Þjóðviljinn - 26.01.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.01.1979, Blaðsíða 8
8 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. janúar 1979. a/erlendum vettvangi Stofnandi Pahlavi-ættar var Resa Sja. Ýmsar sögur ganga af uppruna hans, mefial annars á þá leið aö hann haf i ekki veriö Persi, heldur Kúrdi eða jafnvel russneskurkósakki.Sú sögn er þó Hklegá sprottin af þvi, að Resa Sja var höfði hærri en allur iranskur lýður og þjónaði þar að aukilengi i riddaraliði, sem þjálf- að var að sið kósakka, enda nissneskáhrif þá mikili íran. Hið rétta mun vera að keisarinn sem siðar varð hafi vaxið upp ein- hversstaðar i f jallabyggöunum á milli höfuðborgarinnar og Kaspiahafs og aö ioreldrar hans hafi verið fátækir kotungar. Ung- ur mksH Resa föður sinn og flutt- ist móðii hans þá með hann til Te- heran, þar sem hann ólst upp i eymdarhverfum suðurborgarinn- ar. Orðinn stálpaður gekk hann i herinn og vann sig þar fljótt upp, enda stór og sterkur, og þar kom að hann varð æðstráðandi hersins og tók sér keisaravöld með til- styrk hans. Fornar væringar og nýjar Resa Sja hefur verið likt viö samtímamann sinn, Kemal Ata- turk i Tyrklandi, en einnig til að mynda Pétur mikla Rússakeis- ara. Hann var ósiðaður hrotti til orðs og æðis (átti til að sparka i klof ráðherrum sinum er honum rann I skap viö þá), griðarlega ágjarn og svældi undir sig það af jarðeignum og lausafé rikisins, . sem hann girntist, en ekki verður þvi neitað að hann var að vissu leyti umbótasinnaður og leitaöist viö aö koma á framförum eftir evrópskri fyrirmynd og jafn- framt gerarflcið sjálfstætt i raun. Iran var þá löngu staðnað, mu- hameðskt miðaldariki og Bret- land og Rússland höf ðu skipt þvi á milli sin i áhrifasvæði. Resa Sja gerðist nokkuö hlynntur Þjóð- verjum og fékk hjá þeim ýmsa aðstoð, llklega fremur vegna þess að Þjóðver jar voru upp á kant við Breta og Rússa en hins að hann hefði nokkra sérsíaka elsku á nasistum. Fljótlega kastaöist I kekki með Resa Sja og hinum sjiiska klerk- dómi landsins, og hefur sú viður- eign staðið af meiri eða minni ofsa fram á þennan dag og virðist nii vera að ljúka með sigri klerk- anna. Klerkarnir ýfðust við vest- rænum nýjungum keisarans, sem þeir þóttusts já aö stofnaði I hættu andlegu áhrifavaldi þeirra yfir almúganum, og Resa Sja vildi fyrir sitt leyti fyrir hvern mun knésetja klerkana.þareðhannsá með réttu að þeir voru þvl nær einsvoldugir ogsjálfur hann. Þar að auki mun hann persónulega hafa haft góða lyst á jarðeignuni klerkdómsins'. Vist er um það a& hannfórekki leyntmeðhatur sitt og andstyggð á klerkdómnum og gerði honum allt til ills sem hann treysti sér til. Faðir þess nú heimsfræga manns Ajatolla Komeinis, sem einnig var trúar- leiðtogi, var á þeim árum að sögn drepinn af keisarans mönnum. Til þess aö efla andstööu gegn klerkunum og trúarbrögðum þeirra, komnum frá Aröbum.hlóð keisari undir forntrú Persa, kennda við SaraþUstru spámann, og var það í fyrsta sínn sem Sara- þústrumenn (af þeim eru nú að- eins eftir nokkrar tugþúsundir) nutu slikrar velvildar af valds- mönnum frá þvíað Arabar lögðu landiö undir sig á sjöundu öld. Bæði I tio Resa Sja og hins nií landfiótta sonar hans var lögö á það mikil áhersla aö Iranir væru „arfar" (þar I landi eru menn ekkert feimnir við það orð), sem sagt indóevrópsk þjóð og ættu miklu frekar heima I hópi Evrópumanna en múhameðskra þjóða, mælandi á arabisku og tyrknesku. Hvað söguna snerti beindu þeir feðgar sem mest þeir máttu augum þegna sinna aö Persaveldi fyrir tið Múhameðs- trúar — Sassanidakonungunum sem höföu I fullu tré við Rómar- veldi, og Kýrosi og Dariosi, sem stofnuðu fyrsta heimsveldið er hægt var að kalla þvl nafni. Umboð frá dýrlingi Rea Sja reyndist Bretum og Sovétmönnum óþjáll I síðari Þeir krefjast þess að keisaradæmið sé endanlega huslað. Fall Pahlavi œttarinnar Múhameð Resa Pahlavi, annar keisarinn i röðinni af Pahlavi-ætt, er fárinn úr landi — með skottið á milli lappanna, orðaði einn fréttaskýrandinn það — og yfirleitt er gengið út frá þvi sem visu að hann eigi ekki afturkvæmt, þótt svo eigi að heita að hann sé „i frii." Þar með er liklega lokið sögu Pahlavi-ættar- innar i hásæti írans og jafnliklegt er að hún verði hin siðasta af f jólmörgum ættum konunga, keisara og soldána allt ofan frá dögum Kýrosar mikla og enn lengra af tur til að ríkja i þvi landi. Stytta ai' Resa Sja brotin niður. heimsstyrjöldinni, svo að þeir hernámu riki hans, settu hann af en létu þess i staö son hans og drottningar hans, ættaörar úr Kákasus, setjast i hásæöö. Mú- hameð Resa Pahlavi var þá ung- menni og af flestum talinn til Htils nýtur, enda enginn kr aftakarl lik- amlega eins og faðir hans. A ár- unum eftir strlöið kvað allmjög Keisari sá þar völdum sinum og eignum hættu búna, en gat ekki að gert I bili og varð að þoka úr landi, en 1953 skipulagði banda- riska utanrikisleyniþjónustan (CIA) valdarán I Teheran og setti keisarann i hásætið að nýju. Múhameö Resa er ekki opin- skár prestahatari eins og karl faöir hans, þvert á móti þykist rikt sem harðráðasti einræðis- herra og engum viljaö eftirláta hlutdeild I völdunum, ekki klerk- unum fremur en öðrum. En þrátt fyrir hrikalega óstjórn og taum- lausa sóun á auði þessa rlka þjóö- félags hafa þó oröiö á þvl gagn- gerar breytingar — og þær ekki eingöngu til þess verra — í tíð Múhameðs Resa. Gifurlegir Erlendir rfkisborgarar flýja land. aðróttækum og umbotasinnuðum hreyfingum, þjóðholl og til þess að gera lyðræðissinnuö stjórn undir forustu Mossadeks nokkurs reyndi aö ná olíunni, helstu auö- lind landsins, úr klóm Breta, og gera stjórnarfariö lýöræðislegra. hann veratrúaður sjiítiogaðnjót- andi sérstakrar handleiðslu af hæðum. Segist hann hafa fengið það umboð frá einum af dýrling- um sjíi'tatniar, sem vitraðist hon- um—aðsögnhans—Ibernsku. A hinn bóginn hefur hann alla tið fólksflutningar hafa orðið úr sveitum I borgir, sérstaklega til Teheran, storfelld tæknivæðing hefur átt sér stað, og þótt meira en helmingur landsmanna sé enn ólæs, hafa I borgum aö minnsta kostí oröiö miklar framfarir i fræðslu og menntun. 1 Teheran 1969 vakti það athygli undirritaðs að bókabúðir voruá hverjuhorni, og var honum sagt að þær hefðu rokið upp eins og gorkúlur slðustu fimm árin eða svo. Þar var ekki aðeins að fá bækur á persnesku, heldur og I stórum stil á útbreidd- ustu vesturlandamálum, einkum ensku. Og Iranskt æskufólk virö- ist áberandi fróöleiksfust og opið fyrir upplýsingum af öllu mögu- legu tagi. Tvær miljónir á mótmælafundi En þótt ýmsu hafi þokað til betri vegar I Iran i tlð Múhameðs Resa, þá vegur þaö i augum landsmanna skammt á móti óstjórnog vanrækslusyndum. Og. ekki hefur dregið ur andófi klerk- anna gegn sjainum, nema slður sé. Þeir eins og aðrir haf a óbeit á harðstjórn hans og óstjórn, en auk þess óttast þeir mjög að vest- ræn áhrif, sem stóraukist hafa á marga vegu i stjórnartíð hans, muni gera að engu f orn og gróin itök þeirra i þjóðarsálinni. Og vitaskuld munar þá i þau völd, sem þeir höfðu, áður en gamli Resa fór að taka í lurginn á þeim. Þá var talað um tvær höfuðborgir i Iran, Teheran og KUm (aðal- bækistöð klerkdómsins). Allt þetta hefur lagst á eitt til þess að skapa einhverja þá vlötækustu samstöðu gegn þjóðhöfðingja og stjórnarvöldum, sem sögur fara af. Föstudaginn 19. jan. safnaðist ótölulegur manngrúi — að sögn sumra fréttamanna um tvær mil- jónir — saman I Teheran, lýsti konung konunganna afsettan og krafðist þess að „krúnuráðiö", sem keisari skipaði að fara með vald sitt, og rikisstjórn Sjapúrs Baktjar færu frá. Andstöðuhreyf- ingin, sem greinilega finnur nú betur til máttar sins en nokkru sinni fyrr, virðist staðráðin I þvl aö slaka I engu á verkföllum og öðrum mótmælaaðgerðum uns siðustu leifar keisarastjórnarinn- ar hafa verið upprættar og hið „Islamska lýðveldi", sem Kom- eini.ajatollarhansogmúllar ætla að stofna, er komíð á fót. Loðin svör um „islamskt lýðveldi" Aberandi er það, hve Komeini sjálfur, aðrir ajatollar og leikir talsmenn andspyrnuhreyfingar- innar eru loðnir í svörum, þegar þeir eru inntir eftir þvi, hvernig þetta islamska lýöveldi verði. Inntakið I málflutningi þeirra er einna helst þetta: Þegar keisar- inn fer og Komeini kemur verður allt gott. Þá stofnum viö okkar Islamska lýðveldi, sem verður hamingjurM, byggt á lögmáli Islams og án allra vestrænna vandræða. Komeini og talsmenn hans segja að klerkarnir muni ekki gerast ráðherrar eða stjórn- sýslumenn yfirhöfuð (sem lika væri andstætt meginreglum sjiíta), en hinsvegar „hafa auga með" stjórninni. Enn er alltof snemmt að spá nokkru ákveðið um þaö, hvernig slík stjórn myndi reynast, ef hún kæmist til valda. En andstóðu- hreyfingin er jafn sundurleit og hUn er viðtæk og fylgismikil. Klerkarnir hafa tamið sér tungu- takróttækra og jafnvel byltingar- sinnaðra umbótamanna til þess aö afla sér fylgis þeirra, en einnig má benda á að samkvæmt erfða- venju eru sjlítar miklu siður und- irgefnir stjórnarvöldum en súnnitar, hinir „rétttrúuðu" Mú- hameðstrúarmenn. En einnig er varla vafi á þvl að á bak við vlg- oröajatollanna um róttækar um- bætur og lýðræði leynist einnig heilmikið ihald, að maður segi ekki rammasta miðaldaaftur- hald. Andstaða þeirra við þá Pahlavi-feðga beindist frá upp- hafi meöal annars gegn marg- háttuðum vestrænum nýjungum, sem óne.itanlega voru til fram- fara. Enn á því eftir að sjást hvernig ajatollunum l Kúm sem- ur við hinn „veraldlega" arm andstööunnar, sem að miklu leyti samanstendur af róttækum og byltingarsinnuðum mennta- mönnum, þegar andstaðan hefur að fullu ogöllu náö völdum, ef svo skyldi til takast. dþ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.