Þjóðviljinn - 04.02.1979, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 04.02.1979, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. febrúar 1979 fSTJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI Frelsi Friedmans 1 ísrael Um rikisstjórnarþátttöku Alþýðubandalagsins eru deildar meiningar meðal sósialista nil einsog jafnan áður. Ekki stendur á meiningum um það að með stjórnaraðildinni sé flokkurinn einvörðungu að bjarga islenska auðvaldinu út úr innlendri og al- þjóðlegri kreppu um hrið með þvi að hjálpa þvi við að skerða kjör launafólks og hlekkja það við stjórnvölinn í auðvaldsrikinu, án þess að nokkur markviss við- leitni eigi sér stað til þess að af- nema auövaldskerfiö. Sú skoöun styöst þó við öruggan meirihluta i flokknum að ekki hafi verið hjá þvi komist að taka þátt I stjórn. óðaverðbólgan ógnaði efnahags- legusjálfstæði þjóðarinnar, land- iö er skuldsett erlendum lána- stofnunum og atvinnuvegirnir voru að stöðvast með atvinnu- leysi þúsunda i kjölfarið. Ef Alþýðubandalagiö hefði skorast undan að leggja til atlögu við þessa hættuboða með þátttöku i rikisstjórn hefðu fjölmargir túlk- að það sem svik við gefin loforð flokksins um að standa i vörn fyrir lifskjör launafólks. Margir halda þvi einnig fram að miðaö við kosningabaráttu Alþýðu- bandalagsins væri nánast órök- rétt að taka ekki þátt i björgunar- stjórn i efnahagsmálum til skamms tima. Árangur í verðbólgu- baráttunni Að minnsta kosti i baráttunni gegn verðbólgunni hefur „björg- unarstarfið” borið nokkurn árangur. Þegar rikisstjórnin tók við var verðbólgustigið um 52%, en hefur siðan lækkað niður i 35 til 38% vegna aðgerða rikisvaldsins, eða amk 15 prósentustig á fimm mánuðum. Þetta hefur tekist án þessað árás væri gerð á kjörin og er kaupmáttur raunar með þvi hæsta sem þekkst hefur. Aðferð- irnar sem beitt hefur veriö eru fyrst og fremst millifærsia fjár- muna frá þeim sem meira hafa til þeirra sem minna hafa, og marg- háttaðar aðhaldsaðgerðir fyrir stuðning og atbeina rikisvaldsins. Aðferðir þessar eru langt þvi frá að falla i kramið hjá ofstækis- .fyllstu talsmönnum hins frjálsa markaðshagkerfis, en eftir er að sjá hvernig til tekst að fella þær og aðrar aðferðir sem hugmyndir eru uppi um i ramma samræmdr- ar efnahagsstjórnar. Forsendur til þess eru að visu allt annað en góöar, en með árvekni verkalýðs- hreyfingar og pólitiskum itökum launafólks ætti aö reynast kleift að sveigja núverandi rikisstjórn inn á efnahagsstefnu sem tekur mið af verkefnum sem miklu varða sjálfstæði og framtið þjóð- arinnar og er um leið ekki mótuð af fjandskap við verkalýðsstétt- ina og tilraunum til þess að skerða kjör hennar. En li'tum á aðra kosti sem landsmönnum hefur veriö boöið uppá og sjáum hvernig þeir hafa reynst eriendis. Verðbólga og frelsi Á undanförnum verðbólguárum i islensku efnahagslifi hefur hlaupið mikii verðbólga i frelsis- hugtakið. Innan Sjálfstæðis- flokksins hafa komiö fram mjög eindregnar kröfur um að flokkur- inn taki upp ákveðnari frjáls- hyggjustefnu I efnahagsmálum og i blaðakosti borgarapressunn- ar má meöreglulegumiUibili lesa i forystugreinum og skrifum sér- stakra hagspekinga um þá alls- herjarlausn sem frjálst hag- kerfi, frjáls samkeppni, og óheft- ur markaðsbúskapur myndi færa Islensku þjóðinni á silfurfati. Þessi hugsunarháttur er siður en svo bundinn við Sjálfstæðismenn hins „frjálsa framtaks”, heldur gætir hans einnig i skrifum og pólitiskum athöfnum ýmissa spá- manna i Framsóknarflokknum og ekki siður i Alþýðuflokknum. Allajafna er þessi frjálshyggju- bylgja undarlegt sambland af kenningum John Stuarts Mills og Adams Smiths og forskriftum Alþjððabankans og Alþjóðagjald- eyriss jóðsins fyrir vellukkaðri efnahagsstefnu. Fræðilegar út- listanir á efnahagsstefnu af þessu tagi sækja menn til ekki ómerkari Milton Friedman: Farið hefur verið að hans ráðum i Chile og israel. manna en Nóbelsverðlaunahaf- ans Miltons Friedmans. Viðreisn- armódelið frá fyrstu árum sjö- unda áratugarins er sú viömiöun islensk sem ungir Alþýðuflokks- menn og ungir Sjálfstæðismenn hafa þegar þeir láta sig dreyma um að losna undan klafa rikisaf- skipta og hafta, og byggja sér draumahöll þar sem hin frjálsu markaðsöfl skapa eins og af sjálfu sér en þó eftir ákveðnum lögmálum hið eftirsótta efna- hagslega jafnvægi sem si'fellt er stagast á en svo erfitt er að ná i kapítalisku hagkerfi. Það fer svo eftir þvi hvað trú hinna nýju frjálshyggjupostula er sterk og fölskvalaus hvort þeir yfirleitt viðurkenna aö almannavaldið hafi nokkurt hlutverk við að rétta af ókosti hins frjálsa markaösbú- ikapar eður ei. ísland og ísrael t upphafi viöreisnaráranna tóku Alþýöuflokkurinn og Sjálf- stæöisflokkurinn höndum saman um að hlita forskriftum Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóös um efnahagslega uppbygg- ingu I landinu. Þá voru viðskipta- hættir færðir mjög I „frjáls- ræðisátt”, innflutningshöft af- numin, Islendingar gengu í Efta, og voru á flugstigi að sameinast Efnahagsbandalagi Evrópu. Ný gengisfellingarhringekja hófst og „renna átti fleiri stoðum undir einhæft islenskt atvinnuflf” mef byggingu „20 álvera” og aöstof erlends fjármagns. 1 byr'jun greinarinnar var minnst stuttlega á þær aðferöir sem núverandi rikisstjórn hefur beitt I baráttu sinni við verðbólg- una. Það vill svo til að íslending- ar geta nú borið saman þær að- ferðir viðþaö san uppi yrði á ten- ingnum ef boðberar efnahags- legrar frjálshyggju og nýrrar „viðreisnar”fengju að ráða ferð- inni á Islandi. Svo er mál með vexti að ísland og ísrael heyra undir sömu sér- fræðinga i Alþjóöagjaldeyris- sjóðnum og koma þeir árlega til beggja landanna ogleggja á ráðin um efnahagsúrræðin. t báðum rikjunum hefur ríkt óðaverðbólga siðustu ár og verðbólgustigiö sannast sagna verið furðulega áþekkt. Hvort það er sérfræðing- um Alþjóðabankans aö „þakka” skal ósagt látið. A árinu 1977 var 40% verðbólga i tsrael, og höfðu tsraelsmenn svo sem áður orðiö að þola svipaö, enda styrjaldar- ástand i landinu. Hlutur Friedmans Þegar ihaldsflokkur Menechen Begins komst til valda og leysti af hólmi áralanga stjórn Verka- mannaflokksins i tsrael skyldi sannað að hið frjálsa markaðs- skipulag ættieinnig við þar, enda þótt frjálsir viðskiptahættir hafi sjaldnast átt upp á pallboröið i efnahagslifi sem mótast af styrj- aldarástandi. Færustu efnahagssérfræðingar höfðu verið á ferðinni i tsrael og ekki þurfti annað fyrir Begin en að draga upp forskriftir þeirra. I blaðinu Maarivi Jerdsalem erfrá þvi skýrt 7. júli að hagfræöingur- inn heimsþekkti Milton Fried1 man, helsti formælandi ótak- markaðs frjálsræðis i peninga- málum, ráögjafi Pinochetklik- unnar i Chile, hafi rætt við stjórn- endur fjármálaráðuneytisins i Jerúsalem. Að sögn blaðsins snerust tillögur Friedmans um aö minnka afskipti rikisins af efna- hagsmálum, hætta eftirliti með erlendum gjaldeyri, afnema niðurgreiðslur á matvörum og þjónustu, útflutningsbætur og innflutningshömlur. Rödd verslunar- ráðsins Aður en vikið er að viðbrögðum við þessum hugmyndum sem okkur Islendingum koma kunn- ugiega fyrir sjónir er rétt að geta greinar i Morgunblaðinu sem birtist 9. desember 1977, eða fyrir rúmu ári. Þar er á ferðinni Þor- varður Eliasson, þáverandi framkvæmdastjóri Verslunarráös tslands og nýskipaður skólastjóri Verslunarskólans, einn af skel- eggustu baráttumönnum frjálsr- ar verslunar og alls sem henni er sagt fylgja. Greinina nefnir hann „Efnahagsráöstafanir I ísrael” og fagnar hann þar djörfum ráð- stöfunum nýrrar stjórnar i tsrael ogtelur þær geta orðið tslending- um til eftirbreytni. íslenskt ástand í ísrael Þorvarður lýsir aðdragandan- um með svofelldum hætti: „llalli hefur veriö á fjármálum rikisins og vöruskiptaversluninni viö útlönd um áratugaskeiö og viðskiptakjör mjög óstöðug, engu siöur en hjá okkur. Gengi isra- elska pundsins hefur veriö fall- andi, vextir innanlands óraun- hæfir, þ.e. lægri en veröbólgan, og vöxtur þjóöarframleiöslu hef- ur stöövast, eöa veriö minni en fólksfjölgunin. Auk þessa viröast stjórnvöld álíta skattsvik og ólög- iegan fjárflutning til útlanda verulegt vandamál. Ef við tslendingar könnumst viö þessi sjúkdómseinkenni efna- hagslifsins, þá ættum viö einnig að þekkja þaö efnahagskerfi sem býr þau til og viðheldur þeim. t tsrael hafa rikt gjaldeyrishöft samfara flóknu kerfi opinberrar gengisskráningar og greiöslu út- flutningsbóta og margvislegar álögur á innflutning. Sérstakur skattur var lagöur á feröalög til útlanda, og svo langt gengiö I hvers konar skattheimtu aö viröisaukaskattur haföi veriö tek- inn upp án þess aö fella niður söluskatt sem fyrir var og verö- lagseftirliti með veröstöövunar- lögum og hámarksverösákvæö- um og niðurgreiöslum hefur aö sjálfsögðu veriö komið á.” Ráðstafanir Begins Nú þegar tsraelsmenn höfðu búið við frið þótt ótryggur væri um skeiðáttiað taka efnahagslif- ið nýjum tökum. Samkvæmt túlk- un Þorvarðar var tilgangurinn að skapa jafnvægi á gjaldeyris- markaðinum og þá jafnframt að koma á jöfnuði I utanrlkisvið- skiptum. Full og óheft þátttaka I alþjóðlegri fjármálastarfsemi og hagsbætur af alþjóðlegri hagþró- un og verkaskiptingu áttu að færa tsraelsmönnum hagsæld og minni verðbólgu. Það eina sem Þorvarður finnur ráöstöfunum Begins til foráttu er að verðlags- höftum skyldi ekki hafa veriö af- létt með öllu strax, og israelski seölabankinn skuíi ekki hafa stefnt að jafnvægi I útlánum meö „eðlilegum hætti” það er meö vaxtastefnunni einni. En ráðstafanir Begins voru þessar: Hætt var opinberri gengis- Skráningu, en gengi skráð i samræmi við framboð og eftirspurn. Útflutningsbætur, allt aö 30%, voru afnumdar. Innflutningsgjald, 15% vöru- gjald, var afnumiö. Almennir innflutnmgstollar voru lækkaðir um 20% Fyrirtækjum var leyft að opna gjaldeyrisreikninga erlendis ogað kaupa og selja gjaldeyri og flytja hann inn og út úr landi án eftirlits. Almenningi var heimilaö aö eiga ótakmarkaö magn er- lends gjaldeyris I innlendum viöskiptabönkum og rýmkaö- ar heimildir til aö eiga fé er- lendis og hafa meö sér gjald- eyri úr landi. Ctlendingar fengu frjálsar hendur til gjaideyrisviðskipta I israelskum bönkum. Sérstakur ferðaskattur var af- numinn, en virðisaukaskattur lagður á fargjöld. Seölabankinn setti strangt út- lánaþak á viöskiptabankana. Niöurgreiöslur á nauösynja- vörum voru afnumdar og veröiö hækkaö um 15%. Raf- magn og vatn hækkaöi um 25%, póstur og simi hækkaöi þjónustu sina. Fyrir utan ýmsar ráöstafanir til þess aö verja almenning og ellilifeyrisþega fyrir verö- hækkunum I kjölfar ráöstaf- ana var kveöiö á um 10% niö- urskurð rikisútgjalda til aö mæta veröhækkunum. Þá var lán i vændum frá Alþjóöa- gjaldeyrissjóönum til aö verja Israelska gjaldmiöilinn of miklu gengisfalli. Framhald á bls. 22. Þorvarður Elíasson: Efnahagsráð- stafanir í israel Ahrltan VMikiplarMherra lsrarh kvaðst gera sér Ijósl að þesaum ráðslðfunum fylgdi veruleg Ahiella. en hann hvað pað þrt Jafn framl IJrtsl. að þessa áhiellu yrði að taka oy þau vandamil. sem efnahaftsráðslafanlrnar skðpuðu yrðl að lcysa á annan háll. en mef .............. tó fyrra hafl» vf að hverfa i kcrfi. Kkkl m i efnahaxskerfl þjrtðar Israrlsmenn hafa á undanfðrn- efnahaxsvandamál. sem sum hver eru nokkuð Ifk þvl sem vlð þekkj "............r i ‘ - ....Jli auknlnc asla árl. cn þá hafði hiln mlnnkað nokkuð. þella er hins veiiar mjðy svipuð vrrrtlaxsþrrtun oy var I Israel á árunum 1074—5. en lneði þau ár var verðbrtluan :I9—40%. Halli hefur verið á fjármálum rfkisins oK vðruskiplaver/lunlnni viðskiplakjðr pijðK rtstfk slður rn hjá okkur (ii rlska pundsins hcfur vcrið leyan fJárflulnlnK lil verulew vandamál Ef vlð tslendinxar ki vlð þessl sjdkdrtmselnker hajíslffsins. þá a-llum vl< art þekkja það efnahaksk býr þau lil oK vlðhcldur tlafa saman En e.l.v. fyljija ráðslafanlr I þessum efnum flJólleKa á efllr Aflur á mrtli er auxljrtsleica að þvl slefnt að nýla siras III fulls þá möyuleika. sein full ok rthefl þáll- laka f alþJððleKri fjármálaslarf- semi hefur upp á að bjrtða AðKerrtirnar virðasl bera voll um að stjrtrnvöld hygxisl lexKja meirl áhenlu á að auka viðskiptl en ■ Iðnað. Til þess K*lu leKið lv*-r áslieður. I fyrsla layl cr Iðnþróun vel á vck kumin I larael. t-n upp byKKinK fjármálakerflsins hins veKar báKborin. I ððru laKl er scnnilckt að Israelsmenn a-lll sér art taka það s»ti srm Llbanon hafðl fyrlr ImrKaraslyrJðldina. en Llbanon hafðl haKnasl mJðK mik- ið á alþjrtdli-Kum fjármálaumsvif. um OK Beirúl var orrtln mirtsinð Inmliim á þeim llma Enn frekari ábendinK um að þella sé mrKin markmtð. er heimsrtkn Kadals III Israels oK sú áhrr/la. sem Israels- friðt. Trauslur frlður er umfram alll forsenda þess að ha-Kl sr að byKKJa upp Irausl alþjrtdlrK fjár- málaviðskfptt. Þart var rinmlll veKa upp á móli áartluðum verrt- ba-kkunum vrKna efnahaKsráð- slafananna • Rlkissjrtður skal nurla verrt- ha-kkunum með samdnriti I þjrtn- : framkvirmdum. Náuðsyn- >f þessi • Sérslðk vrrðhvkkun varð á bensfnl. 0 Almenn sakaruppKjöf verður vrilt þelm sem ált hafa erlendan Kjaldcyrl erlendis. • Elnnin hefur verið geflð 1 skyn • að vcrulent lán fennisl frá Al- þetla l a flóknu kcrfi oplnberrar slyrk. I m Kaf L haldandl rfnahafslegum framfðr um Israelsmenn hefðu áll vi< mikll rfnahagaleK vandamál »( Ekki rr að efa að rfkisstjðrr Israels hefur þurfl verulegar kjark til þess að höggva á þanr hnút. sem efnahaKsmálin vort komin I mcð þessum haeltl. Isr» etsmenn eiga þó að ýmsu leyli t-rfiðara um vlk. en aðrar þjóðii að laka upp frjálsa búskapar- I fyrsta laKl rlklr slyrjaldar ásland I landmu. það er umselié rtvlnum oK úljíjðld III hermála eru IfffurleK. Ofrlður er versll rtvlnut frjálsra viðsklptahálta oK hefur ofl bundið akjrttan endi á lllveru þrirra Ottlnn einn við yfirvof- andi rtfrlð gelur Kerl það crfill að halda uppi frjálsu viðsklplalifi. 1 öðru laKl hefur rlklssljórnjn vlð verkalýðsfélaKin að fást. Verk» lýðsforystan hefur lýst þvf yfir að hún hyjutlst brjrtta rfkissljrtrnina á bak aflur f þessu mili. Ekki er þrt vlsl að það taklsf. I frjálsu hagkerfl bllna prtllllsk verkfðll og aðrar aðKrrðlr ofl harðasl á þeim. sem III þelrra stofna. Israelsstjrtrn hyggur einnig á frekarl brrytingar á efnahags- r r I Israel hefur verðbólga vaxið úr 36% í 101% á flmm mánuðum r r A Islandi hefur verðbólga lækkað úr 52% í 35 til 38% á fimm mánuðum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.