Þjóðviljinn - 19.01.1979, Síða 5

Þjóðviljinn - 19.01.1979, Síða 5
Föstudagur 19. janúar 1979 — ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Félagsheimilið á Seltjamarnesi: Miðstöð utan- bæjarleikhúsa Þetta Iltilla er algeng sjón við vatnsból byggðarlaga. Vlða verða menn að byggðarlaga. Það er notast viö yfirborðsvatn I vatnsveitum stórra slæmur kostur vagna gerlamengunar. Frá ráðstefnu um neysluvatn: Víða er pottur brotirai Á mánudaginn var héldu Heil- brigðiseftirlitið og Jarðkönnunar- deild Orkustofnunar kynningar- fund um neysluvatn á tslandi, þar sem þeir sem vinna að rannsókn- um, ráðgjöf og eftirliti með vatn gáfu yfirlit um starf sitt og á- standið I neysluvatnsmálum. Fundinn sátu fulltrúar 24 stofn- ana og aBila. Flutt voru 9 erindi er fjölluðu um eftirlit með neyslu- vatni, gerlarannsóknir, vatns- gæði, vatnsnotkun, vatnsveitur og verndun vatnsbóla. Flytjendur erinda voru frá eftirtöldum stofn- unum: Heilbrigðiseftirliti rikis- ins, Matvæiarannsóknum rikis- ins, Framleiðslueftirliti sjávaraf- urða, Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins, Iðntæknistofnun Islands, félagsmálaráðuneytinu, Búnað- arfélagi Islands, Vatnsveitu Reykjavikur og Jarðkönnunar- deild Orkustofnunar. í erindum og umræðum kom fram að viða er pottur brotinn i neysluvatnsmálum hér á landi og gildir það jafnt um almennings- vatnsveitur og vatn sem notað er t'il matvæíaframleiðsíu, svo sem i fiskiðnaði og sláturhúsum. Rannsóknir sýna að i allmörgum vatnsveitum er vatn gerlameng- að þannig að það dæmist gallað eða ónothæft. Orsakir gerla- mengunar eru ýmist þær, að not- að er yfirborðsvatn, eða frágangi og umgengni við vatnsból og á vatnsvinnslusvæðum er ábóta- vant. A fundinum kom einnig fram að vatnsnotkun hér á landi er viða óhófleg, einkum i fiskiðnaðinum. Hefur þetta valdið þvi i nokkrum tilfellum, að litil vatnsból með góðu vatni hafa verið lögð niður, en I þess stað verið sótt mikið vatn, en verra. Athuganir sem gerðar hafa verið benda til, að auðveldlega megi draga verulega úr vatnsnotkun frystihúsa án þess að það bitni á gæðum framleiðsl- unnar. Fram kom að ástand neyslu- vatnsmála væri verst á Vestur- landi, Vestfjörðum, vestanverðu Norðurlandi og á Austfjörðum. Aformað er að gefa út erindi þau sem flutt voru. sgt Félagsheimilið á Seltjarnarnesi hefur nú gert samning við Menn- ingarsjóð félagsheimila og menntamálaráðuneytiö um að gera félögum úti á landi ktei ft að koma til höfuðborgarsvæðisins með leiksýningar án þess að binda sér óviðráðanlega skulda- bagga. Frá þessu var skýrt á blaðamannafundi I Félagsheimil- inu en þar voru m.a. þau Páll Guðmundsson formaður hús- stjórnar, Kristinn Hallsson úr menntamálaráðuneytinu og Helga Hjörvar, framkvæmda- stjóri BIL. Menningarsjóður býðst til að greiða Félagsheimili Seltjarnar- ness 20 þús. kr. fyrir hverja sýn- ingu flokks utan af landi og að auki að greiða flokknum ferða- styrk fyrir fólk og búnað. Hallgrimur Dalberg, skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins, kynnti fréttamönnum starfsemi pess s.l. miðvikudag. Meöal þess sem ráðuneytiö sér um eru málefni sveitarfélaganna, og er Jöfnunarsjóður sveitarfélaga stór hluti af þeirri starfsemi. Ljósm. —EIK. JOFNUNARSJOÐUR 7,7 miljarðar í tekjur Hallgrímur Dalberg, skrif stof ustjóri félags- málaráðuneytisins sagði á fréttamannafundi s.l. mið- vikudag, að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um hvort sveitarfélögunum yrði bætt það tekjutap Jöfnunarsjóðs, sem niður- felling söluskatts af mat- vælum hafði í för með sér, en að málið væri á skoðun- arstigi í ráðuneytinu. Tekjur Jöfnunarsjóðs munu á þessu ári skv. áætlun Þjóðhags- stofnunar nema 7,7, miljörðum króna, þar af 1,3 miljarður frá landsútsvörum, sem öll renna til sjóðsins, en afgangurinn, 6,4 mil- jaröar frá söluskattsinnheimtu. Landsútsvör greiða bankar, oliu- Félagsmálaráðuneytið heimsótt: VH) ERUM LIÐFA” 77 sagði Hallgrímur Dalberg, „en vel vinnandi” bætti Magnús Torfi við 1 félagsmálaráðuneytinu starfa aðeins 8 manns, „Við erum liðfá,”sagði Hallgrimur Dalberg, skrifstofustjóri ráðuneytisins, — ,,en vel vinnandi”, bættí fyrrver- andi félagsmálaráðherra, Magnús Torfi ólafsson við á kynningu á störfum ráðuneytisins s.l. miövikudag. I félagsmálaráðuneytinu er Námstefna Stjórnunar- félagsins um helgina Siðari hluti námstefnu Stjórn- unarfélags tslands um „Bætta stjórnun I opinberum rekstri” verður haldinn I Munaðarnesi dagana 19., 20. og 21. janúar n.k. t tilefni námstefnunnar kemur til landsins sænski stjórnunar- fræðingurinn Péter Gorpe en hann er höfundur bókarinnar Nú- tima stjórnun sem út kom hjá Al- menna Bókafélaginu fyrir nokkr- um árum. Gorpe hefur um ára- raðir verið forstöðumaöur hag- ræöingarstofnunar sænska rlkis- ins. A námstefnunni flytur hann erindi sem nefnist Hagræðing I opinberum fyrirtækjum. Annað erindi námstefnunnar flytur Jón Sigurðssonforstjóri Is- lenska Járnblendifélagsins og nefnist það Tengsl stjórnmála- starfsemi og embættismanna. Að loknum flutningi erindanna verða umræður um þau og siðan starfað i umræðuhópum. Námstefiiustjóri i Munaðarnesi verður Guðlaugur Þorvaldsson rektor Háskóla lslands. Gestur námstefnunnar er Egill Skúli Ingjbergsspn borgarstjóri i Reykjavik. Fyrri hluti námstefn- unnar var haldinn að Hótel Loft- leiðum I desember. yfirstjórn allra sveitarstjórnar- mála, húsnæðismála og atvinnu- mála, en undir þessa mála- flokka falla fjölmörg atriði, svo sem sveitarstjórnarkosningar, Brunamálastofnunin, Húsnaðis- málastofnun rikisins, skráning atvinnulausra og vinnumiðlun, endurhæfing, kjararannsóknir, vinnudeilur, sáttasemjara- og sáttastörf I vinnudeilum og Fé- lagsdómi o.fl. og fl. Á fundinum var hver þáttur kynntur stuttlega, svo og saga ráðuneytisins, sem var stofnað i april 1938, þó ekki hafi það fengið þak yfir höfuöið fyrr en I septem- ber 1946. Félagsmálin heyrðu fyrst undir atvinnu- og samgönguráðuneytið sem stofnað var með stjórnar- ráðslögunum frá 1903. Almanna- tryggingar heyrðu undir félags- málaráðuneytið fram til ársins 1970, þegar stofnað var nýtt ráðu- neyti — heilbrigðis- og trygg- ingarráöuneytið, en heiibngóis- mál heyrðu fram aö þvl undir dóms- og kirkjumálaráðuneyti. —AI félög, ATVR, Sölunefnd varnar- liðseigna, Aburðarverksmiðjan, Sementsverksmiðjan, Sildar- verksmiðjur rikisins, Rikisprent- smiðjan Gutenberg, Landssmiöj- an og Ferðaskrifstofa rikisins. A árinu 1978 námu tekjur sjóðs- ins 6,2 miljörðum og voru lands- útsvör 750 miljónir af þeirri upp hæð. Þá var greiddur 5,1 miljarð- ur beint til sveitarfélaganna, en þær greiöslur fara eftir Ibúaf jölda hvers sveitarfélags. Aætlað er að framlag sjóösins pr. ibúa nemi 25.000 krónum á þessu ári. Aðrar greiðslur sjóðsins á síð- asta ári voru: I aukaframlög til sveitarfélaga 316,5 miljónir, I fólksfækkunarframlög 62,7 mil- jónir, til Sambands isl. sveitarfé- laga 62,7 miljónir og sama upp- hæð til Landshlutasamtaka sveit- arfélaga. Innheimtustofnun sveitarfélaga fékk 238 miljónir króna. Greiðslur sjóðsins eru inntar af hendi mánaðarlega en sveitarfélög á landinu eru nú 224, þar af 22 kaupstaðir. —AI Styrkveitingar þessar eru háö- ar þvi, að menntamálaráðuneytið fái til athugunar og samþykktar hverju sinni umsókn og kostnað- aráætlun hlutaöeigandi leikfélags eða stjórnar Félagsheimilis Sel- tjarnamess fyrir þess hönd. A móti skuldbindur F.S. sig til að tryggja hverju félagi sem kemur meðleikrit tilsýningar kr: 50.000.00 fýrir hverja sýningu, að annast auglýsingar og miðasölu og að lána húsnæði til sýninga endurgjaldslaust. F.S. tekurá sig hugsanlegan halla af sýningum, en veröi hagnaður rennur hann til féiagsheimilisins. Þessi tilhögun gildir til reynslu leikárin 1978/79 og 1979/80. Leiksvið og leiksviðsbúnaður Félagsheimiiis Seltjarnamess em mjög fullkomin. enda hefur það ásamt Félagsheimilinu i Kópavogi verið miðstöð leiksýn- inga utan af landi á höfuöborgar- svæðinu undanfarin ár. Strax þegar það var reist var ákveðið að rekstur þess ætti aö fremur að byggjast á menningarlegri starf- semi heldur en dansleikjahaldi. Sögðu forsvarsmenn þess á fund- inum að reynsla af dansleikja- haldi væri alls ekki jákvæð fjár- hagslega þegar tekiB væri með i dæmið eyöiiegging sem ávailt verður á húsi og húsbúnaði. Helga Hjörvar sagði að viða útb á landi væri leikhúsfólki úthýst úr félagsheimilum eða leiganværi of há. Þar væri gjarnan ákveðnum aðilum fenginn reksturinn i hend- ur upp á eigin ábyrgð og færi þá stundum fátt annað fram I þeim en dansleikir. Áhugaleikhúsin: 61 frum- sýning á síðasta an Hjá áhugaleikhúsunum var 61 frumsýning á siðasta ári og þar af voru 27 islensk verkefni og 19 barnaleikrit að þvi er Helga Hjör- var, framkvæmdastjóri Banda- lags islenskra leikhúsa, tjáði Þjóðviljanum I gær. Hún sagði að mikil gróska væri rlkjandi um alit land i leiklistinni og varla til það byggðarlag að ekki hefði verið færð upp sýning á árinu. Alls eru til um 70 áhuga- leikfélög og eru það helst fáein fé- lög á Vestfjörðum og Austfjörð- um sem ekki færðu upp á siðasta ári. Þá sagði Helga að mikill áhugi væri á að frumflytja islensk verk og flest félögin hefði mikinn listrænan metnað en hefðu þó tak- markaða getu til að færast i fang viðameiri verk. Kostnaöur á leik- sýningu fer nú varla undir 1 1/2 miljón króna. — GFr S „Otuktarleg ósanngimi” segja útvegsbændur í Eyjum Bátaflotinn verður rekinn með halla Fundur Ú tvegsbændaf élags Vestmannaeyja sl. laugardag fjailaði ma. um nýtt fiskverð og samþykkti eftirfarandi: „Almennur fundur (Itvegs- bændafélags Vestmannaeyja, haldinn laugardaginn 13. jan. 1979 ályktar aö lýsa yfir megnri óá- nægju og vonbrigðum með fisk- verð, sem ákveðið var að gilda skyldi frá 1. janúar s.l. til 31. mai næstkomandi. Þá vill fundurinn vekja athygii á, að miðað við aðstæöur i þjóö- félaginu og tekjumöguleika út- geröar I Vestmannaeyjum, er auðsjáanlegt, að meginhluti bátaflota Vestmannaeyinga veröur, á komandi vetrarvertiB, rekinn með miklum rekstrar- haDa. Þá lýsir fundurinn þvi yfir, að á þessum verðbólgutimum sé sjó- og útgerðarmönnum sýnt ámælisvert tillitsleysi og ótuktar- ieg ósanngirni, með þvi að ákveða fiskverð til svo langs tima sem raun ber vitni”.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.