Þjóðviljinn - 26.01.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.01.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. janúar 1979. w Félag j árniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 29. janúar 1979 kl. 8.30 e.h. i Félagsheimili Kópavogs, niðri. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Um breytingu á námsskrá i ketil- og plötusmiði v/stálskipasmiða. 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega Stjórn Félags járniðnaðarmanna UTBOÐ Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir tilboðum i eftirtalin verk og ef ni i 216 ibúðir i öðrum byggingaráf anga i Hólahverfi: 1. Miðstöðvarofnar 2. Gler 3. Þakjárn 4. Blikksmiði 6. ÍJtihurðir Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. Mávahlíð 4 gegn 20 þús. kr. skilatrygg- ingu. Starfsmaður óskast til simavörslu, bréfaskrifta og fleiri starfa. Hlutastarf kemur til greina. Tilboð með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Þjóðviljans merkt „Miðbær strax". ÚTBOÐ Tilboð óskast I gatnagerð, lagningu holræsa og vatnslagna I tvær götur i Seljahverfi i Reykjavik. tJtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 Reykjavik gegn kr. 15.000.- skilatryggingu. Tolboöin verða opnuö á sama stað miðvikudaginn 14. febrúar 1979 kl. 14 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVIKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Keflavík Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir blaðið i Keflavik. Upplýsihgar hjá frkv.stjóra blaðsins i sima 91-81333. UOBVIUINN Móðursystir min Gunnfriður Agatha Ebenezerdóttir andaöist á sjúkrastofunni Hátúni 10BI gær 25. janúar 1979. Haraldur Jóhannsson. Teikning af fyrirhugaðri byggingu viö Pósthússtræti 13. Nýtt deilískípulag fyrir Míðbæinn w varftnnHí hvtytfinön Akvörðun um Pósthússtrœtið frestað í skipulagsnefnd Skipulagsnefnd telur aö áöur en ákvöroun er tekin um uppbygg- ingu einstaka lóða I gamla miö- bænum þurfi ao liggja fyrir deili- skipulag af miðbæjarkvosinni allri. Frestaöi nefndin þvi á sio- asta fundi slnum ákvörðun varð- andi nýbyggingu að Pósthús- stræti 13, sem myndin hér að ofan sýnir teikningu af. Sigurður Harðarson, formaður Skipulagsnefndar sag6i i samlali við Þjóðviljann i gær, að nauð- synleg forsenda uppbyggingar á einstaka lóbum i gamla bænum væri vandað deiliskipulag, þar sem tekin væri ákvörðun um tengingu umferðaræða um svæðið og gagnvart aðliggjandi hverfum, fjölda og staðsetningu bilastæða, strætisvagnaleiðir o.fl. Þá yrði i deiliskipulagi að marka stefnu varðandi byggingarmagn, hæð hUsa, hilsverndun og heildaryfir- bragö kvosarinnar. Þessi verk- efni fól Skipulagsnefnd Þróunar- stofnun Reykjavikur að vinna, og skal heildarniðurstaða þeirra liggja fyrir eigi siðar en 1. desem- ber n.k. Þó sagði Sigurður að ákvörðun um uppbyggingu við Pósthús- stræti 13 ætti aö vera hægt að taka mun fyrr eða innan tveggja mán- aða, ef vinnunni miðaði eðlilega áfram. Þá sagði Sigurður einnig að vinna við skipulag Grjóta- þorpsins myndi hefjast innan tfð- ar. —AI ERLEIMDAR FRÉTTIR I stuttu máli Lögþing Færeyinga hóf störfí gœr Lögþing Færeyinga kom sam- an I gær á ný. Atli Dam veröur lögmaður sem fyrr. Samsteypu- stjórn jafnaðarmanna, Þjóðar- flokksins og Þjóðveldisflokksins mun sitja áfram þrátt fyrir úr- slit kosninga sem fram fóru I nóyember (sjá Þjv. I gær). Á fyrsta degi þingsins var að- allega kosið i nefndir og ráð. Búist er við að Félagi Jesús muni vekja jafn heitar umræður á þingi Færeyinga og fram fóru á Alþingi okkar Frónbúa fyrir skömmu. Norræni þýðingarsjjóðurinn hefur veitt styrk til að þýða bók- ina á færeysku, en talið er að lagt verði til að bókin verði bönnuð þar i landi. ES Margir Þjóð verjar horfðu á kvikmynd um foringja sinn BONN, 25/1 (Reuter) — Holo- caust, bandarlsk kvikmynd um striðglæpi nasista var sýnd I vestur-þýsku sjónvarpi á þriðjudagskvöld og vakti geysi- lega athygli. Taliö er að um 36% sjónvarpsáhorfenda hafi horft á myndina, en vanaiega horfa að- eins um fimm af hundraði á við- komandi sjónvarpsstöð. Margir Austur-Þjóðverjar horfðu einnig á myndina og fannst sumum gaman að. En margir höf ðu orð á þvi að Þjóð- verjar væru gerðir að ansi óað- laðandi manneskjum, og vildu þeir nú meina að þjóðin væri yfir heildina mun vingjarnlegri en myndin gæfi til kynna. Eini Þjóðverjinn sem var jákvæður i myndinni, var þýsk stúlka sem giftist inn i gyðingafjölskyldu. Flokksþing hefst í Alsír á laugardag Algeirsborg, 25/1 (Reuter) — Þjóöfrelsishreyfing Alslrs, en hún er um leið eini stjórnmála- flokkur landsins mun hefja þing sitt á laugardag. Verður það fyrsta þingið sem haldið er I fimmtán ár, en nú á að finna eft- irmann Houari Boumedienne sem lést I siðasta mánuði. Benjedid Chadly hershöfðingi er talinn einn llklegasti eftir- maöur Boumedienne en hann veitir varnarmálaráðuneytinu forstöðu. Kosningar verða haldnar i landinu 7. febrúar. Sagt er að herinn kref jist þess að valdið dreifist meir en raun varð á i valdatið Boumediennes en hann gegndi vægast sagt mörgum valdamiklum embætt- um. A þinginu sem hefst á laugar- dag verður kosið i miðnefnd og framkvæmdastjórn. Grapo-menn handteknir SEVILLA, Spáni, 25/1 (Reuter) — Spænska lögreglan telur sig hafa eyðilagt bækistöðvar Grapo-skæruliðahreyfingarinn- ar I Suður-Andalúsiu. Sagði talsmaður lögreglunnar að ár- angurinn hafi fylgt I kjölfar handtöku á tólf manneskjum. Aö undanförnu hafa margar tilraunir verið gerðar til að koma sprengjum fyrir i opin- berum byggingum I Cádiz. Lög- reglan i Baskalandi á Norður- Spáni sagði á miðvikudag að lögreglumaður hefði verið myrtur að heimili sinu i Bilbao af tveimur ungum mönnum sem reyndu aö brjótast þangað inn og ná i skotvopn. Skotið á Perúþingi LIMA, 25/1 (Reuter) — Til skot- bardaga kom á þinginu I Perú I gær. Striðsaðilar voru öryggis- verðir tveggja stjórnmála- flokka sem deila hart. Þingmenn og fréttamenn beygðu sig niður I öryggisskyni og reyndu að komast sem fyrst út úr salnum. Formaður kristi- lega alþýðuflokksins hefur vald- ið mikilli óánægju vegna yfir- lýsingar um að hægt sé að fresta almennum kosningum i landinu, ef ástandið krefst þess. Sorphreinsunar- menn hefja vinnu á ný MADRID, 24/1 (Reuter) — Sorphreinsunarmenn I Madrid samþykktu I dag launahækkun sem nemur þrettán af hundraði. Lauk þar með verkfalli þeirra, en höfuðborgin var á góðri leið með að drukkna I rusli. Vélamenn halda þó áfram tveggja sólarhringa verkfalli sinu, sem lamað hefur iðnað i borginni. Gasverkamenn eru einnig i verkfalli, en þeir krefj- ast 16% launahækkunar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.