Þjóðviljinn - 19.01.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.01.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. janúar 1979 —ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Ef Bólu-Hjálmar byggi í Reykjavik og vœri i sömu kröggum og fyrr myndi hann leita til Félagsmálastofnunar borgarinnar. Og hvað gerist þá? Hjördis Hjartardóttir Hreppstjórar fyrr og nú Einn dag á sumri áriö 1870, — fyrir 108 1/2 ári síöan — fór eamall fátækur maöur, noröur i Akrahrepp, fram á að sér yröi veittur örlitill sveitarstyrkur. Helgi Jónsson þáverandi hrepp- stjóri þar nyröra svaraöi skýrt ,,nei” og herma sagnir að vegna slæmrar heyrnar styrkbeiöanda hafi hann ekki einungis fengiö munnlegt svar heldur einnig skriflegt. Þegar gamli maöurinn kom heim orti hann kvæöi. betta kvæöi varö þess valdandi aö flestir íslendingar kannast enn I dag viö aö einhversstaöar fyrir norðan fyrirfinnist Akrahrepp- ur. Kvæöiö byrjar svona: „Eftir 50 ára dvöl / i Akrahrepp ég má nú deyja”, og slðar segir i kvæöinu „félagsbræöur ei finnast þar / af frjálsum manngæöum litiö eiga / eru þvi flestir aumingjar / en illgjarnir þeir sem betur mega”. Gamli maðurinn hét Hjálmar Jónsson og var kenndur viö Bólu. Viö þekkjum hann öll. I minni sveit þótti þetta ljót saga og Akrahreppur ólánshreppur hinn mesti. En til hvers að vera aö rifja upp þennan aldargamla atburð, — þaö er svo langt siöan og allt svo mikiö breytt. Núna höfum viö ellilaun og mæöralaun og strætisvagna og skóla og dag- heimili og sjúkrahús og elli- heimili og rithöfundalaun og heiöúrslaun rithöfunda og margt margt fleira. Nú eru framleiddir sjálfvirkir tannburstar og skuttogarar og bilar og traktorar og töfrasprot- ar og frystikistur, — þetta er bara allt saman oröiö miklu finna og betra. Við búum i vel- feröarþjóöfélagi. Ofan á allt annað gott er komin vinstri stjórn i Reykjavikurborg. Vinstri stjórn meö félagslegan þankagang, — heyrðist mér allavega fyrir kosningar. Þaö myndi ekki væsa um hann Hjálmar gamla I ellinni I dag, — eða hvaö skyldi maöur halda? Ef Hjálmar byggi I Reykjavik og væri I sömu kröggum og fyrr myndi hann leita til Félagsmálastofnunar Reykjavikurborgar. Borgar- yfirvöld eru nefnilega fyrir löngu búin að koma á fót stofnun til aö auka og bæta félagslega þjónustu viö ibúa borgarinnar. Fjárhagur hans yröi kannaöur rækilega, bæöi tekjur og útgjöld. Gengiö yröi úr skugga um aö hann væri nú örugglega ekki i sambúö. Ef viö göngum út frá aö útgjöld (þaö er húsa- leiga, hiti, rafmagn, fæðiskostn- aöur og önnur nauösynleg útgjöld, t.d. lækniskostnaöur) væru hærri en tekjur ætti Hjálmar rétt á styrk. Félags- málaráö (kosiö af borgarstjórn, af sjö meðlimum eru þrír einnig borgarfulltrúar) mundi samþykkja aöstoð til handa gamla manninum skilyrðis- laust. Vandinn skapast ekki fyrr en á aö greiöa Hjálmari styrkinn. Þvi þó borgaryfirvöld séu „félagsbræöur’” i oröi fer minna fyrir þvi á boröi. Þeir veita langt frá þvi nægilegt fjármagn til félagsmálastofn- unar Reykjavikurborgar til að hægt sé aö greiöa öllum Hjálm- urunum þaö sem samþykkt hef- ur veriö. Ætti Hjálmar rétt á húsaleigustyrk frá Félagsmála- stofnun Reykjavikurborgar væri hann að öllum líkindum löngu búinn aö missa húsnæöiö, nema leigusalinn vildi blöa i alla vega nokkrar vikur ef ekki mánuöi eftir aö fá húsaleiguna greidda. Þrátt fyrir töfrasprotann, traktorinn, og allt hitt viröist i raun ekki stór munur á hrepp- stjóranum i Akrahreppi áriö 1870 og núverandi borgar- stjórparihaldi. Það er þó helst að Helgi Jónsson var ekki i nein- um þykjustuleik en sagöi strax þvert nei, á meöan hin svokall- aða vinstri borgarstjórn segir já i dag en nei á morgun. Borgar- yfirvöld hafa komiö sér upp hagstæöu kerfi, sem Helgi haföi ekki. Þaö er borgarstjórn, borgarráö, félagsmálaráö, borgarstjóri, borgarritari, Félagsmálastofnun og náttúru- lega fleira. Félagsmálaráö set- ur reglur um veitingu styrkja og meira að segja samþykkir hvern einstakan styrk. Borgar- ritari neitar aö láta Félags- málastofnun hafa nægilegt fjár- magn. Borgarstjóri visar á póli- tikusana og svona gengur bolt- inn hring eftir hring innan kerfisins. Við starfsmenn Fé- lagsmálastofnunar sem erum búin að tilkynna fólki einn dag- inn að samþykktur hafi veriö styrkur þvi til handa veröum ekki bara næsta dag heldur vik- ur ef ekki mánuði aö segja „nei, þvi miður, engir peningar I dag”. Þegar við undirtillurnar kvörtum fyrir hönd Hjálmar- anna fáum viö stundum hvorki meira né minna en loforö og þegar þau eru svikin önnur ný. Samstarfsmaöur minn hvisl- aði eftirfarandi stöku i eyraö á mér um daginn: „Fariö I rass- gat ráöamenn / röktu drullu- sokkar / þiö skit úr hnefa skammtið enn / skjólstæðingum okkar”. Við skulum vona Sigun- jóns, Kristjáns og Björgvins vegna aö höfundurinn sé ekki kraftaskáld eins og sagt væri aö Hjálmar gamli væri — Þó get ég ekki aö þvi gert aö mér finnst stundum þeir ættu þaö skiliö. Hjördis Hjartardóttir, félagsráögjafi, Breiöholtsútibúi F.R. Máttarstólpar þjóðfélagsins t kvöld verður 10. sýning i Þjóö- leikhúsinu á Máttarstólpum þjóð- félagsins. Þetta er I fyrsta.skipti, sem þetta þekkta verk Ibsens er sýnt á sviði hérlendis og þykir þvi tiðindum sæta. Leikstjóri sýningarinnar er Baldvin Halld- drsson en með helstu hlutverk fara Eriingur Gislason, Guðrún ÞStephensen, Gunnar Eyjólfs- son, Briet Héðinsdóttir, Hákon Waage, Bjarni Steingrimsson og Guðrún Þórðardóttir. 11. sýníng verksins veröur svo á miövikudagskvöld. Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fásteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613 Bœjarstjórinn á Seltjamarnesi: „Mér finnst nóg komið” Stjórn Sambands islenskra sveitarfélaga: Mælir með 12% Fulltrúi Mér finnst vel við eiga að leyfa f jármálaráðherra að eiga fyrisögn þessa greinarkorns/ en þetta er svar hans við spurningu Vísis 12. þ.m. um hækkun útsvars í 12%. ,/Fulltrúi Seltjarnarness sat hjá" Segir Þjóöviljinn i undirfyrir- sögn 16. þ.m. þegar skýrt er frá samþykkt stjórnar Samb. is- lenskra sveitarfélaga varöandi hækkun útsvarsprósentu, siöan er bætt viö „og geröi sérstaka grein fyrir atkvæöi sinu”. Þar sem ég veit, sem tryggur lesandi Þjóöviljans um margra ára bil, aö blaöiö vill flytja les- endum sinum sem sannastar fréttir úr þjóölifinu.átti ég von á aö i fréttinni kæmi fram tilvitnuö greinargerö, lesendum til glöggvunar. Til aö bæta úr þessum mistök- um, læt ég greinargeröina fljóta með þar sem hún kann aö varpa ljósi á ástæöuna fyrir hjásetu minni: „Sigurgeir Sigurösson getur ekki staöiö aö samþykkt þessarar bókunar um hækkun skatta. Viðurkennd er þörf sveitarfélaganna fyrir auknar tekjur, en þar sem rikisvaldið hefur þegar gengiö alltof langt I skattlagningu telur hann, aö annaðhvort veröi aö koma tiÞ færsla tekna frá riki eöa sjálf- ræöi sveitarfélaga um gjaldskrár sinar”. Þjóðviljinn og þjóðin Rétt er aö upplýsa lesendur blaösins um nokkur atriöi, sem af ókunnugieik hafa skolast til hjá blaöinu aö þvi er ætla verður. 1 stjórn Sambands isl. sveitar- félaga sitja ekki fulltrúar til- nefndir af ákveönum sveitar- félögum, heldur fulltrúar kjörnir af landsþingi, 9 aö tölu. A landsþingi i haust tók ég af heilum hug undir tillögu alls- herjarnefndar flutta af öddu Seltjamarness sat hjá um heimild til útsvarshœkkunar Stjórn Sambands Islenskrn sveitarfélaga samþykktl nýlega aö mrla meö drögum aö frum- varpi um 1#% hækkun álags á út- svar, en félagsmálaráöherra . hefur kynnt frumvarpiö fyrir J samráöherrum sinum. Sam- þykktln var gerö samhljóöa, en fulltrúi Seltjarnarness sat hjá og geröl sérstaka grein fyrlr atkvcöi Báru Sigfúsdóttur, borgarfull- trúa, svo hljóðandi: ”XI landsþing Sambands Isl. sveitarfélaga vekur athygli stjórnvalda á þeirri lækkun raun- tekna sveitarfélaga af útsvörum og aöstöðugjöldum, sem oröiö hefur undanfarin ár, þar eö álagningarprósenta þessara gjalda hefur ekki hækkaö, þótt aukin veröbólga milli ára gefi til- efni til. — og siðan — Skorar landsþingiö á Alþingi aö gera þær breytingar á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga, að sveitar- félögin nái þeim rauntekjum af þessum tekjustofnum, sem þeim voru ætlaðir viö setninu lag- anna.” Alla þessa tillögu vil ég gera aö minni og samþykki hana fúslega. Siðan þetta landsþing var hald- ið hefur ný „vinstri stjórn” tekiö til hendinni i skattamálum á þann veg, aö ég er viss um aö fleirum en mér og Tómasi Arnasyni, finnst nóg komiö.eöa hvaö finnst þjóðinni? Að halda sjó Oft hefur þjóbarskútunni verið siglt meira af kappi en forsjá og er þessi stjórn ekki ein I sökinni, þótt erfitt geti reynst aö finna for- dæmi. Viö sem reynum aö „halda sjó” það er að segja beitum okkur þeim sjálfsaga, sem fylgir þvi aö stjórna, ættum að vera stjórn- völdum þóknanlegir, með þvi aö reyna eftir mætti að draga úr skattheimtu, þegar greiöslugeta almennings minnkar. Viö teljum, sem fyrr, aö fyrst komi þarfir einstaklingsins, siöan sveitarfélagsins og þar næst rikisins, þó þessu viröist öfugt farið. En tökum aftur undir með Tómasi, „okkur finnst nóg kom- iö”. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri AUGLY SINGASÍMI ÞJÓÐVILJANS ER 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.