Þjóðviljinn - 04.02.1979, Síða 3
Sunnudagur 4. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Kamrat Jesus
Helst einki eindemi um
ódámligan lesna
Spurningurin er reistur í tinginum, og umboö fyri allar
flokkar hava sagt sína hugsan um bókina. Allir flokkar taka
undir við at bókin ikki kemur út á feroyskum máli
Spumingurin, um bókin
Kamrat Jesus skal gev-
ast út á fnroyskum máli,
sr nú reistur í logtingin-
jm. Tað var longu á
fyrsta fundinum, tá lands-
stýrið • arð skipað, at teir
báðir flokkarnir. sinlv
stýrisflokkurin og fólka-
flokkurin. reistu spum-
ingin, tá teir logdu hvor
sítt uppskot fyri tingið.
Tingfundur var aftur
hósdagin, og tá komu
bœði uppskotini til 1.
viðgerðar.
Kamrat Jesus —
einki eindsmi
Umboð fyri allar flokkar
hovdu orðið undir 1. við-
gerðini av hesum máli.
Frá orðaskiftinum um Kamrat Jesus.
Félagi Jesús í Færeyjum:
Tónsöguleg
glasabörn
Sinfóníutónleikar
í Háskólabíói 25.1.79
J.C. Bach:
Sinfónía í E fyrir
tvöfalda hljómsveit
Monteverdi:
Harmljóð Ariönu
Mahler:
Ruckertlieder
O. A.Thommesen:
Opp Ned
Þá er þessi vertlö hálfnuð.
Fyrra misseri hijómleikaársins
1978-79 lauk meö notalegum flutn-
ingi á fjórum dæmigeröum aldar-
háttum tónsögunnar. Þótt vitt
væri á milli tiluröartima þeirra,
var prógrammiö i heiid ágætlcga
saman sett og i góöu jafnvægi.
Eftir troðfullt hús á meöal-
mennskulegu Beethoventónleik-
unum viku áður var við þvi að bú-
ast, að grisjast mundi til I sæta-
röðum nú, enda bauð svo geig-
vænn skortur, engin erlend stór-
nöfn á skrá hvað þá heimilisvanir
höfundar. Engu að siður má full-
yrða, að Pálsmessutónleikar
Pampichlers og Sinfóniuhljóm-
sveitar Islands voru i engu
ómerkilegri og alla vega i augum
undirritaðs mun forvitnilegri en
hinir fyrrtöldu.
Johann Christian Bach, sá sona
Sebastians sem kenndur er við
Lundúnaborg, var mikilvægur
brautryðjandi á hinu spennandi
umbrotaskeiði milli barokks og
klassikur. Hann varð Wolfgangi
Mozart tónsmiðaleg leiöarstjarna
á svipaðan hátt og bróöir hans i
Berlin, Karl Filippus Emanúel,
visaði veginn fyrir Beethoven.
,,Stereó”-sinfónia Jóhanns op. 18
nr. 5 er gott dæmi um nýjungar
hans i hljómsveitarbeitingu.
Skemmtilega samið verk, t.d. var
kostuleg andstæðan milli hljóm-
sveitanna tveggja i hæga kaflan-
um, þar sem önnur var með
dempara (sordino) i strengjum,
en hin ekki.
Flutningur var plastiskur og
agnúalaus undir öruggri hand-
leiöslu Páls P. Pálssonar.
Sigriður Ella Magnúsdóttir
mezzósópran átti senuna i hæfi-
legum mæli i ariu Monteverdis og
ROckertlieder Mahlers, sem hún
skilaði með glæsibrag, ef nota má
svo glamrandi orð um látlausan
ogóþvingaðan flutning, sem leyf-
ir fegurð verkanna að njóta sin til
Framhald á bls. 22
Heillaóskir
1. febrúar gekk Janus A. W.
Paludan, sendiherra Danmerkur,
á fund Olafs Jóhannessonar, for-
sætisráðherra, og flutti honum
heillaóskir rikisstjórnar Dan-
merkur i tilefni þess, að 75 ár eru
liðin frá þvi Island fékk heima-
stjórn 1. febrúar 1904.
Sérstök þingnefnd
var sett í málið
Lögþing Færeyja lét það
verða sitt fyrsta verk þeg-
ar það kom úr jólafríi að
taka til meðferðar yfirvof-
andi útgáfu á Félaga Jesú
á færeysku.
Blaðið 14. september segir svo
frá 27. jan, að „Flokkarnir vðru
allir samdir um, at bókin ikki eig-
ur at koma út á föroyskum máli,
tihún ikkisamsvarar bibliunni og
gevur aöra fatan af kristinlæru
okkara”.
Skipaði þingið nefnd sex þing-
manna úr öllum flokkum til að
fjalla um Félaga Jesúm.
Sánjal Pauli Danielson mennta
málaráðhera vildi ekki tjá sig um
bókina við blaðið, þvi hann heföi
ekki lesið hana. 1 14. september
eru prentuð bæði mótmæli frá
nokkrum kennurum við útkomu
bókarinnar og mótmæli gegn rit-
skoðunaráformum Lögþingsins.
Þá kemur i ljós, að bókin hefur
veriðtil í bókasöfnum (á dönsku)
árum saman i Færeyjum, og
hefur enginn spurt eftir henni. Nú
hafa hinsvegar myndast langar
biðraðir eftir bókinni.
Mentamálaráðherrann upplýs-
ir ennfremur, aö styrkur úr
norrænum þýðingarsjóöi til út-
gáfu bókarinnar á færeysku sé
brott fallinn vegna trassaskapar
þýöara.
Færeysk lög
á Eurovision
Eflaust rekur margan
islending minni til kvenraddar I
hljóövarpinu sem söng um Ólaf
liljurós á færeysku: ungir karlar,
kátir karlar osfrv. Þá rödd á
færeyska leikkonan Annika Hoy-
dal sem söng þar meö Harkaliö-
inu.
Fýrir skömmu skýröi 14. sept-
ember frá þvi að Annika ætlaði
að taka þátt i Grand Prix-söng-
keppni Eurovision fyrir hönd
Danmerkur. Með henni verður
Jógvan Telling Joensen, og ætla
Joglars er
þau að flytja lög sem þau hafa
þekkt frá blautu barnsbeini.
Marga greinir á um ágæti þess-
arar söngkeppni og skal engan
undra það sem hefur barið hana
augum i sjónvarpi. Hins vegar er
skemmtilegt til þess að vita að
eitt lag, færeyskt þar að auki,
verður flutt i þessari keppni. Það
verður svo sannarlega perla inn-
an um hin mörgu og margvislegu,
te quiero, je t’aime, i love you, i
miss you, oui oui, no no og guð
einn má vita hvað.
ES
fyrirgefið
BARCELONA, Spáni, 2/2 (Reut-
er) — Leikhópurinn EIs Joglars
frá Katalónlu, sem dæmdur var I
tveggja ára fangelsi fyrir ellefu
mánuöum, hefur nú öölast fyrir-
gefningu stjórnvalda.
I hópnum eru þrir menn og ein
kona. Þau þóttu móðga yfirvöld
Pípulagnir
Nýlagnir# breyting-
ar, hitaveituteng-
ingar.
Sími 36929 (milli ki.
12 og 1 ogeftir kl. 7 á
kvöldin).
óiheyrilega mikið td. þegar þau
léku drukkinn herforingja, en
hópurinn fæst aöallega við lát-
bragðsleik. Þau voru dæmd i
tveggja ára fangelsi, en fengu þó
leyfi til að sækja æfingar. Málið
vakti mikla reiði moðal fólks, þar
sem dómurinn bar mikinn keim
af valdatið Francos, ekki sist
vegna þess að málið kom fyrir
herdómstól. Samkvæmt nýsam-
þykktri stjórnarskrá Spánar má
herdómstóll aðeins dæma fólk
innan hersins.
Lögfræöingur Els Joglars sagði
við fréttamenn að tilkynningar
um fyrirgefningu synda hefði
borist frá dómsmálaráðuneytinu
á miðvikudagskvöld.
Stórkost/egur
verksmiöjuafs/áttur!
á nokkrum Vauxhail Chevette af árgeró 1978. Mjög
hagstæð greióslukjör eða gamli bíllinn tekinn uppí.
VAUXHALL
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavík Simi 38900