hestamanna haustið 1976 var samþykkt aö viöhafa skyldi eftir- farandi reglur um niöurröðun lands- og f jórðungsmóta fram að árinu 1998: 1. Landsmót haldið fjórða hvert ar. (A siðasta ársþingi var samþykkt að ákveða skuli næsta landsmótsstað innan árs frá þvi er landsmóti lýkur). 2. Hver fjórðungur haldi fjórð- ungsmót milli hverra tveggja landsmóta. 3. Fjórðungsmót haldist á Austur- og Vesturlandi sama ár. 4. Niðurröðun fjóðungsmóta skal vera þannig, að sá fjórðung- ur, þar sem fjórðungsmót hefur verið næst á undan landsmóti, færist aftar I röð, þannig að næst sé þar haldið fjórðungsmót mitt á milli næstu landsmóta og á eftir næsta landsmóti þvi næst o.s.frv. —mhg UMF Skallagrímur A stjórnarfundi I nóv. s.l. ákvaö stjórn UMF Skallagrims aö hafa kvnningardag á þvi starfi félags- ins, sem fram fer I Iþróttamiö- stöðinni. Var ákveöiö aö þessi kynning yrði á afmælisdag félagsins, 3. des. en þann dag fyrir62 árum, var félagiö stofnað. Stjórn félagsins fékk þá Eyjólf Magnússon og Flemming Jessen til þess að undirbúa og stjórna kynningunni. KynningarháUðin hófst kl. 14 og stóð til kl. 17 en kynntar voru þessar greinar og I þessari röð: Handknattleikur, badminton, knattspyrna, frjálsar iþróttir, körfuknattleikur, fimleikar og sund. Hver deild undirbjó sinn þátt i kynningunni ogstjórnaði henni og var þáttur þeirra allra mjög góð- ur. Eins ogfram kemurer hér um kynningu að ræða á þvi mikla starfi, sem fram fer I deildum félagsins, en með nýja iþrótta- húsinuhefur breyst öll aðstaða til iðkunar iþrótta innan húss, sem og undirbúningur deilda, sem keppa aö sumrinu. Segja má aö kynning þessi hafi tekist mjög vel ogætti dagur sem þessi að vera fastur liöur i starfi félagsins. Eitt vakti þó gremju þeirra er að þessu stóðu, en það er hversu foreldrar og eldra fólk lætur sig litlu varöa hvaö æska þessa bæjar aðhefst. Innan ungmennafélagsins ætti hvert barn að finna einhverja grein viðsitthæfi og ættu foreldr- ar aðhvetja, sýna áhuga og fýlgj- ast meö. Þeim tima er vel varið. (heim.: Röðull). —mhg Aðalfundur Hagsmunafélags hrossabœnda Aöalfundur Hagsmunafélags hrossabænda var haldinn I Félagsheimili Fáks laugardaginn 9. des. s.l. Fundinum stjórnaöi fráfarandi formaöur, Siguröur Haraldsson, Kirkjubæ en Ragnar Tómasson og Kjartan Georgsson rituöu fundargerö. A fundinum fluttu framsöguerindi þeir Sveinn Runólfsson, landgræöslustjóri og Agnar Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Búvörudeildar SÍS. Auðheyrt var á fundarmönnum aö þeim þótti hallað á hrossarækt sem búgrein og væri það þeim mun ósanngjarnara sem hún fengi enga opinbera aðstoð aö neinu leyti, hvorki I formi út- flutningsbóta, niðurgreiöslna né afurðalána. Væri jafnvel beinlinis veist aö þessari búgrein meö þvi að neita hrossabændum um beitarlönd, sem aörar búgreinar fengju aö nýta, þótt engar skýrar rannsóknir lægju fyrir um áhrif hrossabeitar á gróður. Stjórnvöld virtust og eitthvað andvig gjald- eyri þvi útflutningur hrossa- bænda væri skattlagður og hin eina landbúnaöarframleiðsla, sem við það byggi. Eftirfarandi tillaga varsamþ. á fundinum: Aöalfundur Hagsmunafélags hrossabænda felur stjórn félags- ins að stuðla aö þvi, að staðið sé að prófmáli um það hvort það standist gagnvart stjórnarskrá landsins, að innheimt sé út- flutningsgjald af hryssum og stóðhestum. 1 stjórn félagsins voru kosnir: Sigurður Lindal, formaður, Hall- dór Gunnarsson, varaformaöur Einar Gislason, Leopold Jó- hannsson, Sigfús Guömundsson og Grímur Glslason. Varastjórn: Sveinn Jóhannsson, Halldór Sigurðsson, Arni Guömundsson og Bjarni Sigurðsson. —mhg Litli og stóri á Landbúnaöarsýningunni á Selfossi. Hér fer á eftir frásögn af starfsemi Tilraunastöðvarinnar á Skriðuklaustri. Jarðræktartilraunir Jarðræktartilraunir, sem unnið var viö, skiptast þannig milli tilraunaverkefna: Grasræktartilraunir voru 19 og með 243 liðum og 782 reitum. bær skiptast jafnt á milli áburð- artilrauna og grasstofnatil- rauna og ein, sem fellur undir- báða flokka. Með henni er könn- uð svörun þriggja grastegunda við mismunandi áburðar- skömmtun og mismunandi sláttutima. Þetta er mikil til- raun með 72 liði. Fjórar gras- ræktartilraunir eru utan stöðv- arinnar. I þremur þeirra er ver- ið að bera saman ólikar gras- tegundir og stofna og fylgjast með endingu þeirra i sáðreitum, sem fá sömu meðferð að þvi er varðar áburð, slátt og beit, eins og aðliggjandi tún á bæjunum, þar sem þær fara fram. Grasfrærækt var reynd I tveimur tilraunum með 10 lið- um. Leitað var eftir heppilegri N-áburðargjöf og I hinni kann- aður fræþroski 12 stofna af 7 tegundum. Kornræktartilraunir. Ein til- raun var gerð þar sem bornir voru saman 20 stofnar af byggi. Þá var sáð I raðir 40 afbrigðum byggs, sem komið hafa úr vlxl- frjóvgunum. Grænfóður var I fjórum til- raunum með 206 reitum. 1 öllum tilraununum var verið aö bera saman óllkar grænfóðurtegund- ir og stofna af þeim. Jafnframt voru i einni bornir saman mis- munandi áburðarskammtar og I annari voru könnuð áhrif sláttu- tima á magn og gæði uppsker- unnar. Garðræktartilraunir. Tvær tilraunir voru gerðar með kart- öflur. Borin voru saman 40 af- brigði og aðferðir reyndar til að flýta þroska kartaflna. Alls voru þetta 46 liðir með 178 reitum. Borin voru saraan 6 gulrófnaaf- brigði og 11 afbrigði af hvitkáli. Settar voru niður tröllasúru- plöntur af 19 stofnum vlðsvegar að úr heiminum. Plantað var smávegis af berjarunnum og nokkrum tegundum af krydd- og krásjurtum til að kanna mögu- leika þeirra til að þrlfast hér. Fóðurtilraunir með sauðfé Tilraun með gervimjólk og vorlambaköggla. Tilgangurinn var að kanna hversu vel tækist að ala upp lömb með þvi að fóðra þau á gervimjólk og kjarnfóðri að loknum fyrsta sól- arhringnum með ánni. Tilgangur tilraunarinnar með vorlambaköggla handa tvi- lembingum var að kanna, hvort ná mætti fullum þrifum tvl- lembinga með þvl að hafa mæð- urnar á gróðurlausum, skjól- góöum útihólfum með sjálf- fóðrun á heyi sem viðbót við móðurmjólkina. Haustfóðrun slátur- lamba í tilrauninni voru 6 flokkar lamba, 18 tvllembingshrútar i hverjum. A-flokkur. Innifóðrun, haust- lambakögglar. B-flokkur. Innifóðrun, næpur. C-flokkur. Beit á fóðurkál. C-1 slátrað beint af kálinu. C-2 innifóðrun I viku fyrir slátrun. C-3 beit á há i viku fyrir slátr- un. D-flokkur. Beit á næpur. D-1 slátrað beint af næpunum. D-2 innifóðrun i viku fyrir slátrun. D-3 beit á há i viku fyrir slátrun. E-flokkur. Beit á rýgresi. E-1 slátrað beint af rýgresinu. E-2 innifóðrun i viku fyrir slátrun. E-3 beit á há i viku fyrir slátr- un. F-flokkur. Flátrað I byrjun til- raunar. Föllin voru mæld, svo og inn- matur og gærurnar. Tekin voru sýni af mör og lifur til efna- greiningar. Tveir skrokkar af hverjum undirflokki voru teknir til kjötgæðakönnunar. Þetta var viðamesta tilraun stöðvarinnar. Unnið var áfram aö þeim erfðarannsóknum, sem stund- aðar hafa verið undanfarið. Búskapur Gróður kom frekar seint. Tún voru þvi mikið beitt og hófst sláttur þessvegna ekki fyrr en 16. júli og hey ekki nógu góð. heyskapur gekk sæmilega enda þótt mikið af timanum væri að- eins ein dráttarvél i notkun. Keypt var ný dráttarvél, MF 575, en hún kom of seint. Lokið var við aö mála húsið að innan og gengið frá gufubaði. Skemma og Grundarhlaða voru málaðar. Fjárhús voru einangr- uð og skipt var um grindur I einu húsi. Heimtur voru sæmilegar að hausti, eftir þvl, sem her gerist, þrátt fyrir liðaveiki, sem kom upp. Meðalþungi sláturlamba var 16,16 kg. Liflambasala var mikil að venju, um 150 lömb. — mhg Tilraunastöðin að Skriðuklaustri Úr ýmsum áttum útgerðarmenn í Vest- mannaeyjum eru farnir að fá bátana aftur í höfuðið, útjaskaða og illa með- farna. Þorskur og knattspyrna aðal menningin f Vestmannaeyjum er aldrei talað um annað, þegar rætt er um iðnað, en í sambandi við sjávar- afurðir. Margs konar léttur iðnaður gæti þó komið tii greina eins og sælgætisgerð/ ölgerð/ o.fl., sem yrði bakhjarl þegar sjórinn bregst. Hér var einu sinni gosdrykkja- framleiðsla, sem kölluð var af gárungunum Eyja- piss. Ég veit ekki betur en það „piss" hafi smakkast bærilega, en það er eins með listina og menning- una, hún fær ekki hljóm- grunn hjá ráðamönnum? það er bara þorskur og ýsa og önnur hafkvikindi. Og svo auðvitað blessuð knatt- spyrnan. Þó ber mér að þakka fyrir það, hvað ljóðakverið, Silungurinn i lindinni, fékk góðar undirtektir almennings. Af þvi seldust á Þor- láksmessudegi einum saman 250 eintök. Hraunhiti í Vesturbæinn Vesturbærinn I Vestmannaeyj- um hefur nú fengiö hita frá hrauninu. Viröist þar vera óþrjót- andi hitalind, enda sýna mælar á yfirborði hraunsins rúmlega 80 gráðu hita. Þetta er nú kannski ágætt. En þegar maður fer að skoöa hlutina meö tilliti til atvinnuhorfanna dettur manni ósjálfrátt I hug hvort ekki heföi veriö skynsam- legra að kynda húsin eitthvað áfram meö oliu en leggja þessa tugi miljóna, eða eigum við kannski að segja hundruð milljóna, I iðnaöarfyrirtæki. En ekki verður viö öilu séð. Dökkt útlit Eins og fyrr hefur veriö sagt frá eru horfur I útgerðar- og atvinnu- málum Vestmannaeyjabæjar vægast sagt skuggalegar. Milli- stæröarbátar ætla ekki aö hreyfa sig I vetur, togararnir sigla með aflann, trollbátar og neta-, sem byrjaðir eru, hyggjast einnig sigla, enda hafa skrár um fast- eignasöluauglýsingar þakið heilu siðurnar I bæjarblöðunum. Sýnt er, að fólk hyggur á flótta héðan, ef ekki verður úr bætt. Vestmannaeyjabær á langt i land með aö ná sér eftir jarðeld- ana og til þeirra eiga allir þessir erfiðleikar rót slna að rekja þó að ýmsir misbrestir hafi orðið á mannlifinu þar, eins og gerist og gengur á umbrotatimum, — og eru þeir þó sennilega færri en annars staöar á landinu. Magnús frá Hafnarnesi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.