Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. febrúar 1979 Sunnudagur 11. febrúar 1979 ÞJóÐVILJINN — SIDA 13 HlegiBá milli æfinga. Hanna, Ellen, Þröstur og Þórunn. Meira aö segja Gunni.sem var niöursokkinn i búningasaum, leyföi sér þann munaöaö horfa upp eitt andartak. Kabaretthópurinn á léttúöugu augnabloki: Eggert, Bjarni, Edda, Helga og GIsli Rúnar. Höfundinum, húsmóöurinniúrVesturbænum.fipaöisthins vegar I snúningnum, eins og myndin sýnir. (ljósmynd: Leifur) Leikararnir úr Vatnsberunum ræöa viö greinarhöfund: Emil, Anna, Hanna, Þröstur og Asa. felldar söngkonur eöa blinda fiðluleikara. En þetta eru vist draumar eða martraðir. Til er nokkuð sem heitir raunveruleiki og er hann kannski meira áber- andi þegar Alþýðuleikhúsið er heimsótt. Fyrir utan aðþar heitir fólkið sinum skirnarnöf num byrja sumir daginn kl. 10.00 fyrir hádegi og enda hann kl. 01.00 að nóttu. Islenskur alþýðukabarett Við skreiddumst niður i Lindar- bæ á hádegi en þá var búið að æfa kabarettfrá kl.10 um morguninn. Höfundur alþýðukabarettsins er húsmóðir úr vesturbænum. Hún er viðstödd allar æfingar og tók- um við hana tali. Hún vildi ekki láta nafns sins getið frdcar en fyrrá löngum ritferli hennar. Þá spurðum við hana hvað kabarett- inn fjallaði um. „Ja, það má kannski segja að þarna séu dægurmál og klassisk aðhlátursefni sett i smekklegt samhengi. Sumt er kannski ómerkilegt pip, sagði hún feimn- islega, en þó má búast við að eitt- hvað af þessu lendi i skinnbandi seinna meir.” „Hvað fckk þig til aö semja þennan kabarett?” „Agóðavon. Nú svoiangaði mig tíl aö efla vestrænt lýöræði og styrkja varnir vestrænnar menn- ingar. Auk þess finnst mér ekki vera mikið um réttar skoöanir eins og minar. Til dæmis hef ég átt i vandræðum með að komast i Velvakanda upp á siðkastið.” „Hefur þií fengist viö að skrifa eitthvað áður?” „Já. Ég hef skrifað reglulega mataruppskriftir, en ég hef verið fastráðinn blaðamaður við „Heima er næst-best” i þrettán ár. Nú, auk þess hef ég skrifað mikið af lesendabréfum, ýmis konar.” „Hefurðu eitthvað fengist við að yrkja?” „Ég hef gefið út þrjár ljóða- bækur undir dulnefni, — Matthias Jðhannessen. Ég yrki aöallega um borgina og vandamál nútima- mannsins i Hljómskálagarðinum. En hugurinn stendur til stærri af- reka. Nú er ég með framhalds- leikrit i smiðum fyrir i'slenska sjónvarpið. Ég hef lokið við 39 þætti sem teknir verða upp i sum- ar undir stjórn Hrafns Gunn- laugssonar, að sjálfsögöu. t aðal- hlutverkum verða Indriði G. Þor- steinsson sem leikur bóndakonu, en ólafur Jóhannesson leikur Indriða.” Konan i Vesturbænum sagðist vera einhleyp en byggi með tengdaforeldrum sinum úr fyrra lifi. Hún fór i varnarstöðu þegar hún var spurð um barneignir i fýrralifi ogsagðist ekki kæra sig um eins manns kynlifsfræðslu. Við þökkuöum henni þvi fyrir spjallið og horfðum á æfinguna. Þrír tóntæknar Leikstjórarnir eru tveir, Edda Björgvinsdóttir og Gisli Rúnar Jónsson. Þau sögðust eiga kon- unnimikið að þakka oghún þeim. Tónstjóri er Eggert Þorleifsson. Tiu fyndnir leikarar taka þátt i sýningum en auk þeirra eru þrir tóntæknar. Ekki er fólk sammála hvort kalla ætti triðið Hljómsveit Eggerts ólafssonar, Hljómsveit Egga popp eða Hljómsveit Egg- erts Þorleifssonar Axfjörð. Leik- arar gera sjálfir leikmynd. Aö- standendur alþýðukabarettsins sögðu músikina vera i litum en annars væri leikurinn i svart/- hvitu. Sú hugmynd hefði komið upp að afiienda áhrofendum þri- viddargleraugu við innganginn, en slikt byði upp á marga mögu- leika. Til að mynda virtust leik- endur vera 400 og sparaðist þar með vinnuafl leikara sem þó væri ekki skortur á. Búist er við að kabarettinn taki breytingum ög aðlagi sig þannig hverjum tima. Þó sé ekki þar með sagt að ekki finnist þar klassískir punktar sem þar af leiðandi séu alltaf sigildir. Frumsýning er áætluð i miðjum mars. Vatnsberar Þegar æfingu á Kabarett var lokið komu Vatnsberarnir inn. Það er barnaleikrit eftir Herdisi Egilsdóttur en hún hefur einnig samið tónlist og texta. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir en leikmynd og búninga gerði Þór- unn Sigriður Sigurðardóttir. Leikendur eru Anna S. Einars- dóttir, Asa Ragnarsdóttir, Einar Einarsson, Emil Gunnar Guð- mundsson, Hanna Mariá Karls- dóttir. og Þröstur Guðbjartsson. Þau sögðust vera búin að sýna leikritið 62 sinnum i meira en 30 skólum á höfuðborgarsvæðinu. Krakkar hafa tekið Vatnsberun- um vel, en þeir eru ólikt betri mælikvarði en fullorðnir. Ef krakkar eru óánægðir eru þeir óhræddir við að púa eða ganga hreinlega út. Sagt er aö gott barnaleikrit sé ekki siöur viö hæf i fullorðinnaog ættu Vatnsberarnir þvi ekki siður erindi til þeirra semeldri eru. Viðbrögö barnanna hafa oft verið skemmtileg, þau gripa inn i' ef þeim sýnist svo. Leikendur verða þá aö vera við- búnir að geta fléttað slikt inn i sýninguna. Eitt sinn teiknuðu börnleikritiðog var þar ein mynd af sviðsmyndinni eingöngu. Undir myndinni stóð: leikritið er ekki byr jaö. í febrúarmánuði verða almenn- ar sýningar á Vatnsberunum á laugardögum eða sunnudögum kl. 14.00 f Lindarbæ. I byrjun mars kveðja þeir höfuðborgina og ætla þá að heimsækja lands- byggðina. Rússagrýla Nú, klukkan hálfþrjú eina og sama daginn hófst æfing á rúss- nesku barnaleikriti sem Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi úr frummáli. Það heitir Nomin Baba-Jaga og er eftir I. Schwartz. Þórunn Sig- urðardóttir er leikstjóri, en hún hefur stýrt þremur verkum eftir sama höfund. Aðstoðarleikstjóri er Guðlaug Maria Bjarnadóttir. Guðrún Svava Svavarsdóttir gerði leikmyndir og búninga en henni tíl aðstoðar er Guðrún Gisladóttir. Asi i Bæ gerði söng- texta en auk hans sömdu tónlist- ina Eggert Þorleifsson og Ólafur Orn Thoroddsen. Þeir tveir taka einnig þátt i' sýningunni. Aðrir leikendur eru Bjarni Ingvarsson, Elfsabet Þórisdóttir, Gerður Gunnarsdóttir, Guðný Heigadótt- ir, Gunnar Rafn Guðmundsson, Helga Thorberg, Margrét Ólafs- dóttir og Sigurður Sigurjónsson. Baba-Jaga þýðir grýla i rúss- nesku og er þvi ekki óeðlilegt að fólk kalli leikritið rússagrýluna sin á milli. Alþýðuleikhúsiö ætlar að frumflytja þetta leikrit hérá landi um næstu mánaðamót. Það hefur verið æft frá miðjum janú- ar, bæði i Lindarbæ og á Kjar- valsstöðum. Tvö barnaleikrit Nú er Alþýðuleikhúsiö með fjögur leikrit i fórum sinum en þar af er helmingurinn barnaleik- rit. Sögðu alþýöuleikarar að barnaleikrit væru mun dýrari fyrirtæki en önnur leikrit. Þau kosta jafnmikið i uppsetningu og rekstri en þó er verð aðgöngu- miða miklu lægra. Ekki er heldur gróði af fullorð- inssýningum þótt alltaf sé upp- selt. Sætafjöldi i Lindarbæ er ákaflega litill eða innan við 150 sæti. Þótt leikhús hefði 200 sæti væri þaö fyrirtæki óraunhæft, nema um mjög ódýrar og fá- mennar sýningar væri að ræða. Stendur til að fara með Við borgum ekki og Vatnsberana i ferðalög, en ekki hin tvö stykkin. Baba-Jagahópurinn hefur áhuga á að flytja leikritið upp i hverfi þar sembarnmargt er, eins og td. i Breiðholti. Bágt ástand í Reykjavöc er aftur á móti mjög bágt ástand hvað húsnæði snertir. Ekkert leikhús er hér i bæ þar sem frjálsir leikhópar geta sett upp verk sin. Úti á landi eru um 70 leikfélög sem flestöll hafa húsnæði til að æfa og leika i, en i hinnistóru Reykjavik þar sem er helmingur þjóðarinnar, er ekkert slflct húsnæði til staðar. Áður fyrr var leikið i Tjarnarbiói sem er i eigu borgarinnar, og þá gátu ýmsir leikhópar sett upp verk sin þar endurgjaldslaust. Nú er ekk- ert slflct húsnæði fáanlegt. Ótrú- lega erfitt er að semja leikmynd að hvaða húsnæði sem er, auk þess sem mikiil timi fer i að setja upp og taka niður sýningu. Alþýðuleikhúsið þarf að borga himinháa húsaleigu (allt að 600.000 á m á nuði), en s itur þó e kki eitt að húsinu. Þarna fer fram ýmis konar félagsstarfsemi önn- ur og er þá ekki vinsælt að leik- tjöld og þess háttar sé til trafala. Ljós punktur er þó að góð sam- vinna er með leikurum og hús- verði i Lindarbæ. Fyrir hverja sýningu þarf að setja upphækkunarpalla i áhorf- endasal, setja upp leiktjöld en eft- ir sýningu að fjarlægja hvort tveggja. A hverju sýningarkveldi fara fjórir klukkutimar i þess háttar vinnusem væri óþörf ef Al- þýðuleikhúsið hefði eigið húsnæði og það nægilega stórt. Draumurinn um primadonnuna á fjölum stórra óperuhúsa fæst ekki staðist hvernig sem litið er á Alþýöuleikhúsið. Þarna vinna leikararnir sjálfir við leiktjalda- gerð og gefa vinnu sina að mestu leyti. Útgjöld eru mikil, húsa- leiga, auglýsingakostnaður, leik- 11 ii iTmn—m ii iii i »nwiTnn 'trinnnr tjöld, búningar, en þegar að leik- urum sjálfum er komið er varla nokkuð eftir nema skelin undir dauðann.Fólk neyðist til að vinna eitthvað með, þótt erfitt sé að finna vinnu sem hæfir við langan og óreglulegan vinnutíma leik- húsfólksins. Við borgum ekki En dagurinn liöur og nú er klukkan fimm. Þá er aðalfundur Alþýöuleikhússins haldinn úti i Félagsstofnun stúdenta. Þar er rætt um allt, verkefni, skipulag, og vandamál sem þarfnast úr- lausnar. Þar mæta ekki eingöngu leikararsjálfir, heldur allir félag- ar Alþýðuleikhússins. Margir leikarar í hinum tveimur rlkis- styrktu leikhúsum eru félagar i AL. Allt ieinuer klukkan orðin hálf- sjö og tveir klukkutimar þar til sýning á Viö borgum ekkihefst. Tvo tí'ma þarf jú til aö setja upp- hækkunarpalla i áhorfendasal og koma leikmyndum fyrir. Einn leikenda er i' miðasölu og annar i fatahengi. Búið er að sýna leikrit- ið 16 sinnum og er alltaf uppselt langt fram i timann. Salurinn er opnaður og fólk sest i' sætin sem fyrirfinnast i salnum. Leikhús- gestír hlusta áBellaciaoog önnur itölsk lög sem leiða hugann að ibúðarblokkum i Genoa, Milanó eða Róm. Eða þá þeir blaða i leik- hússkránni sem gætiverið italskt (islenskt) seðlabúnkt. Tjöldin eru dregin frá og viö sjáum Itali gera það sem okkur hefði átt að hug- kvæmast fyrir löngu. En við ís- lendingar erum svo miklir Gio- vannar i okkur. Leikstjóri er Stefán Baldurs- son, leikmyndir gerði Messiana Tómasdóttir en hún gerði einnig bráðskemmtilega grafikmynd eftir ljósmynd sem Sigfús Már Pétursson tók af tveimúr itölsk- um húsmæörum. Mynd þessi er einmitt á auglýsingaplakati leik- ritsins. Þegar leikritinuer lokið er lflca vinnudegi flestra Islendinga lokið þó i yfirvinnusamfélagi sé. En vinnudegi alþýðuleikara er ekki ennlokiö; fyrstþarf að þvo af sér svita og smink, en einnig þarf að færa leiktjöld, upphækkunarpalla og taka til fyrir næsta dag. Eftir það er kannski hægt að fara heim aö sofa fram til tiu næsta morgun, þegar æfing á kabarettinum eftír húsmóöur i vesturbænum hefst. ES ■aMBBMaaBBMMMBHM Kassinn geröur upp að lokinni sýningu. Eigum við fyrir brauði ú morgun? Aðlokinni sýningu. Biðröð fyrir framan spegilinn: Lilja, Hanna, Fúsi og Ólafur. Barnaleikritið „Nornin Baba-Jaga” eftir rússneska höfundinn J. Schwartz æft af fullu kappi. Þórunn leikstjóri i forgrunni, en Sigurður, Helga og Gerður uppú sviði innan um leiktjöidin úr ,,Við borgum ekki, við borgum ekki '*. Tekið brjóstmál á Rússagrýlunni. Guðrún Svava og Helga. Þegar ég verð stór, ætla ég að verða leik- kona. Þá verð ég rik, verð alltaf á ferðalögum og bý á finum hótelum. Á hverju kvöldi fæ ég blómvönd að loknum leiksigri, karlmenn munu dá fegurð mína og klökkna undir röddinni. Ég mun giftast oft, eiga fullt af fallegum mönn- um, hvern öðrum ríkari. Svo þegar ég verð sjötug flyt ég i kyrrðina i Bev- erly Hills og skrifa sjálfsævisögu mína. Draumurinn getur lika snúist um berklaveik ljóöskáld, drykk- _ ' 4 M ____________✓ __ _ DAGUR I ALÞYÐULEIKHUSEVU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.