Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 17
Sunnudagur 11. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 reyndar ámálgað við döttur mina hvort ég ætti ekki að fá mér stóðagalla. — Nei, pabbi, sagði hún, mér finnst bara asnalegt af þér að vera að dressa þig upp, af þvi þú ert svo lélegur. Fólkvangsvörðurinn benti mér á aösetur Hjálparsveitar skáta i kofa þarna miösvæðis. Þau Hjör- dis Fenger og Einar Hrafnkell Haraldsson tóku á móti mér og byrjuðu strax að þvo sárin og gera að þeim og fórst þaö fag- mannlega. Ég hefði ekki treyst lækni betur en Einari,og Hjördisi hefði ég helst viljað fá til þess að halda i höndina á mér, en kunni ekki við að biðja hana um þaö, þvi sárjn voru svo litil, — og hún svo falleg. — Þið eruö náttúrlega á kaupi hérna, spyr ég. — Nei, nei. Allt starf Hjálpar- sveitarinnar hérna er sjálfboöa- starf. Við höfum vakt hér allan skiöatlmann og skiptast félagarn- ir á um þetta, þannig aö svona tveir — þrfr dagar koma á hvern yfir veturinn. Við erum yfirleitt fimm saman, tveir hér neðra, einn i bilnum, sem við notum til sjúkraflutninga og annarrar að- stoðar á svæðinu, og svo tveir sem staðsettir eru i lyftuhúsinu uppi á fjalli. — Fáið þið ekki styrki? — Sveitin fær eitthvað smáveg- is frá borginni, sem gengur þá uppi bensin og annan kostnaö. Ég kveð þetta geöuga unga fólk. Vonandi þarf ég ekki á að- stoð sveitarinnar aö halda aftur, enefsvo fer, vona égað veröa svo heppin að þau verði á slysavakt. Aftur liggur leiðin i stólalyft- una, en núnahinkra ég aðeins viö uppi á fjallinu. Inni I lyftuhúsinu Brekkuleikur í Bláfjöllum Horft noröur fjöll unni. Sumstaðar þarna á Blá- fjallasvæðinu hanga uppi skilti um skiðakennslu, en samt hef ég hvergi rekist á nokkurn mann af öllum þessum skiðasnillingum sem ómakað sig hefur til að segja okkur skussunum til. Þrátt fyrir þaö hef ég tekiö örari framförum i skiðaiþróttinni heldur en barn sem er að læra til gangs, enda kom fljótlega að þvi aö maður fór að taka hinar kúnstugustu beygj- ur. Fyrir siðustu helgi var svo komið að ég taldi mig færan að takast á við hinar óárennilegu brekkur i Kóngsgilinu. Laugardagur í Kóngsgili Ég var kominn uppeftir um eittleytið ífylgd þrettán ára dótt- ur. Stutt biðröð var viö stólalyft- una og fórum viö feðginin, eða a.m.k. ég, i hana meö hálfum huga. Lyftuverðirnir sem greini- lega eru þaulvanir skussum og amlóðum, komu okkur fyrir á réttum stað, þar sem við síöan hnigum niöurí stólana og svifum af stað. Ég fálmaði uppfyrir mig eftir handfangi og togaði öryggis- grindina niður. Allt var klárt. A kafla eru stólarnir í um fimmtán metra hæöfrá jöröu ogef éghefði ekki verið lafhræddur, hefði ég sannarlega notið útsýnisins úr lyftunni. Ég fór að brjóta heilann um hvað skeði ef skyndilega yrði rafmagnslaust eða mótorinn bil- aði og við yrðum að dúsa hér I frostinu og gjólunni I kannski marga klukkutima. Ég fór í hug- anum aö mæla fallið og giska á hvarégmyndi brotna, ef ég yrði að stökkva niöur. Osjálfrátt reim- aði ég úlpuna þéttar að mér og mændi upp aö lyftuhúsinu. And- skoti tekur þetta langan tima, hugsaði ég, en i rauninni tók ferð- in uppá brún ekki nema fimm — sex mínútur. Um nokkrar skiöaleiðir er að velja niður af fjallinu, en sú auð- Páll Pálsson að störfum f stjórnhúsi stólalyftunnar. hittti ég fyrir Pál Pálsson lyftu- stjóra. — Páll, hvað gerist ef rafmagn fer skyndilega af svæðinu, eöa mótorinn bilar, — hvernig náið þiö fólkinu niöur? — Ja, við erum með litinn bensinmótor sem yrði tengdur við lyftuna. Hann getur að visu ekki knúið hana hratt, en dugir til þess að ná fólkinu niöur. — En ef hann bilar lika? — Það eru nú litlar likur á þvi, við höfum hlutina I lagi. Annars höfum við einnig möguleika á þvi, að láta hlaðna lyftuna renna og gæti þaö hjálpaö að einhverju leyti, en svo höfum viö hér körfú sem renna má út á virana og losaö fólk þannig. Slikt tadci að visu nokkurn tima, en viö höfum æftþettaogeigum vafalaust eftir að æfa það betur, þannig að þessi möguleiki er fyrir hendi. Með þessar upplýsingar I vegarnesti naut ég þessarar þægilegu lyftu betur og útsýnisins úr henniyfir þessaf jalladali, sem eru jafnvel fegurri i lágbirtu vetrar heldur en endranær. Hjördis Fenger og Einar Hrafnkell Haraldsson sýna hluta af búnaði Hjálparsveitarinnar. farnasta er norður brúnirnar nokkurn spöl, en siöan I sneiðing- um fram með Kóngsgilinu, brekku af brekku, uns þeirri sið- ustu sleppir viö lyftuna, þannig að þetta er nánast fullkomin hring- ferð. 1 þessarri minni fyrstu ferð gekk allt vel þartil á hálsinum of- anvið siðustu brekkuna, þar sem dálitil hvörf höfðu myndast. Frjálsræðiö hafði gertmig dálitiö ógætinn og þegar ég kom að þess- arri óvæntu torfæru á fullri ferð tók ég flugiö, fór kollsteypu i loft- inu og nauðlenti á andlitinu. Mér til furðu fann ég að ég var hvergi brotinn og skiöin sem bæði höfðu losnaö dingluðu lika óbrotin I ól- umviðökklana.Samt var eitthvað skaddað, þvi snjórinn var blóölit- aður. Eftir ýtarlega sjálfsskoðun kom i ljós að blóðiö kom úr höfð- inu. Mér stórlétti, þvi að þar er ekkert sem þolir talsvert hnjask. Samt fannst mér réttast að láta lita á þetta, enda annt um mina dýrindis feröaúlpu sem nú þjónaði sem skiöaúlpa, og hefði orðið blóðflekkuð. Ég hafði Þegar leið á daginn lengdist biðröðin i lyftunni mjög og tókum við feðgin þá eftir þvi, að miklu fámennara var i Armannslyftun- um sunnan i gilinu og fórum þvi þangað. Hér er um að ræða tvær toglyftur, hvora upp af annarri upp á hæstu brún. Þessar lyftur eru talsvert afkastamiklar og hafa þann kost umfram hina ágætu stólalyftu, að i kulda er meiri möguleiki á þvi að halda á sér hita i þeim. En allt er þetta gott hvað með öðru og er undra- vert hve góð aðstaða hefur risið á Bláfjallasvæðinu fyrir skiðafólk á fáum árum. Þaö er ekki alltaf sem upp- bygging aöstööu fyrir iþróttafólk bætir aðstöðu almennings i sama mæli og þarna hefur oröiö, enda láta viðbrögð fólks ekki á sér standa, það flykkist i fjöllin. Aö lokum vil ég aðeins óska þessað ekki skorti snjó I Bláfjöll ogönnur skiðalönd i náinni fram- tið. —je.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.