Þjóðviljinn - 04.02.1979, Side 19

Þjóðviljinn - 04.02.1979, Side 19
Sunnudagur 4. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Hver varð Norðurlanda- meistari í skák árið 1950? Titill þessarar greinar kann að vekja furðu margra,en þegar ég settist fyrir framan ritvélína og var að velta fyrir mér nafni á ritsmíð þessari skaut upp í kollinum greinarkorn nokkurt sem birtist í tímaritinu ,,Skák" einhverntíma í lok síðasta áratugs og bar yfirskrift- ina „Hver var Skák- meistari Islands 1918". Greinin sem var ein sú fyrsta sem ég las um skák vakti tölu- veröa athygli mina en i henni reyndi grúskari nokkur aö skera úr um hvort A eöa B heföi boriö sæmdarheitiö, ef ég man rétt. ónógar heimildir voru um mót þetta og þvi I sjálfu sér aökallandi verkefni aö reyna aö fá hiö rétta fram. Ekki man ég hver niöur- staöa greinarhöfundar var, en mér fannst honum lást aö taka meö i reikninginn þriöja sjónar- miöiö sem sé aö Islandsþing heföi falliö niöur þetta ár. 1918 er frægt i sögu Islands, þjóöin fékk sjálf- stæöi aö nokkru, frosthörkur voru miklar og spánska veikin geröi ófáan Islendinginn karlægan. En nóg um þaö. Ætlunin meö þessari grein er aö rifja upp fyrsta Skák- þing Noröurlanda sem haldiö var hér á landi. Byrjaö var aö halda Skákþing Noröurlanda einhvern- tima á milli 1920 og 1930 en þaö kom ekki i hlut lslendinga aö halda þetta mót fyrr en áriö 1950. Fjórum árum áöur haföi Baldri Möller tekist aö krækja sér i tit- ilinn „Noröurlandameistari i skák” og skjótlega uppúr þvi buöust Islendingar til aö halda næsta Noröurlandamót. Þvl var valinn staöur i Þjóöminjasafni Islands og má meö sanni segja aö allar aöstæöur hafi veriö meö besta móti. Keppendur voru alls 40 þar af 15 frá hinum Noröur- löndunum. íslendingar unnu mikla sigra i móti þessu þvi i flokkunum 4, sem keppt var i, hreppti landinn undantekningar- laust 1. sætiö. Keppnin I landsliös- flokki var þó æsispennandi en þar stóö hatrömm barátta um efsta sætiö á milli Baldurs Möller, Aage Vestöl og Guöjóns M. Sigurössonar. Baldur, sem átti titilinn aö verja tók þegar i staö forystuna i sinar hendur og vann fyrstu fjórar skákirnar meö miklum glæsibrag. Virtist hann stefna ótrauöur á 1. sætiö en i 6. umferö varö hann aö þola tap gegn einum af útlendingunum. Jafnaöist þá leikurinn þvl þeir Aage og Guöjón komust báöir upp viö hliöina á honum. 1 næstu umferöum gekk á ýmsu en þegar siöasta umferöin rann i garö var Baldur aftur oröinn efstur, en aöeins 1/2 vinningi á undan tveim þeim fyrrnefndu. I siöustu um - ferö var spennan gifurleg þvi þá tefldu þeir saman Baldur og Aage. Haföi Aage hvitt og tókst snemma aö ná frumkvæöinu og á timabili virtust öll sund lokuö Baldr'i. En handvömm af hans hálfu geröi Baldri kleift aö rétta úr kútnum og aö lokum náöi hann vinningsstööu, vann skákina og varöi þannig titilinn. Skákin fer hér á eftir meö skýringum sem birtust i „Skákritinu” en þaö var eina skákblaöiö sem gefiö var út á Islandi um þær mundir: Hvltt: Aage Vestöl Svart: Baldur Möller Franskur leikur 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Bb4 (Þetta afbrigöi er kennt viö MacCutcheon. 4. — Be7 er einnig góöur leikur.) 5. e5 h6 6. Bd2 Bxc3 7. bxc3 (Eftir 7. Bxc3 veröur hvitur einn- ig aö láta biskupinn 8. Bb4 c5! 9. dxc5 Rxf2 10. Kxf2 Dh4+.) 7. .. Re4 8. Dg4 g6 (Þessi leikur kom fram i skák milli Vestöls og Gilfers fyrr i mótinu. Gilfer lék hér Kf8, og er vandi aö sjá hvor leikurinn er betri.) 9. h4 Rxd2 16. Kxd2 c5 11. Hh3 Rc6 12. Bd3 Da5 (Hér var 12. — cxd4 nákvæmari leikur eins og þegar kemur I ljós.) 13. Bxg6! (Nú er úr vöndu aö ráöa: 13. — fxg6 14. Dxg6+ og vinnur hrókinn meö skák á f6 eöa g7. 13. — Hg8 14. Bxf7+ Kxf7 15. Hf3+ dugar heldur ekki,— Heföi Baldur leikiö 12. — cxd4 heföi biskupsfórnin strandaö á Rxe5. Hvitur heföi leikiö 13. cxd4, en eftir Db6 þarf svartur ekki aö vera hræddur viö biskupsfórnina.) 13. .. Hf8 14. Hf3 cxd4 15. Bxf7 + Kd8 16. Dg7 dxc3+ 17. Kdl Dc5 (Hvitur heföi betur leikiö 17. Kel og nú 18. Bg6! Hxf3 19. Rxf3. Svartur á þá afar erfiöa stööu.) 18. Re2 De7 19. Habl d4 20. Rg3 Kc7 21. Re4 Bd7 22. g3 Rd8 23. Rd6 Bc6 24. Hf4 Rxf7 (Baldri hefur tekist aö tryggja stööuna allvel og losar nú um sig meö mannakaupum. 25. Hxf7 Hxf7 26. Dxf7 Dxf7 27. Rxf7 Hf8 og — Hxf2 er bersýnilega svörtum I hag svo aö hvitur leikur...) 25. Rxf7 b6 (25. — Be8 myndi tapa skákinni: 26. Hxb7+ Kxb7 27. Rd6+.) 26. Kel Be8 27. Rd8! 27. .. Dxg7 28. Rxe6+ Kc6 29. Rxg7 Hxf4 30. gxf4 Kd5 31. Rxe8 Hxe8 (Nú er skákin komin yfir i tafllok sem standa nokkuö jafnt.) 32. f3 (32. Ke2 Ke4 33. Hb4 Hd8 34. e6 kæmi sterklega til greina ef hvitur hugsaöi um þaö eitt aö tapa ekki.) 32. .. Hf8 33. Kf2 Hxf4 34. Kg3 Hf8 35. f4 h5! 36. Hel Hc8 37. Kf3 (Hvitur hikar viö aö leika e5 — e6 sem sýnist vera besti leikurinn. T.d. 37. e6 d3 38. cxd3 c2 39. e7 og svarar K — d4xd3 meö f4 — f5 — f6.) 37. .. Hc6 (Þessi ágæti leikur heftir hvitu peöin verulega. Hvitur er nú i slæmu timahraki eins og leikir hans bera vitni um.) 38. Hdl b5 39. Hel b4 40. f5 d3 (Hér fór skákin i biö.) 41. e6 (Þennan leik innsiglaöi hvitur. Menn höföu almennt taliö aö hann yröi aö drepa peöiö og er þaö sennilega besti leikurinn frá hlut- lægu sjónarmiöi, en Vestöl er far- inn aö hugsa um patt og fer nærri aö sú hugmynd rætist.) 41. .. d2 42. Hfl Ke5 43. Ke2 Kf6 44. Hf4 Hd6 45. Kdl Hd5 46. Hf3 He5 47. Hfl a6 48. Hgl Kxf5 49. a4 (Siöasta tilraunin.) 49. — bxa3 (Baldur er oröinn of öruggur og gengur I gildruna.) 50. Hfl + (Þarna fór siöasta tækifæriö. Hvltur átti jafntefli meö 50. Hg5+ Kxe6 (Kf4? 51. Hxe5 Kxe5 52. e7 og hvitur vinnur!) 51. Hg6+ Kd5 52. Hd6+! og heldur jafntefli. Hrókurinn eltir kónginn og ef hann er drepinn er hvitur patt. Baldur gat unniö meö öllu ööru mögulegu móti en bxa3, eins og menn geta gengiö úr skugga um meö þvi aö athuga stööuna stund- arkorn.) 50. — Kg4 51. Hgl+ Kg3 NB Athugasemdir hafa fengiö aö haldast meö öllu óbreyttar. En ekki er sagan þó öll, þvi aö i næsta tölublaöi „Skákritsins” birtist leiörétting eftir ungan reykviskan skákmann: „Ungur reykviskur skák- maöur, Freysteinn Þorbergsson aö nafni.hefur uppgötvaö veilu i skýringum viö skák þeirra Vestöls og Baldurs I siöasta blaöi Staóan eftir 49. leik svarts. Eftir 49. leik svarts telur skýringarhöfundur, aö hvitur eeti náö jafntefli meö 50. Hg5+ Kxe6 51. Hg6+ Kd5 52. Hd6+ o.s.frv. En eftir 52. — Ke4 53. Hd4+ Ke3 54. Hd3+ Kf4 55. Hf3+ Ke4 56. Hf4+ Ke3! (Til þess aö fá hrókinn á 3. reitarlinuna) 57. Hf3+ Kd4 58. Hd3+ Kc5! 59. Hxc3(Neyöist til aö losa um peöastööuna) Kb4, vinnur svartur auöveldlega. Aörar betri leiöir, en hér er sýnd á hvitur eigi, eins og les- endur geta sjálfir gengiö úr skugga um. Staöa hans er alla- vega töpuö, og eru lesendur hérmeö beönir afsökunar á ofan- greindri missögn”. Svo mörg voru þau orö. Rööin I landsliösflokki varö annars þessi: 1. Baldur MöIIer 7 v. 2. Guöjón M. Sigurösson 6 1/2 v. 3. Aage Vestöl (N) 5 1/2 v. 4. Guömundur Agústsson 4 1/2 v. 5-8. Julius Nielsen (D) 4 v. 5-8. Storm Herseth (N) 4 v. 5-8. Olof Kinmark (S) 4 v. 5-8. Palle Nielsen (D) 4 v. 9. Eggert Gilfer 3 1/2 v. 10. Bertil Sundberg (S) 2 v. 1 þessu móti vakti Friörik Olafsson fyrst verulega á sér at- hygli er hann sigraöi i Meistara- flokki skákþingsins. Eftir Noröurlandamótiö dró Baldur aö nokkru saman seglin, aörir yngri menn tóku viö, menn á borö viö Friörik ólafsson og Inga R. Jóhannsson. Hann sést þó aö tafli a.m.k. einu sinni á ári, eöa þegar Skákkeppni stofnana fer fram. Ekki er hægt meö neinu móti aö segja aö hann sé meö öllu úr sviösljósinu þvi eins og kunnugt er þá starfar hann sem ráöuneytisstjóri i dómsmála- ráöuneytinu. Skrifborö þaö sem hann situr viö er liklega þaö þekktasta á landinu. A þvi hvila fjallháir hraukar af skjölum og öörum pappirum, og vissulega væri þaö óös manns æöi fyrir ein- hvern annan en Baldur aö reyna aö finna þar eitthvaö sem bráö- liggur á.... Hinn árlegi Byggingavöru — Afsláttur í Nýborg h.,. frá 1.-18. febrúar ÁRMÚLA 23 SÍMI 86755 V erkf ræðingar! Vegna vinnudeilu Stéttarfélags verkfræð- inga við Reykjavikurborg, en hún hefur staðið frá þvi i mars 1978, eru verkfræð- ingar, sem hyggjast ráða sig hjá Rvikur- borg, beðnir að hafa samband við Stéttar- félag verkfræðinga áður. Stjórn Stéttarfélags verkfræðinga STÉTTARFÉLAG VERKFRÆÐINGA BRAUTARHOLTI 20 - PÓSTHÓLF 645 REYKJAVÍK Blikkiðjan Ásgarði 1, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.