Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Stendur kínversk innrás í Vietnam fyrir dyrum? Tókíóblaðið Asahi Sjimbún telur það mjög sennilegt að innan tveggja til fimm vikna muni Kinverjar gera leifturárás inn fyrir landa- mæri Vietnams. Frétta- maður hins japanska blaðs i Washington hefur þetta eftir háttsettum mönnum í stjórn og leyniþjónustu Bandaríkjanna. Kína, sögðu hinir bandarísku heimildarmenn frétta- mannsins/ hefur dregið saman við landamæri Viet- nams um tiu herfylki yfir 150 árásarflugvélar og mergð skriðdreka. //Spurningin er ekki lengur hvort Kínverjar ráðist á Víetnam eður ei/ heldur hvenær j»eir hefji innrás- ina," sagði einn heimildar- maðurinn. Asahi Sjimbún skrifar einnig, aö Kinverjar hafi sent bestu hers- höfðingja sina til suöurlanda- mæranna. Varnir Vietnama viö landamærin eru sagöar veikar, þar eö bestu hersveitirnar séu i Kampútseu. Viö kinversku landa- mærin eru aöeins þjóövaröliös- sveitir, sem eru hvergi nærri eins vel vopnum búnar og þjálfaöar og Fangar úr liöi hinna Rauöu khmera: Innrás skapar röö af fordæmum. Kínversk innrás yfirvofandi? EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaöastræti 10 A •— Sími 16995. hinn eiginlegi her. Hafi Kinverjar raunverulega I hyggju aö gera sakirnar upp viö Vietnama á vig- vellinum, má ætla aö þeir láti til skarar skrlöa meöan Vietnamar eru þannig berskjaldaöir aö norö- an, fremur en aö biöa þess aö þeir hafi brotiö á bak aftur alla and- spyrnu I Kampútseu og sent her- inn til noröurlandamæranna. Varla „algert stríð" Skilja má aö I innstu hringjum i Washington liti menn þessa meintu innrásarfyrirætlun ekki alvarlegum augum, enda eru Kinverjar nú einhverjir bestu vinir Bandarikjamanna. Auk þess myndi hlakka I könum ef Vietnamar, sem sigruöu Banda- rikjaher fyrir fáum árum, yröu nú slegnir flatir. Þaö yröi lika áfall fyrir Sovétrikin, af þvi aö Vletnam er i bandalagi viö þau. Deng Xiaoping (Teng Hsiaó-ping) meö höfuöbúnaö aö hætti skot- glaöra kúreka. Veröur næsta verk hans herhlaup gegn Vietnam? Aö sögn heimildarmanna Tókió-blaösins er ekki Hklegt aö hér veröi um „algert striö” aö ræöa. Kinverjar muni ekki reyna aö hertaka Vietnam allt, heldur aöeins einhver svæöi I noröur- hluta landsins og kalla hersveitir sinar svo ef til vill til baka skömmu slöar. Þannig fóru Kin- verjar aö 1962, þegar þeir böröu á Indverjum I Himalajafjöllum. Tilgangurinn meö innrásinni yröi þá aö likindum sá aö knýja Viet- nama til aö gefa Kampútseu lausa og ef til vill aö tryggja Kina itök I Laos, þar sem vietnömsk áhrif munu nú allveruleg. tJtkom- an gæti oröiö sú aö Vietnam yröi umkringt af Kina og kinversk- sinnuöum rikjum á landi og af bandariska herflotanum og hinu bandarisksinnaöa Asean-banda- lagi sjávarmegin. Asean-rikin (Tailand, Malasia, Singapúr, Indónesia, Filippseyjar) óttast Vietnam mjög, einkum vegna þess aö þau telja aö vietnamska byltingin veröi byltingarhreyf- ingum i grannlöndunum hvatn- ing. „Það sem þér viljið ekki..." Sigraö og einangraö yröi Viet- nam Sovétmönnum litilsveröara sem bandamaöur en áöur, svo aö meö þessu móti vonast Kinverjar kannski eftir aö losna viö aö vera á varöbergi bæöi I noröri og suöri. Vissulega eru þetta geigvæn- legar fréttir, ef sannar eru. En hér hafa Vietnamar aö vissu leyti : grafiö sér gröf. „Þaö sem þér viljiö ekki aö aörir geri yöur, þaö skuluö þér og ekki þeim gera,” sagöi Konfúsius, sem meira en nokkur annar einstaklingur hefur mótaö hugarheim bæöi Kinverja og Vietnama. Þar sem Víetnamar eru nýbúnir aö hertaka fullvalda grannriki sitt, Kampútseu, er hætt viö aö tómahljóö komi sjálf- krafa i ummæli þeirra, þegar þeir fara aö ákæra Kinverja fyrir innrás og tilræöi viö fullveldi Vi- etnams. Raunar hefur gætt nokkurs tómahljóös I mótmælunum gegn hernámi Víetnama á Kampútseu. Stjórn Kampútseu var búin aö fá á sig slikt ógnarorö aö mörgum þótti sem ástæöulaust væri aö hneykslast mjög á þvi aö þvilik- um haröstjórum væri steypt af stóli, þótt svo aö þaö væri gert meö innrás erlends hers. Þetta voru svipuö viöbrögö og þegar Indverjar réöust á Pakistan 1971, út af Bangladess. En svoleiöis sýndakvittanir geta veriö var- hugaveröar. Hafi þaö veriö rétt- lætanlegt aö steypa stjórn Rauöu kmeranna I Kampútseu meö erlendri innrás, þá gildir þaö sama um harla margar rikis- stjórnir I heiminum. Samkvæmt þvi myndu flestar rikisstjórnir Rómönsku-Ameriku vera rétt- dræpar fyrir hverju þvi riki, er heföi áhuga fyrir aö ráöast á þær, og þaö sama gilti um þó nokkrar stjórnir i Afriku og viöar. Rauðu kmerarnir Fyrst vikiö er aö margumtal- aöri ógnarstjórn Rauöu kmer- anna er ekki úr vegi aö ihuga, hvort Pol Pot og félagar hans séu i raun og sannieika þeir djöflar, miöaö viö aöra, sem vestræna pressan jafnt og Sovétmenn og Vietnamar segja þá vera. Harö- stjórar voru Rauöu kmerarnir á- reiöanlega, en voru þeir sem slikir I þaö heila tekiö verri en sumir aörir, sem ráöa rikjum hingaö og þangaö um heiminn og sleppa viö svona stórfelldar for- dæmingarherferöir, aö maöur tali nú ekki um innrásir? Uröu Rauöu kmerarnir kannski svona illa ræmdir meöfram af þvi, aö þeir voru jafniila séöir af könum og Rússum og vinum þeirra um allan heim? Rauöu kmerarnir létu aö öllum likindum kné fylgja kviöi gagn- vart andstæöingum sinum aö unnum sigri i borgarastriöinu, svo sem algengt er eftir borga- striö. tlr Evrópu höfum viö um þetta nýleg dæmi frá borgara- striöinu I Finnlandi i lok fyrri heimsstyrjaldar, frá Spáni I lok borgararstriösins þar og frá Grikklandi eftir siöari heimsstvr* öld. En þar aö auki viröist af- staöa hinnar föllnu Kampútseu- stjórnar gegn öllum „ööruvisi hugsandi” hafa mótast af um- buröarlausu ofstæki, auk þess sem menntamannahatur og and- úö á borgarbúum (sem „afæt- Framhald á 22 Frá KPS, stærstu heimilistækjaverksmiðju Noregs bjóðum við stórglæsilegt úrval eldavéla, kæliskápa og uppþvottavéla á mjög hagstæðu verði. Góðir greiðsluskilmálar. Tiskulitir: Karry gulur, Avocado grænn, Inka rauður, hvitur og það allra nýjasta: svartur. Sendið úrklippuna til okkar og við pósíleggjum bækling strax. Nafn........ Heimilisfang

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.