Þjóðviljinn - 04.02.1979, Page 5
Sunnudagur 4. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
bækur
The Roman Republic.
Michael Crowford. Fontana
History of the Ancient World.
Fontana/Coliins 1978.
Fontana hefur gefiö út Evrópu-
sögu nýju aldar á þessum áratug,
og nú er hafin útgáfa fornaldar-
sögu og þrjú bindi komin út. 1 for-
mála aö þessu nýja safni segir
ritstjóri safnsins, Oswyn Murray:
„Óþarfi er aö réttlæta útgáfu
nýrrar fornaldarsögu, nýjustu
sagnfræöirannsóknir og uppgötv-
anir hafa breytt mynd okkar á
þýöingarmiklum þáttum, svo aö
full nauösyn er á þvf aö kunngera
það hinum almenna lesanda....”
Höfundur þessa bindis hefur
rannsakaö rómverska myntsögu
og ritaö greinar um þaö efni
ásamt bók, „Roman Republican
Coinage”, sem kom út 1974.
I formála segir höfundurinn aö
ritun bókarinnar hafi oröiö sér
erfiöari en hann hafi nú i fyrstu
álitið aö veröa myndi. Höfundur
byggir rit sitt á samtima heimild-
um, og verk hans veröur útlistun
á þeim heimildum og skýringar á
þeirri atburöarás, sem þær votta.
Saga Crowfords spannar timabil-
ið frá þvi um 390 f. Kr. og til þess
aö rómverska lýöveldiö leysist
upp og keisarastjórn er komiö á.
Höfundur leitast viö aö lýsa róm-
versku samfélagi, fyrst i staö
samfélagi bænda og höföingja
sem eru bundnir gagnkvæmum
skyldum og hafa hag af þvl aö
styöja hver annan i baráttunni
fyrir auknum áhirfum Rómar, út-
þenslu og auösöfnun. Siöan rekur
hann aö nokkru ástæöurnar fyrir
þvi, að þetta skilorösbundna
fyrirkomulag raskast og lýöveld-
iö hrynur. Höfundurinn styöst
nokkuö viö rannsóknir sinar á
myntsögu og þeim greinum sem
.þá sögu snerta, sem eru æriö þýö-
ingarmiklar. Einnig hefur hann
reynt aö álykta af likum liklegan
mannfjölda innan rómverska
rikisins á hverjum tima. Rit þetta
er vel unnið og byggt á samvisku-
samlegri heimildakönnun, og höf-
undur leggur meiri áherslu á hag-
söguleg atriöi en viöa er tiökaö i
ritum um Rómverjasögu.
The Life.
Jeanne Cordelier and Martine
Larache. Translated from the
French by Harry Mathews. Seck-
er and Warburg 1978.
Bók þessi kom út i október sl.,
og um svipað leyti kom bókin
einnig út á islensku, gefin út af Iö-
unni. bað hefur þegar nokkuð
veriö skrifaö um bókina hér á
landi, bæði sem ævisögu og skáld-
sögu. Þetta eru minninear gleöi-
konu eða skækju, sem hvarf frá
starfi sinu og tók að skrifa minn-
ingar sinar meö aöstoö Laraches,
en hún er frumhöfundur og á all-
an stil bókarinnar. Þaö mun vera
fátitt aö skækjur komist út úr
þeim vitahring sem þær alla
jafna lykjast i, en Cordelier er þó
dæmi um slikt og hún rekur einn-
ig þær ástæöur sem uröu til þess
aö hrinda henni til þeirrar at-
vinnu sem hún stundaði, fátækt,
eymd og volæði, ruddaskapur og
drykkjusýki annarra. Siöan koma
melludólgarnir og hórumömm-
urnar og allt afætuliöiö, sadist-
arnir og kynferöisleg niöurlæg-
ing. Bók þessi er ekki aðeins ævi-
saga, heldur einnig samfélagslegt
dokument sett saman af ritsnilld
og heiðarleika.
Tíu ára
tón-
snillingur
Nafn Timurs Sergienja, nem-
anda á þriöja ári I tónlistarskól-
anum i Minsk, höfuöborg Hvita
Rússlands, sómir sér vel viö hliö-
ina á nöfnum kunnra tónlistar-
manna.
Tónlistarhæfileikar hans komu
mjög snemma I ljós; tveggja ára
gamall þekkti hann hljóminn i öll-
um lyklum pianósins. Móöir hans,
Tatjana Markovna hljómsveitar-
stjóri var fyrsti tónlistarkennari
hans.
Timúr vinnur mikiö;
Tsjækofski, Schubert, Chopin eru
á verkefnaskrá hans. bessi barn-
ungi tónlistarmaður lék nýlega
meö Filharmoniuhljómsveitinni I
Minsk á hljómleikum þar i borg.
Timúr hefur einnig samiö eigin
tónverk. Nú vinnur hann að
samningu tónverks fyrir pianó,
sem nefnist „Spor óþekktra
dýra” og ætlar einnig aö semja
konsert. APN
Timúr leikur meö kammerhljómsveitinni I Minsk,
Burgen-
brau-kjall-
arinn
verður
brátt rifinn
MÚNCHEN, (Reuter) — Nu
stendur til aö rifa bjórkjallara
þann þar sem Adolf Hitler reyndi
fyrst aö brjótast til valda.
Eigendur Lövenbrau-bjórverk-
smiöjanna hafa nú ákveðiö aö
jafna Burgerbrau-krána við jöröu
og byggja þrjátiu miljaröa króna
byggingu með ibúöum, versl-
unum og veitingahúsum. Bygg-
ingin á aö taka um sjö ár.
Þann 8. nóvember 1923 var
Adolf nokkur Hitler staddur i
Burgenbrau-kjallaranum. Stjórn-
völd fylkisins og yfirmenn úr
hernum voru staddir þar einnig
þegar Adolf skaut úr byssu sinni
til aö vekja athygli á sér. En hú
ætlar Lövenbrau aö byggja.
ráóist..
gegn ryöi
Er bíllinn þinn ryóvarinn og hefur þú látió
endurryóverja hann meó reglulegu milli-
bili eóa hefur þú gerst sekur um hiróu-
leysi og látió reka á reióanum ?
Góó ryóvörn er ein besta og ódýrasta
trygging sem hver bíleigandi getur haft
til þess aó vióhalda góóu útliti og háu
endursöluverói bílsins
Þú ættir aó slá á þráóinn eóa koma og
vió munum - aó sjálfsögu - veita þér allar
þær upplýsingar sem þú óskar eftir varó-
andi ryóvörnina og þá ábyrgó sem henni
fylgir
sprautaó inn i afturbretti
sprautaó í gólf
enginn staóur sleppur
Tectyl tryggir gæóin
^ Ryóvarnarskálinn
Sigtunið — Simi 19400 — Pósthólf 220