Þjóðviljinn - 26.01.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. janúar 1979. — ÞJÓÐVILJINN —SÍÐA 5
Tvö ný línu-
og netaveiöi-
svæði lokuð
togurunum
Sjávarútvegsráðuneytið gaf i
gær út reglugerð um sérstök linu-
og netasvæði út af Suðvesturlandi
og Faxaflóa, sem gildi tekur 1.
febrúar 1979.
Samkvæmt reglugerð þessari
eru allar veiðar með botn- og flot-
vörpu bannaðar á þremur til-
greindum svæðum fyrir
Suðvesturlandi. Er hér um að
ræða tvö ný svæði og ennfremur
stækkun á þvi linu- og netasvæði
út af Faxaflóa, sem sett var i
nóvember 1978.
A timabilinu frá 1. febriiar tíl
31. mars 1979, eru allar veiðar
með botn- og flotvörpu bannaðar
á 7s jómilna breiðu svæði utan við
linu, sem dregin er úr punkti 63
gr. 33'7 N, 23 gr. 03'0 V, vestur og
norður um I 5 sjómilna fjarlægð
frá Geirfugladrang I punkt 64 gr.
04'9N, 23 gr. 45'0 V og þaöan I 270
gr. réttvisandi. Að austan mark-
ast svæðið af linu, sem dregin er
213 gr. réttvisandi Ur punkti 63 gr.
33'7 N, 23 gr. 03'0 V.
A tímabilinu frá 1. febrilar til
15. mai 1979, eruallar veiðar með
botn- og flotvörpu bannaðar á
svæði, sem að sunnan markast af
linu, sm dregin er réttvbandi 270
gr. frá Stafnesvita I punkt 63 gr.
58' 3 N, 23 gr. 40'5 V og þaðan
siðan um eftirgreinda punkta:
A. 64 gr. 04'9 N, 23 gr. 45'0 V
B. 64 gr. 04'9 N, 23 gr. 42'0 V
C. 64 gr. 20'0 N, 23 gr. 42'0 V
og þaðan i 90 gr. réttvisandi.
AUmabilinu20.marstill5. mal
1979, eru allar veiðar með botn-
og flotvörpu bannaðar á svæði,
sem markast af linum, sem
dregnar eru á milli eftirgreindra
punkta:
A. 63 gr. OO'O N, 33 gr. OO'O V
B. 63 gr. 25'3 N, 22 gr. OO'O V
C. 63 gr. 33'7 N, 23 gr. 03'0 V.
Reglugerð þessi er sett vegna
þess, að ráðuneytinu bárust f jöl-
margar áskoranir frá
sjómönnum og útgerðar
mönnum, einkum frá Suður-
nesjum og Grindavik, um
setningu sérstakra linu- og neta-
svæða á yfirstandandi vertið.
Ráðuneytið sendi þessi erindi
til umsagnar Fiskifélags tsland
og eru þessi sérstöku Hnu- og
netasvæði f samræmi við tillögur
stjórnar Fiskifélags íslands þar
um. 1 tillögum Fiskif élags Islands
segir, aðmæltsémeöþessufyrir-
kömulagi til reynslu og mun
sjávarútvegsráðuneytið fylgjast
með, hvernig þessi sérstöku
svæði verði nýtt af linu- og neta-
bátum. (Frétt frá sjavarútvegs-
ráðuneytinu).
Skeifa Ingibjargar
Ljósmyndari Þjóðviljans skellti sér á æfingu hjá Kamarorghestum á óperunni
Skeifa Ingibjargar og var þessi mynd þá tekin. Fyrri sýning var í gærkveldi en í
kvöld veröur sú seinni í Félagsstofnun stúdenta og hefst kl. 20.30. Á eftir mun
Sjálfsmorossveitin spila/ en síðan verður ja m session. — (Ljósmynd: Leif ur)
Kvenréttindafélagið:
Menning-
arvaka
á morgun
Kvenréttindafélag tslands
minnist afmælis slns á morgun,
laugardaginn 27. janúar með
tveggja stunda menningarvöku I
Norræna húsinu oghefst hún kl.
13.30.
A vökunni koma fram fræði-
menn, skáld, tónlistarmenn og
leikarar. Gerður Steinþórsdóttir
segir frá rannsóknum sinum á
kvenlýsingum i islenskum skáld-
sögum, Valborg Bentsdóttir les
frumsamda smásögu, Ragnheiður
Helga Þórarinsdóttir spjallar um
þjóðfræöi, Anna Júliana Sveins-
dóttir syngur einsöng við undir-
leik Láru Rafnsdóttur, Sigrún
Helgadóttir fjallar um starfssviö
reiknifræðings, Steinunn Sigurö-
ardóttir les eigin ljóð og Tinna
Gunnlaugsdóttir og Kolbrún
Halldórsdóttir flytja kafla úr
Sílfurtunglinu eftir Halldór Lax-
ness.
Kvenréttindafélagið var stofn-
að 27. janúar 1907 og i rúm 70 ár
hafa félagsmenn haft þann sið að
gera sér dagamunaf þvi tilefni og
að þessu sinni með nokkuð sér-
stökum hætti. Allir áhugamenn
eru boðnir velkomnir meðan hús-
rúm leyfi.
KJARVALSSTAÐIR
Vildum fá góðan vinnufrið"
segir i yfirlýsingu frá Sjöfn Sigurbjörnsdóttur og Davið Oddssyni
Borgarfulltrúarnir Sjöfn Sigur-
björnsdóttir og Davlð Oddsson
hafa sent frá sér eftirfarandi yfir-
lýsingu i tilefni þeirra deilna sem '
sprottið hafa upp vegna
ráðningar listráðunauts að Kjur-
valsstöðum
Vegna samþykktar aðalfundar
Félags íslenzkra myndlistar-
manna og yfirlýsingu talsmanns
Bandalags islenzkra listamanna i
fjölmiðlum að undanförnu viljum
við undirritaðir stjórnarmenn
Kjarvalsstaða taka eftirfarandi
fram:
Deilur um rekstarform Kjar-
valsstaða voru settar niður
skömmu fyrir jól með samkomu-
lagi, sem undirritað var af
stjórnarmönnum Kjarvalsstaða
annars vegar og forseta BIL of
formanni FIM hins vegar. í fram-
haldi af þessu samkomulagi setti
borgarráð reglur fyrir stjórn
Kjarvalsstaða og voru þær I fullu
samræmi við samkomulagið og
þær tillögur, sem áöur höfðu verið
lagðar fram i stjórninni og ekki
var ágreiningur um.
Aðilar voru sammála um að
ráða að Kjarvalsstöðum listráðu-
naut, til að vera i forsvari um list-
rænan rekstur. 1 samkomulaginu
er nákvæmlega greint frá,
hvernig aö þeirri ráðningu skuli
standa. Umsóknir ber að senda til
stjórnar Kjarvalsstaða, sem fær
þær stjórnum BIL og FIM til
umsagnar. Umsagnirnar skulu
lúta aö faglegu mati á þvl, hver jir
umsækjenda uppfylla þau skil-
yrði sem sett voru er starfið var
auglýst. Endanlega ráning list-
ráðunauts er hins vegar i höndum
fulltrúar borgarstjórnar I stjórn
Kjarvalsstaba.
Það er ætið ljóst, að stjorn
Kjarvalsstaða var alls ekki
alvarið bundin af þvi að ráða list-
ráðunaut úr hópi þeirra, sem
stjórnir FIM og BIL teldu
uppfylla hæfnisskilyrði. En
auðvitað var út frá þvi gengið, að
mjög ríkar ástæður hlytu að þurfa
að vera fyrir hendi ef fulltrúar
borgarstjórnar kynnu að ráða
umsækjanda, sem umsagnaraöil-
arnir teldu ekki uppfylla hæfnis-
skilyrði.
Um stöðu listráðunauts sóttu
þrir aðilar. Af umsögnum stjórna
FIM og BIL mátti ráða, að tyeir
þeirra uppfylltu öll hæfnisskil-
yrði, þau ólaför Kvaran list-
fræðingur og Þóra Kristjánsdóttir
listfræðingur. Svo brá hins vegar
við, að umsagnirnar gengu lengra
en að kveða á um framangreind
atriði og var tekið fram I umsögn-
um beggja stjórnanna, að þær
mæltu með þvi, að Ólafur Kvaran
yrði ráðinn til starfans. Þeim
meðmælum fylgdu þó hvorki rök
né skýringar. Var þarna gengið
lengra en samkomulagið gerir
ráð fyrir og svo sannarlega
lengra en fulltrúar listamanna
töluðu um á samnmgafundunum,
þvi að þeir áréttuðu þar oft, að
þeir myndu ekki ráða umsækj-
endum. Ljóst er, að menntun
framangreindra tveggja umsækj-
enda er ákaflega svipuð og sam-
bærileg en úrslitum réöi af okkar
hálfu, hin mikla og góða reynsla
af starfi Þóru Kristjánsdóttur I
áþekku starfi i Norræna húsinu.
A siðustu stigum samninga-
viðræðna I desember s.l. var
margoft eftir þvi leitað, að gert
yrði það sem kallað var „gentle-
man's agreement" um listráðu-
nautsstöðuna, þannig að fyrir-
fram yrði þá frá þvl gengið, hver
fengi þá stöðu, áður en hún væri
auglýst. Þessari málaleitan var
af okkar hálfu alfarið visað á bug,
enda samræmist hún ekki nútima
vinnubrögðum við afgreiðslu
opinberra mála.
Þeir, sem fylgst hafa með
málum Kjarvalsstaða að undan-
förnu, mega sjá, að við undirrituð
höfum fylgt hinu staðfesta sam-
komulagi út I ystu æsar I þeim til-
gangi að fá góðan vinnufrið um
Kjarvalsstaði, svo þar megi
blómstra starf og list sem sé
höfuðbórginni til sóma. Ef að
þeir, sem undirrituðu samkomu-
lagið fyrir hönd listamanna,
hefðu unnið að málum með sama
hugarfari og farið eftir gerðum
samningum, þá hefði þessum
skugga ekki brugðið nú á upphaf
starfs að Kjarvalsstöðum.
Stóryrðum manna i okkar garð
vegna þessa máls, með brigslum
um svik, fals og blekkingar
verður ekki svarað hér. Þau
koma sannleika þessa máls
ekkert við og falla því sjálfkrafa
dauð og ómerk.
Sjöfn Sigurbjörnsddttir
Davið Oddsson
Kontarsky bræðurnir
hjá Tónlistarfélaginu
Attundu tónleikar Tónlistarfé-
lagsins i Reykjavlk starfsvetur-
inn 1978-1979 verða haldnir á
morgun, laugardag, kl. 2.30 i Há-
skólabiói. Þar koma fram bræð-
urnir Alfons og Aloys Kontarsky,
ogleika þeir verk eftir Schubert,
Stravinsky og Liszt.
Bræöurnir eru fæddir I Þýska-
landi (1931 og 1932) og byrjuðu að
leika fjórhent á pianó fimm ára
gamlir. A fyrstu árunum eftir
strlðið fóru þeir um Vestur
Þýskaland á vegum bresku
menningarstofnunarinnar „Brú-
in" oghéldu hljómleika, þar sem
Alfons og Aloys Kontarsky
þeir léku b æði f jórhent o g einnig á
tvö píanó. Lögðu þeir mikla stund
Framhald á 14. slðu
Sparisjóður Hafnarfjarðar
hfefur starfað í 76 ár
ÍDAG
opnar Sparisjóðurinn afgreiðsluutibú
að Reykjavíkurvegi 66,
BJÓOUM HAFNFIRÐINGA VELKOMNA!
Rcykjavíkurvegur 66.
Opnunartími:
mánudaga — föstudaga
frákl. 9:15-16:00,
á föstudögum
frékl. 17:00—18:00.
Símj
54212
Starfsfólk okkar þar:
' Hildur Eiín
Ebba
5PARÍ5JÚÐUR
HAFNARRJARÐAR