Þjóðviljinn - 23.01.1979, Qupperneq 5
Þriöjudagur 23. janúar 1979. — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Þrír
borgar-
ráds-
menn til
Moskvu
Borgarráö Moskvu hefur boöiö
þremur bqrgarr áösmönnum
Reykjavikur f viku heimsókn til
Moskvu á þessu ári. Á fundi sfn-
um 12. janúar samþykkti borgar-
ráö aö þiggja boöiö, og er þaö f
þriöja sinn sem fulltrúar borgar-
innar sækja Moskvuborg heim.
Markús örn Antonsson kvaddi
sér hljóös af þessu tilefni á fundi
borgarstjórnar s.l. fimmtudag og
benti á aö samskiptin viö Moskvu
væru annars eölis en t.d. vina-
bæjartengsl þau sem Reykjavik
hefur viö höfuöborgir
Noröurlanda. Taldi Markús ekki
ástæöu til þess aö slfk heimboö
væru þegin sjálfkrafa I hvert sinn
sem þau bærust, þó þau heföu
veriö þegin áöur, af Geir
Hallgrimssyni og Birgi ísl.
Gunnarssyni þáverandi borgar-
stjórum.
—AI.
Þar lak inn—
og út aftur!
Aö þvi er blaðið hefur fregnað lak talsvert inn f fbúðir hjónagarða
stúdenta i þföunni nú I vikunni, enda þökin flatneskjuleg sem viðar.
En að sögn heimildarmanns blaðsins kom þetta ekki svo mjög aö
sök, þvi gólfin halla svo, að vatnið lak út aftur!
—Ljósmynd: Leifur.
AB Akraness og nágrennis:
Alþýðubandalagið
knýi á um aðgerðir
í herstöðvamálinu
Þjóðaratkvæðagreiðslu krafíst?
A fundi Aiþýðubandalagsins á
Akranesi og nágrenni sem hald-
inn var i Rein si. mánudag var
lögð áhersla á aö þingflokkur Al-
þýöubandalagsins og forysta beiti
sér fyrir stjórnaraögeröum i her-
stöðvamálinu, en þjóðaratkvæða-
greiðslu ella.
Fundurinn samþykkti svo-
hljóðandi ályktun:
,,Viö teljum, aö þrátt fyrir aug-
ljósa erfiöleika i samstarfi núver-
andi stjórnarflokka, hafi náöst
umtalsverður árangur i efna-
hagsmálum þjóöarinnar, sem
réttlæti aöild Alþýöubandalagsins
aö núverandi rikisstjórn þaö sem
af er.
En nú, þegar endurskoöun
stjórnarsáttmálans stendur fyrir
dyrum, viljum við leggja áherslu
á, aö þingflokkur Alþýöubanda-
lagsins og forusta þess knýi á um
aögerðir i herstöövamálinu.
Fari svo, aö ekki náist viöun-
andi samstaöa um þetta mál inn-
an stjórnarflokkanna, leggjum
viö til aö þingmenn Alþýöubanda-
lagsins beri fram á Alþingi kröfu
um þjóöaratkvæðagreiöslu um
hersetuna, og veröi þannig reynt
á raunverulega afstööu þings og
þjóöar til málsins”.
—vh
Aðeins einn
umsækjandi
Umsóknarfresti um prófessors-
embætti i tannsjúkdómafræði og
tannfyllingu viö tannlæknadeild
Háskóla íslands, sem auglýst var
laust til umsóknar 13. desember
1978, lauk 10. þ.m. Umsækjandi er
Sigfús Þór Eliasson, tannlæknir.
Borgarstjórn skor-
ar á Alþingi
Ríkið felli
niður þunga-
skatt á
strætó
Borgarstjórn hefur samþykkt
aö skora á Alþingi aö samþykkja
strax aö loknu þinghléi frumvarp
Svövu Jakobsdóttur og fleiri
þingmanna um niðurfellingu
þungaskatts af almenningsvögn-
um i þéttbýli.
Greiddu allir 15 borgarfulltrúar
þessari tillögu Guömundar Þ.
Jónssonar atkvæöi á fundi
borgarstjórnar s.l. fimmtudag.
____________________—Ai
Happdrætti
Torfu-
samtakanna:
Drætti
frestað til
28. febr.
Drætti I Happdrætti Torfusam-
takanna sem vera átti 6. jan. hef-
ur verið frestað til 28. febr.
Vinningar eru 10 iistaverk eftir
jafnmarga listamenn.
Þeir eru Hörður Agústsson,
Jóhannes Geir, Jóhann Bogadótt-
ir, Gylfi Glslason, Magnús
Tómasson^ Sigrún Guöjónsdóttir,
Gestur Þorgrimsson, Richard
Valtingojer, Þorvaldur Skúlason
og Björg Þorsteinsdóttir.
Vinningarnir eru til sýnis i Is-
lenskum heimilisiönaöi, Hafnar-
stræti 3. Miðar eru seldir I Sögu-
félaginu, efst f Fischersundi.
Ævisögu Snata
haldið áfram
Silkináttfötin heitir barnabók
eftir Þröst J. Karlsson sem Letur
gefur út. Þetta er sjöunda bókin I
flokkinum Þættir úr ævisögu
Snata gamla og fjallar um viöur-
eign hans og vina hans viö hrafna
nokkra. Teikningarnar geröi
Harpa Karlsdóttir.
FJOLBREYTT BLAÐ
um hesta og hestamennsku
Eiðfaxi er mánaðarrit og hefur nú komið út
í hálft annað ár. Mikill áskrifendafjöldi og | ■ «
góð sala sanna vinsældirnar. j |JL 1
Eiðfaxi er einstætt blað fyrir áhugafólk um I ■IB,,"
Pósthólf/P.O. Box 887 121 Reykjavik lceland
Simi/Phone 85111
íslenska hestinn. Vandað að frágangi og j Égundirritaður/undirrituðóska aðgerastáskrifandiaðEiðfaxa
efni. Viðtöl, greinar, frásagnir og mikill |□fráupphafi □ frá áramótum 77/78 Dfrá áramótum 78/79 nfráogmeð
fjöldimynda. I ____
(það sem til er
... ..... I af tölublöðum)
Hringið i sima 85111 — eða postleggið
áskriftarbeiðni nú, — og blaðið kemur um I NAFN
hæl. |----------------
Árið 1977 komu út sex tbl., júlí-des og kostar ein - J HEIMILI_
takið nú 600 kr. Árgangur 1978,12 tbl. kostar nú
5300,00. Fyrri hluti 1979, jan-júní kostar 3600,00. j Póstnúmer
»
næsta tölublaði
NAFNNUMER
Póststöð