Þjóðviljinn - 19.01.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.01.1979, Blaðsíða 9
8SÍÐA —ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. janúar 1979 Föstudagur 19. janúar 1979 [ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 LtTÐVÍK JÓSEPSSON: Lúövik Jósepsson: Deilur okkar Alþýöubandalags- manna viö órólegu deild kratanna — 'viö Vilmundana i Alþýöuflokknum — eru fyrst og fremst um afstööuna til kaupmáttar launa. Ekkert orð var eins mikið notað í kosninga- baráttunni s.l. sumar af Alþýðuflokksmönn- um og orðið kjarasáttmáli. A þessu orði var stagast af öllum frambjóðendum Alþýðu- flokksins á f ramboðsf undum og í blaðagrein- Benedikt Gröndal sleit stiórnarmynd- una rv iðraeðu m á þeirri kröfu að allt kaupgjald yrði lækk- að með lögum um 7% án nokkurra bóta. um, og um þetta töfra-orð gerðu kratar síðan litprentaðan sérstakan flugmiða, sem dreift var til allra kjósenda. Kjarasáttmáli kratanna var þeirra leið út úr efnahagsvandanum, var þeirra leið til að vinna bug á verðbólgunni og að þeirra sögn eina leiðin til að stjórna landinu af einhverju viti. Kjarasáttmáii kratanna var vissulega for- vitnilegur. Hann boðaði eitthvað nýtt, eitthvað sem máli skipti, eitthvað sem gæti falið f sér lausnina á þeim mikla vanda, sem allir töluðu um og viðurkenndu að þyrfti að leysa. En hvað var þessi kjarasáttmáli, sem krat- arnir töluðu um og boðuðu af svona mikilli áfergju? Um það var spurt oft og mörgum sinnum í kosningabaráttunni, en svör fengust lítil sem engin, en engin þannig að hægt væri að skilja þau, eða henda reiður á þeim. lög- binding á kaupi Dálítið skýrist— kjarasáttmáli gat þýtt kaup- hækkun Fyrir kosningar töluðu þeir Alþýðuflokks- menn gjarnan um kjarasáttmála um leið og þeir viðurkenndu að ekki væri hægt að stjórna landinu svo vel færi, án þess að haft yrði náið samstarf og samráð við samtök launafólks um allt það sem varðaði aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum. Auðvitað gerði slíkur mál- flutningur kjarasáttmálann ennþá aðgengi- legri og áhugaverðari einkum fyrir launafólk. En svo voru alþingiskosningar um garð gengnar og stjórnarmyndunarviðræður hóf- ust. Þá var kominn sá tími, að Alþýðuf lokks- menn yrðu að skýra sinn kjarasáttmála/yrðu aðgera fulla grein fyrir því hvað þeir ættu við með þessu kosninga-slagorði sínu. Fyrsta áþreifanlega sönnunin um merkingu þessa kjarasáttmála kratanna kom fram þegar Benedikt Gröndabformaður Alþýðuf lokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum við Alþýðu- bandalagið og Framsókn á þeirri kröfu að jafnhliða 15% gengisfellingu yrði allt kaup- gjald lækkað með lögum um 7% án nokkurra bóta. Þá var ekki lengur talað um, að nauðsynlegt væri að hafa fullt samráð við samtök launa- fólks um aðgerðir i efnahagsmálum, né held- ur að kjarasáttmálinn frægi ætti að leysa ef nahagsvandann. Það skal þó tekið f ram í þessu sambandi, að Gröndal var ekki sá í hópi Alþýðuflokks- manna, sem ákaf astur var að leysa ef nahags- vandann með kauplækkun. Enginn sem í við- ræðum flokkanna stóð gat um það efast, að Kjartan Jóhannsson, varaformaður flokksins, var í þeim efnum Benedikt miklu fremri. Og síðar hefur einnig komið I Ijós, að Vil- mundur Gylfason er þóenn ákafari en Kjart- an í kröf um sínum um kauplækkun og lögbind- ingu kaups. Og það er einmitt Vilmundur, sem nú hef ir best gefið skýringu á því hvað Alþýðuflokk- urinn meini með kjarasáttmála. • I öllu því mikla þrefi, sem Aiþýðuflokk- urinn hefur haldið uppi, síðan ríkisstjórnin var mynduð, um ráðstafanir í efnahags- málum, er í rauninni aðeins eitt atriði sem efnislega skiptir einhverju máli, en það er krafan um kauplækkun, annaðhvort með nýrri vísitölu, sem mæli minni hækkanir en nú, eða með beinni lagasetningu, sem ákveði tiltekna lækkun á launum. Allt þrugl kratanna um „heildstæöar tillögur” Alþýöuflokksins og um „langtima-áætlun” hans um baráttu gegn veröbólgu, er meiningarlaust. 4 v . 4 Vilmundur segir: Kjarasáttmáli er lögbinding á kauplækkun. í öllu því mikla þref i, sem Alþýðuf lokkurinn hef ir haldið uppi, síðan ríkisstórnin var mynd- uð, um ráðstafanir í efnahagsmálum, er í Enginn sem i viðræð- um flokkanna stóð gat um það efast að Kjartan Jóhannsson varaformaður flokks- ins var ákafari en Benedikt að leysa efnahagsvandann — með kauplækkun. rauninni aðeins eitt atriði sem efnislega skiptir einhverju máli, en það er krafan um kauplækkun, annaðhvort með nýrri vísitölu, sem mæli minni hækkanir en nú, eða með beinni lagasetningu, sem ákveði tiltekna lækk- un á launum. Þessi krafa Alþýðuflokksins kom fyrst fram, þegar ríkisstjórnin gerði sínar fyrstur efnahagsráðstafanir í september, en þá setti hann það sem skilyrði að endurskoðun vfsitöl- unnar yrði lokið fyrir 20. nóvember, svo ný vísitala gæti mælt kauphækkun 1. desember. Síðan kom krafan um það, að af 14.1% kaup- gjaldsvísitölu 1. desember skyldi aðeins greiða út í kaup 3.6% og auka niðurgreiðslur um 2.5%. Annað átti að faila niður, eða sem nam 8% í kaupi, án alira bóta. Og þegar allt þetta hafði brugðist hjá þeim Alþýðuf lokksmönnum þá sögðust þeir myndu stöðva afgreiðslu f járlaga, nema gengið yrði inn á kröfur þeirra um ýmsar ráðstafanir í efnahagsmálum. Flestar voru kröfur þeirra f jarstæðukennt bull og höfðu enga þýðingu. En í þeim um- ræðum, sem þessum umbrotum fylgdu, komu fram ýmsar athyglisverðar skýringar á kjarasáttmála-boðskap þeirra Alþýðuflokks- manna. Vilmundur var sá í þeirra hópi sem mest talaði og það var hann sem afhnjúpaði sig og að minnsta kosti verulegan hlut hins nýja krataf lokks, svo rækilega að ekki þarf lengur að efast um hvað þeir kratar eigi við með kjarasáttmála og samráði við launafólk. Hér skulu tilfærð nokkur af um-mælum Vil- mundar úr þingræðum hans, varðandi þessi mál. Þegar Vilmundur gerði grein fyrir tillögum Alþýðuf lokksins um ráðstafanir í efnahags- málum þann 27. nóvember sagði hann: „Kjartan Jóhannsson, hæstvirtur sjávarút- vegsráðherra, kynnti í ríkisstjórninni tillögur, sem náðu til ársloka 1979. Þær tillögur gengu út á það að setja þak á launahækkanir, 4% á þriggja mánaða fresti, sem hefði þýtt leyfi- legar kauphækkanir á árinu allt að 20%." Hér er ekki lengur töluð nein tæpitunga um kjarasáttmála og samráð, heldur um að lög- binda kauplækkanir án tillits til verðlags- hækkana. ® Við gerum kröfur um það, að þau ákvæði stjórnarsamkomulagsins, sem segja að vernda skuli þann kaupmátt launa, sem samið var um í júnísamningunum 1977, standi að fullu, og við krefjumst þess að þannig sé staðið að stjórn efnahagsmála að full atvinna haldist. Auðvitað hefði 4% hækkun á þriggja mán- aða fresti þýtt 17% hækkun á árinu en ekki 20% eins og Vilmundur segir en sú skekkja er ekki meiri en venjulegt er í hans málf lutningi. Hefði verðlagshækkunin numið 30% á ári, sem telja verður líklegt, sem lágmark,hefði hér verið um 13% beina kauplækkun að ræða. I sömu ræðu segir Vilmundur: „Þegar við kynntum tillögur okkar um heildstæða áætlun í efnahagsmálum fyrir árið 1979, þá vorum við spurðir, hvort hér væri ekki um bort á kjarasáttmála að ræða, vegna þess að lögð var til lögbinding. Auðvitað þýðir kjarasáttmáli ekki að það fari fram valdaaf- sal Alþingis til þrýstihópa. Kjarasáttmáii get- ur aldrei þýtt það. Á alvörustundum getur auðvitað og kemur iðulega upp það ástand, að löggjafínn verður að taka af skarið. Kjara- sáttmáli þýðir iðulega að löggjafinn setur rammalöggjöf, t.d. í kjafamálum..." Hér sjá menn svart á hvítu hvað þeir kratar meina með kjarasáttmála. Hjá Vilmundi þýð- ir hann lögbinding á kaupi. Það hef ir þá verið kjarasáttmáli af kragagerð, sem ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar var að framkvæma á fyrrihluta ársins 1978. Og enn segir Vilmundur: „Það hefði verið rétt ákvörðun að binda kaupgjald með þeim hætti, sem við höfum lagt til, og leggja aðrar ákvarðanir samkv. frekari lýsingu i hendur ríkisstjórnarinnar." Þessi dæmi, sem hér hafa verið tilfærð, úr ræðu Vilmundar, sýna svo ekki verður um villst, hver stefna hans er og órólegu deildar- innar í Alþýðuf lokknum. Þaðer um þessa lög- bindingar- og kauplækkunarkröfu Alþýðu- flokksins, sem deilurnar hafa staðið. Allt þrugl þeirra um „heildstæðar tillögur" Alþýðuflokksins og um „langtíma-áætlun" hans um baráttu gegn verðbólgu er meining- arlaust. Við okkur Alþýðubandalagsmenn stendur engin deilda um stjórn á fjárfestingu, um skatt á verðbólgugróða, um niðurskurð á reksturskostnaði ríkisins, um að standa gegn skuldasöfnun erlendis, um ráðstafanir gegn „neðanjarðarhagkerfinu" o.s.frv., o.s.frv. Deilur okkar Alþýðubandalagsmanna við órólegu deild kratanna, — við Vilmundana í Alþýðuflokknum, er fyrst og fremst um af- stöðuna til kaupmáttar launa. Við gerum kröfum um það, að þau ákvæði stjórnarsamkomulagsins, sem segja að vernda skuli þann kaupmátt launa, sem samið var um í júnísamningunum 1977, standi að fullu, og við kref jumst þess að þannig sé stað- ið að stjórn efnahagsmála að full atvinna sé tryggð. Vilmundur Gylfason: „Það hefði verið rétt ákvörðun að binda kaupgjald með þeim hætti, sem við höfum lagt til..." Tillögur okkar í efnahagsmálum liggja fyr- ir. Þær eru í samræmi við samþykktir verka- lýðshreyfingarinnar. Þær eru líka raunhæfar tillögur, tillögur sem miða að minnkun verð- bólgu, að réttlátari skiptingu þjóðartekna,að fullri atvinnu, að auknum félagslegum rétt- indum, eflingu íslenskra atvinnuvega og stór- átaki til framleiðniaukningar í atvinnuvegum landsins. Við segjum, einu sinni fyrir allt, að Vil- mundar-rugl, kauplækkunarkröfur kratanna, og marklaust bull um þessi skilyrði og hin af hálfu Alþýðuf lokksins hafa engin áhrif á okk- ur í Alþýðubandalaginu. Viðstöndum heil að núverandi ríkisstjórn, og við stöndum fast á því að hún vinni á þeim grundvelli sem um var samið. Geti Alþýðuf lokkurinn ekki sætt sig við slík vinnúbrögð er best að hann taki upp sitt lang- þráða samstarf við íhaldið. Ur sýningu tslenska dansflokksins á ballettinum Sæmundi Klemens- syni i ÞjúOleikhúsinu i haust (Ljúsm. Leifur). í FYRSTA SINN: íslenskur ballett- flokkur fer utan Um heigina fer islenski dans- fiokkurinn i sýningarfcrö til SviþjúOar og Noregs ásamt hljúmsveitinni Þursaflokknum og sýnir þar islenska balletta eftir Ingibjörgu Björnsdúttur. Ballett- flokkurinn hefur fengiö styrk frá Norrænu leiklistarnefndinni til fararinnar og veröur þetta I fyrsta sinn, sem tslenskur ballett- flokkur sýnir erlendis. Fyrstu sýningar dansflokksins veröa á Södra Teatern I Stokk- hölmi á mánudags- og þriöju- dagskvöld en siöar mun Flokkurinn sýna I Gautaborg og i Oslö. Meginuppistaða sýningarinnar er ballettinn Sæmundur Klem- ensson, sem Ingibjörg Björns- döttir samdi viö tönlist Þursa- flokksins og hefur veriö sýndur i aaust I Þjóöleikhúsinu og vakiö mikla athygli. Þá hefur Ingibjörg Samiö tvo stutta balletta I tilefni feröarinnar, einnig viö tónlist Þursaflokksins og nefnast þeir iHættu aö gráta hringaná og í Gálgahrauni. TIu dansarar taka þátt i sýningunni: Asdis Magnús- dóttir, Birgitta Heide, Helga Bernhard, Guörún Pálsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Kristin Björns- dóttir, örn Guömundsson, ólafur Ólafssonog Björn Sveinsson. Tónleikar í Norræna húsinu Sunnudaginn þann 21. janúar kl. 20:30 halda tveir ungir banda- riskir listamenn hljómleika i Nor- ræna húsinu i Reykjavik. Ronald Neal fiöluleikari er pró- fessor og formaöur strengja- deildar viö Southern Methodist University i Dallas i Texas. Hann hefur haldiö hljómleika I mörgum helstu borgum Bandarikjanna, fariö I hljómleikaferöir til Suöur- Ameriku og leikiö inn á hljóm- plötur. Hann stundaði nám viö Eastman tónlistarháskólann og viö Juilliard i New York. Kenn- arar hans voru Carroll Glenn og Ivan Galamian. Brady Millican var fæddur i Texas og hóf pianónám 8 ára gamall. Kennarar hans hafa verið Eugen List, en meö honum hefur hann leikiö inn á hljóm- plötur, Leon Fleisher og Jörg Demus. Millican hefur stundaö Þursaflokkurinn flytur alla tón- listina I sýningunni en I flokknum eru Egill ólafsson.sem jafnframt er söngvari, Karl Sighvatsson, Þóröur Arnason, Tómas Tómas- son og Asgeir Óskarsson. Ballett byggður á íslenskri smásögu Norræna leiklistarnefndin hefur einnig veitt Þjóöleikhúsinu styrk til þess aö fá hingaö i fébrú- ar finnska danshöfundinn Marjo Kuusela.sem hingað kom i fyrra meö flokk sinn Raatikko og sýndi ma. ballettinn Sölku Völku.Kuus- ela vinnur nú að samningu balletts fyrir íslenska dans- flokkinnbyggöan á Islenskri smá- söguogmun hún stjórna þessum ballett sinum hér I Þjóöleik- húsinu. Einnig veitti leiklistarnefndin finnskum aöilum styrk til þess aö bjóöa Þjóðleikhúsinu meö leikrit- iö FRÖKEN MARGRÉT til Helsinki um páskana. Veröur leikritið sýnt á Lilla Teatern en þaö er sem kunnugt er Herdis Þorvaldsdóttir sem fer meö hlut- verk kennslukonunnar i sýningunni. Ronald Neal fiöluleikari nám viö Eastman tónlistar- háskólann, Royal College of Music og New England Conserva- tory. Sem stendur vinnur hann aö doktorsritgerö við háskólann i Boston. Hann hefur feröast viöa um Bandarikin og England sem einleikari og meö kammertónlist. A efnisskrá tónleikanna veröa sónötur eftir Brahms, J.S. Bach, Chopin og César Frank.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.